Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 26
LISTIR 26 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ meistar inn. is GULL ER GJÖFIN STÓRT útilistaverk eftir Rúrí verður sett upp í Gufunes- kirkjugarði innan skamms á vegum Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæma. Kirkjugarðarnir buðu þremur listamönnum til samkeppni um listaverk sem hefði það hlut- verk að vera minnisvarði um þá sem hverfa og aldrei finnast, og varð hugmynd Rúríar hlutskörp- ust. Rúrí var stödd í Kína þar sem hún var að undirbúa sýningu þegar hún fékk boð um að taka þátt í sam- keppninni. „Það var ekki búið að velja neinn stað fyrir verkið, það átti að gera þegar hugmyndirnar lægju fyrir. Ég sendi tillöguna mína heim í tölvupósti, en þegar heim var kom- ið og búið að velja þetta verk höll- uðust menn að því að hafa það í Gufunesgarðinum, því það er það stórt.“ Nokkur listaverk prýða Foss- vogskirkjugarð, en engin Gufunes- garðinn. Verk Rúríar er um 170 m² að flatarmáli, rúmir 13 metrar á hlið og hæðin um 3 metrar, unnið úr graníti. Innan ferhyrndrar stétt- arinnar er hringlaga völundarhús. Eftir því má feta veginn að miðju hringsins þar sem rís hátt hlið, eða skáli, en þak þess er um 2,20 metra frá jörðu að innanverðu. Gat er í þakinu, þar sem ljós leikur um, og í þakröndinni er glersteinn sem varpar birtu um svæðið. Þegar rökkvar lýsist verkið upp, og birta streymir um opið eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Umhverfis völ- undarhúsið er einnig lýsing sem lifnar við er rökkva tekur. Undir hliðinu er ferhyrndur steinn og ut- an þess sætisbekkir, þar sem gestir geta tyllt sér. Utan völundarhúss- ins verða svo steinar og á þá verða grafin nöfn þeirra sem hafa horfið. Þannig verður staðurinn athvarf þeirra sem vilja minnast aðstand- enda og vina sem hafa horfið, en eiga sér engan legstað. „Fólk getur lagt ýmsa merkingu í verkið“ „Eins og allir aðrir hef ég velt dauðanum fyrir mér; – því eina sem við vitum með vissu að hendir okk- ur. Ég hef lengi haft áhuga á hug- myndum manna um lífið og dauð- ann frá ýmsum hliðum, trúarbrögðum, eða eigum við að segja samfélögum. Þegar maður allt í einu á svo að gera listaverk sem tengist dauðanum tekur mað- ur upplýsingar úr öllum þessum þáttum og dregur saman í undir- meðvitund eða yfirmeðvitund í eitt- hvað sem verður að listaverki. Völ- undarhúsið skiptir verkinu í fjögur horn – heimshornin fjögur. Það myndast krossgötur í völundarhús- inu. Krossgötur eru auðvitað tákn- rænar. Völundarhúsið er táknrænt fyrir leitina að þroskanum og visk- unni og alla þá leit sem aðgreinir manninn frá dýrunum. Völundar- húsið er líka tákn fyrir lífshlaupið, þannig að mér fannst það táknrænt fyrir akkúrat það sem við erum að fjalla um. Hliðið, eða skálinn í miðju völundarhússins, getur verið hlið milli vídda eða tilvistarstiga og skála má líta á sem einhvers konar sæluhús eða skjól. Ljósið sem kem- ur gegnum þakið þegar dimma tek- ur getur líka verið eins konar viti, sem er líka leiðarvísir. Það eru margar svona tilvísanir í verkinu og ef fólk kýs að sjá það þannig getur ljósið verið að koma af himni ofan. Fólk getur lagt í verkið ýmsa merkingu. Ég vildi hafa verkið op- ið, því það á að þjóna mörgum, óháð trúarbrögðum.“ Nýtt listaverk eftir Rúrí verður reist í Gufuneskirkjugarði Minnisvarði um horfna, eftir Rúrí. Verkið lýsist upp þegar rökkva tekur. Minnisvarði um horfna Völundarhúsið er táknrænt fyrir lífshlaup mannsins. Í LISTASAFNI Reykjavíkur, Hafnarhúsi, verður í dag opnuð sýning á bonseki-verkum, sem kennd eru við aldagamla japanska listhefð er nefnist bonseki. Verkin á sýningunni eru gerð af japönsku listakonunni og bonseki-meistar- anum Yoshiko Katsuno og fimm- tán nemendum hennar. Verða listakonan og nemendurnir einnig við störf meðan á sýningunni stendur og geta gestir fylgst með gerð og þróun bonseki-verka. Viðfangsefnið er ætíð náttúran Bonseki er aldagömul japönsk þjóðlist, byggð á zen-búddisma, og má rekja upphaf hennar til 15. ald- ar. Formgerð bonseki-verka er knöpp og er efniviður þeirra nátt- úruleg hráefni, að mestu steinar og sandur, sem notuð eru til að skapa smækkaðar eftirmyndir af náttúrunni á svartlökkuðum bökk- um, sem eru um 70 sentimetrar í þvermál. „Auk verkanna sem til sýnis eru verð ég með verkfærin mín og efni á sýningunni og kynni fyrir gestum grunnatriði bonseki- gerðar,“ segir Katsuno í samtali við Morgunblaðið. „Við gerð slíkra verka eru notuð ýmis verkfæri, penslar, burstar, sigti og fjaðrir, til þess að móta sandinn sem verk- in eru gerð úr.“ Hún segir að viðfangsefni bon- seki-verka séu alltaf fengin úr náttúrunni. Steinar eru látnir tákna fjöll og hæðir, og í kringum þá er stráð hvítum sandi sem með pensli eða fjaðraförum er látinn mynda strendur, öldur, árstrauma og fjarlæg fjöll. Íslensku landslagi bregður fyrir í verkum Katsuno á sýningunni, en heimsókn hennar nú er ekki sú fyrsta til Íslands. Hún hefur kom- ið hingað fimm sinnum áður og hrifist að eigin sögn mjög af land- inu. Í desember síðastliðnum gaf hún út í Japan bókina Ísland: Ljós nyrsta landsins: Sögur af fuglum, sem inniheldur ljósmyndir af Ís- landi og texta um landið eftir Katsuno. Íslensk náttúra er kveikjan að nokkrum verka henn- ar á sýningunni nú. „Já, ég nota ís- lenska náttúru sem fyrirmynd í nokkrum verkum,“ segir hún. „Ég safnaði sandi og steinum þegar ég var hér síðast og hef notað þau efni í íslensku verkin. Óspillt nátt- úran á Íslandi er það sem hefur hrifið mig mest á ferðum mínum og ég vildi koma henni áleiðis þeg- ar ég sýndi hér.“ Meðal þeirra fyr- irbrigða úr íslenskri náttúru sem finna má í verkum Katsuno eru norðurljós, jöklar og fjallið Herðu- breið. Opnun sendiráða heiðruð Bonseki-listin átti undir högg að sækja um miðja 19. öldina, en fjöl- skylda Yoshiko Katsuno endur- reisti listina í byrjun 20. aldarinn- ar, meðal annars með stofnun Hosokawa-bonsekiskólans. Skól- inn er nú langstærstur sinnar teg- undar í Japan, með 78 útibú víðs- vegar um landið, og kennir Katsuno sjálf við mörg þeirra. Eru hingað komnir, eins og áður sagði, fimmtán nemendur í hennar fylgd. „Þetta er eldra fólk sem er með mér núna, sem allt er nemendur við skólann minn og leggur stund á bonseki,“ segir Katsuno. Nem- endurnir munu einnig sýna verk sín á sýningunni í Listasafni Reykjavíkur. Það eru sendiráð Íslands í Jap- an og sendiráð Japans á Íslandi sem hafa milligöngu um sýn- inguna, en Listasafn Reykjavíkur skýtur yfir hana skjólshúsi. Er til- gangurinn að heiðra sameiginlega opnun sendiráðanna í löndunum tveimur sem fram fór í fyrra og kynna þessa aldagömlu listhefð, en Katsuno hefur ferðast víða um heim og sýnt list sína og kynnt um leið Japan og japanska listhefð. Sýningin er opin kl. 11–17 fram á laugardag. Morgunblaðið/Golli Katsumo við gerð bonseki-verks, en hún sýnir slík verk ásamt nem- endum sínum í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, 25.-27. júlí. Íslenskt landslag í japanskri list ÓLÖF Ingólfsdóttir, danshöfundur og dansari, er á förum til Finnlands, þar sem henni og dans- félaga hennar, hinum finnska Ismo-Pekka Heik- inheimo, hefur verið boðið að sýna verk þeirra Bylting hinna miðaldra á Full Moon Dance Festival í Pyhäjärvi í Finnlandi. Þau stíga á svið 2. ágúst og mun þegar vera uppselt á sýninguna. Bylting hinna miðaldra er dansverk, sem fjallar um það tímabil ævinnar þegar við erum of gömul til að deyja ung, en of ung til að vera virkilega vitur, þ.e. árin sem við erum miðaldra. Dansinn var frumsýndur á Nýja sviðinu í Borg- arleikhúsinu 6. mars sl. Í mars og apríl var verk- ið sýnt í Helsinki, Turku og Rovaniemi í Finn- landi. Danshátíðin í Pyhäjärvi er nú haldin í tíunda sinn. Á þeim tíu árum sem hátíðin hefur verið starfrækt hefur hún vaxið jafnt og þétt og orðið þekkt fyrir að bjóða upp á fersk og fram- sækin dansverk. Í haust fer Bylting hinna miðaldra síðan á tvær aðrar danshátíðir. 9. október verður verkið sýnt í Tallinn á Eistlandi. Hátíðin þar heitir Nu- Norden og er ný norræn danshátíð. Loks verður Bylting hinna miðaldra sýnd aftur á Íslandi í lok nóvember, en þá verður Danshátíð í Reykjavík ýtt úr vör. Bylting hinna miðaldra á danshátíðir erlendis Morgunblaðið/Sverrir Ólöf Ingólfsdóttir og Ismo-Pekka Heikin- heimo í dansverkinu Bylting hinna miðaldra á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.