Morgunblaðið - 25.07.2002, Side 31
VERSLUNARMANNAHELGIN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 31
MARBERT
Reykjavík og nágrenni:
Snyrtistofa Hönnu Kristínar, Skeifunni, Libia Mjódd, Laugarnes Apótek,
Nana, Hólagarði, Snyrtivörudeildir Hagkaups, Kringlunni, Skeifunni,
Spönginni Snyrtivörudeild Hagkaup, Smáralind, Kópavogi, Zitas, Firði Hafnarfiði.
Landið:
Árnes Apótek, Selfossi, Apótek Vestmannaeyja, Húsavíkurapótek.
Snyrtivörudeild Hagkaups, Akureyri, Silfurtorg, Ísafirði
Glæsilegur kaupauki fylgir þegar
keyptir eru tveir hlutir frá MARBERT
Snyrtibuddan inniheldur 3 hluti úr
Effectiva líkamslínunni sem dekra við þig
· Effectiva Wellness Extra-Benefit Leg Gel 30 ml
Milt og frískandi gel fyrir bólgnar og þreyttar fætur.
Um leið og gelið er borið á fæturna finnur þú þreytuna
líða burt og þannig verða fæturnir „léttir“ á ný.
· Effectiva Active Wellness Body Fresh Lotion 30 ml
Mild og frískandi húðmjólk sem inniheldur náttúrulegar olíur
og er einstaklega góð fyrir þurra húð. Húðmjólkin styrkir og
stinnir húðina og gefur henni silkimjúka áferð.
· Effectiva Wellness Active Body & Hair Shampoo 30 ml
Sérstaklega létt og mild sturtusápa fyrir hár og líkama með
frískandi citrus ilmi sem hressir bæði líkama og sál.
www.forval.is
jafnhliða fjölbreyttri dagskrá fyrir
fullorðna, þar sem meðal annars er
boðið upp á fræðslu um hjónaband-
ið og fjölskylduna, er sérstök dag-
skrá fyrir börn og unglinga. Börn
halda til dæmis sitt eigið Barnamót
og unglingar hæfileikakeppnina
Kotvisjón.
Í tilkynningu frá mótshöldurum
segir að Kotmót hafi verið mjög vel
sótt undanfarin ár og síðastliðið ár
komu á þriðja þúsund manns. Næg
tjaldstæði eru á mótssvæðinu og
aðstaða fyrir tjaldvagna og húsbíla.
Þá er svefnpokapláss fyrir einstak-
linga. Á staðnum er skáli með
svefnaðstöðu sem rúmar á annað
hundrað manns. Gistiaðstaðan í
skálanum er einkum ætluð öldr-
uðum, veikum og fólki með ung
börn. Hægt er að kaupa mat á
staðnum, ýmist fullt fæði allan tím-
ann eða stakar máltíðir. Frítt er
inn á mótssvæðið en selt í tjald-
stæði.
Neistaflug í Neskaupstað
Neistaflug er hátíð sem haldin hef-
ur verið í Neskaupstað síðan 1993
og verður hún því haldin í 10. skipt-
ið þetta árið. Það er Blús, rokk og
djassklúbburinn á Nesi
(B.R.J.Á.N.) sem stendur fyrir há-
tíðinni.
Fjölskyldan hefur ætíð verið í
fyrirrúmi á Neistaflugi enda hafa
skipuleggjendur hátíðarinnar það
alltaf að leiðarljósi að fá skemmti-
krafta fyrir fólk á öllum aldri.
Meðal þeirra atriða sem í boði
verða eru hljómsveitirnar Manna-
korn, Írafár og Í svörtum fötum.
Gunni og Felix munu leiða sem fyrr
stórskemmtilega barnadagskrá sem
samanstendur af skemmtilegum at-
riðum með bæði þekktum og
óþekktum skemmtikröftum á borð
við Pétur pókus og Karíus og Bak-
tus. Fleiri landsþekktir skemmti-
kraftar muna einnig láta ljós sitt
skína yfir helgina, til dæmis Val-
geir Guðjónsson og Jóhannes eft-
irherma svo fáir séu nefndir. Ekki
má gleyma föstum liðum frá fyrri
árum eins og Barðsneshlaupinu,
blakmóti, golfmóti, útidansleikjum,
leiktækjum fyrir börnin, dorgveiði-
keppni, tour de Norðfjörður,
brunaslöngufótbolta, varðeld,
brekkusöng, flugeldasýningu og svo
mætti lengi telja.
Þá má nefna að útvarp verður
starfrækt í allri Fjarðabyggð með-
an á hátíðinni stendur og verður
þar fylgst náið með gangi mála.
Frír aðgangur er á svæðið og
einnig frí tjaldstæði.
Síldarævintýrið á Siglufirði
Það verður margt um að vera á
Síldarævintýrinu 2002 á Siglufirði.
KS heldur útibingó á föstudeginum
og verður með skemmtiatriði fram
á kvöld. Hljómsveitirnar Von,
Flauel og Plan halda síðan uppi
fjörinu. Eftir miðnætti hefjast
dansleikir í húsum staðarins sem
standa langt fram á nótt.
Á laugardag og sunnudag verður
samfelld skemmtidagskrá á Torg-
inu. Þar munu Glanni glæpur, Ei-
ríkur Fjalar, Pálmi Gestsson og
margir fleiri láta sjá sig. Á eftir
verður barnaball. Skemmtiatriðin á
kvöldin verða ekki síðri en þá
skemmta meðal annarra Stefán
Karl Stefánsson, Pálmi Gestsson,
Jóhann Sigurðsson, Halldóra Geir-
harðsdóttir, Þórunn Lárusdóttir og
Laddi. Hljómsveitirnar Von, Flauel
og Íslendingar koma einnig fram.
Dansleikir hefjast síðar í húsum
bæjarins eftir skipulagða dagskrá á
Torginu.
Á sunnudeginum verður helgi-
stund.
Annað sem verður í boði á Síld-
arævintýrinu 2002 eru Síldarminja-
safnið, söltunarsýningar, söngur,
dans og fleira. Þá mun Halla Har
listakona, standa fyrir gler- og
myndlistarsýningu. Sprellleiktæki
verða á Torginu, hestaleiga í hest-
húsahverfinu verður opin fram á
kvöld, hægt verður að fara í báts-
ferðir um fjörðinn og sundlaugin
verður opin.
Frír aðgangur er á svæðið en
hóflegt gjald er fyrir gistingu á
tjaldstæðum.
Staðarfellshátíðin
Á Staðarfelli verður haldin Mjólk-
urgleði SÁÁ og Dalamanna um
verslunarmannahelgina, en hátíðin
er mikil fjölskylduhátíð.
Eins og fyrri ár verður ýmislegt
við að vera alla dagana. Hljóm-
sveitin Bikkebane leikur fyrir dansi
á föstudags- og laugardagskvöld en
hljómsveitin Plast á sunnudags-
kvöld. Ingveldur Ýr, Ómar Ragn-
arsson, Pétur pókus og Bjarni
töframaður koma fram á kvöldvök-
unni á laugardag. Á kvöldvökunni á
sunnudagskvöld mæta hins vegar á
svæðið South River Band og
Nikkólína, auk þess sem það verður
sungið við varðeld og flugeldasýn-
ing verður í boði.
Flestir ættu að geta fundið eitt-
hvað við sitt hæfi á hátíðinni, því að
auki verður boðið upp á línudans-
kennslu, loftkastala, hestaferðir,
íþróttamót, skemmtiskokk, báts-
ferðir, leikjamót, andlitsmálun, rat-
leik, fjársjóðsleit, dansleiki, söngv-
arakeppni og brekkusöng.
Á svæðinu er veitingasala. Að-
gangseyrir á hátíðina er 3.500
krónur en það er frítt fyrir 13 ára
og yngri.
Sæludagar í Vatnaskógi
Um verslunarmannahelgina verða
haldnir Sæludagar í Vatnaskógi
fyrir alla fjölskylduna. Að Sæludög-
um standa Skógarmenn KFUM og
samkvæmt upplýsingum frá þeim
er boðið upp á fjölbreytta dagskrá
fyrir alla aldurshópa. Hátíðin er
haldin í 11. skiptið en í fyrra sóttu
rúmlega 1.400 manns hátíðina.
Sæludagar í Vatnaskógi eru styrkt-
ir af Forvarnarsjóði og er hátíðin
með öllu vímulaus og neysla áfengis
er óheimil. Aðstandendur hátíðar-
innar leggja sig fram um það að
fólk sem á engan hátt er tengt
Vatnaskógi eða öðru kristilegu
starfi finni sig velkomið.
Í Vatnaskógi verður boðið upp á
bátsferðir, leiktæki af ýmsum gerð-
um, ásamt fullbúnu íþróttasvæði.
Dagskráin er þéttskipuð alla dag-
ana. Á laugardagskvöldinu verða
tónleikar með hljómsveitinni Rut
og KK og Ellen Kristjánsdóttur. Þá
verður einnig harmónikkudansleik-
ur. Á sunnudeginum verða Vatna-
skógaleikarnir haldnir, þá verður
grillveisla, kvöldvaka, varðeldur,
brekkusöngur og bænastundir.
Verð er 3.000 krónur en há-
marksverð fyrir fjölskyldu er 7.000
krónur. Dagsheimsókn er 2.000
krónur. Innifalið í verði er tjald-
stæði og aðgangur að allri dagskrá.
Hægt er að fá gistingu í svefn-
skálum og greiðist fyrir það sér-
staklega. Veitingasala og kaffihús
verða á Sæludögum og þar verður
hægt að snæða nesti innandyra.
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum
Að sögn forsvarsmanna þjóðhátíðar
stefnir í þrusuþjóðhátíð þar sem
hljómsveitirnar Á móti sól, Land og
synir, Hljómar, Í svörtum fötum og
Írafár munu spila á stóra sviðinu
og Hljómsveit Birgis Gunnlaugs-
sonar á litla sviðinu. Síðan eru há-
punktarnir að vanda brennan, flug-
eldasýningin og brekkusöngurinn.
Vönduð barnadagskrá er á daginn
og glæsileg kvöldvaka. Þeir sem
vilja meiri gleði geta svo að sjálf-
sögðu mætt á fimmtudeginum en
þá fer hið frábæra húkkaraball
fram í Týsheimilinu en þar munu
Land og synir spila fyrir dansi.
Þjóðhátíð Vestmannaeyja hefur í
gegnum árin verið stærsta úthá-
tíðin um verslunarmannahelgina og
segja forsvarsmenn hátíðarinnar að
þar sé hægt að ganga að gæðunum
og fjörinu vísu.
Verð inn á hátíðina í ár er 8.500
krónur. Verð í forsölu er 7.500
krónur og gildir það til 26. júlí.
Börn yngri en 14 ára og ellilífeyr-
isþegar fá ókeypis aðgang. Á
sunnudeginum kostar 3.500 kr. inn
á svæðið.
!
"
!" #"
$
%"
' (
'
!