Morgunblaðið - 25.07.2002, Qupperneq 47
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 47
sorgina í sameiningu. Það er einstakt
á tímum sundraðra nútímafjöl-
skyldna hve allir eru einlægir og hlýir
og styðja vel við bakið hver á öðrum
og mikið lán fyrir mig að hafa gifst inn
í svo yndislega fjölskyldu. Hrafnhild-
ur og Antoníus hafa tekið á móti mér
sem sínum eigin syni og systkini Ingu
Rósar verið sem mín eigin.
Hrafnhildur varð mjög fljótt hluti
af mínu daglega lífi og mér leið sem
ég hefði alltaf þekkt hana og myndi
alltaf þekkja hana. En nú þegar hún
hefur horfið svo skyndilega á brott
finnst mér þessi átta ár sem hún hef-
ur verið hluti af mínu lífi hafa verið
alltof stutt. Ég var rétt farinn að
kynnast henni. Og þegar ég hugsa til
þess að við Inga Rós, sem erum bara
rétt búin að njótu fyrstu ára langrar
ævi saman, erum þegar búin að vera
saman þriðjung þess tíma sem Hrafn-
hildi og Antoníusi var gefinn en þau
ætluðu að fagna 25 ára brúðkaups-
afmæli þriðja september næstkom-
andi, geri ég mér grein fyrir því hve
alltof stuttur þeirra tími var saman.
Vegna veikinda Hrafnhildar í
gegnum tíðina og var ég undir það bú-
inn að hún hyrfi á brott mun yngri en
ella. En ég átti samt ekki von á því
fyrr en eftir einhverja áratugi enn.
Hún var rétt orðin fimmtug. Mér
fannst á mánudaginn sem mér hefði
verið kippt inn í framtíðina, inn í dag
sem átti ekki að eiga sér stað fyrr en í
fjarlægri framtíð. Heimur allra fyrir
utan var kannski eins, en heimur
minn var allt annar í dag en hann var í
gær. Daginn áður en Hrafnhildur dó
ræddum við lífið og dauðann, hvort
við teldum það betra að fá tækifæri til
þess að kveðja eður ei. En hvað gerir
maður þegar maður kveður? Maður
lætur fólk vita hvað manni þyki vænt
um það og passar að eiga ekki óupp-
gerð mál. Eitt af því sem gerði Hrafn-
hildi að jafn stórkostlegri manneskju
og raun bar vitni var það að hún var
alltaf með öll sín mál frágengin og á
hreinu og var stöðugt að segja fólkinu
í kringum sig hvað henni þótti vænt
um það. Það léttir óneitanlega sorg-
arferlið að enginn þarf að vera í efa
um tilfinningar hennar í sinn garð eða
um hvort hún hafi þekkt tilfinningar
fólks í sinn garð. Það er enginn sem
þarf að kljást við reiði eða biturð, út í
sjálfan sig eða hana. Fjölskyldan átti
saman yndislega daga fyrir dauða
hennar og það geislaði af henni ham-
ingjan. Hún gerði sér svo góða grein
fyrir því hve lánsöm hún væri að vera
svo hamingjusöm eftir 25 ára hjóna-
band, hún naut mikillar velgengni og
virðingar í viðskiptum og starfi, hún
var bæði vinamörg og vinagóð og hún
var afar stolt af börnum sínum og
barnabörnum. Hún var ekki hvað
minnst stolt þegar hún, fimmtudags-
kvöldið áður en hún dó, hélt á dótt-
urdóttur sinni og nöfnu, Hrafnhildi
Maríu, undir skírn. Líkt og Hrafn-
hildur var vinum sínum og fjölskyldu
mikill huggari þegar á reyndi, hefur
Hrafnhildur María verið fjölskyld-
unni mikill huggari með sakleysi sínu
fyrir sorgum heimsins og með ynd-
islegum brosum sínum framan í sorg-
bitin andlit ættingjanna, um leið og
hún tryggir að nafn Hrafnhildar verði
áfram daglega á vörum okkar.
Megi aðstandendur finna styrk í
hjarta sínu til að takast á við þessa
miklu sorg og fagna nýjum gleði-
stundum sem lífið færir þeim af jafn-
mikilli innlifun og einlægni og Hrafn-
hildur hefði gert.
Hjörtur.
Elsku Hrafnhildur okkar; systir,
mágkona, frænka og vinkona varð
bráðkvödd á heimili sínu hinn 15. júlí
síðastliðinn.
Við drúpum höfði og syrgjum með
fjölskyldunni. Sorgin er stór og tárin
mörg en inn á milli brosum við og
gleðjumst yfir þeim fjölmörgu minn-
ingum sem birtast í huga okkar um
Hrabbý eins og hún var ætíð kölluð.
Minningarnar eru margar og ná langt
aftur í tímann. Einar man unglinginn
Hrabbý, tónlistina hennar og fjöl-
margar vinkonur. Einar og Elfa í
heimsóknum í Frankfurt á leið sinni
til Vínarborgar. Siggi og Valgeir stolt-
ir að sýna frænku góðan árangur úr
skóla og leik og fengu þannig lof og
hvatningu að alveg einstakt var að
gera hana að þátttakanda í lífi okkar.
Eldri strákarnir okkar syrgja Hrabbý
frænku og segjast ekki alveg trúa
þessu, tómir að innan en samt með
fullt hjarta af einhverju skrýtnu. Siggi
og Valgeir hafa tekið það að sér með
okkur að segja Birki litla bróður allt
um frænku þegar hann eldist, hversu
góð og hlý hún var og öll fallegu orðin
sem hún sagði. Hvar sem við vorum
fengu þeir athygli hennar, knús og
ástúð. Fyrir það erum við ævinlega
þakklát.
Við munum Hrabbý að hugsa um
aðra, að samgleðjast, að skipuleggja
50 ára gullbrúðkaupsafmæli foreldra
okkar, heimsóknir þeirra til okkar
með Ásu Björk og Braga Þór,
Hrabbý að undirbúa 50 ára afmæli
sitt og við munum dillandi hlátur
hennar á afmælisdeginum, matarboð-
in, velkomin heim matarboð fyrir
Ingu Rós, Hjört og börnin þeirra nú í
lok júní og skírnarveislu þar sem litla
Hrafnhildur María fékk nafn ömmu
sinnar. Við teljum hér upp pínulítið
brot af þeim minningum sem streyma
fram í hugann á þessum erfiðu dög-
um. Af nógu er að taka og hugurinn
geymir nú allar þessar dýrmætu
minningar.
Hrabbý erfði það besta frá foreldr-
um sínum og blómstraði með eigin-
manni sínum og fjölskyldu. Fjölskyld-
an er samheldin og vinahópurinn stór
og er nú stórt skarð hjá okkur sem
ekki verður fyllt. Hrabbý var stóra
systir og fylgdist vel með okkar lífi og
er óhætt að segja að fáar ákvarðanir
hafi verið teknar án þess að bera þær
fyrst undir hana. Við komum örugg-
lega oft til með að standa frammi fyrir
þeirri spurningu: Hvað hefði Hrabbý
ráðlagt okkur núna?
Við vottum eiginmanni, börnum,
barnabörnum, foreldrum, ömmu,
systkinum, fjölskyldu og vinum sam-
úð okkar.
Minningin um Hrabbý verður fjár-
sjóður geymdur í hjarta okkar.
Einar, Elfa og synir.
Líf vort er tónn; á hörpu ljóss og húms
það hljómar skammt,
grætur og hlær við hliðskjálf tíma og rúms,
en hljómar samt;
síðan einn dag – þann dag veit engin spá,
er dauðaþögn og tónninn liðinn hjá.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Nú er tónn minnar ástkæru systur
liðinn hjá – allt of fljótt og allt of
snöggt. Hún lagðist til svefns á
sunnudagskvöldi og vaknaði ekki aft-
ur til lífs hér á jörðinni.
Hrafnhildur var stoð mín og stytta,
hvort sem var á raunastundu eða við
gleðileg tækifæri. Hún var kletturinn
sem margir treystu á – hún gaf svo
mörgum en þáði lítið.
Minningarnar eru margar og mun-
um við fjölskylda hennar og vinir eiga
þær með okkur um ókomin ár. Fyrstu
minningar mínar tengjast Bretlandi
og Þýskalandi þar sem við bjuggum
með foreldrum okkar og síðar bræðr-
um um átta ára skeið. Óneitanlega
varð svona löng dvöl erlendis til þess
að þjappa okkur fjölskyldunni saman.
Hrafnhildur var sér mjög meðvitandi
um hlutverk sitt sem elsta systkinið
enda var hún sú sem hvert okkar leit-
aði ævinlega til ef við þurftum þess
með.
Þessa daga sem liðnir eru frá and-
láti systur minnar hafa ýmsar hugs-
anir sótt að mér. Ofarlega í huga er
fimmtugsafmæli hennar fyrir fimm
mánuðum. Það er eins og hún hafi óaf-
vitandi verið að kveðja því í afmælið
bauð hún ættingjum og vinum sem
hún sum hver hafði ekki séð lengi –
sagði mér að hún vildi gleðjast með
öllu því fólki sem hún hefði umgengist
um ævina. Það er táknrænt að á boðs-
kortið hafði hún skráð lífshlaup sitt í
hnotskurn. Vegna þessa henti ég
gaman að því í ræðu minni til hennar
og sagði að hún hefði sjálf skrifað
ræðuna, ég væri einungis að fara nán-
ar í nokkur atriði. Það er bjart yfir
minningunni úr afmælinu enda var
Hrafnhildur einstaklega góður gest-
gjafi. Hún var duglegust allra að
bjóða heim gestum.
Hrafnhildur fann mjög til með öll-
um sem áttu bágt, hvort sem um var
að ræða veikindi eða andlát, og finnst
mér sem þessi umhyggja hafi aukist
mikið í seinni tíð. Síðast rúmum sólar-
hring fyrir andlát sitt var hún að lýsa
áhyggjum sínum vegna veikinda
ungrar konu og erfiðleikum kunn-
ingjakonu sinnar í kjölfar móðurmiss-
is. Þeir sem kynntust henni vita að
þetta var hluti af tjáningarþörf henn-
ar. Hún var ófeimin að tjá sig og hafði
ákveðnar skoðanir. Fyrir þetta er ég
þakklát í dag því minningarnar um
hana verða sterkari.
Í öðru erindi ljóðsins hér að ofan
segir skáldið:
Traust var þín hönd og trú við hlutverk sitt,
en tónsins djúp var góða hjartað þitt.
Svo sannarlega var hönd Hrafn-
hildar traust og hjartalag gott. Hún
var foreldrum okkar meira en dóttir,
hún var síðustu árin líka vinnuveit-
andi þeirra og mömmu sem besta vin-
kona alla tíð. Hún vakti yfir hverju
fótspori barna sinna og barnabarna.
Hrafnhildur hélt á yngsta barnabarni
sínu og nöfnu undir skírn á heimili
hennar og Tonys 11. júlí sl. Og það er
huggun að hugsa til þess að allir í fjöl-
skyldunni voru staddir hér á landi
þegar sorgin knúði dyra.
Ég kveð mína elskulegu systur
sem var dóttur minni sem önnur móð-
ir. Ég bið Guð að vaka yfir Tony,
börnum þeirra þremur og barnabörn-
unum, foreldrum okkar og öðrum ást-
vinum.
Guð blessi þig og varðveiti, Hrafn-
hildur mín.
Þín systir,
Guðríður.
Mig langar að þakka móðursystur
minni það sem hún var mér.
Hrabbý og öll fjölskylda hennar
hefur verið stór hluti af lífi mínu enda
bara fimm dagar milli mín og Braga.
Við gerðum margt og mikið saman
og sérstaklega eru mér minnisstæðar
allar heimsóknirnar til Þýskalands
þar sem þau bjuggu á árunum 1987–
1992. Þó svo að ég hafi ekki verið
gömul man ég þetta rosalega vel:
sundferðirnar, róló, dýragarðinn þeg-
ar við lentum í þrumum og eldingum
og þeirri mestu rigningu sem ég hef
séð. Fyrst fór ég til þeirra rúmlega
tveggja ára og var ein hjá þeim í viku
þegar Hrabbý bauðst til að passa mig.
Sama ár eyddum við mamma jólunum
hjá þeim í Þýskalandi.
Eftir að Hrabbý og Tony fluttu
heim með fjölskyldu sína fórum við
nokkrum sinnum saman til útlanda,
fyrst til Flórída og seinna bauð
Hrabbý mér til Kaupmannahafnar og
London ásamt Tony og Braga. Það
var heilmikið verslað í þessum ferð-
um. Í London vöknuðum við Hrabbý
frekar snemma til að fara út að versla
á meðan feðgarnir sváfu út.
Hrabbý var mikil fjölskyldumann-
eskja og var mjög dugleg að halda alls
kyns boð fyrir fjölskylduna. Ég held
að hún eigi mjög mikinn þátt í því
hvað fjölskyldan er samhent og á
stundum sem þessari áttar maður sig
á hvað það er mikilvægt að eiga þann-
ig fjölskyldu.
Hrabbý var svona mamma númer
tvö hjá mér. Hún vildi vita allt sem
var að gerast í lífi mínu; hún var sú
fyrsta til að hringja til mín eftir fyrsta
skóladaginn í nýjum skóla og eftir
hvert einasta próf. Ég á eftir að sakna
símtalanna þegar við töluðum um
daginn og veginn. Hún studdi mig í
öllu og ég vona að hún haldi áfram að
gera það.
Kom, huggari, mig hugga þú,
kom hönd og bind um sárin,
kom dögg og svala sálu nú,
kom sól og þerra tárin,
kom hjartans heilsulind,
kom heilög fyrirmynd,
kom ljós og lýstu mér,
kom líf er ævin þverr,
kom eilífð bak við árin.
(V. Briem.)
Elsku Hrabbý, ég á eftir að sakna
þín.
Þín
Valdís.
Einstök kona er látin, langt um ald-
ur fram. Ættarsaga Hrafnhildar
verður ekki rakin hér, en mig langar
að minnast hennar með eftirfarandi
orðum. Hún var ekki einungis mág-
kona, heldur einnig hjartkær vinkona
mín, sem lét sér einstaklega annt um
alla sem að henni stóðu. Hrafnhildur
var ekki heilsuhraust síðustu árin,
það fór ekki fram hjá neinum sem
fylgdist með henni. Oft á tíðum átti
hún við sár veikindi að stríða en þrátt
fyrir það sló hún á létta strengi til að
valda ekki öðrum áhyggjum. Hún var
mjög næm fyrir hugsunum annarra,
og lét ætíð líðan þeirra vera í fyrir-
rúmi.
Þegar Toni gekk að eiga Hrafnhildi
fann ég strax að þarna var mjög hlý,
umhyggjusöm og ábyrg kona. Þau
hjónin byggðu fallegt heimili í
Reykjavík, en vegna atvinnu eigin-
mannsins leið ekki á löngu þar til fjöl-
skyldan fluttist búferlum til annarra
landa. Hrafnhildur reyndi eftir
fremsta megni að styðja við bak Tona
vegna atvinnu hans. Fyrst héldu þau
ásamt dætrunum til Kúveit þar sem
þau bjuggu í fimm ár, og síðan var
haldið til Þýskalands. Í millitíðinni
var fjölskyldan búsett á Íslandi um
nokkurra ára skeið. Á því tímabili
fæddist þeim sonur, sem varð jafn-
framt yngsta barn þeirra hjóna.
Vegna búsetu erlendis langt frá
fjölskyldu og vinum voru verkefnin
oft á tíðum mörg og krefjandi. Hún
tók hlutverk sín alvarlega og veitti
fjölskyldu sinni skilyrðislausa ást og
öryggi. Henni var mikið í mun að
halda góðu sambandi við alla ástvini á
Íslandi og heimsótti heimalandið eins
oft og unnt var. Sjálf var hún einstak-
lega gestrisin og góð heim að sækja.
Augljóst er að hún var ákaflega
sjálfstæð, skipulögð og framsýn kona.
Þessir hæfileikar reyndust afgerandi
til þeirra starfa sem framundan voru.
Stuttu eftir að fjölskyldan var alkom-
in heim til Íslands tókst henni að sam-
eina mörg áhugamál sín. Hún var
gædd þeim eiginleikum sem til þurfti,
til að fara út í eigin rekstur, og
draumurinn varð að veruleika.
Rekstrarhugmyndin varð að einni
glæsilegustu verslun hér í höfuðborg-
inni. Velgengni verslunarinnar
byggðist á einstöku innsæi, orku og
óbilandi áhuga. Þó að Hrafnhildur
hafi drifið verkið, og myndað það and-
rúmsloft sem þar ríkti, hrósaði hún
starfsfólki sínu óspart. Verslunin er
þekkt fyrir góða þjónustu, og per-
sónuleg viðskipti.
Hvar sem Hrafnhildur kom hafði
hún orð á því sem fallegt var. Hún var
ákaflega næm fyrir listum, og lagði
mikla áherslu á að börnin þrjú fengju
að kynnast og upplifa þá tilfinningu
og menningu að læra á hljóðfæri.
Sjálf var hún mjög söngelsk og unni
góðri tónlist.
Hrafnhildur var mikil fjölskyldu-
manneskja, og átti hún einstaklega
auðvelt með að samgleðjast öðrum.
Umhyggja og áhugi hennar á vel-
gengni fjölskyldu minnar virtist
óþrjótandi. Hún var einstaklega gef-
andi persóna, sem okkur öllum þótti
mjög vænt um. Þó að heilt haf hafi
skilið okkur að gat hún breitt út faðm-
inn og tekið þátt í lífi okkar allra.
Nærveru hennar er sárt saknað, en
minningarnar um hana munu veita
mér ómælda hlýju í framtíðinni.
Elsku, elsku Toni minn, Inga Rós,
Ása Björk, Bragi Þór, Hjörtur, litlu
börnin þrjú, og Inga og Sigurður.
Þetta er mikill missir fyrir ykkur öll,
því ástin, samheldnin og virðingin
hvert fyrir öðru bundu ykkur svo
sterkum böndum. Þau eru ófá skiptin
sem Hrafnhildur sagði og sýndi í
SJÁ SÍÐU 48
; 2 2
#
, 9
)
0*.
%
7 8! ! " ( ? &)!"
+! $=$ FG
4 -
$) *) 4$ " #!$
*4 $) #!$ (= +- +$8))""()
$) $ $) #!$ 4$ - ($$""()
%" $!"=$ $) #!$
$!" $4) $) #!$
( =$)=$)-
*(
";8<=+!;" 3=>?"@;"*
!ABB?"
H()$"" -
.
#
; 57;*
.
'$" @F
'$$#!
3
3
3
4
3
*
$01&&
5
- "
C #?))" ))$""() $:) - $!"')" #!$
$!"') #?))""() 5#$ " #!$
+ ! #?))""()
+! $ $) %"$:) #?))"
( ""$ ?!))$ ')-
( )
.
.
0
*
2
$'
D
9
!$ $
$$!$ 3' ""() 3' ""()
%:"
!$ $ #!$
( $!$ ") ) $-