Morgunblaðið - 25.07.2002, Síða 39

Morgunblaðið - 25.07.2002, Síða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 39 sprengjaVerð á ProStyle hjólum 26“ Prostyle Jaguar Fjöldi gíra: 24 Tegund gíra: Shimano ST-EF33 EZ Fire shift Bremsur: Tektro 833A • Gaffall: RST með dempara • Stell: Y-gerð úr áli með stillanlegum dempara. Fylgihlutir: Pedalar úr áli, m/glit- augu að aftan, framan og einnig á pedölum, standari og bjalla. 16“ Prostyle LYNX Fjöldi gíra: 1 Bremsur: #1020A fótbremsa að aftan og HJ-326PV handbremsa að framan. Gaffall: 16” uni crown CO2 Stell: Y-gerð Fylgihlutir: Fáni, hjálpardekk, glit- augu framan, aftan, í gjörðum og í pedölum, bretti bæði framan og að aftan, keðjuhlíf og bjalla. 12"hjól 3-5ára 12"hjól 3-5ára 16"hjól 5-7ára 24"hjól 9-12ára 12“ Prostyle Bobcat Fjöldi gíra: 1 Bremsur: Fótbremsa að aftan 1020SF/ og handbremsa að framan HJ-120SP-1 Gaffall: 12” uni crown CO2 Stell: Y-gerð Fylgihlutir: Hjálpardekk, glitaugu framan, aftan, í gjörðum og í pedölum, bretti bæði framan og að aftan, keðjuhlíf og fáni. 12“ Prostyle Dingo Fjöldi gíra: 1 Bremsur: Fótbremsa að aftan 1020SF/ og handbremsa að framan HJ-120SP-1 Gaffall: 12” uni crown CO2 Stell: H-gerð Fylgihlutir: Hjálpardekk, glitaugu í pedölum, bretti bæði framan og að aftan, keðjuhlíf. 33.749kr Verð áður 44.999,- 11.249kr Verð áður 14.999,- 9.749kr Verð áður 12.999,- 6.674kr Verð áður 8.899,- 25-70% lækkun á hjólum, hjálmum og auk ahlutum ProStyle Girl 12" ProStyle Fox 16" ProStyle Dam e 16" ProStyle Serv al 24" ProStyle Cou gar 24" ProStyle Pall as 24" ProStyle Onc illa 26" ProStyle Box er 26" ProStyle Lad y 26" ProStyle Free style 20" ProStyle 200 2 26" 9.749,- 7.424,- 11.249,- 13.424,- 18.749,- 18.749,- 14.924,- 14.924,- 22.499,- 22.499,- 52.499,- 12.999,- 9.899,- 14.999,- 17.899,- 24.999,- 24.999,- 19.899,- 19.899,- 29.999,- 29.999,- 69.999,- 25% afsláttur a f öllum hjálmu m 25-50% afslátt ur af aukahlut um 70% afsláttur a f hlaupahjólu m Verð núVerð áður Tilboðin gilda 25.-31. júlí eða meðan birgðir endast. HÁÞRÝSTI ÞVOTTATÆKI Verð frá kr. 8.900,- ÞAÐ er til góð saga um Mogens Glistrup, sem stofnaði Framfara- flokkinn í Danmörku, um stefnu hans í varn- ar- og öryggismálum. Þegar hann setti stefnu sína fram á sínum tíma var gert grín að honum, en nýjustu fréttir sem berast úr íslensku stjórnsýslunni benda til að við séum að taka stefnu hans okkur til fyrirmyndar. Þegar Glistrup var beðinn að gera grein fyrir stefnu sinni í varnar- og ör- yggismálum sagðist hann vilja spara með því að leggja herinn niður, loka varnarmálaráðuneytinu og stilla símanúmer þess í símaklefa á Strik- inu þar sem fyrir væri komið sím- svara. Ef hringt yrði í númer ráðu- neytisins yrði svarað, „varnarmálaráðuneytið góðan dag. Við gefumst upp, vinsamlegast hafið samband við NATO ef frekari upp- lýsinga er óskað“. Rökstuddi hann þessa skoðun sína með því að herinn gæti hvort eð er ekki neitt og að valt- að yrði yfir hann á fyrstu mínútum stríðs. Nú hefur það gerst hér á landi að dómsmálaráðherra hefur lagt til að tekin verði upp uppgjafastefna Glist- rups með því að hætta órofinni land- helgisgæslu við landið. Ástæðan er sögð að sú þjóð sem á fátæktarárum sínum hafði þann metnað til að bera að verja lögsögu sína í landhelginni hefur ekki efni á að verja hana á mestu velmegtardögum sínum. Ráð- herrann hefur boðað að við eigum að gefast upp. Reyndar verður ráð- herrann að njóta þess sannmælis að hann hugsar sér ekki enn að stíga skrefið til fulls. Enn verður svarað í síma Landhelgisgæslunnar og skrif- stofan opin. Uppgjöfin nær eingöngu til þess að framkvæma landhelgis- gæslu. Greinarhöfundur starfaði um 10 ára skeið við Landhelgisgæsluna, þegar hún var virk í vörn lögsögunn- ar og einn mikilvægasti hlekkurinn í öryggisgæslu á hafinu kringum land- ið. Hún var ekki síður mikilvæg í ör- yggi strandbyggða þess. Þá var nýbúið að ná áfangasigri í útfæslu landhelginnar í 12 mílur og mikil áhersla lögð á að verja þann sigur. Á skrifstofu starfaði forstjóri, einn rit- ari og einn skipstjóri eða stýrimaður. Dagleg fjármálaumsýsla var í hönd- um Ríkisskipa. Til að verja landhelg- ina voru þá rekin 7 skip og tvær flug- vélar, með fullum áhöfnum til að mæta fríum og öðrum frátöfum manna. Skipstjórnarmenn sem þá störfuðu við Landhelgisgæsluna voru settir í vetrarlangt aukanám til að uppfylla skilyrði um sérmenntun við landhelgisgæslu á sviði stærð- fræði, siglingafræði, beitingu vopna, hafréttar- og sjóréttarmála, stjórnun og samskipta við annarra þjóða her- skip. Nú 40 árum síðar, eftir tvo frækilega sigra í landhelgisdeilum, sem færðu okkur margfalt stærri lögsögu til verndar, á að verja Land- helgina með tveim skipum, öðru 34 ára og hinu 27 ára, báðum góðum skipum, en börnum síns tíma, auk þess sem ofangreind menntun er af- lögð. Meginrökin fyrir þessari breytingu eru fátækt og að sjá megi þau skip sem inn í lög- söguna koma með fjar- eftirliti. Fátæktarrökin verða ekki keypt og sam- kvæmt orðum Ríkis- endurskoðunar heldur yfirstjórn Landhelgis- gæslunnar vel á því fé sem henni er trúað fyr- ir. Það er því hin póli- tíska uppgjafarstefna sem Landhelgisgæslan líður fyrir sem og önn- ur löggæslu- og öryggismál í þessu landi. Það er rangt að fimmta ríkasta þjóð í heimi hafi ekki efni á að gæta þeirrar lögsögu sem er meginupp- spretta þeirrar auðlegðar sem hún býr við. Það er líka rangt að framfar- ir í fjareftirliti leysi af hólmi þörfina fyrir gæslu landhelginnar með skip- um. Fjareftirlitið segir einungis til um hvar skip eru en ekki hvað þau eru að gera, hvernig og með hverju. Fjareftirlit og öflugri flugvélakostur hefur hins vegar sparað okkur að þurfa að stórauka skipastólinn til landhelgisgæslu í kjölfar yfirráðanna yfir 200 mílna lögsögunni frá því sem hann var mestur á sjöunda áratugn- um. Fjareftirlitið og flugvélakostur- inn getur því aðeins gert kleift að búa við lágmarksgæslu á sjó sem er fimm skip hið minnsta, en landhelgin er ekki varin með þeim þrem skipum sem eru gerð út í dag svo fullnægj- andi sé. Það eru gömul sannindi og ný í allri varnartækni að þótt það sé mikilvægt að vita hvað sé að gerast á hverjum tíma, og hvar, verður ekkert til varnar nema hægt sé að bregðast við og fylgja vitneskjunni eftir með aðgerðum. Skortur á varðskipum til gæslu lamar þennan þátt. Það er til sígildur málsháttur sem segir „að of seint er að byrgja brunn- inn þegar barnið er dottið ofaní“. Það er m.ö.o. ekki nóg að vita að brunn- urinn sé opinn það þarf einhver að geta sett hlemminn yfir og byrgt hann. Við gefumst upp Guðjón Petersen Landhelgisgæslan Það er rangt að fimmta ríkasta þjóð í heimi, segir Guðjón Petersen, hafi ekki efni á að gæta þeirrar lögsögu sem er meginuppspretta þeirrar auðlegðar sem hún býr við. Höfundur er framkvæmdastjóri Skipstjóra- og stýrimannafélags Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.