Morgunblaðið - 11.07.2002, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 11.07.2002, Qupperneq 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga „ÉG var bara að veiða og tók einu skrefi of mikið og missti fótanna. Ég þóttist vera búinn að sjá botninn, og mér fannst þetta vera í lagi, “ sagði Gunnar Egilsson stangveiðimaður sem lenti í hrakningum í gærmorgun á veiðisvæðinu fyrir Ásgarðslandi í Grímsnesi, á Ásgarðsbreiðunni. Neyðarástand skapaðist er Gunnar lenti í Soginu þegar hann missti fótanna, en hann var að vaða í ánni við annan mann og barst áfram með straumnum. Félagi hans komst í land og hringdi í Neyðarlínuna sem kallaði út björgunarsveitar- menn frá Árborg. Gunnar barst um 300 metra niður ána og kom að landi við Ásgarðslæk. Þá höfðu veiðimenn fyrir Bíldsfellslandi kallað eftir hjálp og Árni á Bíldsfelli kom Gunnari til hjálpar og líka félaga hans sem óð heldur langt við að reyna að hjálpa honum og komst í sjálfheldu. „Ég fór strax á bakið og reyndi að svamla með hendurnar út og koma mér þannig að landi. Ég var búinn að ná tánum niður í botn en missti fót- festuna og flaut niður þvert á strauminn. Það greip mig örvænting um tíma og ég hélt að þetta væri mitt síðasta þarna í ánni en mér tókst að halda ró minni og svo kom hjálpin,“ sagði Gunn- ar sem hélt veiðunum áfram síðdegis, sagðist hafa farið í heita sturtu og gufubað og verið fljótur að jafna sig en vöðlurnar sem hann var í voru fullar af vatni. Gunnar þakkar vitneskju sinni um rétt við- brögð við þessar aðstæður að honum tókst að halda ró sinni. „Ég kynntist þessum viðbrögðum á námskeiði hjá Gylfa Pálssyni hér í Soginu en Gylfi sýndi okkur þetta með því að skella sér í ána. Ég hugsaði til þessa námskeiðs og það kom sér vel. Svo er auðvitað vitleysa að vera hér að vaða án þess að vera með björgunarvesti, “ sagði Gunnar. Stangveiðimaður hætt kominn í Soginu „Hélt að þetta væri mitt síðasta þarna í ánni“ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Gunnar Egilsson kominn á þurrt eftir hrakn- ingana í Soginu, furðufljótur að jafna sig. Morgunblaðið/RAX . ÞAÐ er bjart yfir bændum í góðri tíð og það ætti Tryggvi Ólafsson á Skeiðflöt í Mýrdal að geta vitnað um þessa dagana. Heyskapur hefur gengið nokkuð vel í Mýrdal í sumar og eru margir bændur langt komn- ir með fyrri slátt og sumir að verða búnir. Grasspretta er reyndar ekki eins mikil og í fyrra enda hafði kuldakast í vor sitt að segja. Fyrri sláttur langt kominn í Mýrdal FRAMKVÆMDANEFND um einkavæðingu hefur tilkynnt að á næstunni verði auglýst eftir fjárfest- um sem vilja kaupa að minnsta kosti fjórðung í Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands og hafa þeir frest til 25. júlí nk. til að skila til- kynningum þess efnis. Í auglýsingunni kemur fram að framkvæmdanefndin, fyrir hönd við- skiptaráðherra, leiti eftir innlendum eða erlendum fjárfestum með það að markmiði að efla bankana og sam- keppni á íslenskum fjármálamark- aði. Gera skal grein fyrir fjárhags- stöðu, þekkingu og reynslu „Í tilkynningunni skal gera grein fyrir fjárhagsstöðu, þekkingu og reynslu á fjármálamarkaði, eignar- hlut sem viðkomandi óskar eftir kaupum á, hugmyndum um stað- greiðsluverð og áformum varðandi rekstur þess banka sem áhugi er á,“ segir m.a. í auglýsingunni. Fram kemur að kaupendur skulu uppfylla skilyrði um hæfi eigenda virkra eignarhluta og tekið fram að umræddur hlutur verði aðeins seld- ur í öðrum bankanum nú, fáist við- unandi verð og viðræður leiði til sölu, en stefnt að því að hlutur í hinum bankanum verði seldur síðar á árinu. Landsbanki og Búnaðarbanki Auglýst eftir fjár- festum HINN heimsfrægi breski tón- listarmaður Eric Clap- ton er staddur hér á landi við laxveiðar í Laxá á Ás- um í Austur-Húnavatnssýslu. Hann gistir á Hótel Blöndu og er án fjölskyldu sinnar og verð- ur á landinu til fimmtánda júlí. Clapton brá sér í verslunarferð í Kaupfélag Húnvetninga í fyrradag og mun samkvæmt fréttum www.huna.is hafa gefið nokkrum ungum Blönduósbú- um eiginhandaráritun sína handa „mömmu og pabba“ að sögn þeirra. Eric Clap- ton í Laxá á Ásum SEÐLABANKINN mun huga að vaxtabreytingum í tengslum við næstu verðbólguspá sem gefin verð- ur út 1. ágúst nk. Birgir Ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri, segir í samtali við Morgunblaðið, að það sé í samræmi við það sem lýst var yfir af hálfu Seðlabankans við síðustu vaxtalækkun, að óháð því hvernig mælingin nú myndi koma út, myndi Seðlabankinn huga að vaxtalækkun síðar. Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í júlíbyrjun var 223 stig og hækkaði um 0,09% frá fyrra mánuði. Hækkunin var minni en búist hafði verið við en fjármálafyrirtækin höfðu spáð 0,2–0,3% hækkun vísitöl- unnar á milli júní og júlí. Tólf mán- aða verðbólga er 4,1% og er komin niður fyrir þolmörk verðbólgumark- miðs Seðlabanka Íslands sem eru 4,5%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,5% sem jafngildir 2% verðbólgu á ári, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá Hagstofu Íslands. Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, segir að þessi litla hækkun nú komi ekki á óvart. Gústaf Adolf Skúlason, forstöðu- maður hjá Samtökum atvinnulífsins, segir það mat SA að afleiðingar gengislækkunar krónunnar á síðasta ári séu að fullu komnar fram og verð- bólgukúfurinn sé afstaðinn. Í Morgunpunktum Kaupþings í gær segir m.a. að vaxtalækkun hljóti að vera á næsta leiti þar sem raun- stýrivextir séu komnir í um 4,4%. „Snöggur viðsnúningur hlýtur að kalla eftir snöggum viðbrögðum frá Seðlabankanum, en það tekur nokkra mánuði fyrir vaxtalækkanir að hafa áhrif á hagkerfið,“ segir meðal annars í punktunum. Hugað að vaxta- breytingum 1. ágúst  Vísitalan/B1 TVEIR vatnamælingamenn fengu brennisteinseitrun við Skaftá í gær og fyrrinótt, en reyndust ekki alvar- lega skaðaðir og voru útskrifaðir að lokinni skoðun á slysadeild Land- spítala – háskólasjúkrahúss í Foss- vogi í gær. Mennirnir voru að vinna við Skaftá og sváfu í skála nálægt ánni en talið er að eitrun úr ánni hafi verið meiri en ella vegna mikils logns. Þegar þeir vöknuðu fundu þeir fyrir sviða í augum og öndunaróþægind- um. Þeir voru fluttir með þyrlu til Reykjavíkur og að sögn læknis á slysadeild reyndust þeir ekki alvar- lega skaðaðir. Um væri að ræða skaða á hornhimnu sem ætti að gróa á nokkrum dögum. Með brenni- steinseitrun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.