Morgunblaðið - 11.08.2002, Page 6

Morgunblaðið - 11.08.2002, Page 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 4/8 – 10/8 ERLENT INNLENT  UMBOÐSMAÐUR Al- þingis hefur í nýlegu áliti gagnrýnt stjórnsýslu sam- gönguráðuneytisins. Átel- ur umboðsmaður ráðu- neytið fyrir drátt sem varð á svari við fyr- irspurnum hans, en svar- bréf frá ráðuneytinu barst umboðsmanni rúmu ári eftir að fyrirspurn var send ráðherra. Ítrekar umboðsmaður tilmæli úr fyrri álitum sem vörðuðu ráðuneytið og hyggst vekja athygli Alþingis á þessu. Í frétt frá ráðu- neytinu segir að gerðar hafi verið ráðstafanir til þess að tryggja skjótari afgreiðslu en orðið hefur í þeim tveimur málum tengdum samgöngu- ráðuneytinu sem umboðs- maður hefur fjallað um nýverið.  LÖGREGLAN í Vest- mannaeyjum hefur aldrei lagt hald á jafnmikið magn af fíkniefnum og um liðna verslunar- mannahelgi. Lagði hún m.a. hald á um 120 grömm af amfetamíni, 40 grömm af kókaíni og 30 e-töflur.  RÁÐAST á í haust í bólusetningu á um 70 þús- und börnum og ungling- um fyrir heilahimnubólgu af C-stofni. Bólusetja á ungbörn á fyrsta ári og allt upp í 18 ára unglinga.  Á RÚMUM mánuði í sumar hafa sautján konur leitað til Neyðarmóttök- unnar vegna kynferð- islegs ofbeldis. Fimm komu fram eftir versl- unarmannahelgi. Alvarlegt flugatvik yfir Grænlandi FLUGVÉL Flugfélags Jórvíkur, Cessna 404, lenti í byrjun ágúst í alvar- legu flugatviki yfir Grænlandi er hún var þar í leiguflugi. Um borð voru níu farþegar auk flugmanna. Atvikið er til rannsóknar hjá flugmálayfirvöldum í Danmörku. Talið er að flugvélin hafi lent í mikilli ísingu yfir austurströnd Grænlands. Við það hafi hún fallið úr þrettán þúsund fetum í tvö þúsund fet. Stórtjón í eldsvoða ALLT slökkvilið höfuðborgarsvæðis- ins var kallað út um kl. þrjú sl. mið- vikudag eftir að eldur kviknaði í lager í kjallara húss númer níu við Fákafen í Reykjavík. Fljótlega varð mikið reyk- haf í kringum húsið og nágrenni þess. Á annan tug verslana hefur ýmist verslunar- eða lageraðstöðu í húsinu, auk þess sem Reykjavíkurborg hefur þar geymsluhúsnæði undir listaverk í eigu Listasafns Reykjavíkur. Talið er að tjón vegna brunans nemi mörg hundruð milljónum króna. Meira en sólarhring tók að slökkva eldinn. Í fyrstu var óttast að listaverkin hefðu eyðilagst í eldinum en í ljós kom að ástand þeirra var betra en búist var við. Þau virðast að mestu heil. Aðgerðir vegna gjaldþrots Nanoq FORSVARSMENN hóps birgja sem eiga tugmilljónakröfur í þrotabú Ís- lenskrar útivistar ehf. (Nanoq) hafa ákveðið að stefna stjórnarmönnum Ís- lenskrar útivistar fyrir dóm í þeim til- gangi að láta reyna á ábyrgð þeirra. Þá hyggjast þeir óska eftir rannsókn á því hvort skilasvik hafi átt sér stað. Skiptastjóri þrotabús Nanoq og Rekstrarfélag Nanoq hafa komist að samkomulagi um að kaupverð óveð- settra lausafjármuna og verðmæta sem féllu undir kaupsamning þessara aðila skuli vera 24 milljónir kr. Innrás í Írak yfirvofandi? MARGT bendir til að innrás Banda- ríkjamanna sé yfirvofandi, ef ekki á þessu ári þá á því næsta. Saddam Huss- ein, forseti Íraks, varaði Bandaríkja- stjórn hins vegar við því á fimmtudag að innrás í Írak myndi mistakast og leiða til mikils mannfalls meðal banda- rískra hermanna. Fullyrt var í bandarískum fjölmiðl- um að Hussein hefði nýlega sagt írösk- um embættismönnum að hann hygðist verjast hugsanlegri innrás Bandaríkja- hers með því að safna hersveitum sín- um saman í stærstu borgum Íraks til að mannfallið meðal óbreyttra borgara og bandarískra hermanna yrði sem mest. Ekki er hins vegar vitað hversu reiðu- búnir óbreyttir borgarar í Írak eru reiðubúnir til að deyja fyrir Saddam og í Washington var haft eftir Sharif Ali bin Al-Hussein, einum helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Írak, að bæði hermenn og óbreyttir borgarar biðu þess eins, að Saddam væri steypt af stóli. Á Vesturlöndum eru alls ekki allir á eitt sáttir um fyrirætlan Bandaríkja- stjórnar og m.a. sagði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, á mánudag að það væri „óráð- legt“ að gera árás á Írak í ljósi „núver- andi aðstæðna“ í Mið-Austurlöndum. 21 fórst í Kólumbíu TUTTUGU og einn maður fórst og sjö- tíu særðust er sprengjur sprungu við forsetahöllina í Bogota, höfuðborg Kól- umbíu, á miðvikudag einmitt er Alvaro Uribe var þar innandyra að sverja emb- ættiseið sem næsti forseti landsins. Tal- ið er öruggt að skæruliðar úr marxíska byltingarhernum (FARC) hafi staðið fyrir ódæðinu en Uribe hefur heitið því að taka harkalega á skæruliðunum, sem berjast gegn stjórnvöldum í Kólumbíu. Það mun reynast þrautin þyngri en borgarastríðið í landinu hefur mjög færst í aukana undanfarnar vikur.  TILKYNNT hefur verið að Brasilía fái aukna lánsábyrgð frá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum, IMF, er nemur 30 milljörðum dollara, eða rúmlega 2.500 milljörðum króna. IMF hefur aldrei fyrr veitt svo stórt lán.  GONZALO Sanchez de Losada, auðugur kaup- sýslumaður sem ólst upp í Bandaríkjunum, var kjör- inn forseti Bólivíu öðru sinni.  SKURÐLÆKNUM í Bandaríkjunum tókst á þriðjudag að aðskilja eins árs tvíburasystur sem voru með samvaxin höfuð. Aðgerðin, sem var mjög áhættusöm, tók 20 klukkustundir.  ÞRÍR biðu bana á föstu- dag þegar þrír menn köst- uðu handsprengjum að spítalakapellu kristinna manna í bænum Taxila, ekki langt frá Islamabad, höfuðborg Pakistans. Einn árásarmanna féll einnig.  MIKIL spenna hljóp í samskipti Kína og Taívans eftir að Chen Shui-bian, forseti Taívans, gaf til kynna að hann vildi boða þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði landsins. Kínverjar brugðust ókvæða við og varð það til þess að Taívanar drógu í land.  TALA atvinnulausra í Þýskalandi fór aftur yfir fjórar milljónir í júlí og þykir það draga mjög úr möguleikum Gerhards Schröders kanslara á að ná endurkjöri í þingkosn- ingunum í haust. Styrkir úr Minningarsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar Stjórn Minningarsjóðs Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Markmið sjóðsins er stuðningur við nýj- ungar í læknisfræði, einkum á sviði heila- og tauga- sjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma, augnsjúkdóma og öldrunarsjúkdóma. Með umsóknunum skulu fylgja greinargerðir um vísindastörf umsækjenda, ít- arlegar kostnaðaráætlanir og upplýsingar um það, hvernig þeir hyggjast verja styrknum. Umsóknarfrestur er til 31. október nk. og ber að senda umsóknir í pósthólf 931, 121 Reykjavík, merktar: „Minningarsjóður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar.“ Stefnt er að því að til- kynna um úthlutun í lok nóvember nk. ÁGÚST Benediktsson frá Hvalsá í Kirkjubólshreppi á 102 ára afmæli í dag. Hann er fæddur 11. ágúst 1900 og býr á Hrafnistu í Hafnarfirði. „Ég er nú ekki fréttafróður þótt ég sé gamall. Ég er farinn að gleyma. Það sagði ein hjúkrunarkonan við mig að ég væri elsti maðurinn á heimilinu og ég ferðaðist mest. Ég fer þegar strákarnir bjóða mér út í bæ,“ segir Ágúst en strákarnir eru fimm synir hans. Ágúst er fæddur í Steinadal á Ströndum og ólst þar upp til níu ára aldurs. Þá var hann lánaður yfir í Barðastrandarsýslu, eins og hann orðar það sjálfur. „Það var ekki verið að spyrja börnin hvort þau vildu fara eins og núna. Ég átti bara að fara til að vinna fyrir mér,“ lýsir hann. Árið 1929 flutti hann að Hvalsá í Steingrímsfirði, þar sem hann bjó í 43 ár, ásamt konu sinni, Guðrúnu Einarsdóttur frá Þórustöðum í Bitrufirði. Guðrún dó fyrir rúmu ári, 93 ára að aldri. Heilsuhraustur alla tíð Þau hjón áttu sjö syni og eru fimm þeirra á lífi. Afkomendurnir eru vel yfir sjötíu talsins. Ágúst var bóndi en stundaði einnig sjóinn. Hann átti trillu en bú- ið var lítið, að sögn hans, rúmar hundrað kindur. Einnig vann hann hjá bændum á vorin eftir sauðburð við smíðar. „Búið fór í eyði eftir að ég lauk búskap, það hefur gengið manna á milli sem sumarbústaður síðan,“ bendir hann á. Ágúst og Guðrún brugðu búi 1972 og fluttu þá til Reykjavíkur, en flestir synir hans voru þegar fluttir í bæinn. Ágúst segist hafa verið heilsu- hraustur alla tíð, en heilsan hafi þó versnað töluvert síðastliðin tvö ár. Hann hefur verið slæmur í maga og segist ónýtur að ganga því jafn- vægið sé slæmt. Einnig fær hann móðu fyrir augun. „Það er voðalega lítið sem ég geri hér á daginn. Mér finnst svo slæmt að fá fólk til við- ræðna hérna, það vill vera sér,“ undirstrikar hann. Dráttarhestarnir hurfu fyrir vélunum Ágúst segir fjölmargt hafa breyst á þessum árum. „Framfar- irnar hafa verið gífurlegar. Það var notuð skófla í staðinn fyrir vél- arnar,“ nefnir hann og segir að bú- skaparhættirnir hafi verið að breytast um það leyti sem hann hætti búskap. „Dráttarhestarnir hurfu fyrir vélunum, þær voru að koma þegar ég var að hætta. Ég var með orf og ljá mína búskapar- tíð.“ Ágúst var snemma látinn vinna og var ekki nema sex ára þegar hann fór að sitja hjá. Þá trítlaði hann með nestispokann á bakinu og sat hjá rollunum þegar lömbin voru rekin í aðra átt. Níu ára sat hann einn hjá. „Ég sat alla dagana einn og mér leiddist svo fyrst eftir að strákurinn fór sem átti að vera með mér að ég hafði ekki lyst á að borða. Ég skildi matinn eftir til að láta ekki fólkið vita af því, mér þótti skömm að því að borða ekki. En svo smálagaðist þetta. Ég sat hjá allt sumarið og ég man ekki eftir að ég týndi neinni af rollunum,“ lýsir hann. Að sögn hans var skólagangan lítil og léleg. Hann segir að lítill tími hafi gefist til lærdóms þar sem ávallt þurfti að vinna. „Ég hef verið hluta úr þremur vetrum, þrjá fjóra mánuði til samans, það er öll skóla- gangan. Við lærðum að lesa og skrifa og reikna svolítið. Það var kennari sem fór á bæina,“ bætir hann við og segist hafa iðrast þess oft á fullorðinsárunum að hafa ekki hlotið meiri menntun. Hann segist helst hefði viljað læra meiri reikn- ing. „Ég veit ekki hverju ég á að þakka þetta langlífi, bæði vinnu og góðu fæði, íslenskum mat. Það var ekki verið að hlaupa í búðirnar til að kaupa mat þá. Ég borðaði líka mikið af harðfiski,“ segir Ágúst. Ágúst Benediktsson er 102 ára í dag Elstur en ferðast mest Morgunblaðið/Þorkell Ágúst Benediktsson þakkar vinnu og íslenskum mat langlífi. ÁKVEÐIÐ hefur verið að selja Akureyrina EA 110 til Onward Fishing Company, dóttur- félags Samherja hf. í Bret- landi, og verður skipið afhent í byrjun september. Sléttbakur EA, sem Samherji keypti ný- lega af Útgerðarfélagi Akur- eyringa, fer í slipp áður en hann heldur til veiða á vegum félagsins og fær nafnið Akur- eyrin EA 110. Akureyrin EA, sem er 882 brúttólesta skip, var smíðuð í Póllandi á árinu 1974. Það var fyrsta skip í eigu Samherja hf. og hefur verið gert út sem frystitogari frá árinu 1983. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir, að Akureyrin hafi verið afar farsælt skip og ávallt verið meðal aflahæstu skipa lands- ins. Ekki sé reiknað með að til uppsagna komi við söluna og verði sjómönnum boðið pláss á öðrum skipum félagsins. Söluverð skipsins er 275 milljónir króna en salan hefur ekki áhrif á rekstur og efnahag samstæðu Samherja. Samhliða því að Onward fær Akureyrina verður skipinu Normu Mary skilað til Síldarvinnslunnar en Onward hefur haft skipið á leigu frá þeim undanfarin ár. Akureyrin seld dótturfélagi Samherja í Bretlandi ♦ ♦ ♦ TVEIR menn voru fluttir á slysa- deild eftir áflog í miðbænum undir morgun aðfaranótt laugardagsins, að sögn lögreglunnar í Reykjavík. Um tvö tilfelli var að ræða og í því fyrra var maður bitinn í andlit- ið á bar í miðborginni um fimm- leytið um morguninn. Hinn mað- urinn sem þurfti að leita á slysadeild eftir nóttina var laminn í andlitið á Lækjartorgi í áflogum sem þar áttu sér stað um sjöleytið á laugardagsmorgun og var annar maður tekinn í vörslu lögreglu eftir þann atburð. Áflog í miðbænum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.