Morgunblaðið - 25.07.2002, Side 10

Morgunblaðið - 25.07.2002, Side 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á ÞRIÐJUDAG komu fram alvarlegar ásak- anir á hendur rússneskum stjórnvöldum vegna framferðis rússneskra hermanna í Tsjetsjníu og voru Rússar m.a. sakaðir um skipulögð morð á ungum tsjetsjenskum karlmönnum. Lára Margrét Ragnarsdóttir alþingismaður hefur undan farin tvö og hálft ár unnið á vegum Evrópuráðsins að því að finna friðsamlega lausn á málefnum svæðisins. „Ég var fyrir tveimur og hálfu ári valin í sameiginlega nefnd Evrópuráðsins og Dúm- unnar, rússneska þingsins, sem vinna á að frið- samlegri lausn í Tsjetsjníu,“ segir Lára. „Við vorum eina alþjóðlega stofnunin með skrifstofu í Tsjetsjníu, en á tímabili vildu engin önnur samtök senda fólk þangað vegna þess hve ástandið var slæmt. Stendur nú til að flytja skrifstofuna frá Znamenskoje til höfuðborgar- innar Grosní. Hlutverk hennar er að taka á móti kvörtunum um horfið fólk og hlusta á aðr- ar ásakanir, rannsaka mál og senda til dóm- stóla.“ Aðspurð segir Lára að þótt mikill árangur hafi náðst í landinu sé ennþá ýmislegt sem bet- ur megi fara. „Ég get ekki staðfest ásakanirn- ar en ég hef heyrt, og tel það ekki fjarri sanni, að um tuttugu Tsjetsjenar falli í mánuði hverj- um af ókunnum ástæðum.“ Hún tekur þó fram að mannfallið sé ekki aðeins á annan veginn því hún hafi heyrt að allt að fimmtíu til sextíu rúss- neskir hermenn falli á sama tíma. Lára segir nefndina hafa náð árangri með þeim aðferðum sem beitt hefur verið. „Áður fyrr var það mikið vandamál að rússneskir hermenn settu upp vegatálma að eigin frumkvæði og heimtuðu „toll“ af ferðalöngum. Voru dæmi um að menn hreinlega hurfu við þessa vegatálma gætu þeir ekki greitt tollinn.“ Segir Lára að slíkum tálmunum hafi fækkað gríðarlega mikið og að óöldinni hafi linnt að einhverju leyti. „Þá höfum við mótmælt svo- kölluðum hópsöfnunum, þar sem íbúum heilla þorpa er safnað sam- an og þeir látnir sæta rannsókn. Ásakanirnar um hvörf ungra karlmanna varða einmitt þessar safnanir, að þeir séu skotnir vegna þess að þeir vilji ekki ganga í herinn eða séu stuðningsmenn uppreisnarmanna.“ Þá hefur nefndin gengið hart fram í því að fjöldagrafir séu opn- aðar, en það hefur reynst æði vandasamt því fulltrúi ríkis- stjórnarinnar þarf að vera við- staddur ásamt dómara og full- trúa fjölskyldu þeirra sem í gröfinni hvíla. „Ég spurði þá hvernig í ósköpunum við ættum að finna fulltrúa fjölskyldunnar þegar við vitum ekki hver liggur í gröfinni?“ Segir hún að nokkrar fjöldagrafir hafi verið opnaðar en grunur leiki á að enn eigi eftir að finna þær allar. Lára segir að þegar hún kom fyrst til Grosní, rétt eftir að borg- in var hertekin af Rússum, fyrir um tveimur árum, hafi einungis búið þar á milli sjö og fimmtán þúsund manns, en í dag séu íbúarnir í kringum eitthundrað þúsund. „Ég hef hins vegar af því áhyggjur að langflestir þeirra sem eru af rússnesku bergi brotnir hafa flúið landið og sest að annars staðar. Stærstur hluti menntamanna í Tsjetsjníu voru Rússar og því hlýtur maður að velta því fyrir sér hvernig byggja eigi landið upp að nýju þegar slík blóð- taka menntaðs fólks hefur átt sér stað.“ Lára segir einn mesta sigur nefndarinnar vera stofnun þjóðarráðs Tsjetsjníu þar sem fulltrúar flestra hagsmunahópa í landinu hafa fulltrúa. „Við leggjum á það áherslu að tala við alla, en ekki bara þá sem þóknast rússnesku ríkisstjórninni, en Vladimír Pútín Rússlands- forseti hefur viljað vinna með Evrópuráðinu vegna þess að hann veit að engar annarlegar, eða pólitískar, hvatir liggja að baki starfi ráðs- ins. Við vinnum eingöngu mannréttindastarf.“ Þá segir hún það einnig mikilvægt að Rússar séu teknir að draga þá hermenn fyrir dómstóla sem grunaðir eru um að hafa framið mannrétt- indabrot í landinu. Þrátt fyrir að nokkur árangur hafi náðst í Tsjetsjníu segist Lára ekki vera ánægð með stöðuna eins og hún er í dag. „Rússar verða að taka sig verulega á. Við höfum unnið með þeim í rúmlega tvö ár og þeir verða að sýna að þeim sé alvara með samstarfinu því Evrópuráðið er ekki þarna til að leika sér.“ Lára Margrét Ragnarsdóttir alþingismaður hefur fylgst vel með ástandinu í Tsjetsníju „Evrópuráðið er ekki þarna til að leika sér“ Lára Margrét Ragnarsdóttir SKONNORTAN Haukur frá Húsa- vík, eina seglskipið á Íslandi í ferðaþjónustu, var vígð formlega á dögunum. Halldór Blöndal, for- seti Alþingis, flutti frumsamda drápu við þetta tilefni en um stýr- ið heldur Hörður Sigurbjarnarson hjá Norðursiglingu á Húsavík. Skonnortan Haukur er 15,5 metr- ar að lengd og tekur 46 farþega. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Drápa und- ir þöndum seglum HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð til 2. september yfir seinheppnum síbrotamanni á þrítugsaldri. Manninum var sleppt úr fang- elsinu á Litla-Hrauni 18. júlí sl. þar sem hann var í gæsluvarð- haldi vegna nokkurra innbrota í Reykjavík. Um klukkutíma síð- ar stöðvaði lögreglan á Selfossi hann á ofsahraða á stolnum bíl og með talsvert af þýfi í bílnum. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir að maðurinn sé grunaður um nokk- ur innbrot og þjófnaði í Reykja- vík og hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á Litla-Hrauni til allt að 20. júlí vegna rann- sóknarhagsmuna. Rannsókn málsins lauk 18. júlí og var hon- um þá sleppt. Ólafur Helgi segir að hann hafi losnað um klukkan 22. Klukkan 22.10 hafi lögreglu borist tilkynning um að maður væri að gá í bíla á Eyrarbakka. Lögreglan hafi þá farið þangað og skutlað manninum á rútustöð á Selfossi. „Um 23.30 stöðvaði lögregla bíl í Ölfusi á 134 km hraða. Þá reyndist það vera þessi maður á bíl sem hann hafði tekið ófrjálsri hendi og var hann auk þess með töluvert af þýfi í bílnum,“ segir Ólafur Helgi. Hann segir að manninum hafi tekist á einum klukkutíma að ná í bíllykla, sem hann er grunaður um að hafa tekið úr fataskáp hjá starfsfólkinu á Hótel Selfossi og kortaveski af eldri konu. Stöðvaður á ofsahraða á stolnum bíl Fanga sleppt út af Litla-Hrauni HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úr- skurðaði í gær að Oddur Ingimars- son, stofnfjáreigandi í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis (SPRON), skyldi fá fullan og ótakmarkaðan að- gang að lista yfir stofnfjáreigendur sparisjóðsins, sem tilgreindi nafn stofnfjáreigenda, heimilisfang og kennitölu, ásamt stofnfjáreign hvers og eins. Dómurinn úrskurðaði að Oddur mætti skrifa hjá sér upplýs- ingar úr skránni. Stjórn SPRON hef- ur ákveðið að áfrýja niðurstöðunni sem frestar aðfarargerð, samkvæmt dómsúrskurði. Oddur, sem er stofnfjáreigandi í SPRON, fór fram á að sér yrði veittur fullur og ótakmarkaður aðgangur að lista yfir stofnfjáreigendur í SPRON, með nöfnum þeirra, heimilisfangi, kennitölu og stofnfjáreign.Vísaði Oddur til samþykktar SPRON og laga um sparisjóði. Fram kemur í úrskurðinum að Oddur fékk aðgang að skrá yfir stofn- fjárfesta sparisjóðsins en það eintak hafði ekki að geyma allar þær upplýs- ingar sem kveðið er á um í 8. gr. sam- þykkta SPRON þar sem kennitölur og upplýsingar um stofnfjáreign hvers og eins vantaði. Segir að bréf stjórnarformanns SPRON til Odds frá 4. júlí 2001 verði ekki skilið á ann- an veg en þann að öllum frekari að- gangi að skránni sé hafnað. Því liggi fyrir að SPRON hafi neitað Oddi um þann aðgang að skránni sem hann átti rétt á samkvæmt samþykktum SPRON og lögum um sparisjóði. Stofnfjáreigendur mega rita hjá sér upplýsingar úr skránni Segir í úrskurðinum að ágreiningur hafi verið með aðilum um hvað teljist fullur og ótakmarkaður aðgangur að skránni. Hann lúti einkum að því hvort stofnfjáreiganda sé heimilt að afla sér afrits af skránni. Fyrir liggi að SPRON hafi meinað Oddi að skrifa niður upplýsingar úr skránni. Ljóst þyki að minni manna sé misgott og óvarlegt að treysta því. Sérstaklega eigi þetta við þegar um mikið magn upplýsinga er að ræða eins og í þessu tilviki þar sem um sé að ræða skrá með um 1100 nöfnum. Það hafi fylgt manninum frá því að hann náði tökum á ritlistinni að skrá upplýsingar til þess að treysta rétta varðveislu þeirra. Segir að orðalagið aðgangur í 8. gr. samþykktar SPRON verði með engu móti túlkað svo þröngt að það heimili stofnfjáreigendum ekki að rita hjá sér með einhverju skriffæri eða nútímalegri aðferðum þær upplýsing- ar sem skráin hefur að geyma. Þá verði með engu móti séð að SPRON geti fyrirfram takmarkað að- gang að skránni vegna þess að sjóð- urinn sé ekki sáttur við hvernig stofn- fjáreigandi kveðst ætla að nýta upplýsingarnar. Ekki verði annað séð en að sá tilgangur sem gerðarbeið- andi hafi tilgreint teljist lögmætur og þótt hann hafi náð markmiðum sínum að hluta komi það ekki í veg fyrir að fallast megi á kröfu hans. Einnig er vísað til þeirra raka SPRON að hægt væri að synja Oddi um aðgang að skránni þar sem hann hygðist nýta upplýsingarnar til þess að gera afrit af skrá yfir stofnfjáreig- endur, en í samþykktunum felist að aðeins megi vera til eitt eintak af skránni. Dómarinn segir, að komi til þess að gerðarbeiðandi riti skrá yfir stofnfjáreigendur sé ljóst að um óop- inbera uppskrift af skránni verði að ræða miðað við tiltekinn tíma. Sú upp- skrift hafi því allt aðra stöðu en sú skrá sem SPRON beri að halda. Stjórn SPRON hefur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar, samkvæmt úrskurði héraðsdóms frestar það að- farargerð. Dómari var Sigurður Tóm- as Magnússon. Jón Steinar Gunnlaugsson, lög- maður Odds, segir að SPRON hafi að sjálfsögðu fullan rétt á að áfrýja mál- inu til Hæstaréttar, en hann segist vænta þess að bankinn muni leggja sig fram um að flýta málsmeðferðinni fyrir dómnum. Stofnfjáreigendur þurfi að geta unnið með stofnfjárlist- ann fyrir boðaðan fund 16. ágúst nk. Bankinn geti tafið málið fyrir dóm- stólnum, en hann segist vona að hann fari ekki þá leið. Héraðsdómur hefur úrskurðað í máli stofnfjáreiganda gegn SPRON Fær fullan aðgang að lista yfir stofnfjáreigendur ÁRVÖKULL hundur varð til þess að maður var handtek- inn fyrir að brjótast inn í fjóra bíla á Seltjarnarnesi í fyrrinótt. Eigandi hundsins hringdi klukkan rúmlega fjögur til lögreglunnar í Reykjavík og lét vita að búið væri að brjót- ast inn í bifreið hans. Hundur hans hafði gelt mikið og vakið athygli mannsins á inn- brotinu. Lögregla fór strax á stað- inn og í ljós kom að búið var að brjótast inn í þrjá bíla til viðbótar. Í grenndinni fannst maður sem var síðan handtekinn grunaður um innbrotin. Lög- regla hefur ekki upplýsingar um hvers bíleigendurnir sakna. Hundur lét vita af innbroti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.