Morgunblaðið - 25.07.2002, Qupperneq 16
SUÐURNES
16 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Gjafavara
Fiskislóð 26 · Sími: 551 4680 · Fax: 552 6331
www.sturlaugur.is
i i l í i
l i
iskislóð 26 Sími: 551 4 80
www.sturlaugur.is
Opið hús í dag milli kl. 19 og 21
Suðurlandsbraut 20, sími 533 6050
www.hofdi.is
Í dag býðst ykkur að skoða þessa
gullfallegu og vel skipulögðu 106
fm 4ra herb. endaíbúð á 2. hæð.
Íbúðin er í nýlegu fjölbýli á þessum
barnvæna stað. Sérinngangur er í
íbúðina. Frábært útsýni. Stór garð-
ur fyrir börnin. Verð 13 millj. (2557)
Trausti og Steinunn bjóða ykkur
velkomin.
Laufengi 28 – Íbúð 201
ur til að stunda rannsóknir á höfr-
ungum. Hún ætlaði heldur aldrei að
stunda rannsóknir sínar hér. „Ég
dvaldi um borð í skipi í Norðursjó
sumarið 1997 til þess að rannsaka at-
ferli höfrunga, en til þess er Norður-
Atlantshaf besti kosturinn. Það sást
hins vegar ekki einn einasti höfrung-
ur í þá 11 daga sem ég var um borð og
þegar ég komst á snoðir um hvala-
skoðun á Húsavík dreif ég mig þang-
að. Það var hins vegar sama sagan
þar og þá var mér bent á að koma
hingað. Síðan hef ég verið hér, enda
sjáum við hvali og höfrunga í 95% til-
vika,“ sagði Marianne. Þetta er því
sjötta sumarið hennar hér en með
FJÓRIR danskir sjávarlíffræðingar
dvelja í sumar í Reykjanesbæ til þess
að vinna að masters- og doktorsverk-
efnum sínum, en verkefnin fela í sér
að kanna atferli höfrunga og hvala.
Mesta athyglin beinist að blettahnýði,
en sú höfrungategund hefur ekki ver-
ið rannsökuð áður við Íslandsstrend-
ur.
Sjávarlíffræðingarnar Marianne
Helene Rasmussen, Mille Rasch, Ki-
mie Solo og Troels Jacobsen eru öll
menntuð frá Háskóla Suður-Dan-
merkur í Óðinsvéum, undir leiðsögn
Lee A. Miller. Troels starfar reyndar
sem leiðsögumaður á hvalaskoðunar-
bátnum Moby Dick en aðstoðar Mari-
anne við hluta verkefnisins vegna
menntunar sinnar og áhuga á faginu.
Hann er með mastersgráðu í sjávar-
líffræði en Marianne vinnur að dokt-
orsverkefni sínu og Milli og Kimie að
mastersverkefnum. Rannsókn þeirra
fer að mestu fram í Moby Dick. Þau
segja mikinn feng í því að hafa þá að-
stöðu, að öðrum kosti hefðu rann-
sóknirnar verið of kostnaðarsamar og
sennilega ekki framkvæmanlegar.
Hér í ellefta sinn
Marianne er orðin heimavön á Ís-
landi, enda hér í ellefta sinn. Hún kom
hingað fyrst 18 ára gömul til starfa á
Elliheimilinu Grund. Hana grunaði
ekki þá að hún ætti eftir að koma aft-
rannsóknum sínum hefur hún unnið
sem leiðsögumaður.
Rannsóknir hennar nú beinast að
hljóðum blettahnýðis. „Ég ætla m.a.
að gera tilraunir með að senda hljóðin
til baka og sjá hvernig höfrungarnir
bregðast við, en það hefur ekki verið
gert áður. Blettahnýðir sendir frá sér
hátíðnihljóð, en það er ekki vitað
hvort hann skynji hljóðin og það ætla
ég að rannsaka, bæði með því að
senda hljóðin til baka í hátíðni og lágt-
íðni. Lee kemur hingað í ágúst til að
fylgjast með rannsókn minni, en ann-
ars er ég í sambandi við prófessor við
Háskóla Íslands.“ Marianne nýtur
einnig aðstoðar Troels við að búa til
myndamöppu af höfrungunum. Dýrin
þekkja þau af örum og rákum víðs-
vegar um skrokkinn og þannig geta
þau fylgst með ferðum þeirra og
hegðun. Þau taka bæði ljósmyndir af
dýrunum eða teikna myndir af þeim
og safna í möppu sem getur nýst sjáv-
arlíffræðingum víðsvegar um heim.
„Það eru dæmi um að sama dýr hafi
sést hér og í Skotlandi og við höfum
séð sama höfrung hér og utan við
Ólafsvík. Á þennan hátt er unnt að
kortleggja ferðir dýranna og við get-
um verið í samstarfi við kollega okkar
víða um heim,“ sagði Troels.
Marianne finnst skrítið að Íslend-
ingar skuli ekki notafæra sér það
fjölskrúðuga sjávarlíf sem er við Ís-
landsstrendur. „Þetta er mjög
ákjósanlegur staður fyrir rannsóknir
á hvölum og höfrungum og draumur
minn er að rannsaka þá í gegnum
gervihnetti. Þetta áhugamál eigum
við Troels sameiginlegt svo það er
aldrei að vita hvað við gerum.“
Sakna veðursins í Danmörku
Hluti af doktorsnámi Marianne
felst í kennslu í háskólanum og byrj-
aði hún að kenna við skólann sl. haust.
Meðal nemenda hennar voru Mille og
Kimie og það var í gegnum Marianne
sem þær fengu vitneskju um hvala-
gósenlandið Ísland. „Við Kimie sótt-
um báðar tíma hjá Marianne og gegn-
um kunningsskap hennar fréttum við
af aðstæðunum hér,“ sagði Mille, en
hún og Kimie komu til Suðurnesja í
vor. „Við misstum af góðu vikunum
tveimur sem Troels hefur sagt okkur
frá, en miðað við Danmörku finnst
okkur kalt hér. Við ætlum líka að
reyna að fara aftur heim nokkru áður
en skólinn byrjar svo við getum notið
30 stiga hitans heima!“ Óneitanlega
skiptir veðrið miklu máli í dvöl þeirra
hér því Kimie hjólar á hverjum degi
út í Garðskagavita þar sem hún
stundar sínar rannsóknir.
„Ég er að rannsaka atferli bæði
hvala og höfrunga á öllu Faxaflóa-
svæðinu. Ég fylgist með þeim í gegn-
um kíki og skrái niður hvar þeir eru
og á hvaða tíma, hvernig hegðun dýr-
anna er, hvort höfrungar og hvalir
hópi sig saman eða haldi sig í sitt-
hvoru lagi, svo eitthvað sé nefnt. Ég
varð vitni að mjög skemmtilegu at-
ferli um daginn, þegar blettahnýðir
og hrefna komu upp á yfirborðið á ná-
kvæmlega sama stað til skiptis. Það
er ekki algengt að sjá það. Aðrar al-
gengar tegundir sem eru hér eru
sandreyður og hnúfubakur.“
Kimie er svo í góðu sambandi við
Moby Dick og lætur vita ef mikið líf er
í flóanum og ákjósanlegar aðstæður
til hvalaskoðunar.
Mille dvelur um borð í Moby Dick
við rannsóknir sínar eins og Mari-
anne og eru rannsóknir hennar í
formi samanburðar. „Ég er að bera
saman hegðun og atferli blettahnýðis
annars vegar og stökuls hins vegar.
Mínar rannsóknir felast aðallega í því
að horfa á dýrin og síðan skrái ég nið-
urstöðurnar í tölvu sem ég er með.
Síðan mun ég snúa mér að hljóðum
þeirra og bera saman, en mismunandi
hópar gefa frá sér mismunandi hljóð,“
sagði Mille að lokum.
Kortleggja ferðir dýranna
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Hafið er vettvangur rannsókna Kimie, Marianne, Mille og Troels og
Suðurnesin eru besti staðurinn til að fylgjast með hvölunum.
Reykjanesbær
Atferlismynstur blettahnýðis kannað í fyrsta sinn við Íslandsstrendur
ur hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja
verða hundarnir þrír í haldi þar til
eigandi hefur lagfært girðinguna
vandlega sem geyma á hundana. Þá
mun eftirlitið athuga girðinguna og
ganga úr skugga um að hún sé held.
Fyrr fær eigandinn ekki hundana á
ný. Hefur eigandinn vikufrest til að
lagfæra girðinguna.
Aðeins fáir dagar eru síðan hund-
arnir sluppu út síðast. Valgerður
segir að eigandinn þurfi í þetta sinn
að borga 25 þúsund krónur til að fá
hundana leysta út.
FJÓRIR af fimm hundum sem
geymdir hafa verið innan girðingar
við sveitabýli í Höfnum sluppu út í
fyrrakvöld og handsamaði lögreglan
í Keflavík og starfsmenn Heilbrigð-
iseftirlits Suðurnesja þrjá þeirra
skömmu síðar. Sá fjórði sá sér þann
kost vænstan að skríða aftur undir
girðinguna. Þetta er í þriðja sinn
sem lögreglan hefur afskipti af
hundunum.
Að sögn Valgerðar Sigurvinsdótt-
Heilbrigðiseftirlit kannar girðinguna
Hundarnir
sluppu enn á ný
Hafnir
ÞAU ERU fjölmörg sumarverkin
og á meðan sumir nota fríið til að
slappa af eða ferðast dytta margir
smábátaeigendur að bátum sínum.
Að ýmsu er að huga, mála þarf
fleyin svo þau séu betur varin
ágangi sjávar og þá er nauðsynlegt
að taka skrúfuna í gegn annað slag-
ið. Við smábátahöfnina í Grófinni í
Reykjanesbæ var einmitt maður í
þeim erindagjörðum og lét ekki
smá rigningarúða á sig fá, enda
sjálfsagt vanur söltum sjó.
Morgunblaðið/Sverrir
Smábátur á þurru landi
Reykjanesbær
MARGRÉT O. Leópoldsdóttir opn-
ar í dag myndlistarsýningu í Fræða-
setrinu í Sandgerði. Þetta er önnur
einkasýning Margrétar, sem útskrif-
aðist úr Listaháskóla Íslands vorið
2001.
Umfjöllunarefni Margrétar í list-
inni snúast beint og óbeint um mann-
fræði: Maðurinn, hegðun hans og
viðbrögð hans við umhverfi sínu.
Myndlistarmenn hafa í árhundruð
haft hafið til umfjöllunar í list sinni. Í
fréttatilkynningu segir að sérkenni-
legt sé að svo fáir íslenskir myndlist-
armenn hafi gert hafið að umfjöll-
unarefni sínu. „Ef til vill er það
vegna þess að fjarlægðin gerir fjöllin
blá og þau eru því meira spennandi
fyrir strandbúann?“
Sýningin stendur til 20. ágúst nk.
Margrét Leópoldsdóttir
sýnir í Fræðasetrinu
Sandgerði
SÍÐASTA skógarganga sumarsins, í
röð gangna á vegum skógræktar-
félaganna í fræðslusamstarfi þeirra
við Búnaðarbanka Íslands, verður í
dag, fimmtudagskvöldið 25. júlí.
Skógargöngurnar eru skipulagðar
í samvinnu við Ferðafélag Íslands og
eru ókeypis og öllum opnar. Þessi
skógarganga er í umsjá Skógræktar-
félags Suðurnesja.
Gengið verður um gróin hverfi í
Reykjanesbæ og trjágróður skoðað-
ur undir leiðsögn staðkunnugra og
skógfræðings. Á leiðinni verða vöxtu-
leg tré hæðarmæld. Mörgum á
örugglega eftir að koma á óvart
hversu fallegur trjágróður er víða í
görðum þarna, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Gangan hefst við bifreiðastæðin við
Vesturgötu neðan Norðurvalla um kl.
20. Rútuferð verður frá Mörkinni 6,
húsi Ferðafélags Íslands í Reykjavík
kl. 19. Fargjald er 1.000 kr.
Gangan er við allra hæfi og eru allir
unnendur útiveru og ræktunar hvatt-
ir til að mæta og eiga ánægjulega
kvöldstund.
Skógarganga í kvöld
Gengið um
gróin hverfi
Reykjanesbær