Morgunblaðið - 25.07.2002, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 25.07.2002, Qupperneq 6
Um 10 manns vinna að fornleifauppreftrinum á Skriðuklaustri í sumar. RITSTÍLL frá tíma munka- klaustursins á Skriðuklaustri, sem starfrækt var þar á síðmiðöldum frá 1493 til 1550, fannst við forn- leifauppgröft á Skriðuklaustri í vikunni en að sögn Steinunnar Kristjánsdóttur fornleifafræðings, sem stýrir uppgreftrinum, er þetta í þriðja sinn sem ritstíll, sem stund- um er kallaður griffill eða stíll, finnst við fornleifauppgröft hér á landi. „Fundur ritstílsins er merki um að hér hafi verið unnið við handrita- og bókagerð á miðöldum og vonumst við eftir að finna einn- ig vaxspjöldin sem notuð voru til að rita á. Við erum um þessar mundir að komast niður á mjög spennandi lög í greftrinum“ segir Steinunn. Hún segir fund ritstílsins einnig staðfesta að klausturrústirnar séu á þessum stað, bókagerð hafi tengst klaustrunum en veraldlegir höfðingjar hafi sumir hverjir einn- ig átt gripi til bókagerðar. Ritstílarnir voru notaðir til þess að skrifa á vaxtöflur og voru yf- irleitt gerðir úr málmi, járni, blýi eða ámóta að sögn Steinunnar. „Annar endi ritstílsins er oddhvass og var notaður til þess að skrifa með og hinn er sléttur og breiðari og var notaður til þess að stroka út, eða slétta vaxið. Vaxtöflurnar gegndu í raun sama hlutverki og rissblöð gera í nútímanum, fyrst var skrifað á þær og svo var skrift- in færð yfir á handrit,“ segir Stein- unn. Steinunn segir að þetta sé í þriðja skipti sem ritstíll finnst á Ís- landi. Áður hafi fundist einn slíkur við uppgröft í Viðey og einn við uppgröft á Stóru-Borg. Hún segir að ýmsir aðrir gripir hafi fundist við uppgröftinn. Þar megi nefna perlur sem hugsanlega eru af talnabandi, sleggju, brýni, hníf, sylgju og skauta sem fólk notaði til að fara ferða sinna á fljótinu. „Við reiknum með að verða hér í fimm sumur, en verkefnið hér er eitt þeirra sem fengu styrk úr Kristnihátíðarsjóði. Við byrjuðum á þessu nú í júní og verðum að til 18. ágúst og það vinna 10 manns við gröftinn, en ég tel að þetta sé mjög hentugur fjöldi,“ segir Stein- unn. Steinunn segir að ein helsta spurning rannsóknarinnar á Skriðuklaustri sé sú hvort Íslend- ingar hafi byggt klaustur sín að eigin fyrirmynd, en því hefur verið haldið fram að þau hafi litið út eins og gangabæir, bæir stórbænda, gerðu á miðöldum. Hafi klaustrin verið byggð að eigin fyrirmynd megi spyrja hvort þau hafi verið byggð með sama hætti og verald- legar byggingar, eða hvort klaustrin hafi verið byggð að er- lendri fyrirmynd samkvæmt reglum um helgihald í evrópskum klaustrum. „Ég hef talið að Íslend- ingar hafi ekki fengið að byggja klaustrin að eigin geðþótta, þar sem þeir þurftu að hlíta ákveðnum reglum um klausturhald,“ segir Steinunn. Hún segir tilgang rannsókn- arinnar í heild vera að auka þekk- ingu á klausturhaldi og kristinni trúariðkun í samfélagi miðalda á Íslandi, samhliða því að auðga vitn- eskju okkar um sögu Austfirðinga. Við uppgröftinn verði því leitað eftir vísbendingum um grunnform og byggingarlag klausturhúsanna og klausturkirkjunnar sem þarna stóð. Að auki verði reynt að varpa ljósi á klausturhald á staðnum með því að skoða gripi og önnur gögn, svo sem innréttingar, bygging- arefni og leifar eftir búsetu, sem fram koma við uppgröftinn. Ritstíll fannst við fornleifauppgröft á Skriðuklaustri Ritstíllinn sem fannst í vikunni við uppgröft á Skriðuklaustri er frá tíma munkaklaustursins sem þar var starfrækt á árunum 1493-1550. Merki um bóka- og hand- ritagerð á síðmiðöldum FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FRIÐRIK Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar og formaður stjórn- ar Þjóðveldisbæjarins, Davíð Odds- son forsætisráðherra, Már Haralds- son, oddviti Skeiða- og Gnúpverja- hrepps, og Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður hafa undirritað máldaga um rekstur og viðhald Þjóðveldisbæjarins í Þjórsárdal. Undirritunin fór fram í Þjóðveldis- bænum. Aðilar að máldaganum eru forsætisráðuneytið, Þjóðminjasafn Íslands, Skeiða- og Gnúpverja- hreppur og Landsvirkjun. Árið 1974 beitti þjóðhátíðarnefnd sér fyrir byggingu þjóðveldisbæjar í landi Skeljastaða í Þjórsárdal í til- efni af ellefu hundruð ára afmæli Ís- landsbyggðar. Bæjarrústirnar á Stöng í Þjórsárdal voru lagðar til grundvallar byggingu Þjóðveld- isbæjarins. Þjóðveldisbærinn var vígður árið 1974. Kirkja þjóðveld- isbæjarins, sem reist var að norskri fyrirmynd var vígð árið 2000. Þjóðveldisbærinn og kirkjan eru eign íslenska ríkisins. Forsætis- ráðuneytið fer með yfirstjórn og eigendaforræði yfir Þjóðveldis- bænum og kirkjunni. Á myndinni er verið að undirrita máldagann. Jóhann Már Maríusson, formaður Þjórsárdalsnefndar, að- stoðaði við undirritunina. Máldagi undirritaður í Þjóðveldisbænum BROTIST var inn í bíl í Vogunum í Reykjavík fyrir nokkru og stolið þaðan tösku með tölvu og beiðnabók frá Vegagerðinni. Málið var kært til lögreglunnar í Reykjavík og er þar til rannsóknar. Í ljós hefur komið að verið er að nota beiðnir úr bókinni. Vegagerðin beinir þeim tilmælum til fyrirtækja sem eru í viðskiptum við hana að þau séu á varðbergi og biðji menn um skilríki þar sem verið er að framvísa beiðnum vegna óska um þjónustu. Tölvu og beiðnabók stolið úr bíl BRYNJÓLFUR Helgason, aðstoð- arbankastjóri Landsbanka Íslands, sagði bankann ekki ræða mál ein- stakra viðskiptavina opinberlega, hvernig sem þau mál stæðu að öðru leyti, er Morgunblaðið innti hann eftir viðbrögðum við því sem fram kemur í bréfi forstjóra Norðurljósa til Brynjólfs, sem birt var í blaðinu í gær, vegna gjaldfellingar bankans á 19 skuldabréfum félagsins að and- virði 95 milljóna króna. Vísaði Brynjólfur til sama svars er hann var spurður að því af hverju bankinn hefði ákveðið að gjaldfella skuldabréfin. Skuldabréf Norðurljósa Landsbank- inn tjáir sig ekki ÍSLAND er í 7. sæti á lista sem Þróunarstofnun Sameinuðu þjóð- anna birti í gær í árlegri skýrslu um lífsgæði þjóða heims. Er það sama sæti og á síðasta ári. Norð- menn eru efstir á listanum, Svíar eru í öðru sæti og Kanadamenn í því þriðja. Þá koma Belgar, Ástr- alar og Bandaríkjamenn. Eins og áður skipa Afríkuþjóðir neðstu sætin á listanum en Burundi, Níger og Sierra Leone eru neðst- ar af þjóðunum 173 sem skoðaðar voru af Þróunarstofnuninni. Á eftir Íslandi og niður að 20. sæti koma Holland, Japan, Finn- land, Sviss, Frakkland, Bretland, Danmörk, Austurríki, Lúxem- borg, Þýskaland, Írland, Nýja- Sjáland og Ítalía. Sem fyrr segir er Ísland í sama sæti og í fyrra en árið 2000 var það í fimmta sæti og hafði þá farið upp um fjögur sæti. Norð- menn voru einnig í efsta sæti í fyrra en Svíar voru þá í fjórða sæti, Ástralar í öðru, Kanada í þriðja, Belgar í fimmta og Bandaríkin í sjötta sæti. Miðað við sama lista árið 1990, þegar 135 lönd voru tekin fyrir, hefur Ísland fallið niður um fjögur sæti en aðeins um eitt sæti miðað við árið 1975 er 100 þjóðir voru á lista Þróunarstofnunar SÞ. Aðstæður kvenna bestar á Norðurlöndum Lífsgæðastuðullinn er byggður á vísitölu meðalævilíkna í lönd- unum, menntunarstigi og því sem kallað er aðlagaðar rauntekjur. Stuðullinn byggist á mismunandi vísitölum, sem eru m.a. staða lífs- gæða, jafnrétti kynjanna, þátt- taka kvenna í atvinnulífi og stjórnmálum, staða fátæktar og hagnýting tækni. Samkvæmt skýrslu stofnunar- innar eiga konur á Norðurlönd- um mesta möguleika á að taka þátt í stjórnmálum og efnahags- lífi, bestar eru aðstæður þeirra í Noregi, þá Íslandi, Svíþjóð, Dan- mörku og Finnlandi. Miðað við hlutfall kvenna á þjóðþingum lendir Ísland í 5. sæti með hinar Norðurlandaþjóðirnar fyrir ofan sig og á lista yfir hlutfall kvenna meðal stjórnenda í atvinnulífinu lendir Ísland í 36. sæti með 27% hlutfall. Bandaríkin tróna þar efst með 45% hlut kvenna. Í skýrslunni segir að stöðu Ís- lands í sjöunda sæti megi að mestu leyti skýra með mikilli landsframleiðslu og langri ævi hvers íbúa. Samkvæmt lista yfir verga landsframleiðslu þjóða á mann er Ísland í 5. sæti á eftir Írlandi, Noregi, Bandaríkjunum og Lúx- emborg. Hvað lífslíkur varðar og ævilengd lendir Ísland í 4. sæti þar sem hver Íslendingur getur reiknað með því að ná að með- altali 79,2 ára aldri. Japanir eru þar efst á lista með ævilengd upp á 81 ár að meðaltali, Svíar koma næstir með 79,7 ár og Kínverjar með 79,5 ár. Neðst á listanum er Sierra Leone með ævilengd upp á 38,3 ár, eða 41 ári minna en hér á landi. Skýrsla Þróunarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna um lífsgæði þjóða Ísland áfram í sjö- unda sætinu ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.