Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 46
MINNINGAR
46 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Hrafnhildur Sig-urðardóttir
fæddist í Reykjavík
25. febrúar 1952.
Hún varð bráðkvödd
á heimili sínu í
Reykjavík 15. júlí
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar eru Sig-
urður Markússon,
fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri, f. 16.
sept. 1929, og kona
hans, Ingiríður
Árnadóttir, f. 5. mars
1932. Systkini Hrafn-
hildar eru Guðríður
St. Sigurðardóttir, píanóleikari, f.
23. maí 1956, Guðbrandur Sigurðs-
son, framkvæmdastjóri, f. 2. maí
1961, kvæntur Rannveigu Páls-
dóttur, lækni, f. 12. júní 1961, og
Einar Sigurðsson, tónlistarmaður,
f. 2. apríl 1963, kvæntur Elfu Lilju
Gísladóttur, tónlistarkennara, f.
28. apríl 1964.
Eftirlifandi eiginmaður Hrafn-
1985, nemandi við Verzlunarskóla
Íslands.
Hrafnhildur dvaldist með for-
eldrum sínum í Bretlandi 1959–
1964 og í Þýskalandi 1964–1967.
Hún lauk stúdentsprófi frá Verzl-
unarskóla Íslands árið 1973 og
starfaði fyrstu árin þar á eftir að
ferðamálum heima og erlendis, hjá
Ferðaskrifstofunni Sunnu og Sam-
vinnuferðum. Hrafnhildur bjó með
manni sínum og börnum í Kúveit
árin 1980–1984 og í Þýskalandi
1987–1992. Frá 1984 til 1987 stóð
heimili þeirra í Reykjavík og á
þeim árum, og einnig upp úr 1992,
starfaði Hrafnhildur hjá auglýs-
ingadeild Ríkissjónvarpsins. Við
endanlega heimkomu, árið 1992,
stofnsetti hún kvenfataverslunina
„Hjá Hrafnhildi“. Fyrstu árin var
verslunin starfrækt í smáum stíl á
heimili Hrafnhildar, en undir ötulli
stjórn hennar og með stuðningi
þess góða starfsfólks sem til henn-
ar réðst hefur starfsemin vaxið ár
frá ári. Verslunin er nú starfrækt í
eigin húsnæði á Engjateigi 5 í
Reykjavík.
Útför Hrafnhildar verður gerð
frá Hallgrímskirkju í Reykjavík í
dag og hefst athöfnin klukkan
13.30.
hildar er Antoníus
Þorvaldur Svavars-
son, f. 18. mars 1949,
yfirflugvélstjóri hjá
Flugfélaginu Atlanta,
en þau gengu í hjóna-
band 3. september
1977. Þeim varð
þriggja barna auðið
og eru þau:1) Inga Rós
Antoníusdóttir, f. 4.
apríl 1978, nemandi
við Viðskiptaháskól-
ann í Kaupmanna-
höfn. Eiginmaður
hennar er Hjörtur
Smárason, mannfræð-
ingur og stjórnmálafræðingur, f.
14. nóv. 1975, og eru börn þeirra
þrjú: a) Antoníus Smári Hjartar-
son, f. 16. nóv. 1994, b) Saga Ýrr
Hjartardóttir, f. 3. des. 1996, og c)
Hrafnhildur María Hjartardóttir,
f. 15. apríl 2002. 2) Ása Björk Ant-
oníusdóttir, f. 28. jan. 1980, nem-
andi við Háskólann í Reykjavík. 3)
Bragi Þór Antoníusson, f. 28. júní
Elsku mamma mín sem var svo
góðhjörtuð, ósérhlífin, gestrisin, tón-
elsk, barngóð, dugleg, metnaðargjörn
og gjafmild og stórfengleg á allan
hátt, er dáin. Á sunnudagskvöldi eftir
yndislegan dag með fjölskyldu sinni
lagðist hún til svefns en vaknaði aldr-
ei aftur. Aldrei hafði okkur dottið í
hug þegar við kysstum hana góða
nótt að ekki gæfist tækifæri til að
segja góðan dag nokkurn tímann aft-
ur. Á harkalegan hátt lærum við að
ekkert er sjálfgefið og að hverjum
nýjum degi beri að fagna. Eftir sitjum
við með hafsjó af minningum um allt
það sem að við upplifðum saman. Það
koma margvísleg atvik upp í hugann.
Ferðalög okkar og búseta í fjarlæg-
um löndum, fermingardagar okkar
systkinanna, stórkostlegur brúð-
kaupsdagur okkar Hjartar, sem
mamma skipulagði svo vel, fimmtugs-
afmælin þeirra pabba, útskriftardag-
ar okkar systranna og nú síðast skírn-
ardagur Hrafnhildar Maríu. Engu að
síður eru það nú hversdagslegustu
hlutirnir sem gefa tilefni til lengstu
hugleiðinganna, og vega þar samtöl
okkar mömmu þyngst. Veikindi
mömmu höfðu gert henni ljóst hvað
lífið væri dýrmætt og höfðu líka vakið
upp margar spurningar varðandi lífið
og tilveruna. Oft höfðum við rætt um
hvort lífið væri réttlátt og þá oftast
komist að þeirri niðurstöðu að svo
væri ekki þar sem að fjölskyldan okk-
ar væri svo heilsteypt og heilsuhraust
miðað við margar aðrar og að aldrei
gæti talist réttlátt þegar ungt fólk lét-
ist langt fyrir aldur fram. Þessar um-
ræður hafa verið mér afar hugleiknar
á undanförnum dögum. Mamma
þráði ekkert heitar en að vera með
okkur og sjá öll börnin sín verða full-
orðin og skapa sér sína eigin framtíð.
Þetta var henni ekki gefið. En þótt
tíminn sem mömmu var úthlutað hafi
engan veginn verið nægilegur þá er-
um við þakklát fyrir hvert ár, hvern
mánuð, hvern dag sem við fengum
með henni. Þrátt fyrir sársaukafull
veikindi á undanförnum árum kvart-
aði mamma aldrei. Líkami hennar var
veikari en nokkurn hefði getað órað
fyrir en viljastyrkurinn var svo mikill
og sál hennar svo sterk.
Fyrir tæpum tíu árum var henni
vart hugað líf en með einstökum styrk
hennar og dugnaði tókst henni að
fylgja okkur af stað út í lífið og án
þess að við gerðum okkur grein fyrir
því, að ala okkur upp sem nógu sterka
einstaklinga til þess að standast þessa
raun eins samhent og við gerum nú.
Við erum sterk og með hjálp þessarar
stóru og ástríku fjölskyldu sem við
vorum svo heppin að fæðast inn í mun
okkur takast að halda minningu
mömmu á loft um leið og við erum
þakklát fyrir allt það sem hún gaf
okkur. Mamma var sjálf svo þakklát
fyrir það sem lífið hafði fært henni og
gerði alltaf öllum ljóst hvað henni
þótti vænt um þá. Við vitum hvað hún
elskaði pabba og okkur öll mikið og
við vitum einnig að henni var ljóst
hvað við elskuðum hana og dáðum.
Ég heyrði eitt sinn sagt að það besta
sem faðir gæti gefið börnum sínum
væri að elska móður þeirra. Þetta eru
orð að sönnu. Samheldni mömmu og
pabba og sá ástríki andi sem ætíð hef-
ur ríkt á heimili þeirra er sú fyrir-
mynd sem við Hjörtur þráum heitast
að geta fylgt eftir.
Eftir að við Hjörtur kynntumst og
stofnuðum ung okkar fjölskyldu
ræddum við mamma oft barneignir
og ákjósanlegasta aldurinn til slíks.
Aðeins nokkrum dögum áður en hún
dó hafði hún á orði við okkur Hjört að
henni þætti það orðið miklu eðlilegra
að byrja snemma vegna þess að það
væri sama hvenær maður myndi
deyja þá hefði maður samt alltaf get-
að notið þeirra þeim mun lengur.
Þetta átti einnig við um barnabörnin.
Mamma náði að eignast þrjú barna-
börn sem fengu að njóta hennar allt of
stutt. Hún umvafði þau með ást sinni
og hlýju og er missir þeirra mikill.
Þau voru demantarnir hennar, eins
og hún orðaði það sjálf. Það er þung-
bær tilhugsun að þau skuli ekki fá að
njóta hennar lengur og að litla Hrafn-
hildur María sem mamma hélt á und-
ir skírn aðeins fjórum dögum áður en
hún lést muni aldrei fá að kynnast
henni í eigin persónu.
Ég treysti því að mamma haldi
áfram að vaka yfir hverju fótmáli okk-
ar og veiti okkur styrk til þess að tak-
ast á við þennan nýja veruleika sem
er svo kaldur og tómlegur án hennar.
Hún lifir svo sterkt áfram í huga og
hjarta okkar allra, í börnunum sínum
og í börnunum mínum, Antoníusi
Smára, Sögu Ýri og nýfæddri Hrafn-
hildi Maríu sem mamma var svo stolt
af. Á meðan bros barnanna halda
áfram að lýsa upp þennan nýja veru-
leika og nafn hennar heldur áfram að
hljóma minnumst við yndislegrar
móður, tengdamóður og ömmu sem
var elskuð svo heitt og verður saknað
svo sárt.
Inga Rós.
Elsku mamma mín. Þá er komið að
kveðjustund. Þú hefur verið tekin frá
okkur allt of fljótt, en þótt sorgin og
söknuðurinn sé sár get ég ekki annað
en verið þakklát fyrir þann tíma sem
ég átti með þér. Tíminn sem þér var
gefinn hér í okkar heimi var alltof
stuttur og eftir á að hyggja finnst mér
eins og innst inni hafir þú vitað það.
Þú elskaðir heitar, gafst meira og af-
rekaðir meira en nokkur sem ég
þekki. Þú varst svo stolt af okkur
börnum þínum og barnabörnum og
lést okkur svo sannarlega heyra það
alla daga. Fjölskyldan skipti þig
miklu máli og það var yndislegt að sjá
hvað þú og pabbi voruð ástfangin. Ég
á svo margar dýrmætar minningar
um þig sem er fjársjóður sem ég mun
varðveita vel. Þú kenndir mér svo
margt um lífið og tilveruna sem ég
mun búa að alla ævi. Ég veit að þó að
þú verðir ekki hjá okkur hér á jörðu
niðri í framtíðinni, munt þú vaka yfir
okkur og leiða eins og þú hefur gert
alla tíð. Hvert einasta skipti sem ég
mun heyra í Celine Dion mun ég
hugsa til þín, enda var hún í algjöru
uppáhaldi hjá þér. Ég mun sakna
þess að heyra ekki í þér syngjandi
upp í stofu eins og þú varst vön. Söng-
urinn var þér svo mikilvægur enda
bjóstu yfir miklum sönghæfileikum.
Það eru óteljandi minningar og til-
finningar sem flæða upp í hugann á
svona stundum. Ég hef hvorki rúm né
orð til þess að koma þeim öllum á
blað, en allir sem þekktu þig vita
hversu einstök þú varst. Það sem mér
finnst sorglegast og sárast er að
ófæddir afkomendur þínir og Hrafn-
hildur María litla fá ekki tækifæri til
þess að kynnast þér. En þú skildir svo
mikið eftir þig og ég mun sjá til þess
að hún og öll litlu ófæddu barnabörn-
in þín muni vita hver Hrafnhildur
amma var og hversu stórkostleg kona
þú varst. Ég elska þig af öllu mínu
hjarta og þakka þér fyrir allt það sem
þú gafst mér. Hvíl í friði, elsku
mamma mín, minning þín mun lifa
alla tíð.
Þín dóttir
Ása Björk.
Elsku mamma. Morguninn sem ég
var vakinn upp með þeim fréttum að
þú hefðir ekki vaknað vissi ég um leið
að ég hafði ekki bara verið að missa
mömmu mína, heldur líka eina þá
stórkostlegustu konu sem ég hef
nokkurn tímann vitað um. Þótt húsið
hafi verið fullt af fólki undanfarna
daga finnst mér það samt vera tómt.
Það var alltaf eins og þú fylltir her-
bergið með þínu stóra hjarta. Þeir
sem voru svo heppnir að hafa hitt þig
einhvern tímann á lífsleið sinni vissu
hvað þú varst örlát, ekki bara á ver-
aldlega hluti heldur hrósaðirðu öllum
þeim sem áttu það skilið og gafst
þeim ást þína og kærleik.
Það á hún litla Hrafnhildur María
sameiginlegt með þér, hún getur allt-
af gefið manni lítið og sætt bros til að
láta manni líða betur. Alltaf vissirðu
hvernig mér leið og alltaf gastu hugg-
að mig, sama hvað var að, þess vegna
vildi ég óska þess að þú værir hjá mér
núna til að hugga mig. Ég veit að það
er að sjálfsögðu ekki hægt og þess
vegna veit ég að þú munt vaka yfir
mér rétt eins og þú munt lifa í minn-
ingu minni að eilífu.
Þinn sonur,
Bragi Þór.
Aldrei hafði hvarflað að mér að ég
ætti eftir að eignast jafn stórkostlega
tengdamóður og Hrafnhildi. Hún var
ávallt til staðar og sýndi námi mínu og
viðfangsefnum ósvikinn áhuga. Það
tók mig smátíma að átta mig á því að
hrifning hennar og hrós kæmu virki-
lega beint frá hjartanu. Slík hjarta-
hlýja og einlægni sem Hrafnhildi var
gefin er einstök og gríðarmikils virði.
Það hefur líka sýnt sig nú, á þessum
erfiðu stundum sem fjölskyldan
gengur nú í gegnum, hversu gríðar-
mikill styrkur þessarar stóru og sam-
heldnu fjölskyldu er. Það er aðdáun-
arvert hvernig fjölskyldan tekst á við
HRAFNHILDUR
SIGURÐARDÓTTIR
( )
*
. >* ;/
7
?:""8 8!"$!
$? @2
+$$ !
3
3
3
'
$41&&
5
-
(
$!")
4')" #!$
= ))$" #!$ + $8$ 8) ""()
+ ! - ))$""() %" " $A#$" #!$
- ))$""() $)
):" #!$
4') - ))$""() !$) $)" #!$
=$)=$) ( =$)=$)=$)-
6
./0
%
4$'
$$" 8
6)
*
$0'&&
4$
- 3' ""() +$) #$ ;)" #!$
!$ $ 3' ""()
!$=$
4')" #!$
)!$ 3' ""()
(44 $!"')" #!$
)!8$ 3' ""() + #$ + #!$
$
=$)=$) ( =$)=$)=$)-
7
./.
57
7
8:$$8!"$!
+4)$=$ @B
+# 8
+ , 8
$
.
#
2#
5 9
=$ 5#$ 5($"!)" #!$
%" " 5($"!)" #!$
$(C 5($"!)" #!$
( 4 " $-
+**
# ? D
;"8))8
+
: *
#
$01&&
"= $)( " #!$ $ ) $ 3E$""()
=$) ( ) =$)
!$!$ ;!4:""()
) " #)" #!$
=$) ) =$) ( =$)=$)
4 " #!$
=$) ) =$) ( =$)=$)-
*
# :)! F
' $ # " $? 1@
0
(
$4 %&&
+ 8) " #!$
):"
):""()
!$ $ 8) ""() + )$" #!$
$ $ 8) " #!$ + $8$ + $8""()
=$)=$) ( =$)=$)=$)-