Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
STJÓRN Kvikmyndasjóðs mun á
föstudag taka afstöðu til þess hvort
Þorfinnur Ómarsson, sem var vikið
tímabundið úr starfi framkvæmda-
stjóra sjóðsins á þriðjudag, skuli
áfram sitja í úthlutunarnefnd sjóðs-
ins. Á mánudag á úthlutarnefnd að
kynna stjórn sjóðsins hvaða verkefni
hún leggur til að verði styrkt við end-
urúthlutun úr sjóðinum.
Til stendur að úthluta 75 milljónum
króna í endurúthlutun úr Kvik-
myndasjóði en styrkupphæð til
þriggja mynda verður úthlutað aftur,
þar sem aðstandendum þeirra tókst
ekki að finna grundvöll fyrir fjár-
mögnun þeirra innan ákveðins tíma.
Þorfinnur segir að aðstandendur
myndarinnar Kaldaljós, sem fékk á
sínum tíma 40 milljónir, hafi áfrýjað
þeirri niðurstöðu að þeir hafi fyrir-
gert rétti sínum til styrks og því gæti
heildarstyrkupphæðin farið niður í 35
milljónir.
Þorfinnur segist búast við því að
hann sitji áfram í úthlutnarnefnd, þar
sem setan í nefndinni sé óskyld störf-
um hans sem framkvæmdastjóra
sjóðsins. Litið sé á nefndarstarfið sem
aukastarf, hann hafi verið kosinn til
setu í nefndinni til eins árs og sam-
kvæmt því eigi hann að sitja í henni til
1. október næstkomandi. Hann segir
að annars myndi endurúthlutun úr
sjóðnum tefjast þó nokkuð, líklega
yrði ekkert af henni.
Þorfinnur segir að nefndin hafi enn
ekki komist að niðurstöðu um tillögur
um hvernig verði úthlutað. Það verði
líklega klárað á föstudag eða um
helgina. Hann segir að umsóknir sem
bárust fyrir 1. október sl. verði teknar
fyrir við endurúthlutun úr sjóðnum.
Vilhjálmur Egilsson, formaður
stjórnar Kvikmyndasjóðs, segir að
seta Þorfinns í nefndinni verði rædd á
stjórnarfundinum auk þess sem
stjórnin þurfi að finna einhvern til að
gegna stöðu framkvæmdastjóra með-
an á tímabundinni brottvikningu Þor-
finns stendur. Eigi hann að hætta í út-
hlutunarnefndinni sé ekki seinna
vænna en að það verði ákveðið á
föstudag. Hann tekur undir það að
endurúthlutun myndi dragast yrði
Þorfinni vikið úr nefndinni. Aðspurð-
ur um hvaða skoðun hann hafi á mál-
inu segist Vilhjálmur ekki vilja ræða
hana við fjölmiðla áður en hann hefur
fundað með stjórn sjóðsins.
Framkvæmdastjóri ákveður
styrkveitingar í nýjum lögum
Ný kvikmyndalög voru samþykkt á
Alþingi í lok síðasta árs sem öðlast
gildi um næstu áramót. Samkvæmt 7.
grein laganna tekur forstöðumaður
Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, sem
verður arftaki Kvikmyndasjóðs, end-
anlega ákvörðun um veitingu fjár-
stuðnings úr Kvikmyndasjóði til und-
irbúnings, framleiðslu og/eða
dreifingar íslenskra kvikmynda. Seg-
ir Þorfinnur að í reglugerð, sem eftir
eigi að semja, verði nýjar úthlutnar-
reglur útlistaðar, forstöðumaðurinn
eigi að hafa úthlutunarráðgjafa með í
ráðum sem einnig verði nánar kveðið
á um í reglugerð.
Í greinargerð sem Ríkisendurskoð-
un gerði fyrir menntamálaráðuneytið
segir, að ekki hafi fundist reikningar
fyrir 363 þúsund krónum í ársreikn-
ingum fyrir árin 2000 og 2001. Verður
að mati Ríkisendurskoðunar ekki
komist hjá því að gera forstöðumann-
inum að endurgreiða umræddan
kostnað þar sem fullnægjandi fylgi-
skjöl hafi ekki komið fram. Komi þau í
leitirnar síðar beri að taka tillit til
þeirra, „enda ekki um það deilt að
kostnað þennan á sjóðurinn að bera ef
fullnægjandi fylgiskjöl eru lögð
fram,“ eins og segir í skýrslunni.
Þorfinnur segist skilja þetta sem
svo að hann hafi tækifæri til að reyna
að finna reikningana sem töpuðust
þegar stofnunin flutti fyrir rúmu ári.
„Ég á eftir að ræða við þá en ég geri
það sem mér er sagt að gera. Þó ekk-
ert af þessu hafi verið fyrir mig get ég
ekkert annað gert ef það er þeirra
niðurstaða. Á móti kemur að ég á
ýmsa hluti í inneign sjálfur sem ég
geri ráð fyrir að komi á móti,“ segir
Þorfinnur.
Gjörbreyting til batnaðar
Vilhjálmur segir að Ríkisendur-
skoðun hljóti að gera þær kröfur til
meðferðar fjármuna ríkisins að fylgi-
skjöl fylgi greiðslum. Það gangi ekki
upp að ekki séu til reikningar fyrir út-
gjöldum. „En hann hefur gefið trú-
verðugar skýringar á þessum út-
gjöldum og það er enginn sem telur
að það sé einhver óheiðarleiki þarna á
ferðinni,“ segir Vilhjálmur.
Í greinargerð Ríkisendurskoðunar
til ráðuneytisins er tekið fram að
gjörbreyting hafi orðið til batnaðar á
bókhaldi, afstemmingu og vörslu á
síðustu misserum en fyrir nokkru hafi
skrifstofustjóra Kvikmyndasjóðs ver-
ið falið að annast í mjög auknum mæli
þá þætti í rekstri sjóðsins.
Stjórn Kvikmyndasjóðs fundar um hvort Þorfinnur Ómarsson skuli sitja áfram í úthlutunarnefnd
Myndi tefja fyrir
úthlutun úr sjóðnum
VEGAFRAMKVÆMDIR standa
nú sem hæst á Reyðarfirði og auk-
in eftirspurn er eftir húsnæði í
Fjarðabyggð, hvort tveggja í beinu
sambandi við fyrirhugað álver
Alcoa í landi Sómastaða á
Reyðarfirði. Að auki hefur landi
verið úthlutað til nýbygginga á
Reyðarfirði og stefnt að því að
byggja þar átta nýjar íbúðir – ef
álvershugmyndirnar verða að veru-
leika, sem fáir virðast reyndar
efast um.
Byrjað að spyrja um húsnæði
„Það vantar húsnæði hérna og
það hefur komið hingað fólk til að
spyrjast fyrir um húsnæði,“ segir
Einar Dalberg Einarsson trésmið-
ur, sem hyggst auglýsa teikningar
að 92 fermetra íbúðum við
Stekkjagrund og byggja þær síðan
í framhaldinu fái hann kaupendur.
„Fólk kemur pottþétt ef álverið
kemur, en menn vilja sjá það í
hendi sér áður en farið er að fjár-
festa í eignum hér. Ef álverið kem-
ur ekki, þá er útséð með að það
kemur aldrei og þá er engin glóra í
að eiga einhverja eign hér,“ segir
hann.
Ljóst er því af orðum hans að
hugmyndir hans eru algjörlega
háðar álverinu, en um sjö ár eru
síðan nýtt íbúðarhúsnæði var byggt
á Reyðarfirði.
Ásmundur Ásmundsson, umboðs-
maður hjá Hóli, fasteignasölu fyrir
Fjarðabyggð og Suðurfirði, segir
bjart yfir fasteignamarkaðinum
enda sé fólk hvaðanæva af landinu
að spyrjast fyrir um húsnæði.
„Fólk er að forvitnast um verðið en
svo er annað mál hvort því líkar
húsin,“ segir hann. Meirihlutinn af
húsnæðinu sem er til sölu hérna er
byggður milli 1960 og 1970. Bygg-
ingarform og -skipulag þess tíma
hentar e.t.v ekki ungu fólki og það
kann að verða erfitt að selja slíkt
húsnæði fyrst um sinn. En ef ál-
vershugmyndin verður að veruleika
með vaxandi eftirspurn eftir hús-
næði, þá held ég að fólk geti alveg
hugsað sér að kaupa slíkt húsnæði
á 20 til 25% lægra verði en ný-
byggingar.“
Ásmundur segir aðspurður hvort
seljendur sitji á húsnæði í von um
að fá hærra verð fyrir það síðar, að
til séu þeir sem vilji bíða, enda
þegar búnir að bíða í 2–3 ár og
telja skaðlaust að bíða í nokkra
mánuði til viðbótar í von um að
hagnast um nokkrar milljónir
króna fyrir vikið.
Það er ekki eingöngu á fast-
eignasviðinu sem merkja má nánd
álvers, því ekki þarf að líta lengra
en rétt út fyrir byggðina á Reyð-
arfirði til að sjá vegavinnumenn
hamast við lagningu nýs fjögurra
kílómetra vegar út að Framnesi,
sem er skammt frá Sómastöðum,
en þar er gert ráð fyrir að álverið
sjálft rísi. Verktakafyrirtækið Myll-
an ehf. á Egilsstöðum annast fram-
kvæmdina fyrir Vegagerðina og
segir Unnar Elísson, fram-
kvæmdastjóri Myllunnar, að vega-
lagningin taki mið af þyngri um-
ferð en á hefðbundnum vegum og
því verði vegurinn sérstyrktur og
hafður breiðari en gengur og ger-
ist, eða 8,5 metrar.
„Vinnan hefur gengið ágætlega.
Það hefur reyndar verið mjög
úrkomusamt í vor og blautt sumar,
sem hefur tafið svolítið,“ segir
Unnar. Milli 10 og 15 manns vinna
við vegagerðina og fyrir þeim fer
Viðar Hauksson verkstjóri, sem
staðfesti rækilega orð Unnars um
vætutíðina um leið og hann fór inn
í rammgerðan gám fullan af dína-
míti sem notað er í malarnám fyrir
nýja veginn.
„Þetta hefur gengið þokkalega
en við höfum tafist töluvert vegna
breytinga sem urðu á verkinu.“
Breytingarnar sem hann á við eru
frestun á lagningu síðasta kíló-
metrans, milli Framness og Sóma-
staða. Fram kom í samtali við
Unnar Elísson að Myllan hefði orð-
ið fyrir óþægindum af þessum sök-
um.
Alcoa-menn vildu
fá veginn færðan
Tildrögin eru að hans sögn þau
að Alcoa taldi síðasta kaflann fara
of nærri álverslóðinni og því hefði
Alcoa farið fram á að vegurinn yrði
færður nokkru vestar, ofar í
hlíðina. „Þeir töldu að nýi veg-
urinn, sem er verið að leggja núna,
væri of nálægt lóðinni og fóru fram
á það við Vegagerðina að vega-
framkvæmdinni yrði frestað um
einn mánuð og Vegagerðin varð við
þeirri beiðni. Alcoa vildi fá allt að
100 metrum stærra svæði.“
Unnar segist hafa beðið í mánuð
með framkvæmd á þessum hluta
vegarins og af því hafi skapast
óþægindi. „Ég var einmitt búinn að
vinna skipulag vegarins næst
lóðinni í vetur og það hafði óþæg-
indi í för með sér að þurfa að
hætta þar.“
Spurður út í þetta segir Sveinn
Sveinsson tæknifræðingur hjá
Vegagerðinni að engin ákvörðun
liggi fyrir um hvort vegurinn verði
færður að beiðni Alcoa. Hann segir
gerlegt að færa vegstæðið ofar í
hlíðina þótt það sé verri og dýrari
kostur. Hann segir málið á frum-
stigi eftir óformlega fyrirspurn frá
Alcoa í vor.
Af öðrum samgöngumálum sem
standa í tengslum við stór-
framkvæmdir má nefna opnun út-
boða þann 6. ágúst í Kára-
hnjúkaveg, um 25 km langan veg
milli Laugafells og Kárahnjúka,
auk 18 km langs vegar milli Atla-
víkur og Valþjófsstaðar sem lokið
var við í sumar með tilkomu fjög-
urra nýrra brúa, þar af einnar yfir
Jökulsá í Fljótsdal.
Fyrstu ný-
byggingarn-
ar í sjö ár
Morgunblaðið/Kristinn
Aukinnar bjartsýni gætir hjá verktökum á Austurlandi í kjölfar undirritunar yfirlýsingar um byggingu álvers.
Á Egilsstöðum er verið að byggja hús þessa dagana og á Reyðarfirði eru menn að undirbúa framkvæmdir.
Farið er að spyrjast fyrir um húsnæði í
Fjarðabyggð og stefnt er að byggingu nýrra
íbúða á Reyðarfirði í fyrsta sinn í áraraðir
vegna fyrirhugaðs álvers í landi Sómastaða,
eins og Kristinn Ingvarsson og Örlygur
Steinn Sigurjónsson rekja í máli og myndum.