Morgunblaðið - 25.07.2002, Qupperneq 60
60 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fyrir 1250 punkta
færðu bíómiða.
SÍMI 588-0800 KRINGLAN www.sambioin.is
Sýnd kl. 4. Vit nr. 370.
Sýnd kl. 4, 5, 6 og 7. Vit 398Sýnd kl. 5.45, 8, 9.30 og 10.30. B.i. 16 ára Vit 400
Sandra Bullock í
spennumynd sem tekur
þig heljartaki!
Þeir búa til leik sem
hún þarf að leysa..
takmarkið er hinn
fullkomni glæpur.
ATH! AUKASÝNING KL. 9.30.
Kvikmyndir.is
kvikmyndir.is
Sýnd kl. 8.05. Vit 393. Sýnd kl. 10. B.i. 14. Vit 393.
Sýn
d á
klu
kku
tím
afr
est
i
1/2
Kvikmyndir.is
S
ag
a
u
m
s
tr
ák
1/2
SV Mbl
1/2
Kvikmyndir.is
Kvikmyndir.com
ÓHT Rás 2
22 þúsund áhorfendur
www.sambioin.is
Fyrir 1250 punkta
færðu bíómiða.
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.
Hið yfirnáttúrulega mun gerast.
vegna fjölda áskorana.
1/2
Kvikmyndir.is
Kvikmynd eftir Ágúst Guðmundsson
Ugla Egilsdóttir vann tilverðlauna á
dögunum sem besta aðalleikona.
Aðrir leikarar: Margrét Vilhjálmsdóttir,
Hilmir Snær Guðnason, Kristbjorg Kjeld
ofl
Sýnd kl. kl. 6 og 8
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára.
SG DV
DV
HL. MBL
Með hinum frábæra
Frankie Muniz úr
„Malcolm in the Middle“
i
i i
l l i i l
Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6 og 8.
RICHARD GERE LAURA LINNEY
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 10. B. i. 16.
Sýnd kl. 10. Bi. 14.
1/2
Kvikmyndir.is
VINIR söngkonunnar Mariah Ca-
rey eru sagðir óttast að hún brotni
saman eftir að rapparinn Eminem
sagði henni upp,
í síma, nokkrum
dögum eftir að
faðir hennar
lést.
„Mariah er
niðurbrotin. Hún
var ekki á leið í
hjónaband en
henni fannst
gott að vera með
honum. Hann
hefði ekki getað
sagt henni upp á verri tíma og hann
gerði það á mjög leiðinlegan hátt,“
segir vinur söngkonunnar.
Carey og Eminem eru sögð hafa
hist á laun í fjóra mánuði. Eminem
neitaði því þó framan af en gekkst
síðan við því að þau hefðu átt í ást-
arsambandi. „Það er sannleikur í
sögunni. Nú ber ég virðingu fyrir
henni sem söngkonu en ég get varla
sagt það sama um hana sem per-
sónu,“ segir hann. „Ég kunni bara
ekki við hana. Ég lærði mína lexíu á
þessu, að trúa ekki á blekking-
arnar.“
Carey
niðurbrotin
Mariah Carey
á ekki sjö
dagana sæla.
BRESKA söngkonan og fyrrver-
andi kryddstúlkan Mel B lenti í
slagsmálum á krá í Lundúnum við
konu sem viðhafði móðgandi um-
mæli um hana. Að sögn sjónarvotta
var Mel B stödd á salerni Gold-
borne-kráarinnar þegar hún heyrði
tvær konur ræða um sig inni í lok-
uðum klefa. Hún byrjaði þá að
berja á dyr klefans og skoraði á
konuna að endurtaka ummælin
augliti til auglitis við sig.
Þegar konan kom út réðst Mel til
atlögu og bárust átökin fram á bar-
inn. Þar voru konurnar skildar að.
Mel B hefur verið kölluð brjál-
aða kryddið og það víst ekki að
ástæðulausu.
Mel B í slag
STAÐLEYSUBÓKMENNTIR má nefna þær
bækur sem gerast að mestu eða öllu leyti í
ímynduðu landi sem þó er ekki framandlegra en
svo að það gæti verið hér á jörðu. Slíkar bækur
eru legíó og saga þeirra nær allt frá forsögu-
legum tíma til vorra daga. Oft eru staðleysu-
bækur til þess ætlaðar að typta eða siða eða
bara leið höfundar til að fá útrás fyrir óra og /
eða kímni.
Með merkilegustu staðleysusögum er bók
bandaríska lögfræðingsins Austins Tappans
Wrights, Islandia, sem kom út að höfundi látn-
um fyrir sextíu árum. Bókin fékk prýðisdóma
þótt ekki þætti mönnum hún árennileg, rúmar
þúsund síður, og var síðan endurútgefin 1958 og
1970. Útgáfan 1970 varð eins konar neðanjarð-
arklassík, naut talsverðrar hylli meðal ung-
menna sem gengu í gegnum miklar þjóðfélags-
breytingar á áttunda áratugnum, ekki síst fyrir
það að bókin segir frá einföldu friðsælu bænda-
þjóðfélagi og hugmyndir í henni um samskipti
kynjanna voru mjög frjálslyndar og þóttu afar
djarfar.
Lang kynnist Dorn
Wright hóf smíði landsins Islandia sem ungur
maður undir lok nítjándu aldar, tók að gera af
því kort, semja staðfræðilýsingar, búa til tungu-
mál, lýsa fólkinu og sjóða saman sögu lands og
þjóðar. Svo virðist sem hann hafi tekið til við
sjálfa skáldsöguna sem hér er gerð að umtals-
efni þegar hann hóf lögfræðinám við Harvard
háskóla uppúr aldamótum. Á þeim tíma var
ekki svo fjarstæðukennt að til væri land suður í
höfum sem fáir hefðu heyrt um og fáir fengju að
heimsækja. Á þessum árum kepptust landkönn-
uðir við að rannsaka Suðurskautslandið og
fréttir af þeim afrekum sem þar voru unnin á
allra vörum. Sagan dregur einnig dám af því
sem Wright var að fást við í það minnsta fram-
an af, því söguhetjan, John Lang, er á svipuði
reki og Wright hefur verið þegar hann var að
skrifa bókina, en í námi við Harvard kynnist
Lang Dorn, sem er frá Islandia. Atvikin haga
því svo að Lang er skipaður ræðismaður
Bandaríkjanna í Islandiu, enda hefur hann aflað
sér þekkingar á málinu fyrir samskiptin við
Dorn og er þar að auki í góðu sambandi við
áhrifamikinn viðskiptajöfur, en bandarísk
stjórnvöld sjá það fyrir sér að Islandia geti ver-
ið fyrirtaks markaður fyrir bandarískan varn-
ing.
Saga Eylands, lýsing og ljóð
Næstu áratugina jók Wright við bókina
smám saman, en hann skrifaði einnig sögu
landsins og lýsingu þess í nafni einnar af sögu-
hetjum bókarinnar, Jean Perrier, samdi ljóð í
nafni ljóðskálda sem koma við sögu í bókinni og
einnig eftir aðalsögupersónuna, John Lang,
skrifaði ýmsa smábæklinga um landið og teikn-
aði af því grúa af kortum. Upphaflegt handrit
bókarinnar er talsvert lengra en bókin sem gef-
in var út 1942, en dóttir Wrights, Sylvia, stytti
hana um um 300 síður, en útgefin er bókin rúm-
ar 1.000 síður. Að því er hún segir sjálf í eft-
irmála við útgáfuna fólst styttingin aðallega í
því að stytta landslagslýsingar og langdregin
samtöl og þá aðallega í fyrri hluta bókarinnar,
enda varð stíll Wrights knappari og hnitmiðaðri
eftir því sem leið á bókina.
Sumir hafa viljað telja bókina um Islandia
vísindaskáldskap, enda stemmir hún við margt
sem fjallað er um í slíkum skáldskap og reyndar
fær lesandi oft á tilfinninguna að verið sé að
lýsa geimverum, svo frábrugðnir eru íbúar Is-
landia í hugsunarhætti. Aðrir bregðast ókvæða
við þegar slíku er haldið fram og leggja áherslu
á að Islandia sé svo raunverulegt land að eins
gæti lýsingin átt við Japan áður en einangun
landsins var aflétt á nítjándu öld eða þá Banda-
ríkin á seinni hluta átjándu aldar. Allt of margt
er aftur á móti órökrétt og fjarstæðukennt í lýs-
ingu Tappans á landinu, sumt sem hann hefði ef
til vill bætt úr eftir því sem honum hefði gefist
tími til, enda var hann að vinna við bókina af
krafti þegar hann féll frá á sínum tíma.
Lýður og landshagir
Islandia er á syðri hluta Karain-skaga, um
240.000 ferkílómetrar, að stórum hluta fjalllendi
og íbúarnir um tvær milljónir. 90% landsmanna
eru læs, en bækur eru þó ekki algengar. Ekkert
útvarp er eða álíka skemmtan. Leiklist er ekki
stunduð, enda þykir hneisa að líkja eftir öðrum,
þó á leiksviði sé. Tónlist er lítið stunduð utan
heimilis, en þá sem snarstefjuð prógramm-
músík. Ritlist er lítið stunduð, en nokkur skáld
og rithöfundar hafðir í hávegum.
Um 90% íbúa búa á 150.000 býlum, yfirleitt á
eigin landi og stunda sjálfsþurftabúskap. Eign-
arhald byggist á elsta syni, hann tekur við
búinu af föður sínum, en yngri synir giftast al-
mennt ekki, heldur búa þeir og starfa á búinu
sem félagar bróður síns. Ekki stunda nema
örfáir nám utan heimilis, en til eru háskólar
sem veita menntun í jarðrækt.
Allir leggja hönd á plóginn í jarðræktinni, þar
með talinn hinn eiginlegi aðall, en skil á milli há-
stétta og lágstétta eru engin þegar sinna á dag-
legu amstri.
Nokkur sjávarþorp eru hér og þar með
ströndinni en ein borg, Borgin, sem heitir
Borgi, er einnig staðsetur þings landsins sem
skipað er fulltrúum helstu fjölskyldna, en einnig
er yfir landinu konungur með takmörkuð völd.
Eiginlegar kosningar fara ekki fram, en skoð-
anakannanir skera úr með stórmál.
Fallegt líf ... eða hvað
Allir fara ferða sinna fótgangandi eða á hest-
baki, nema þegar siglt er á segl- eða árabátum
þar sem því verður við komið. Engar eiginlegar
landbúnaðarvélar eru til. Samskipti manna eru
talsverð, farið í göngu- og veiðiferðir, útreiðar-
túra, dansað eða einfaldlega spjallað saman
sumarkvöldin fögur. Margir hafa bent á að
Wright hafi ekki verið nema mátulega fróður
um jarðrækt, því frítími bænda og búaliðs er
talsverður, sem vekur ekki síst spurningar í
ljósi þess að nánast allt er unnið með handafli.
Það er kannski eins gott að yngri bræður og
ógiftar stúlkur eru ólaunaðir starfsmenn býl-
anna.
Islandia Wrights er dæmigerð fyrir bækur
sem undistrika hið einfalda, hversu lífið væri
fallegt og gott ef allir erjuðu jörðina í sveita síns
andlitis og létu lífsgæðakapphlaupið eiga sig.
Þjóðskipan í Islandia minnir frekar á upplýst
einveldi en lýðræðisskipan, líkara lénsskipulagi
en frjálsum eignarrétti og svo má áfram telja.
Íbúar eru af evrópskum uppruna, ljósir á hör-
und, gáfaðir og göfugir, en óþokkarnir aftur á
móti illa menntaðir negrar sem búa á norður-
hluta Karain o.s.frv. Ýmislegt í bókinni er þann-
ig ókræsilegt þegar lesið er á milli línanna, en
þrátt fyrir það er Islandia merkileg bók, ekki
listaverk en bráðskemmtileg aflestrar og fljót-
lesin þó síðurnar séu yfir þúsund.
Islandia eftir August Tappan Wright. Over-
look Press gefur út í janúar 2002. 1024 síðna
kilja. Kostar 3.895 kr. í Máli og menningu.
Staðleysubækur gegna oftar en ekki því hlutverki að veita höfundi fróun
frá amstri. Árni Matthíasson segir frá bókinni um Eyland, Islandia,
sem skrifuð var af lögfræðingi í upphafi síðustu aldar.
Ævintýri á Eylandi