Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR
44 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Margrét Reim-arsdóttir fæddist
í Víðinesi í Fossárdal
í Berufirði 19. maí
1934. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut hinn 17.
júlí síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Reimar Magnússon
frá Fossárdal, f. 13.9.
1894, d. 22.6. 1982,
og Stefanía Jóns-
dóttir, f. 16.4. 1900 á
Bæ í Lóni, d. 28.11.
1995.
Margrét var tí-
unda í röð 17 barna foreldra sinna
sem öll komust á legg, og er hún
fimmta þeirra sem er látin.
Við eins árs aldur var Margrét
sett í fóstur til skyldfólks síns,
hjónanna Bjargar Jónsdóttur og
Árna Antoníussonar frá Hnaukum
í Álftafirði. Þar ólst hún upp með
börnum þeirra, þeim Guðbjörgu,
Gunnari, Kristmundi og Stefáni,
og sonum Guðbjargar og Karls
Lúðvíkssonar, þeim Árna,
býlismaður hennar er Kristinn H.
Sveinsson, f. 21.5. 1972. Barn
þeirra er Sveinn Logi. Maki Bjarg-
ar er Sigurður V. Arnþórsson, f.
3.3. 1943. Börn þeirra eru a) Eva
Dögg, f. 21.5. 1986 og b) Davíð
Arnar, f. 15.12. 1991. 2) Halldór
Marías, f. 15.4. 1955, maki Eygló
Hjaltadóttir, f. 30.6. 1954. Börn
þeirra eru a) Rebekka, f. 15.10.
1974, sambýlismaður hennar er
Sturla Þór Björnsson, f. 11.8. 1977.
Börn Rebekku og Árna Rúnars
Árnasonar eru Alexander, Erling-
ur Örn og Arnar Ingi. b) Lilja Ýr, f.
3.6. 1981, sambýlismaður hennar
er Magnús Stefán Skúlason, f.
28.1. 1975. c) Ólafur Garðar, f.
24.11. 1984, unnusta hans er Tinna
Kristinsdóttir, f. 11.11. 1985. 3)
Guðbjörg, f. 17.12. 1964, maki
Hjálmar Hjálmarsson, f. 28.8.
1963. Börn þeirra eru a) Salka Ey-
feld, f. 18.4. 1988. b) Hjálmar Óli, f.
30.6. 1993. c) Ágúst Orri, f. 10.8.
2001.
Auk þess að vera húsmóðir
starfaði Margrét meðal annars við
heimilis- og húshjálp, fiskvinnslu-
störf, lengst af í Norðurstjörnunni,
og síðustu 14 árin á Dvalarheim-
ilinu Hrafnistu í Hafnarfirði.
Útför Margrétar fer fram frá
Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
Þorbirni og Kristjáni.
Eftirlifandi maki
Margrétar er Ólafur
Halldórsson, fyrrum
stýrimaður og starfs-
maður ÍSAL, fæddur í
Hnífsdal hinn 19.11.
1927, alinn upp á Ísa-
firði. Foreldrar hans
voru Ólöf Helga Fert-
ramsdóttir húsmóðir,
f. 2.11. 1893, d. 14.5.
1992, og Halldór Marí-
as Ólafsson sjómaður,
f. 2.11. 1894, d. 12.9.
1955.
Margrét og Ólafur
kynntust árið 1952 og hófu búskap
sinn á Bragagötunni í Reykjavík.
Þau giftu sig á gamlársdag árið
1955 og fluttu ári síðar til Hafn-
arfjarðar ásamt börnum sínum
tveimur. Lengst af bjuggu þau á
Álfaskeiðinu og á Breiðvangi 63
þar sem Margrét bjó til hinsta
dags. Börn Margrétar og Ólafs
eru: 1) Björg, f. 20.1. 1954. Dóttir
Bjargar og Jósefs Hólmgeirssonar
er Margrét Rós, f. 28.7. 1972. Sam-
Mig langar að minnast elskulegrar
ömmu minnar, Margrétar Reimars-
dóttur, er lést 17. júlí síðastliðinn eft-
ir hetjulega baráttu við erfið veik-
indi. Þær eru ófáar minningarnar
sem koma upp í hugann þegar litið er
til baka, allar þær góðu stundir sem
við áttum saman. Amma var afskap-
lega ljúf og geðgóð kona, hún tók
alltaf á móti manni opnum örmum.
Amma hafði mikla þörf fyrir að láta
öðrum líða vel, það fann ég svo sann-
arlega þegar ég bjó hjá henni og afa
sem barn og svo aftur á mínum
menntaskólaárum, henni þótti miklu
betra að gefa en þiggja. Hún var af-
skaplega mikil húsmóðir og féll
sjaldan verk úr hendi. Þeir eru ófáir
sokkarnir og vettlingarnir eftir
hana, sem ylja nú tám og fingrum á
mínu heimili.
Þegar ég sagði þriggja ára syni
mínum frá því að langamma hans
væri dáin, og að hún væri hjá Guði
uppi í himninum, spurði hann hvort
Guð og amma langamma, eins og
hann kallaði hana, væru í flugvél.
Þetta hefði ömmu þótt broslegt.
Það er alltaf erfitt að sætta sig við
dauðann, en ég veit að nú líður henni
vel og að við munum hittast aftur síð-
ar. Þangað til mun ég varðveita
minningarnar um þessa góðu konu.
Mig langar til að minnast ömmu
minnar með eftirfarandi kvæði, sem
mér finnst eiga vel við hana.
Hún minnti á kvæði og kossa
og kvöldin björt og löng
og hvíta fleyga fugla
og fjaðraþyt og söng.
Ég bý að brosum hennar
og blessa hennar spor,
því hún var mild og máttug
og minnti á – jarðneskt vor.
(Davíð Stef.)
Elsku afi, mamma, Halldór, Guð-
björg og fjölskyldur. Guð gefi okkur
styrk í sorg okkar, því missir okkar
er mikill.
Hún amma er hetja í mínum aug-
um, hennar er sárt saknað.
Margrét Rós.
Elsku Amma.
Ég er ekki að kveðja þig, því ég
veit að þú verður alltaf hjá mér.
Ég veit að þú munt halda styrkri
hönd við bakið á mér í hverjum
áfanga lífs míns og það verður þú
sem fylgist með mér þroskast og
komast í gegnum lífið.
Því miður fékk ég alltof stuttan
tíma með þér, en sá tími sem ég fékk
verður vandlega geymdur í hjarta
mínu og ég mun ekki hika við að
deila þeim ánægjulegu stundum með
öðrum.
Ég lærði margt af þér. Með þinni
hjálp reyni ég að brosa og sjá aðeins
það jákvæða í lífinu. Þú bjóst yfir
þeirri náðargáfu að láta öllum líða
vel og allir fengu að njóta sín. Þú
settir alltaf hina í fyrsta sætið, en þú
verður í fyrsta sæti hjá mér. Þú
varst góð fyrirmynd sem ég mun
reyna að miða mig við.
Ég elska þig, en ég sagði það alltof
sjaldan við þig. Það er ekkert sem ég
sé eftir því við nýttum tímann okkar
vel saman var það ekki?
Manstu eftir því þegar við spiluð-
um einu sinni langt fram á nótt og
drukkum heitt súkkulaði? Við spjöll-
uðum um heima og geima og mér leið
svo vel eftir þessa kvöldstund að ég
skrifaði um það í sögubókina mína.
Reyndar leið mér alltaf vel hjá þér.
Ég leit ekki bara á þig sem ömmu
mína, heldur varstu líka jafningi, þú
skildir mig svo vel, ég gat sagt þér
hvað sem er.
Amma, ég skal hugsa um afa fyrir
þig. Ég skal hugsa um hann eins vel
og ég get. Ég spila við hann rommí
og manna. Ég skal líka passa að
hann leggi ekki kapal á sparispilin
þín. Þú verður bara aðeins að hjálpa
mér.
Í bljúgri bæn, og þökk til þín
sem þekkir mig og verkin mín
ég leita þín, Guð leiddu mig
og lýstu mér, um ævistig.
(Pétur Þórarinsson.)
Þetta lag verður bænin okkar
amma.
Amma ég er svo óendanlega þakk-
lát að þú skyldir hafa beðið eftir mér,
Davíð og pabba, svo við fengum að
kveðja þig og mér er það mikill heið-
ur að hafa fengið að sjá þig fara. Ég
sá þig fara upp til himna og ég veit að
þú ert þar núna. Ég hlakka til að
hitta þig aftur elsku amma, en þang-
að til verð ég bara að verma mig við
minningu þína.
Manstu það sem ég hvíslaði að þér
rétt áður en þú ákvaðst að yfirgefa
þennan heim? Ég veit það núna að ég
hafði rétt fyrir mér; himnarnir voru
að gráta þetta kvöld.
Ég elska þig,
þín einlæg,
Eva Dögg.
Fyrir tæpum tíu árum kynntist ég
góðri konu. Ég hafði nýhafið sam-
band við dótturdóttur hennar og
nöfnu Margréti Rós, er í þá daga bjó
heima hjá þeim hjónum Ólafi og
Margréti. Ég fann strax að þar var
góð kona sem tók mér vel, en samt
með ákveðinni varfærni í fyrstu.
Margrét var einstök manneskja,
góð, umburðarlynd og hlý. Á þeim
árum sem ég þekkti hana heyrði ég
hana aldrei hallmæla neinum. Frek-
ar reyndi hún að draga úr þegar ég
lét gamminn geisa um málefni líð-
andi stundar. „Heldurðu það, Kiddi
minn,“ eða smáhlátur voru iðulega
tilsvör hennar þegar henni fannst ég
fara of geyst í þjóðfélagsumræðunni.
Mér er einnig minnisstætt hversu
henni fannst mikilvægt að gera vel
við gesti. Iðulega dró hún úr ágæti
þeirra veitinga sem hún bar á borð
fyrir mann, eins og sönn íslensk hús-
freyja. Samt hló hún alltaf þegar
maður í stríðni tók undir að þetta
væru nú aumar veitingar. Ég var
henni samt iðulega sammála um að
ég mætti nú alveg við annarri köku-
sneið, kleinu eða ástarpungi. Um það
voru þær reyndar ekki alltaf sam-
mála, nöfnurnar.
Ég sakna þess að hún muni ekki
biðja mig framar um að hengja upp
jólaseríuna yfir tröppunum á Breið-
vanginum. Ég sakna þess að hún
muni ekki framar segja mér að þetta
sé alveg nógu breitt þegar ég moka
snjónum af stéttinni þangað heim.
Ég sakna þess að hún muni aldrei
framar bjóða mér aðra kökusneið.
Öllum ástvinum Margrétar votta
ég samúð mína.
Blessuð sé minning hennar.
Kristinn Hallur Sveinsson.
Elsku amma mín!
Nú ertu farin frá okkur, svona ung
og falleg. Ekki er nema rúmt ár frá
því að pabbi sagði mér frá veikindum
þínum. Það var rosalegt áfall að
heyra að amma, já hún Magga amma
mín væri veik og gæti dáið. Satt að
segja, þó að ég sé orðin 27 ára gömul
fannst mér Magga amma ekki geta
farið frá okkur. Eins og allir vita var
hún og er súper-amma! Alltaf svo
hress og kát.
Alltaf var jafn gaman að koma í
heimsókn til ömmu og afa á Breið-
vanginn, eða Broadway eins og við
systkinin kölluðum það oft. Að fá að
sofa hjá ömmu og afa , vá... það var
toppurinn. Það var dekrað og þjónað
við mann eins og prinsessu.
Það sem flaug um kollinn á mér
núna, var þegar þú kenndir mér að
prjóna. Þar sem mamma er örvhent
átti hún svo erfitt með að kenna mér
það. Ég kom til þín með prjónadótið
eða ég hélt að það væri prjónadót.
En þegar betur var athugað reynd-
ust þetta vera einhverjir prjóna-
hnútar og göt. En með mikilli vinnu
og þolinmæði tókst þér að kenna mér
að prjóna. Litlu strákarnir mínir þrír
eru margsinnis búnir að spyrja mig,
fyrst að amma er orðin hvítur engil
uppi hjá guði hver prjónar þá á okk-
ur lopasokka og vettlinga þegar okk-
ur verður kalt?
Jú, hún amma sá öllum fyrir hlýju,
hvort sem það var á tánum, hönd-
unum eða bara í daglegu amstri.
Elsku amma mín, hlutirnir gerast
svo fljótt. Áður en maður veit af ertu
bara farin. Ég var svo sannarlega
ekki tilbúin að kveðja þig. En svona
er lífið, það gengur og fer. Fyrir um
það bil tíu dögum komum við Arnar
Ingi litli að heimsækja þig. Þá var afi
hjá þér. Þú varst öll að koma til, eða
það fannst mér. Við töluðum um dag-
inn og veginn. Þú sagðir að bráðum
ætluðuð þið að kíkja í heimsókn til
mín og Sturlu í nýju íbúðina. En því
miður komstu aldrei.
Ég kveð þig nú í hinsta sinn og það
er sárara en nokkru sinni fyrr. Sofðu
rótt í alla nótt og Guð geymi þig.
Ég elska þig, elsku amma mín.
Rebekka og Sturla Þór.
Elsku amma mín!
Þú varst besta amma í heimi. Ég
mun aldrei gleyma þér. Mér finnst
MARGRÉT
REIMARSDÓTTIR
Það var þegar tíminn stendur í
stað, miðdegissólin gyllir hafflötinn,
fersk angan þangs og seltu og öldu-
gjálfur vaggar huganum í ró. Í
fjarska heyrist glaðvær kliður frá
WILLIAM
WESTLING
✝ William Westlingfæddist í Hud-
diksvall í Svíþjóð 14.
október 1997. Hann
lést af slysförum þar
í bæ 8. júlí síðastlið-
inn. Foreldrar hans
eru Halldóra Helga
Óskarsdóttir mynd-
listarkona, f. 21. 2.
1978, og Mats West-
ling tölvunarfræð-
ingur, f. 9. 9. 1967.
Foreldrar Mats eru
Dan Westling og
Mona Westling í
Huddiksvall. For-
eldrar Halldóru eru Unnur Ásta
Friðriksdóttir, Friðriks Sigur-
björnssonar lögfræðings og
blaðamanns og Halldóru Helga-
dóttur og Sumarliði Óskar Arn-
órsson sonur Arnórs Óskarssonar
og Bjargar Eggertsdóttur. Bróðir
Halldóru er Anton, f. 11. 4. 1991.
Útför Williams fer fram frá St.
Jakobskirkjunni í Huddiksvall í
dag, fimmdudaginn 25. júlí, og
hefst athöfnin klukkan tvö.
börnum sem leika sér
frammi við baðstrand-
arnetið sem afmarkar
dýpið frá ströndinni.
Það var þá sem það
gerðist sem ekki mátti
gerast – dauðinn sló til
og hreif með sér feg-
ursta blómið á akrin-
um.
Kær vinur og frændi,
William, var ungur
hrifinn á brott. Leiftr-
andi lífsgleði og táp-
mikið fjör hans gladdi
okkur skamma stund á
stuttri jarðvist.
Hann var sólargeisli föður síns og
móður. William var ávallt kátur og
brosmildur, með glettni í augunum.
Hann hlustaði á tónlist og dansaði.
Hann undi löngum og málaði með
móður sinni sem kenndi honum að
mála málverk með tússi og vatnslit-
um. Hann tók snarpar orrustur í
tölvuspilum, en unni sögum, því sem
börnum er hollast, sögum sem lesnar
eru upphátt. Rímbókinni „Kakel
spektakel“ þar sem allt er rímað og
fyndið og sígildum þjóðsögum og
sögnum um nornina og prinsessuna
sem stingur sig á snældu og sefur í
hundrað ár og prinsinn sem vekur
hana með kossi.
Söguna um litla fílinn eyrnastóra,
Dúmbó, og bókina um dýrin í frum-
skóginum og skógardrenginn Mogli.
Mogli var drengur að skapi Williams
sem var mikill kappi fyrir sinn aldur.
Eplið fellur ekki langt frá eikinni.
Mats faðir Williams er meistari í
austurlenskri sjálfsvarnar- og bar-
dagalist og varð Svíþjóðarmeistari í
karate árið 1996. Mats hafði um tíma
dvalið í Japan og átti þar marga vini.
William var augasteinn föður síns og
besti vinur. Hann ferðaðist með hon-
um á karatemót vítt og breitt um Sví-
þjóð, átti karatebúning, kunni ýmis
brögð og öll orð á japönsku sem við-
höfð eru í karate. Með þessum áhuga
og lyndiseinkunn sem einkenndist af
gleði, húmor og kátínu líktist hann
æskumynd af Örvar Oddi og öðrum
íslenskum fornköppum, eins og þær
eru dregnar upp í sögunum, eða þá
uppáhalds kvikmynda- og bardaga-
hetju sinni Jet Lee.
William heimsótti tvívegis frænd-
ur sína og frænkur á Íslandi, hann
kynntist vetrarævintýrum í fjalla-
kofa við norsku landamærin, en
mestu gleðistundirnar voru ferðirnar
með pabba og mömmu í tívolíið í
Gröna Lund í Stokkhólmi, borginni
við sundin með konungshöll og gyllt-
um turnum. Þar eru rússíbaninn og
Parísarhjólið og nýjustu tækni og
hugviti er beitt til þess að hræða og
skemmta. Lírumúsik hljómar í bland
við dúnkið í teknómúsíkinni og angan
af pítsum og djúpsteiktum kartöflum
ber fyrir vitin og þar sem er öll
skemmtan og spenna smíðuð til að
fanga lítinn dreng. Og þegar farand-
sirkusar komu í bæinn með fílum,
trúðum, ljónatemjurum og hálofta-
fimleikamönnum sem svifu í stórum
bogum í rólum og línum hátt yfir
höfðum hrifnæmra barna þar voru
hápunktar gleði æskunnar.
Hann lék sér með börnunum á
baðströndinni þar sem bárur Eystra-
saltsins mæta hvítum sandi. Þar sem
öldugjálfrið og kliður frá leik
barnanna skapar kyrrð í huga, haf-
golan fer um vangann eins og léttur
koss hamingjunnar, hvítur máfur
svífur hátt uppi á himnafestingunni
og hverfur í blámann og tíminn
stendur í stað. Það var þar sem hann
kvaddi okkur og hélt á vit nýrra æv-
intýra inn í ríki þess guðdóms sem
skóp hann.
William var sólargeisli móður sinn-
ar og föður, að þeim er kveðinn mikill
harmur.
Um hugann ómar sorgarlag úr
horfinni fortíð, harmaljóð móður sem
syrgir son sinn sem aldrei kemur aft-
ur.
Nú veldur mér höfgum harmi
beðurinn þinn í þara,
og vöðuselirnir vaka,
þar sem ljós engin loga
önnur en aftanstjörnur
og hafvindar leika á hörpu.
Svo segir í gömlu harmastefi frá
Suðureyjum. Þú varst það besta í lífi
móður þinnar og dauði þinn var það
versta sem fyrir hana gat komið.
Hver skyldi hafa getað rennt grun í
það að Ránardætur myndu brugga
henni svo beiskan seið þennan frið-
sæla sumardag? Hún sem hafði í
barnæsku siglt með afa sínum og
ömmu um úfna strauma Breiðafjarð-
ar á litlu plastbátkænunni Rauðu
Maríu skerjótta leið í litla eyjahúsið í
Tungueyjum og heim aftur. Farið
Írskuleið og úfinn Baulustraum þar
sem undir lágu manndrápssker í
hörðum straumi og hnútar tóku sig
upp þegar vindur blés á móti. Þar
voru gleðistundir í fegurð sköpunar-
verksins við hafið í sterkri angan
hvannarinnar innan um fugl og sel
þar sem veiðbjöllurnar áttu sér
hreiður og kyrrð ríkti á liggjandan-
um en hvítnaði í báru á innfalli og út-
falli.
Einkasonur var hrifinn úr örmum
móður, augasteinn hennar og yndi,
þar sem hún stóð fáliðuð en óbuguð í
lífsins sjó. Áður hafði hún þurft að
bera þyngri byrðar en margir jafn-
aldrar og sjá á eftir móður sinni sem
dó ung og móðurafa og ömmu þar
sem hún átti sitt æskuheimili.
Það fegursta sem guðdómurinn
skapar og það besta getur hann tekið
í einu vetfangi án þess að við skiljum
hvers vegna. Líf okkar allra er stutt,
og sagt er að þeir deyi ungir sem
guðirnir elska, en hverjum er það
huggun?
Það er með hamingjuna að hún er
hér og nú, en við vitum það ekki fyrr
en hún er farin hjá. Við verðum að
gleðjast hvern dag og þakka þær
gjafir sem við fáum að njóta skamma
stund eins og þeir gömlu einsetu-
menn sem leituðu til Íslands frá Suð-
ureyjum í árdaga og lofsungu Guð í
sköpunarverkinu, í hafinu og vindin-
um.
Þorvaldur Friðriksson.