Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 23
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 23
YFIRVÖLD í Suður-Kóreu
hófu í gær rannsókn á tilraun-
um bandaríska fyrirtækisins
Clonaid, sem vinnur að rann-
sóknum á einræktun manna og
hefur tengsl við Raelin-hreyf-
inguna, sem trúir því að lífið á
jörðinni hafi verið búið til í
rannsóknarstofum hjá geim-
verum.
Dótturfyrirtæki Clonaid í S-
Kóreu, BioFusion, tilkynnti á
þriðjudaginn að s-kóresk kona
væri þunguð af fóstri sem
Clonaid hefði einræktað, og var
það kveikjan að rannsókn yfir-
valda. Sagði BioFusion að ein-
ræktaða barnið myndi koma í
heiminn í S-Kóreu eða erlendis
eftir hálft ár.
S-kóresk yfirvöld sendu í
gær fjóra rannsóknarfulltrúa
til rannsóknarstofu BioFusion í
borginni Daegu. Engin reglu-
gerð er til í S-Kóreu sem hægt
er að nota til að stöðva vinnu
Clonaid, þar sem s-kóreska
þingið hefur enn ekki sam-
þykkt frumvarp sem heilbrigð-
ismálaráðuneytið samdi í júlí
um bann við einræktun á mönn-
um. Ráðuneytið útilokaði þó
ekki að lögreglurannsókn yrði
hafin á grundvelli annarra heil-
brigðisreglugerða.
Clonaid hefur mætt harðri
andstöðu á Vesturlöndum og
bandarískir rannsóknarfulltrú-
ar hafa ráðist til inngöngu á
rannsóknarstofur Raelin-
hreyfingarinnar í Virginíuríki
og lagt þar hald á skjöl. Með-
limir í Raelin halda því fram að
mannkyn utan úr geimnum,
sem komið hafi til jarðarinnar á
geimskipi fyrir 25 þúsund ár-
um, hafi beitt erfðaverkfræði til
að búa til líf á jörðinni úr erfða-
efni.
Suður-Kórea
Rann-
sókn á
einrækt-
unartil-
raunum
Seoul. AFP.
S
U
N
D
F
Ö
T
undirfataverslun
Síðumúla 3-5