Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ                        BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SÆLL Árni Sigfússon. Ég vil þakka þér og þínum mönnum fyrir framúrskarandi röggsemi við að leysa málið með víkingaskipið svo snilldarlega og með því bjarga þjóðarsálinni frá algjörri niðurlægingu og hneisu. Það var ekki hægt að hugsa þá hugsun til enda, ef stjórnvöld ætl- uðu að launa glæsilegt framlag Gunnars Marels með þeim aum- ingjaskap einum að missa skipið úr landi og stefna jafnvel honum sjálfum í stórfelld fjárhagsleg vandræði. Eftir allt sem á undan var geng- ið var ég orðinn ansi smeykur um að skammsýni og jafnvel áhuga- leysi ráðamanna yrði til þess að málinu yrði klúðrað. Ég vissi að Reykjavíkurborg hafði samþykkt að skoða málið með jákvæðum huga ef ríkið kæmi að málinu. Því beið ég eftir fréttum frá ríkinu og ég vissi að sú bið gat oft orðið ansi löng. En að Reykjanesbær kæmi að málinu með slíkum glæsileik … ja, ég verð að viðurkenna að á því átti ég ekki von. Aðallega vegna þess að ég taldi slíkt varla á færi einstakra bæjarfélaga. Það sem vekur sérstaka athygli mína er hvernig staðið er að mál- inu, hversu faglega er farið í málið. Það er ekki bara seilst í sjóð bæj- arins og greitt, heldur er farið í það að semja niður skuldir sem hvíla á skipinu og jafnframt leitað stuðnings frá fyrirtækjum og áhugasömum aðilum um að koma að málinu. Auk þess er hugsað lengra, um aðstöðu fyrir skipið og hvernig skuli staðið að notkun þess í nánustu framtíð. En það sem mér fannst toppa þetta „pakkatilboð“ í lausn málsins var sú snjalla hug- mynd að fá Gunnar Marel í lið með ykkur til að sjá um skipið og miðla fróðleik og reynslu sinni til Íslend- inga og erlendra ferðamanna. Það er örugglega ekki hægt að fá betri mann í það verkefni. Ef þetta er ekki heildarlausn þá veit ég ekki hvað á að kalla það. Mikið var gaman að sjá ykkur saman að lok- inni undirskrift svo glaða og sæl- lega. Sérstaklega hvað Gunnar Marel virtist ánægður með lyktir málsins. Maður var kominn með hálfgert samviskubit gagnvart manninum eftir allar þessar fréttir af erfiðum gangi málsins, því að manni fannst að hann ætti betra skilið eftir allt það erfiði og jafnvel lífsháska sem áhöfnin lenti í við ís- röndina á leiðinni til Grænlands. Svona gjörning er ekki hægt að toppa í bráð. Fyrir hann ber að þakka. Með honum hefur uppruna og sögu þjóðarinnar verið sýnd til- hlýðileg virðing. Því koma gleðifréttirnar af Reykjanesinu sem himnasending og þær gleðja mitt hógværa hjarta. Ég tel að þetta framlag ykkar sé unnið af mikilli framsýni og sanni að bæjarmálapólitíkin þarf ekki bara að snúast um holræsagjöld og gatnagerð þótt það sé nauðsynlegt með. Ég tel að ímynd Reykjanes- bæjar hafi styrkst verulega við þennan gjörning. Að lokum vil ég óska þér til hamingju með nýlegt kjör þitt sem bæjarstjóri í Reykjanesbæ og óska þér velfarnaðar í starfi. Það verður tilhlökkunarefni að fylgjast með störfum bæjarstjórnar Reykjanes- bæjar í framtíðinni. Megi Íslendingur ætíð fá góðan byr. ELÍAS SIGURÐSSON teiknari, Bræðraborgarstíg 10, Reykjavík. Frá Elíasi Sigurðssyni: Morgunblaðið/Júlíus Gunnar Marel og Árni Sigfússon handsala kaupin á Víkingaskipinu. Takk fyrir víkingaskipið… Bréf til Árna Sigfússonar, bæjarstjóra í Reykjanesbæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.