Morgunblaðið - 25.07.2002, Page 57
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 57
Lækkum útsöluvörur enn meir
Ótrúlegt úrval
Verðhrun í dag!
Kringlunni og Smáralind
Erum alltaf að bæta við
spennandi vörum
Ekki missa af þessari frábæru útsölu
Velkomin ASTRÓ: Hljómsveitin Daysleeperspilar fimmtudagskvöld kl. 21:00.
ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Dansleikur
öll sunnudagskvöld kl. 20:00 til 23:30.
Caprí-tríó leikur fyrir dansi.
CAFÉ AMSTERDAM: Hljómsveit-
in Fjandakornið, áður Exizt, rokkar
föstudagskvöld.
CAFÉ CATALÍNA: Trúbadorinn
Sváfnir Sigurðsson, föstudag og laug-
ardag.
CAFÉ ROMANCE: Ray Ramon og
Mete Gudmundsen spila fyrir gesti
miðvikud.–sunnud. til kl. 1. 00 og til
kl. 3.00 föstud. og laugard., ásamt því
að spila fyrir matargesti.
CHAMPIONS CAFÉ, Stórhöfða
17: Diskótek Sigvalda Búa spilar
föstudags- og laugardagskvöld.
DEIGLAN, Akureyri: Hljómsveit-
in Jónsson/Gröndal Quintet, fimmtu-
dagskvöld.
EGILSBÚÐ, Neskaupstað: Tríóið
Tómatur spilar á barnum föstudags-
kvöld til 3:00. Stúkan opin laugar-
dagskvöld til 3:00.
FÉLAGSHEIMILIÐ VOPNA-
FIRÐI: Sálin hans Jóns míns spilar
laugardagskvöld.
FIMM FISKAR, Stykkishólmi:
Hljómsveitin Smack spilar föstudags-
kvöld.
GAUKUR Á STÖNG: Útgáfutón-
leikar BUFF fimmtudagskvöld kl.
21:00 vegna útkomu breiðskífu sveit-
arinnar. Hljómsveitin mun sjálf ekki
flytja neitt lag af plötunni. Þess í stað
munu ellefu hljómsveitir stíga á svið
og flytja hver sitt lagið. Þetta eru
hljómsveitirnar: Á móti sól, Butter-
cup, Geirfuglarnir, Í svörtum fötum,
Írafár, Miðnes, Sálin hans Jóns míns,
Sóldögg, Búgalú, Dead sea apple og
Nýdönsk. Gísli Jóhannsson kántrý-
tónlistarmaður og hljómsveitin Big
City sunnudagskvöld.
GRANDROKK: rapp-hipp-hopp-
djasstónleikar föstudagskvöld þar
sem saman koma Rímnamín-rappar-
ar og djassarar af yngri kynslóðinni.
Pollockbræður leika á sama stað á
laugardagskvöld og verða með nýtt
band.
H.M. KAFFI SELFOSSI: Hljóm-
sveitin Chernobyl spilar á laugardag-
inn, Díana Dúa og Guðrún syngja.
HÓPIÐ, Tálknafirði: Hljómsveitin
Smack spilar laugardagskvöld.
HVERFISBARINN: Dj le chef í
búrinu föstudags- og laugardags-
kvöld.
INGHÓLL, Selfossi: Hljómsveitin
Buttercup spilar laugardagskvöld.
KAFFI DUUS, Keflavík: Hljóm-
sveitinn Feðurnir heldur uppi fjörinu
föstudags- og laugardagskvöld.
KRINGLUKRÁIN: Hljómsveitin
Hafrót spilar föstudags- og laugar-
dagskvöld.
N1-BAR, Reykjanesbæ: Í svörtum
fötum spila laugardagskvöld.
O’BRIENS, Laugavegi 73: Moga-
don spilar fimmtudagskvöld kl. 22:00.
Helgi Valur trúbador föstudags- og
laugardagskvöld kl. 22:00. Mogadon
spilar sunnudagskvöld kl. 22:00. Þór-
arinn Gíslason píanóleikari mánu-
dagskvöld kl. 22:00.
ODD-VITINN, Akureyri: Ka-
raoke-söngskemmtun föstudags-
kvöld. Hljómsveitin Mannakorn spil-
ar laugardagskvöld.
PLAYERS-SPORTBAR, Kópa-
vogi: Gísli Jóhannsson & Big City
föstudagskvöld. Gísli Jóhannsson
kántrýtónlistarmaðurí sinni fyrstu
tónleikaför til Íslands með hljómsveit
Big City.
RAUÐA HÚSIÐ, Eyrarbakka:
Diskórokktekið & plötusnúðurinn
SkuggaBaldur laugardagskvöld kl.
22:00 til 2:00.
SJALLINN, ÍSAFIRÐI: Sálin hans
Jóns míns spilar föstudagskvöld og
hefur þar með síðsumarstúr sinn.
Nánari upplýsingar á www.salinhan-
sjonsmins.is.
ÚTLAGINN, Flúðum: Hljómsveit-
in Riff Reddhedd spilar föstudags-
kvöld.
VALASKJÁLF, EGILSSTÖÐUM:
Jet Black Joe með tónleika laugar-
dagskvöld.
VIÐ POLLINN, Akureyri: Dans-
sveitin KOS skemmtir föstudags- og
laugardagskvöld.
VÍDALÍN VIÐ INGÓLFSTORG:
Hljómsveitin Smack spilar fimmtu-
dagskvöld.
VOPNASKAK, Vopnafirði: Í
svörtum fötum spila föstudagskvöld.
FráAtilÖ
Sálin hans Jóns míns hefur síðsumartúr sinn á Ísafirði á morgun.
LEIKARINN Rob Lowe er sagður
ætla að hætta að leika í sjónvarps-
þáttunum Vesturálman eða The
West Wing eftir að hann frétti að
laun Martins Sheens hefðu verið
nærri þrefölduð og hann fengi nú
300 þúsund Bandaríkjadali fyrir
hvern þátt en Lowe fær 75 þúsund
dali fyrir hvern þátt. Þetta kemur
fram á fréttavef CNN.
CNN hefur það eftir blöðunum
Variety og New York Post að
breytingar verði gerðar á fram-
vindu þáttanna þannig að Sam Sea-
born, sem Lowe leikur, hverfi úr
þeim.
Aðrir aðalleikarar í þáttunum,
Allison Janney, Richard Schiff,
John Spencer og Bradley Whitford,
sömdu á síðasta ári um 70 þúsund
dala greiðslu fyrir hvern þátt í
næstu þáttaröð, en hún verður sú
sjöunda.
Lowe hefur einu sinni verið til-
nefndur til Emmy-verðlauna og
tvisvar til Golden Globe-verðlauna
fyrir hlutverk sitt í þáttunum. Hann
var hins vegar eini aðalleikari
þeirra sem hlaut enga tilnefningu
til Emmy-verðlauna er þær voru til-
kynntar í síðustu viku.
Lowe
yfirgefur
Hvíta húsið
Reuters
Rob Lowe á erfitt með að sam-
gleðjast launahækkun kollega
síns Martin Sheen.