Morgunblaðið - 25.07.2002, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 33
s D. Eisenhowers Banda-
f Súez-deilunni árið 1956
tókst að fá Ísraela til að
sitt til baka án þess að
í staðinn. Kvaðst Safieh
að finna yrði lausn, sem
m að því leyti að hún væri
gileg fyrir báða aðila.
ri, fyrrverandi forsætis-
daníu, sagði að morðið á
n, þáverandi forsætisráð-
árið 1995 hefði verið gríð-
rir friðarferlið í Mið-Aust-
drei áður hefði verið meiri
lligöngu í þessari deilu.
einkum horfa til „kvart-
fnda, þ.e. Bandaríkjanna,
Evrópusambandsins og
óðanna, og hvatti til þess
mstarfsráð legði ítarlega
fyrir alþjóðlega ráðstefnu
ði til í haust.
k, forstöðumaður Friðar-
imons Peres, utanríkis-
els, sagði það vera skoðun
l Sharon myndi aldrei
gmarkskröfum Palestínu-
staða sín væri sú að friði
ð á meðan þeir Sharon og
við völd. Afleiðingin væri
Ísraeli og sérhver Palest-
í skugga stöðugrar ógnar
na þyrfti að því að skapa
meðal þjóðanna tveggja
byggðist á því að sjálf-
lestínumanna yrði til við
is, væri óhjákvæmileg.
darmenn tóku í sama
uðu til nauðsynjar þess að
mennings yrði beint í
eg. Í Evrópu og Banda-
efð fyrir því að líta svo á
a til friðargjörðar sé að
erkamannaflokksins í Ísr-
a annarra stjórnmálaafla
Líkúd-bandalags Sharons.
drógu margir fundar-
Þannig kenndi blaðamað-
Levy Verkamannaflokkn-
verandi forsætisráðherra
arak, um þá miklu breyt-
ð hefði í Ísrael á afstöðu
l friðarsamninga við Pal-
Barak hefði með ómark-
öngu sinni dregið úr
friðarumleitanir. Sjálfs-
Palestínumanna hefðu
ga orðið til þess að gera
iljann meðal Ísraela. Ísr-
rinn Smadar Perry kvað
na að þörf væri á að raun-
hreyfing risi beggja meg-
skustónni í Mið-Austur-
ætu slíkar hreyfingar
na og Ísraela síðan tengst
n strengi sína kynnu frið-
æðast. Í máli hennar kom
ölmiðlar Palestínumanna
flega til sjálfsmorðsárása
ri ábyrgð þeirra því mikil.
ans, fyrrverandi utanrík-
tralíu, sem nú fer fyrir al-
mtökum er nefnast Int-
isis Group, færði ítarleg
ri skoðun sinni að algjör-
egt væri að „þriðji aðili“
ðla málum í Mið-Austur-
ök Evans hafa lagt fram
rlega vandaða áætlun um
sturlöndum. Telja ýmsir
að þar sé að finna vegvísi þó svo að
margt, sem þar er sagt, hafi margoft
komið fram og verið lagt til áður. Evans
vísaði til ræðu George W. Bush Banda-
ríkjaforseta þar sem hann lýsti m.a. yfir
því að Palestínumenn þyrftu að hafna
frekari forystu Yassers Arafats. Kvaðst
Evans þeirrar hyggju að ræðan hefði
ekki haft að geyma lokaorð Bandaríkja-
stjórnar í þessu efni. „Spurningin er
einungis sú hversu langur tími mun líða
þar til menn sjá að þessi nálgun gengur
ekki,“ sagði Evans. Bætti hann við að
hann teldi að í Bandaríkjunum væru
menn þegar teknir að leita leiða til að
milda þá óbilgirni, sem birst hefði í
fyrrnefndum ummælum forsetans.
Virtist hann þá hafa í huga þau ummæli
Colins Powells utanríkisráðherra að
hugsanlegt væri að Arafat yrði áfram
forseti sjálfsstjórnar Palestínu en völd-
in yrðu í raun færð í hendur forsætis-
ráðherra. Ekki væri því unnt að útiloka
að afstaða bandarískra stjórnvalda
breyttist. Deila Palestínumanna og Ísr-
aela væri svo djúpstæð sökum þess
hvernig hún tæki til allrar tilveru þjóð-
anna tveggja að óhugsandi væri að hún
yrði leyst án afskipta utanaðkomandi
ríkja eða samtaka.
Almenningur þarf
að krefjast friðar
Yossi Beilin, fyrrverandi dómsmála-
ráðherra Ísraels, var á öndverðri skoð-
un og kvaðst enga trú hafa á að takast
myndi að þvinga deilendur að samn-
ingaborðinu. Þá myndi dapurlegt
ástand efnahagsmála í Ísrael og algjör
neyð á því sviði á svæðum Palestínu-
manna ekki nægja til þess að kalla fram
nýtt stöðumat. Þjóðirnar yrðu sjálfar
að leita lausnar og þrýstingurinn yrði
að koma frá almenningi. „Ég trúi því
ekki að svo fari að lokum að heimurinn
bjargi okkur. Við getum aðeins bjargað
okkur sjálf,“ sagði Beilin og bætti við
að hann teldi að skilyrði þau, sem Bush-
stjórnin hefði sett fyrir frekari afskipt-
um af ástandinu í Mið-Austurlöndum,
yrðu aldrei að veruleika. Bandaríkja-
menn hefðu aldrei áður sett fram þá
kröfu í samskiptum við aðrar þjóðir að
þær losuðu sig við leiðtoga sína líkt og
nú hefði verið gert í tilfelli Yassers Ara-
fats. Þvert á móti hefðu Bandaríkja-
menn iðulega átt vinsamleg samskipti
við illræmda glæpamenn, valdníðinga
og fjöldamorðingja. Nefndi Beilin þá
Jósef Stalín sovétleiðtoga og Nicolae
Ceausescu, einræðisherra í Rúmeníu,
máli sínu til stuðnings.
Henry Siegman, þekktur bandarísk-
ur sérfræðingur um málefni Mið-Aust-
urlanda, kvaðst aldrei áður hafa verið
svo vonlítill um að takast mætti að
binda enda á átök þjóðanna tveggja.
Hann sagði það mikið áhyggjuefni að
menn á Vesturlöndum gerðu sér ekki
grein fyrir hversu alvarlegt ástandið
væri. „Á Vesturlöndum ríkir enginn
skilningur á því hversu gjörsamlega
Palestínumenn hafa misst trú á að Ísr-
aelar vilji ná samningum,“ sagði Sieg-
man og bætti við að vonleysið væri nú
slíkt í röðum Palestínumanna að hætta
væri á að almenningur hyrfi frá stuðn-
ingi við tveggja ríkja lausnina. Stjórn-
völd í Ísrael og sjálfsstjórn Palestínu-
manna væru öldungis ófær um að fá
breytt ríkjandi ástandi. Arababanda-
lagið gæti það ekki heldur og því síður
Evrópusambandið. Einungis Bandarík-
in væru fær um að knýja fram lausn.
Óslóarferlið
Mjög var rætt á ráðstefnunni hvaða
lærdóm mætti draga af Óslóarferlinu
svonefnda, sem hófst með leynilegri
milligöngu norskra embættismanna og
lauk með undirritun friðarsamnings
Ísraela og Palestínumanna í Wash-
ington haustið 1993. Það sem einkenndi
Óslóarferlið var að erfiðustu ágrein-
ingsmálin, einkum varðandi lokastöðu
Jerúsalem og sjálfstætt ríki Palestínu-
manna, voru lögð til hliðar. Þess í stað
var reynt að vinna á grunni þess
trausts, sem skapast hafði, í þeirri trú
að þannig mætti hægt en markvisst
skapa forsendur fyrir endanlegum frið-
argjörningi.
Ráðstefnugestir voru almennt þeirr-
ar hyggju að þessi nálgun hefði brugð-
ist. Vissulega mætti ekki vanmeta það,
sem áunnist hefði á vettvangi Óslóar-
ferlisins. Þannig gengju flestir nú út frá
því að friðarsamningur milli Ísraels og
Palestínu myndi kveða á um myndun
sjálfstæðs ríkis Palestínumanna.
Landamæri þess yrðu nánast að öllu
leyti miðuð við ástandið eins og það var
árið 1967 áður en sex daga stríðið
braust út og hernám Ísraela hófst. Slíkt
samkomulag myndi enn fremur óhjá-
kvæmilega kveða á um sameiginleg yf-
irráð yfir Jerúsalem. Austurhluti borg-
arinnar lyti stjórn Palestínumanna en
vesturhlutinn myndi tilheyra Ísrael.
Mjög nákvæmir samningar yrðu gerðir
um stjórn helgra staða í Jerúsalem og
aðgang að þeim. Segja mætti að þetta
lægi nú fyrir en fyrir aðeins örfáum ár-
um hefði hver sá sem orðaði slíka lausn
tæpast verið talinn með öllum mjalla.
Óslóarferlið hefði hins vegar reynst
gallað að því marki sem látið var hjá
líða að skilgreina lokamarkmið þess.
Terje Rød-Larsen, sem var fulltrúi
norskra stjórnvalda í þeim viðræðum
en er nú sérlegur sendimaður fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í
Mið-Austurlöndum, sagði á ráðstefn-
unni að þessi leið yrði ekki farin á ný að
hans mati. Frekar bæri að leita leiðar
sem byggð væri á því að stoðum yrði
skotið samtímis og samhliða undir frið-
arferlið. Þessar stoðir myndu í senn
lúta að öryggismálum, mannúðaraðstoð
við Palestínumenn á ýmsum sviðum til
þess að lina sem fyrst þjáningar þjóð-
arinnar, stjórnmálum, efnahagsmálum
og viðleitni til að breyta þeim viðhorf-
um sem nú væru ríkjandi beggja vegna
víglínunnar eftir hrylling og blóðsút-
hellingar undanliðinna mánaða. „Kvart-
ettinn“ svonefndi væri sammála þessari
nálgun. Rød-Larsen, sem var aðalræðu-
maður ráðstefnunnar, sagði í ávarpi
sínu að nálgunin innan Óslóarferlisins
þar sem leitast var skref fyrir skref við
að auka traust eftir því sem viðræðum
miðaði áfram hefði verið ákveðin sökum
þess að nauðsyn hefði krafist þess.
Enginn ísraelskur stjórnmálamaður
hefði þá verið tilbúinn að ræða þann
möguleika að til yrði sjálfstætt ríki Pal-
estínumanna. Það sama hefði átt við um
skiptingu Jerúsalem. Hinum megin víg-
línunnar hefði enginn fulltrúi Palest-
ínumanna verið tilbúinn að ræða þann
möguleika að samið yrði á þann veg að
skorður yrðu settar við því að palest-
ínskir flóttamenn sneru aftur til fyrri
heimkynna. „Allt er þetta til marks um
að ástandið hefur breyst í grundvall-
aratriðum,“ sagði Rød-Larsen.
Fleiri tóku í svipaðan streng. Afif
Safieh, sendiherra Palestínumanna í
Lundúnum, sagði að allt „aðhald“ hefði
skort innan Óslóarferlisins og hefðu
báðir aðilar nýtt það svigrúm til fulln-
ustu. Ron Pundak, forstöðumaður Frið-
arstofnunar Shimons Peres, utanríkis-
ráðherra Ísraels, sem kom að ferlinu
sem ísraelskur sérfræðingur, lagði
áherslu á mikilvægi þess að lokamark-
mið friðarviðræðna lægi fyrir í upphafi
þeirra, ólíkt því sem gilt hefði á vett-
vangi Óslóarferlisins. Terje Rød-Lar-
sen tók í sama streng og orðaði það svo
að nú þyrfti að „byrja á endanum“,
þ.e.a.s. að sameinast um lokamarkmið-
in. Deilendur þyrftu jafnframt að sam-
þykkja að fela alþjóðasamfélaginu að
leita lausnar á vandanum. Alþjóðasam-
félagið þyrfti síðan að ábyrgjast að
samningar þeir sem gerðir yrðu héldu
þannig að um raunverulega lokalausn
yrði að ræða.
Áhrif sjálfs-
morðsárása
Ekki verður því neitað að tal dipló-
mata um fyrirkomulag viðræðna og vís-
anir til fyrri reynslu á þeim vettvangi
stakk í stúf við lýsingar fulltrúa Palest-
ínumanna og blaðamanna á ástandinu í
Ísrael og palestínskum borgum og bæj-
um. Diplómatar eru að vísu bjartsýnis-
menn að atvinnu en almennt má segja
að nokkur svartsýni hafi verið ríkjandi
á þessari ráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna um að takast myndi á næstunni að
fá Ísraela og Palestínumenn á ný að
samningaborðinu. Auk þess ósveigjan-
leika sem Ísraelar sýndu væri ljóst að
sjálfsmorðsárásir Palestínumanna
hefðu haft gífurleg áhrif og væru í raun
vatn á myllu harðlínuaflanna í Ísrael.
Þær hefðu skaðað málstað Palestínu-
manna mjög í augum umheimsins og
væru erfiðasta hindrunin í vegi þess að
koma mætti nýju friðarferli af stað.
„Palestínumenn eru að vinna skítverkin
fyrir Sharon,“ sagði bandaríski dálka-
höfundurinn Amy Wilentz þegar hún
ræddi áhrif sjálfsmorðsárásanna á al-
menningsálitið í Bandaríkjunum.
Hins vegar er ljóst að ákveðnar vonir
hafa vaknað um að „kvartettinn“ svo-
nefndi (þ.e. Evópusambandið, Samein-
uðu þjóðirnar, Bandaríkin og Rússland)
geti komið hreyfingu á málið. Jafnframt
er ástæðulaust að horfa fram hjá því að
Óslóarferlið skilaði mönnum nokkuð
fram á við og nú liggur fyrir að horft er
til þeirrar sáttar sem eygja má á al-
þjóðavettvangi um að friðarsamningum
ljúki með stofnun sjálfstæðs ríkis Pal-
estínumanna, sem fái 22% þess svæðis
sem um er deilt gegn 78% Ísraela.
Nú um stundir eru það einkum skil-
yrði deilenda fyrir viðræðum sem koma
í veg fyrir að unnt sé að hefja þær. Ísr-
aelar krefjast þess að sjálfsstjórnin og
Yasser Arafat stöðvi sjálfsmorðsárásir
Palestínumanna. Palestínska heima-
stjórnin segir að viðræður geti ekki far-
ið fram við þær aðstæður, sem nú ríkja,
og því beri Ísraelum að hætta hernám-
inu tafarlaust. Bandaríkjamenn hafa
sett það sem skilyrði að gerðar verði
endurbætur á því sem næst lömuðum
stofnunum Palestínumanna og Arafat
verði ekki lengur í forsvari fyrir palest-
ínsku þjóðina. Gerist það liggur fyrir
áætlun Bandaríkjamanna, sem gerir
ráð fyrir að viðræðum verði lokið á
þremur árum og Palestínumenn fái
sjálfstætt ríki.
Grunnþættir samkomulags liggja í
raun fyrir en vítahringurinn í Mið-
Austurlöndum verður ekki rofinn á
meðan deilendur neita að hvika frá
þeim skilyrðum sem þeir hafa sett fyrir
viðræðum. Verkefni alþjóðasamfélags-
ins liggur því fyrir en um leið hljóta að
vakna efasemdir um gildi slíkrar milli-
göngu í ljósi þess að friðarviljinn virðist
ekki rista djúpt á meðal pólitískra for-
ystumanna þjóðanna tveggja.
m Mið-Austurlönd og leiðir til að stilla til friðar með Ísraelum og Palestínumönnum
vernig verður
ringurinn rofinn?
afi ríkt um að
estínumenn að
nu Sameinuðu
löndum sem
liðinni viku.
tefnuna.
Reuters
Lík Ísraela flutt á brott eftir sjálfsmorðsárás Palestínumanns nærri bænum
Umm al-Fahm. Ekkert hefur skaðað málstað Palestínumanna jafn mikið og
sjálfsmorðsárásirnar og margir óttast frekari uppgang palestínskra öfgamanna.
AP
Palestínskir læknar gera að sárum manns sem særðist í loftárás Ísraelshers á
Gaza-borg á mánudag. Níu börn týndu lífi í árásinni. Harka og óhófleg
valdbeiting Ísraela hefur verið fordæmd víða um heim á undanförnum dögum.
’ Ég trúi því ekki aðsvo fari að lokum að
heimurinn
bjargi okkur ‘
’ Það eina sem hreyfist í landi
mínu eru ísraelsku
skriðdrekarnir ‘
asv@mbl.is