Morgunblaðið - 11.07.2002, Síða 48
FÓLK Í FRÉTTUM
48 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÚTSALAN
BYR JAR Í DAGSM
ASH
Kringlunni, s. 553 1717
Opið til kl. 21.00
í kvöld
DC skór
Etnies skór
Osiris skór
Stussy bolir
Fresh Jive skyrtur
Carhartt buxur
X-tra.is bolir
4.990
4.990
4.990
990
60% afsl.
3.990
990
Allt
að 60
% afs
láttu
r
Striga
i til kl. 21.00
í kv l
ÚTSALA
HEFST Í DAG
DÚND
UR
Allt að 60% afsláttur
Kringlunni, s. 553 1718
Opið til kl. 21.00
í kvöld
flauelsbuxur
gallabuxur
peysur
skór
bolir
skór
peysur
skór
4.900
5.990
3.990
25% afsl.
990
50% afsl.
2.990
1.990
SKATEBOARDING
ÞAÐ verður nóg að gerast hjá
Björk á útgáfusviðinu á næstunni.
Safnplata, sem mun einfaldlega
heita Greatest Hits, kemur út 2.
september næstkomandi, og mun
innihalda 15 lög. Lögin voru valin
af netverjum sem heimsóttu heima-
síðu Bjarkar, www.bjork.com.
Um svipað leyti kemur út kassi,
sem mun heita Family Tree, og
mun hann innihalda lög sem eru í
uppáhaldi hjá Björk sjálfri og hafa
sum hver aldrei verið gefin út áður.
Safnplata
með Björk
Björk Guðmundsdóttir
AKOGES-SALURINN, Sóltúni: Jó-
hann Örn kennir línudans fimmtu-
dagskvöld kl. 20.30. Allir velkomnir.
ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Dansleikur
öll sunnudagskvöld kl. 20 til 23.30.
Caprí-tríó leikur fyrir dansi.
BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi:
Dj Finnur Jónsson laugardagskvöld.
CAFÉ AMSTERDAM: Fjöllista-
hópurinn Grautur spilar og syngur
fimmtudagskvöld kl. 23 til 1. Tríóið
Úlrik skemmtir fram á morgun föstu-
dags- og laugardagskvöld.
CAFÉ CATALÍNA: Trúbadorinn
Váfnir Sigurðarson spilar um helgina.
CHAMPIONS CAFÉ, Stórhöfða
17: Diskótek Sigvalda Búa föstudags-
kvöld. Hljómsveitin Þotuliðið
skemmtir laugardagskvöld. Frítt inn
alla helgina.
EGILSBÚÐ, NESKAUPSTAÐ:
Bjarni Tryggva í stúkunni. Frítt inn
til miðnættis laugardagskvöld.
FÉLAGSHEIMILIÐ PATREKS-
FIRÐI: Írafár föstudagskvöld. 16 ára
aldurstakmark.
FJÖRUKRÁIN: Hljómsveitin KOS
föstudags- og laugardagskvöld.
GAUKUR Á STÖNG: Sóldögg leik-
ur föstudagskvöld. Buttercup laugar-
dagskvöld.
GULLÖLDIN: Svensen og Hallfun-
kel skemmta föstudags- og laugar-
dagskvöld.
HREÐAVATNSSKÁLI: Sóldögg
með stórdansleik ásamt Ding Dong
laugardagskvöld.
HVERFISBARINN: Kiddi Bigfoot
verður í búrinu um helgina.
IÐNÓ: Davíð Þór Jónsson með út-
gáfutónleika í tilefni af plötu sinni
Rask fimmtudagskvöld kl. 21.
JÓMFRÚIN: Andrea Gylfasóttir og
Guðmundur Pétursson í sumartón-
leikaröð Jómfrúarinnar laugardag kl.
16 til 18. Aðgangur ókeypis.
KAFFI RÓM, Hveragerði: Á móti
sól leikur á Blómstrandi daga-balli í
stóra salnum laugardagskvöld.
KERLINGARFJÖLL: Eyjólfur
Kristjánsson og Íslands eina von með
stórdansleik laugardagskvöld.
KRINGLUKRÁIN: Hljómsveit
Rúnars Júlíussonar föstudagskvöld.
Hljómsveit Rúnars Júlíussonar leikur
á eftir Jazzvakningu laugardags-
kvöld.
NASA VIÐ AUSTURVÖLL: 40 ára
starfsafmæli Rolling Stones fagnað
með tónleikum fimmtudagskvöld kl.
21.
O’BRIENS, Laugavegi 73: Moga-
dons fimmtudags- og föstudagskvöld.
Írski dúettinn De2 leikur írska tónlist
laugardagskvöld. Gunnar Gíslason
harmonikkuleikari sunnudagskvöld.
ODD-VITINN, Akureyri: Hljóm-
sveitin Bahoja skemmtir föstudags-
og laugardagskvöld.
PAKKHÚSIÐ, Selfossi: Kántrí-
diskóbandið Buff skemmtir föstu-
dags- og laugardagskvöld. 100 log-
andi börn skemmta í hléi.
PLAYERS – SPORT BAR, Kópa-
vogi: BSG föstudags- og laugardags-
kvöld.
SJALLINN, Akureyri: SSSól laug-
ardagskvöld.
SPOTLIGHT: DJ Cesar laugar-
dagskvöld kl. 21 til 6. 20 ára aldurs-
takmark.
VALASKJÁLF EGILSSTÖÐUM:
Húsavíkurdeild Dudda Run og djan-
gótríóið Hrafnaspark fimmtudags-
kvöld kl. 21. Guðmundarvaka föstu-
dagskvöld kl. 21. Hollenski
píanóleikarinn Hans Kwaakernaat
ásamt Tríói Björns Thoroddsen.
Sænski barítónsaxófónleikarinn Ce-
cilia Wenneström ásamt einvalaliði
laugardagskvöld kl. 21.
VIÐ POLLINN, Akureyri: Pétur
Kristjánsson og hljómsveit föstu-
dags- og laugardagskvöld.
VÍDALÍN VIÐ INGÓLFSTORG:
Bjórbandið leikur laugardagskvöld.
FráAtilÖ
Sóldögg halda stórdansleik með Ding Dong laugardagskvöld.
HLJÓMSVEITIN Rolling Stones
fagnar um þessar mundir 40 ára
starfsafmæli sínu en það var 12. júlí
árið 1962 á Marquee-klúbbnum í
London sem þeir Brian Jones, Ian
„Stu“ Stewart, Mick Jagger, Keith
Richards, Dick Taylor og Mick Avory
komu fyrst saman fram undir for-
merkjum Steinanna.
Aðdáendur sveitarinnar um heim
allan keppast nú við að minnast þess-
ara tímamóta og er Ísland þar engin
undantekning. Í kvöld ætlar nefni-
lega „landsliðið í Rolling Stones-
fræðum“, eins og segir í fréttatil-
kynningu, að halda tónleika á Nasa til
heiðurs hljómsveitinni.
Einar Bárðarson er annar skipu-
leggjenda tónleikanna en hann segir
meðframleiðanda sinn Óttar Felix
Hauksson eiga hugmyndina að tón-
leikunum.
„Hann fékk þessa hugmynd í vetur
og við höfum hreinlega bara verið að
bíða eftir að afmælið rynni upp. Við
erum að sjá það á Netinu að menn eru
að efna til sams konar viðburðar um
allan heim sem sýnir bara að góðar
hugmyndir kvikna víða,“ sagði Einar.
Einar segist halda mest upp á blús-
tónlist Rolling Stones og sagði jafn-
framt lagið „Mix-
ed Emotions“
vera í uppáhaldi
hjá sér. „Ég hef
hlustað á Rolling
Stones síðan ég
var tveggja,
þriggja ára og má
segja að ég hafi
bara fengið þá
beint í æð með
móðurmjólkinni.
Ég fékk strax mikinn áhuga á plötu-
spilaranum og plötum foreldra minna
og spilaði Stones mikið,“ sagði Einar.
Á allar plöturnar
Á tónleikunum treður upp fjöldi
landsfrægra söngvara og munu þeir
að sögn Einars taka nokkur af sínum
uppáhalds Stones-lögum. Einn þess-
ara söngvara er Rúnar Júlíusson.
„Ég held mest upp á fyrstu lög
sveitarinnar en það er erfitt að nefna
eitthvað eitt uppáhalds. Þau eru svo
mörg,“ sagði Rúnar. „Í kvöld ætla ég
að flytja nokkur af þeim blúslögum
sem þeir fluttu í upphafi ferilsins.“
Rúnar segir Rolling Stones eitt
merkasta band sem uppi hafi verið og
segir að fáir komist með tærnar þar
sem þeir hafa hælana í áhrifum á tón-
listarsöguna. Hann hefur tvisvar bar-
ið hljómsveitina augum á tónleikum í
Bandaríkjunum árið 1975 og var að
eigin sögn mjög hrifinn.
„Ég hef alltaf haldið mikið upp á
Stones og hef fylgst með þeim frá
upphafi,“ sagði Rúnar. „Ég fjárfesti í
fyrstu plötu þeirra strax og hún kom
út og hef eignast allar þeirra plötur
síðan.“
Hljómsveit kvöldsins skipa þeir
Ásgeir Óskarsson, Haraldur Þor-
steinsson, Tryggvi Hübner, Vilhjálm-
ur Guðjónsson og Þórir Ólafsson en
auk Rúnars munu eftirfarandi söngv-
arar bregða sér í skó Jaggers: Björg-
vin Halldórsson, Pétur Kristjánsson,
Óttar Felix Hauksson, Arnar Sigur-
björnsson úr Brimkló og þeir Pol-
lock-bræður Danny og Mike.
Húsið verður opnað klukkan 21.
40 ára starfsafmæli Rolling Stones fagnað í kvöld
Rolling Stones á sokkabandsárum sínum.
Steina-
veisla á
Nasa
birta@mbl.is
Rúnar
Júlíusson