Morgunblaðið - 25.07.2002, Side 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 45
leitt að þú gast aldrei komið í nýja
húsið okkar og séð nýja herbergið
mitt. Þú varst eina amman mín sem
prjónaði alltaf ullarsokka á mig og
bræður mína á veturna, svo okkur
yrði ekki kalt. Ég vona að þér líði vel
þar sem þú ert núna, kannski var það
betra fyrir þig að fá að fara til guðs.
Afi er sorgmæddur núna, amma
mín, en ég skal vera góður við hann
og hugga hann.
Amma, þú munt alltaf lifa í minn-
ingu minni.
Þinn
Alexander.
Elsku besta amma mín er látin.
Hver hefði trúað því fyrir nokkrum
vikum síðan að amma væri að fara að
yfirgefa þennan heim? Hún var búin
að kljást við veikindi sín í rúmt ár og
man ég vel þann dag þegar mamma
hringdi í mig til Danmerkur og til-
kynnti mér um veikindi ömmu, það
var erfiður dagur. En aldrei trúði
maður að dauðinn væri á leiðinni
enda stóð amma sig eins og hetja til
síðasta dags. Ég veit að ömmu
fannst gott að við vorum öll fjöl-
skyldan hjá henni þegar hún kvaddi
þennan heim, enda beið hún þar til
allir voru komnir til hennar og lést
síðan fimm mínútum síðar.
Alltaf hélt ég að amma yrði 100
ára, hún var jú alltaf svo heilsu-
hraust og hress. En það segir víst
ekki allt, enginn veit sína ævi fyrr en
öll er. Hjá ömmu var alltaf númer
eitt, tvö og þrjú að allir væru við
góða heilsu og var það yfirleitt það
fyrsta sem hún spurði um þegar
maður heyrði í henni.
Fá orð fá því lýst hversu góð kona
hún amma var. Ég man hversu gam-
an það var að fá að gista hjá ömmu
og afa á Breiðvangnum, eða Broad-
way eins og við köllum það gjarnan.
Við krakkarnir lékum okkur gjarnan
í feluleik um allt húsið og var þá
skápurinn með óhreinatauinu vin-
sælasti felustaðurinn. Hún amma
var svo barngóð og einkar þolinmóð í
garð okkar krakkanna sem létum
ekki alltaf fara neitt lítið fyrir okkur.
Amma átti nokkur box full af tölum
og þóttu þær mikill fjársjóður. Oft
lék ég mér við að þræða tölurnar upp
á band og búa þannig til fallegustu
hálsmen. Þegar ég var 12 ára fékk ég
það verkefni í skólanum að taka við-
tal við eldri manneskju og skrifa upp
úr því ritgerð sem átti að bera nafn-
ið; „Börn fyrr á tímum“. Þrátt fyrir
að amma væri þá ekki nema 59 ára
var hún sú fyrsta sem kom upp í
huga mér, hún hafði jú, þrátt fyrir
ekki svo háan aldur, lifað heilmiklar
breytingar. Við settumst saman inni
í eldhús hjá ömmu og afa og sagði
hún mér allt frá gömlu dögunum sín-
um og ég hlustaði heilluð á. Vá, hvað
hún hafði upplifað mikið. Fæddist í
torfkofa, sett í fóstur eins árs gömul,
átti 16 systkini plús fullt af fóstur- og
uppeldissystkinum, flutti að heiman
árið eftir fermingu og svo framvegis
og framvegis. Bernskan hennar
ömmu var töluvert öðruvísi heldur
en mín, það er óhætt að segja það.
En þessa ritgerð um ömmu á ég enn
þann dag í dag og mun ég ávallt
geyma hana.
Jólaboðin hjá ömmu og afa sitja
ofarlega í minningunni. Á jóladag
komum við öll fjölskyldan saman
heima hjá þeim og áttum saman góð-
ar stundir og með árunum bættust
við fleiri og fleiri einstaklingar,
ömmu og afa til mikillar gleði.
Amma vann lengi vel á Hrafnistu
og sumrin þegar ég var 16 og 17 ára
vann ég þar líka. Þá var sko ekki
amalegt að geta skroppið upp á
fjórðu hæð til hennar ömmu, bæði til
að spjalla aðeins og eins til að leita
ráða í sambandi við vinnuna. Það var
alltaf svo gott að tala við ömmu um
hvað sem er, hún var bæði góð í að
segja frá og hlusta.
Þegar ég hugsa til baka og reyni
að sjá hana ömmu fyrir mér koma
tvær myndir sterkast upp í huga
mér. Annars vegar þar sem amma
situr í ruggustólnum sínum, prjón-
andi ullarsokka og raulandi „dæ, dæ,
ræ“ en öll eigum við sokka og vett-
linga prjónaða af henni ömmu. Hins
vegar sé ég ömmu fyrir mér á fleygi-
ferð í eldhúsinu með kaffikönnuna á
lofti að taka til eitthvað í gogginn á
okkur fólkinu sínu. Amma var mjög
gestrisin og vildi alltaf vera að gefa
okkur eitthvað að borða, það var sko
engin hætta á að neinn myndi svelta
hjá henni.
Með þessum fátæklegu orðum vil
ég minnast elsku Möggu ömmu
minnar, hún var sko ekta amma,
manni leið alltaf vel að vera í kring-
um hana. Ég veit að nú líður henni
vel og huggar það okkur sem eftir lif-
um því missirinn er mikill. Elsku afi,
megi algóður Guð vera með þér og
styrkja þig í sorginni. Blessuð sé
minning elsku ömmu minnar.
Lilja Ýr og Magnús.
Ég vaknaði snemma morguns
hinn 17. júlí síðastliðinn. Ég bjóst við
því að enn annar venjulegur dagur
væri að renna upp, en hann pabbi
sagði við mig að það væri best að við
færum til ömmu á spítalann núna
frekar en í vinnuna, vegna þess að
hún væri mikið veik. Þrátt fyrir þessi
orð trúði ég því ekki að amma væri
að deyja fyrr en það gerðist. Hún
amma mín var besta kona sem ég hef
kynnst á ævinni, hún hugsaði bara
um þá sem voru í kringum hana en
síðast um sig sjálfa. Þetta gerði hún
alveg til hinstu stundar, hún beið
þangað til allir væru búnir að kveðja
hana og þá varð hún sátt og lokaði
augunum og friðurinn kom yfir hana.
Þetta er dæmigert af henni ömmu,
að gera allt með sóma.
Þegar ég hugsa um ömmu detta
mér alltaf fyrst í hug allar góðu
stundirnar með henni. Efst er mér í
huga þegar ég gisti heima hjá ömmu
og afa á haustin. Þá fórum við, ég og
amma, út í Hafnarfjarðarhraunið og
tíndum ber og svo þegar heim var
komið bjó hún til berjasultu. Amma
skildi aldrei hvernig allir nenntu allt-
af að koma í heimsókn til hennar og
afa, því eins og hún orðaði þetta:
„Við erum nú engir skemmtikraft-
ar.“ Það sem meira máli skipti er að
mér leið alltaf vel með ömmu, það
var ekkert betra en þegar maður
kom til hennar og faðmaði hana að
sér og fann hvað henni þótti vænt um
alla. Önnur minning sem kemur
strax upp hjá mér þegar ég hugsa
um ömmu er um öll jólaboðin á jóla-
dag. Það er ekkert sem mun koma í
staðinn fyrir þau. Þá hittust allir
heima hjá ömmu og afa og áttu nota-
legan dag saman.
Mér dettur eitt í hug þegar ég
hugsa til síðasta dagsins í lífi hennar
ástkæru ömmu minnar, þegar hún
spurði mig og pabba hvort við vær-
um ekki félagar. Þetta hefur verið
mjög ofarlega í huga mér síðan þá.
Bara þessi litla spurning hefur kennt
mér að meta fjölskyldu mína meira.
Hún Magga amma mín mun ávallt
vera efst í huga mér og ég geymi
minningu hennar í hjarta mínu.
Elsku afi, megi Guð vera með þér í
sorginni og styrkja þig á erfiðum
tímum. Þú veist að amma vakir alltaf
yfir okkur og það er í anda hennar að
vera jákvæður og lifa lífinu áfram,
eins og hún sagði alltaf: „Hafið ekki
áhyggjur af mér.“
Ólafur Garðar og Tinna.
Amma var alveg einstök. Ég tel
mig heppna að hafa átt ömmu eins og
Möggu ömmu. Það var daglegt
brauð að heyra í henni eða fara til
hennar, stundum með mömmu en oft
líka ein.
Ég og amma vorum mjög nánar
og þekktum hvor aðra frá toppi til tá-
ar. Þrátt fyrir að við hittumst dag-
lega höfðum við alltaf nóg að spjalla.
Allt var fréttnæmt í huga ömmu.
Meira að segja strætóferð, því
stundum þegar ég kom til hennar í
strætó þurfti ég að lýsa allri ferðinni.
Amma hlustaði svo vel.
Þegar amma dó komu í hugann
margar minningar. Minningar sem
ég mun aldrei gleyma. Minningin um
ömmu að fá sér skyr bara svo hún
gæti fengið sér rjóma, því rjómi var
með því besta sem hún fékk, og
amma að kenna mér að prjóna og
amma sem alltaf var til staðar.
Amma gerði hversdagslega hluti
svo skemmtilega og allt svo vel. Það
var jafnvel skemmtilegt að þvo
þvott, brjóta saman tau eða vaska
upp hjá ömmu.
Einhver sagði mér að ég væri með
Reimars-varir, (reyndar líka Sunnu-
hvols-hárið), en Reimar var pabbi
hennar ömmu. Amma var ábyggi-
lega með Reimars-varir líka.
Ég veit það, amma, að kannski var
best fyrir þig að deyja, en ég sakna
þín.
Elsku amma, þú sagðir við mig að
þetta yrði fínt hjá mér og ég trúi því
að það sé fínt hjá þér á himnum.
Þín
Salka Eyfeld.
Elsku amma. Takk fyrir allt sem
þú hefur kennt mér í 9 ár. Ég vona að
þér líði vel á himnum. Elsku afi.
Höldum áfram að spila þó að ömmu
vanti.
Þinn
Hjálmar Óli.
Í dag kveð ég Möggu, mína ást-
kæru vinkonu og frænku. Mér finnst
erfitt að hugsa til þess að hún eigi
ekki eftir að taka oftar á móti mér
brosandi með hlýlegu kveðjunni
sinni: „Komdu sæl góða“. Já, það var
vinalega kveðjan hennar sem hún
heilsaði mér ætíð með, bæði þegar
ég kom og þegar ég hringdi.
Glaðværð, hlýja, tryggð og já-
kvæðni finnst mér hafa einkennt
Möggu allt frá því að ég kynntist
henni fyrst, þá tólf ára gömul. Ég
fann strax að þarna hafði ég kynnst
einstakri manneskju og endurnýjaði
ég kynni mín við hana nokkrum ár-
um síðar þegar ég hóf nám í Reykja-
vík. Hún hvatti mig til dáða og þegar
ég lauk náminu tók hún ekki síður
þátt í gleði minni heldur en dóttur
sinnar sem var samferða mér. Hún
var eins og önnur mamma mín á
þessum árum og mun hún ætíð verða
í minningu minni sem slík.
Það var alltaf gott að koma á
heimili Möggu og Óla í rólegheitin og
friðinn, á því heimili fann ég aldrei
fyrir stressi eða öðrum neikvæðum
straumum. Þá skipti ekki máli hvort
ég kom bara til að spjalla eða til að fá
hjálp t.d. við saumaskap, alltaf var
Magga boðin og búin til aðstoðar.
Þar var ég velkomin frá fyrstu tíð og
ekki síður eftir að ég eignaðist sjálf
fjölskyldu. Hún hefur því líka orðið
aðnjótandi þeirrar elsku sem Magga
bjó yfir. Hún lét mig vel finna hvað
henni fannst börnin mín vera fín og
falleg og verður seinasta heimsókn
okkar fjölskyldunnar til þeirra, í
kringum seinustu páska, í minnum
höfð, ekki síður hjá börnunum.
Æðruleysið og hógværðin sem ég
fann hjá þér Magga mín, daginn sem
þú kvaddir þennan heim, lýsir þér
vel. Þú vildir ekki láta upphefja þig á
nokkurn hátt en ég er þakklát fyrir
að hafa haft tækifæri til að koma því
þakklæti til þín sem þú áttir svo
sannarlega skilið.
Margs er að minnast og margs er
að sakna. Það er alltaf erfitt að horfa
á eftir fólki sem hefur verið manni
eins kært og Magga var mér. En við
fáum ekki öllu ráðið þótt við vildum
en minningin um góða manneskju
verður aldrei frá okkur tekin.
Elsku Óli, Björg, Halldór, Guð-
björg og fjölskyldur, missir ykkar er
mikill en megi guð styrkja ykkur í
sorginni.
Ásdís.
Fátt er dýrmætara en að verða
þeirra gæfu aðnjótandi að kynnast
og eiga samleið með góðu fólki. Frá
barnsaldri eru mér í fersku minni
heimsóknir mínar á heimili Óla, föð-
urbróður míns, og Möggu, konu
hans, Möggu sem í dag er kvödd
hinstu kveðju. Ekki hvarflaði það að
mér í júní síðastliðnum, þegar ég
heimsótti þau heiðurshjón, að ég
ætti ekki eftir að sjá Möggu aftur í
lifanda lífi. Þó mér væri kunnugt um
veikindi hennar gerði ég mér ekki
grein fyrir því að leiðarlok væru í
nánd. En minning um mæta konu
mun lifa, konu sem hefur og mun
ávallt skipa sérstakan sess í mínum
huga. Það er margt sem kemur upp í
hugann þegar litið er yfir farinn veg
en minnisstæðastar eru þó heim-
sóknirnar á Holtsgötuna, Selvogs-
götuna, Álfaskeiðið og síðustu árin á
Breiðvanginn. Það var sama hvar
drepið var á dyr alls staðar vel tekið
á móti manni með opnum örmum og
með bros á vör. Hlýlegt viðmót, hóg-
værð og greiðvikni einkenndi hana
öðru fremur þó mannkostirnir væru
margir. Það vafðist ekki fyrir Möggu
að taka á móti gestum, gestrisni var
henni í blóð borin, ekki hafði maður
staldrað lengi við þegar heimabak-
aðar kökur voru bornar á borð. En
minnisstæðastar eru þó vatnsdeigs-
bollurnar sem ég smakkaði í fyrsta
sinn hjá Möggu og fékk ég síðar meir
uppskriftina að þeim þegar ég fór
sjálf að búa. Ekki þótti Möggu það
tiltökumál að leiðbeina og lána mér
þá ungri og fákunnandi fínu sauma-
vélina sína. Með Möggu er gengin
mæt kona sem sinnti samferðafólki
sínu af einstakri alúð. Á sorgar-
stundu er þó efst í huga samúð okkar
með Óla, börnum, tengdabörnum og
afkomendum þeirra og þeim vottum
við okkar dýpstu samúð.
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson.)
Jóhanna Gunnarsdóttir
og fjölskylda.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna
sem horfðu eftir þjér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast æfinlega
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
Og skín ei ljúfast æfi þeirri yfir,
sem ung á morgni lífsins staðar nemur
og eilíflega, óháð því, sem kemur,
í æsku sinnar tignu fegurð lifir?
Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki
um lífsins perlu í gullnu augnabliki.
(Tómas Guðmundsson.)
Fegurð, hlýleiki og gæði. Þessi
orð koma upp í hugann þegar maður
minnist Margrétar. Hún kom mér
fyrir sjónir sem tiginborin kona,
þegar ég sá hana fyrst.
Alúðin og umhyggjan geisluðu frá
henni og hjá henni leið manni vel, var
velkomin.
Ég kynntist henni þegar sonur
minn, Kristinn Hallur, lofaðist
barnabarni og nöfnu hennar, Mar-
gréti Rós, en því miður sá ég hana
allt of sjaldan.
Hún bar sjúkdóm sinn með slíkri
reisn að aðdáum var að. Hetjulega
barðist hún við veikindi sín þar til yf-
ir lauk. Hennar verður sárt saknað.
Eiginmanni hennar, Ólafi Halldórs-
syni, og ástvinum öllum votta ég
samúð mína og sendi alúðar kveðjur.
Megi algóður Guð blessa þau og
styrkja. Hvíli hún í friði.
Gunnvör Björnsdóttir.
!
"# $%
&'&
!" #!$ %$"&
'""()
*# $ # " #!$ + ! $!"!)) + #$""()
*! %$"& " #!$ #) ,$$ ) !""()
!$ %$"& ""()
) ! %$"& " #!$
# $!"!)) + "()-
( )
*
./0 +**
"$&! 12
3$"4!$ !
+ ,
-
*
$&
.
/
*
$01&&
5#$ $
$!)""()
+ #$ 5#$ $"()
$!)) 5#$ $"()
4 5#$ $ #!$
( 4 " $-
,*.. 36.
7
7 %$"#8 9
-2
$'
+$8)
!$ $ #!$
))$ ,!)) ""() )!
$)4
5($4!))$ ,!)) ""()
(44 8) " #!$
5#$ ,!)) " #!$ ! (4
+ ,!)) " #!$
)($$! ,!)) ""()
!$ $ !$!" #!$
%:" #" ,!)) " #!$ +'() ; <""()
=$)=$) ( =$)=$)=$)-