Morgunblaðið - 25.07.2002, Page 36

Morgunblaðið - 25.07.2002, Page 36
UMRÆÐAN 36 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ A f og til heyrast þær raddir að frjáls- hyggjumenn hljóti að vera vondir menn. Þeir séu á móti öllu góðu í heiminum. Á móti menningunni; á móti mennt- un þjóðarinnar; á móti því að sjúkum sé líknað. Þeir séu með öðrum orðum á móti mannúð. Að þessari niðurstöðu kemst fólk kannski vegna þess að frjáls- hyggjumenn mótmæla einatt þegar framkvæmdir standa til í þessum málaflokkum. Þetta er hins vegar hinn mesti misskilningur. Ástæðan fyrir andstöðu frjálshyggju- manna við byggingu tónlistar- húss er ekki andúð þeirra á menningu þjóðarinnar. Ástæðan er sú að ríkið, fyrir hönd skatt- greiðenda, er látið fjármagna framkvæmdirnar. Í hinum mála- flokkunum sem nefndir voru vill svo til að hið opinbera hefur einn- ig tögl og hagldir. Hvers vegna er frjálshyggjan á móti ríkinu? Geta góðir hlutir ekki alveg eins komið þaðan? Röksemdafærslu frjálshyggju- mannsins má skipta í tvennt. Annars vegar má segja að fræði- greinin hagfræði í heild sinni liggi að baki frjálshyggjunni. Hins vegar eru réttlætisrökin, sem segja að enginn megi gera á annars hlut. Fyrst skal vikið að hagfræð- inni. Hún hefur sýnt fram á yf- irburði markaðskerfisins. Reynd- ar hefur fræðigreinina ekki þurft til; nóg er að líta á sögu 20. ald- arinnar. Þar sem frelsi til við- skipta og athafna hefur verið mest hefur hagsældin verið mest. Þar fer fram þrotlaus vinna við að reyna að framleiða vörur með sem allra lægstum tilkostnaði. Alls staðar. Alltaf. Þessi magnaða samkeppni gerir að verkum að kaupmaðurinn má hvergi slaka á. Ef hann býður ekki eins lágt verð og hann mögulega getur fara við- skiptavinirnir annað. Svo einfalt er það. Þessi vél hefur fært okkur þau lífsgæði sem við búum við nú. Landsframleiðsla er ekki merk- ingarlaust hugtak í fræðunum. Hvert brot úr prósenti í vexti á landsframleiðslu á ári skiptir gríðarlegu máli. Ef ekki væri fyr- ir ítök ríkisvaldsins á síðustu öld, sem voru þrátt fyrir allt ofboðs- leg í hinum vestræna heimi, vær- um við mun betur sett en raunin er. Ríkið er nefnilega meingallað fyrirbæri. Þótt þar starfi í lang- flestum tilfellum vel menntað og meinandi fólk verður þar ómæld sóun á ári hverju. Það er vegna þess að ríkisstarfsmenn eru ekki að sýsla með eigin peninga. Þótt þeir séu allir af vilja gerðir vant- ar svipu markaðarins til að reka þá áfram. Ríkisrekstur er því í eðli sínu óhagkvæmur, þótt vissu- lega megi finna dæmi um þokka- lega rekin ríkisfyrirtæki. Í öllu falli veltur það á því að ein- staklega göfugir menn, fórnfúsir snillingar, veljist ávallt til þess að stjórna þeim. Því miður hefur það aðeins gerst í undantekning- artilvikum. Víkjum nú að réttlætisrök- unum. Þau hvíla á þeirri grunn- forsendu að maðurinn eigi að vera frjáls gjörða sinna. Það frelsi verður þó auðvitað að tak- markast af sama frelsi annarra; enginn á að mega skaða aðra. Skattheimta stenst ekki þá kröfu. Vinnandi fólk er svipt allt að helmingi allra tekna sinna. Ef það neitar að borga er það knúið til hlýðni með valdi. Í augum frjálshyggjumannsins er þetta of- beldi. Raunar er með réttu hægt að halda því fram að fólk sé hneppt í þrældóm, enda er það að vinna fyrir aðra nærri helming- inn af vinnutímanum. Að framansögðu ætti að vera ljóst að frjálshyggjumenn eru ekki á móti mannúð. Frjáls- hyggjan er hin sanna mann- úðarstefna. Hún er stefna um- burðarlyndis, því hún gengur út frá algjöru frelsi mannsins; óháð litarafti, þjóðerni, trú, kynhneigð eða skoðunum. Frjálshyggjunni er annt um manninn. Hún vill að hann blómstri eins og hann á rétt á. Boð og bönn eru í eðli sínu hættuleg þegar þau ná til hegð- unar sem ekki flokkast undir of- beldi gagnvart öðrum. Þau ýta undir þann hugsunarhátt, sem brennimerkir íslenskt samfélag, að það sem ríkið banni ekki sé siðferðilega rétt, og öfugt. Þessi þankagangur slævir okkur og firrir okkur ábyrgðartilfinningu fyrir eigin lífi. Það hlýtur að vera heillavæn- legast fyrir hverja manneskju að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Það er hluti af því að vera maður; að þreifa sig áfram, kanna heim- inn og læra af eigin mistökum. Sá sem er sviptur þeim þætti lífsins lifir eftir fyrirfram ákveðnu handriti; handriti sem „gáfaða fólkið“ skrifar. Hann verður að fylgja siðferði gáfaða fólksins, sem telur sig æðra honum. Rétt er að árétta að hér er að- eins átt við þegar reglur eru sett- ar í lög sem banna háttsemi skað- lausa öðrum. Slíkar reglur eru oftast, sem fyrr segir, byggðar á siðferði. Siðferði er hins vegar af- stætt, þegar ekki er um að ræða ofbeldi. Það sem einum finnst vera siðferðilega ámælisvert kann öðrum að þykja sjálfsagt og eðlilegt. Þess vegna er enginn þess umkominn að setja sig á svo háan hest að álíta sitt siðferð- ismat hið eina rétta; hvað þá að leiða siðferðisreglur sínar í lög og refsa öðrum fyrir að fara ekki eftir þeim. Málið er í raun sáraeinfalt. Við verðum að líta á alla einstaklinga sem jafnréttháa. Í því felst að sumir eiga ekki að geta sagt öðr- um fyrir verkum. Mannúð frjálshyggj- unnar „Frjálshyggjan er hin sanna mannúðar- stefna. Hún er stefna umburðarlyndis, því hún gengur út frá algjöru frelsi mannsins; óháð litarafti, þjóðerni, trú, kynhneigð eða skoðunum.“ VIÐHORF eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is Í GREIN hér í blaðinu sl. þriðjudag 23. júlí heldur Jón G. Tóm- asson, formaður stjórn- ar SPRON, því fram, að í áfangasvari Fjármála- eftirlitsins til fimm stofnfjáreigenda 19. júlí sl. felist sú afstaða, að margfrægur samning- ur þeirra við Búnaðar- bankann sé ólögmætur. Þessi málflutningur byggist á óskhyggju stjórnarformannsins. Fyrir þá, sem vilja mynda sé skoðun á þessu, er einfaldast að lesa úr niðurstöðukafla áfangasvars Fjármálaeftirlitsins töluliði 1.–3., en þeir varða efnisatriði sem deilum hafa valdið. Lesendur geta svo dæmt um þetta sjálfir. Þessir liðir hljóða svo: Niðurstöður í greinargerð Fjármálaeftirlits „1. Fjármálaeftirlitið telur að nú- gildandi löggjöf feli ekki í sér bann við því að stofnfjáreig- andi geti selt eða fram- selt þriðja aðila stofn- fjárhlut sinn á hærra verði en endurmetnu nafnverði, fái hann til þess lögmælt samþykki stjórnar (kafli 5.2.1). Jafnframt er komist að þeirri niðurstöðu að þar sem sala stofnfjáreig- enda á stofnfjárhlut til þriðja aðila sé fjár- mögnuð af utanaðkom- andi aðila, verði ekki séð að með því einu verði gengið á eigið fé sparisjóðsins og að nú- verandi stofnfjáreigendur hafi með slíkum viðskiptum öðlast rétt til ágóðahlutar af rekstrarafgangi spari- sjóðsins eða arðs umfram ákvæði lag- anna (kafli 5.2.2). 2. Fjármálaeftirlitið telur hins veg- ar, að tryggja verði hlutdeild spari- sjóðsins, þ.e. þess hluta sem ekki er stofnfjáreign, í verðmætisaukningu sem í áformunum felast. Í framkomn- um áformum hafi ekki verið sýnt fram á þessa hlutdeild sparisjóðsins (kafli 5.2.2). Telur Fjármálaeftirlitið að nýtt verðmat á sparisjóðnum, skv. 37. gr. A, sem fara verði fram við hlutafélagavæðingu hans, verði að byggja á stöðu eignarhalds á spari- sjóðnum og forsendum í rekstri hans við hinar breyttu aðstæður. Í því verði á stofnfjárhlutum sem fram kemur í tilboði umsækjenda til stofn- fjáreigenda felist vísbending um mat á heildarverðmæti sparisjóðsins í breyttu umhverfi. 3. Fjármálaeftirlitið telur að fram- komin tillaga fyrir fund stofnfjáreig- enda, um að stjórn SPRON lýsi því yfir að hún muni ekki standa gegn framsali stofnfjárhluta í sjóðnum, gangi gegn 18. gr. laga nr. 113/1996 (kafli 5.3.1). Sjálfstætt mat stjórnar á hverju framsali þarf því að fara fram. Jafn- Úr einni víglínu í aðra Jón Steinar Gunnlaugsson SPRON Það er svo einkennandi fyrir þann, sem hefur rýran málstað, segir Jón Steinar Gunnlaugsson, að leita alltaf að nýjum víglínum, þegar hann hef- ur hrakist úr þeim fyrri. FYRIR rúmri viku gerði ég að umtalsefni í viðtali við Morgunblað- ið að fáir aðilar væru orðnir ráðandi í sjávar- útvegi og að sumir þeirra beittu sér gegn þeim sem hafa aðrar skoðanir en þeim þókn- aðist. Benti ég á að for- svarsmenn LÍÚ hefðu ítrekað reynt að koma á mig höggi sem stjórn- arformann Byggða- stofnunar í framhaldi af skýrslum um sjávarút- veg sem stofnunin hefði unnið eða látið vinna. Framkvæmdastjóri LÍÚ bregst við ummælum mínum í grein í Morgun- blaðinu í síðustu viku og rekur 2 mál sem hann telur sýna pólitíska spill- ingu og óráðsíu af minni hálfu sem stjórnarformaður Byggðastofnunar. Bæði þessi mál staðfesta hins vegar að LÍÚ og Friðrik Arngrímsson fyrir þeirra hönd er ekki að vinna málefna- lega heldur vakir annað fyrir þeim. Fyrra málið er 20 m.kr. lánveiting til útgerðarfyrirtækis á Ísafirði vegna togarans Kristínar Logos. Um það segir Friðrik í grein sinni: „knúði Kristinn forstjóra stofnunarinnar til að greiða út lán til útgerðar togara sem skráður er í Belize og Rússlandi. Ekkert annað en pólitísk spilling og óráðsía blasir við þeim sem skoðar þetta mál“. Málsatvik eru þau að fyrirtækið aflaði sér veiðiheimilda í rússlenskri lögsögu og gerði þar út skip til rækju- veiða. Aflinn var seldur rækjuverk- smiðjum á Íslandi, sem „nota bene“ eru á landsbyggðinni. Fyrst er að at- huga hvers vegna LÍÚ gerir að um- talsefni lánveitingu til útgerðarfyrir- tækis. Er eitthvað við það að athuga að lána til útgerðar til veiða í erlendri lögsögu og hvers vegna er LÍÚ bara að gera athugasemd við þetta eina mál, en þau skipta árlega hundruðum í íslenska lánakerfinu og örugglega eru þau ekki öll áhættulaus? Í öðru lagi var ég ekki í stjórn Byggðastofn- unar þegar lánveitingin var ákveðin og kom ekki að því máli. Í minn hlut kom hins vegar að framfylgja sam- þykkt stjórnarinnar. Það skiptir engu hver skoðun mín eða forstjór- ans var á samþykkt stjórnarinnar, það ber að framfylgja henni og það lagði ég fyrir forstjórann, þegar ég hafði gengið úr skugga um að slíkt bryti ekki í bága við lög eða reglugerð um stofnunina. Og for- stjórinn gerði það þeg- ar honum varð hið sama ljóst svo og eftir símtöl hans við aðra stjórnar- menn. Ég tel ástæðu- laust að gagnrýna lán- veitingu stjórnarinnar í þessu máli, lánveitingin samrýmdist hlutverki stofnunarinnar um að styrkja atvinnulíf á landsbyggðinni og þótt vitað væri að áhætta fylgdi málinu þá er það einmitt hlutverk Byggðastofnunar að taka áhættu í útlánum umfram það sem viðskiptabankarnir gera. Bæði iðnaðarráðuneytið og Ríkisendurskoðun fylgjast með störf- um stofnunarinnar og gera að sjálf- sögðu athugasemdir ef þeim sýnist ástæða til. Engin athugasemd hefur komið fram frá þessum aðilum varð- andi umrædda lánveitingu eða út- borgun lánsins. Þetta var Friðriki Arngrímssyni og félögum hans hjá LÍÚ ljóst áður en þeir fóru með það á opinberan vettvang á síðasta ári, en gerðu það samt. Skýrslur um sjávarútveg Síðara málið varðar skýrslur sem unnar voru um sjávarútvegsmál á síðasta ári, önnur af starfsmönnum stofnunarinnar, hin af utanaðkom- andi hagfræðingi, Haraldi L. Har- aldssyni. Um það segir Friðrik: „Landssamband íslenskra útvegs- manna hefur einnig gert athuga- semdir við illa unnar skýrslur sem Kristinn hefur látið vinna fyrir Byggðastofnun eða látið starfsmenn stofnunarinnar vinna í pólitískum til- gangi.“ Þessi orð lýsa ótrúlegum hroka og yfirlæti. Sagt er berum orðum að starfsmenn Byggðastofnunar vinni illa og í pólitískum tilgangi. Þessar ásakanir eiga sér enga stoð í veru- leikanum og Friðriki ber að biðjast afsökunar á þeim. Ég held hins vegar að maður sem ber svona ásökun fram opinberlega telji að hægt sé að fá menn til að vinna með þeim hætti sem Friðrik lýsir og hlýt að spyrja hvort hann hafi fengið menn til að vinna fyrir sig og LÍÚ á þennan veg? Starfsmenn þróunarsviðs Byggða- stofnunar unnu skýrslu um áhrif kvótasetningar aukategunda hjá krókabátum á byggð á Vestfjörðum. Skýrslan staðfesti að fyrirhuguð kvótasetning myndi hafa mikil og vond áhrif á atvinnulíf í fjórðungnum, m.a kemur fram að störfum við smá- bátaútgerð fækkar um 160-200 að mati Landssambands smábátaeig- enda og miðað við upplýsingar frá samtökum fiskvinnslustöðva mátti gera ráð fyrir að ársverkum í fisk- vinnslu myndi fækka um 93. LÍÚ gagnrýndi skýrsluna í bréfi sem Frið- rik birtir í Morgunblaðinu. Það lét hann hins vegar ósagt, að athuga- semdir hans voru teknar til athug- unar en leiddu ekki til þess að meg- inniðurstöður skýrslunnar breyttust og fékk hann svarbréf þar um. Það er makalaust að Friðrik ber þungar ásakanir á starfsmenn Byggðastofn- unar af því að þeir eru að miklu leyti ósammála athugasemdum hans og standa við eigin athuganir í málinu. Sama má segja um skýrslu Haraldar L. Haraldssonar sem heitir sjávarút- vegur og byggðaþróun á Íslandi. Þar dregur höfundur fram ýmsar merki- legar upplýsingar, svo sem um sam- band kvótaflutninga frá byggðarlög- um og íbúafjölda, skuldasöfnun í sjávarútvegi síðustu ár og hraða sam- þjöppun kvótans í fá fyrirtæki á síð- ustu árum. Hún sætti gagnrýni frá LÍÚ. Báðar skýrslurnar eru vel unn- ar af mönnum sem eru vel að sér og trúverðugir í störfum sínum. Þess vegna höfðu þær veruleg áhrif. Í mín- um huga er málið ákaflega einfalt. Skýrslurnar voru Friðriki og félögum ekki að skapi. Þær benda á hluti sem verður að færa til betri vegar í stjórn- uninni á sjávarútveginum en LÍÚ vill verja óbreytt núverandi eignarhald á kvótanum og berst með kjafti og klóm fyrir því. Viðbrögð þeirra er að ráðast gegn þeim sem að málinu stóðu og freista þess að gera þá ótrú- verðuga. Það er kjarni málsins. Hrokinn hjá fram- kvæmdastjóra LÍÚ Kristinn H. Gunnarsson Sjávarútvegur Viðbrögð þeirra, segir Kristinn H. Gunn- arsson, er að ráðast gegn þeim sem að mál- inu stóðu og freista þess að gera þá ótrúverðuga. Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.