Morgunblaðið - 11.08.2002, Page 12
12 SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
GEÐÞEKK ellefu ára gömul telpa
brosir feimnislega í átt að stjórn-
anda spjallþáttarins og svarar
spurningum um framtíðaráform sín.
„Píslarvættisdauði er fallegur. Allir
vilja deyja píslarvættisdauða,“ segir
stúlkan. „Hvað gæti verið betra en
að fara til himnaríkis?“ Spjallþátt-
urinn var sýndur í palestínska sjón-
varpinu í júlímánuði og er aðeins
eitt dæmi um það hve stór þáttur
hugtakið „píslarvottur“ er orðinn í
palestínskri menningu og opinberri
fjölmiðlaumfjöllun.
Þeir sem gera sjálfsmorðsárásir á
Ísraela eru rómaðir í sjónvarpi,
dægurtónlist, predikunum og skóla-
bókum. Í ljóði í skólabók fyrir þrett-
án ára börn má lesa þessa línu: „Ég
sé dauða minn framundan, en ég
flýti mér í átt að honum“. Vegg-
spjöld með myndum af nýjustu
„píslarvottunum“ eru hengd á veggi
á Vesturbakkanum og Gaza-strönd-
inni.
Mikið fjaðrafok varð í liðnum
mánuði þegar ísraelski herinn sendi
frá sér ljósmynd, sem fannst við
húsleit á Vesturbakkanum, af ung-
barni með gervisprengjur um mittið
og rauðan hálsklút á enninu. Ætt-
ingi barnsins sagði að um grín hefði
verið að ræða en ísraelskir fjöl-
miðlar sögðu ljósmyndina sönnun
þess að æði hefði gripið palestínsku
þjóðina.
„Þetta brjálæði er sem faraldur í
samfélagi Palestínumanna. Annars
staðar vilja börn verða knatt-
spyrnumenn, en hér vilja þau
sprengja sig í loft upp,“ segir Eran
Lehrman, fyrrverandi starfsmaður
leyniþjónustu ísraelska hersins.
Segja börnin heilaþvegin
Margir Ísraelar fullyrða að leið-
togar Palestínumanna, með Yasser
Arafat, forseta palestínsku heima-
stjórnarinnar, í fararbroddi, ali á
píslarvottadýrkuninni í því skyni að
fá börn til þess að fremja hryðju-
verk.
Samkvæmt tveimur skoðana-
könnunum sem birtar voru í júlí-
mánuði kemur fram að rúmlega
sextíu prósent Palestínumanna
styðja sjálfsmorðsárásir á Ísraela.
Margir hafa hins vegar áhyggjur af
ástandinu og áhrifum þess á börn
sín.
„Ég er hræddur við að leyfa syni
mínum að horfa á sjónvarpið,“ segir
palestínskur túlkur sem ekki vill
láta nafns síns getið. „Sonur minn
er einungis fjögurra ára gamall. Áð-
ur fyrr sagðist hann vilja verða
blaðamaður þegar hann yrði stór.
Afi hans, sem er hjartaskurðlæknir,
sagði að hann ætti að verða læknir.
Fyrir nokkrum dögum vorum við að
gantast við hann og spurðum hann
hvort hann vildi frekar verða. Hann
sagði „ég vil verða shahid“ (písl-
arvottur). Ég missti stjórn á mér.
Ég trúði ekki mínum eigin eyrum.“
Palestínska fjölmiðlavaktin, ísr-
aelsk stofnun sem leitar að dæmum
um stríðsæsing í arabískum fjöl-
miðlum, sendi nýverið frá sér
skýrslu þar sem palestínska heima-
stjórnin er sökuð um að nota forn
trúarhugtök um mannfórnir í póli-
tískum tilgangi.
Meðal þess sem skýrslan nefnir
sem dæmi er spjallþátturinn „Bréf
frá þjóðinni okkar“ sem sýndur var
í liðnum mánuði á sjónvarpsstöð
sem rekin er af heimastjórninni. Í
þættinum ræddi hópur palestínskra
ungmenna á aldrinum ellefu til
nítján ára um sjálfsmorðsárásir.
Samkvæmt afriti af samtölum ung-
mennanna er hin ellefu ára gamla
Wala spurð hvort sé eftirsóknar-
verðara, friður og full réttindi til
handa palestínsku þjóðinni eða
„píslarvættisdauði“. „Píslarvættis-
dauði,“ svarar telpan. „Auðvitað er
píslarvættisdauði betri,“ bætir hin
ellefu ára gamla Yussra við. „Við
viljum ekki þennan heim, við viljum
lífið eftir dauðann. Öll palestínsk
börn biðja til Guðs um að fá að
verða píslarvottar.“
Palestínska sjónvarpið sýndi í
mars síðastliðnum harðorða ísl-
amska predikun, skömmu áður en
alda sjálfsmorðsárása skall á. „Við
verðum að óska eftir píslarvættis-
dauða og biðja Guð um að veita
okkur hann,“ sagði klerkurinn
Ahmed Abdul Razek. „Guð hefur
sáð í unga fólkið okkar ást á heilögu
stríði, ást á píslarvættisdauða. Ung-
mennin okkar hafa breyst í sprengj-
ur. Þau sprengja sig í loft upp daga
og nætur.“
Itamar Marcus, forstjóri Palest-
ínsku fjölmiðlavaktarinnar, segir út-
sendingarnar skýra hvers vegna svo
mörg ungmenni hafa boðið sig fram
til þess að gera sjálfsmorðsárásir.
„Það er enginn efi um að þau sem
gera árásirnar trúa því að þau séu
að uppfylla óskir samfélagsins og
Guðs. Það er það sem palestínska
sjónvarpið kennir þeim. Þau eru
heilaþvegin og þurfa nauðsynlega á
aðstoð að halda,“ segir Marcus.
Stjórnendur palestínska sjón-
varpsins segja útsendingarnar ein-
faldlega sýna afstöðu palestínsku
þjóðarinnar í heild sinni. „Við þurf-
um að endurspegla það sem er að
gerast og það sem sem þjóðin trúir
á,“ segir Saadu Sabawi, sem er
fréttaritstjóri og fréttastjóri er-
lendra frétta hjá palestínska sjón-
varpinu. „Við erum ekki að skapa
vandann. Börnin sem verða píslar-
vottar gera það ekki vegna sjón-
varpsins heldur vegna þess sem Ísr-
aelar eru að gera þeim. Vegna
ofbeldisins og kúgunarinnar.“
Sabawi sagðist ekki þekkja þá til-
teknu sjónvarpsþætti sem Ísrael-
arnir gagnrýndu. Hins vegar virtust
lýsingarnar ekki vera óvenjulegar.
Ísraelar hafa löngum gagnrýnt
palestínska fjölmiðla. Eitt fyrsta
skotmark ísraelska hersins í októ-
ber árið 2000, nokkrum vikum eftir
að átökin á svæðinu hófust á ný, var
aðalendurvarpsturninn á Vestur-
bakkanum. Palestínska sjónvarpið
hefur síðan flutt sig á Gaza-strönd-
ina.
Spilla frelsisbaráttunni
Nokkrir ungir drengir í Daha-
isha-flóttamannabúðunum nærri
Betlehem á Vesturbakkanum sögð-
ust dást að „píslarvottunum“, en að
þeir vildu ekki endilega deyja „písl-
arvættisdauða“ sjálfir. Mutasem
abu Ajamiyya, níu ára gamall, sagði
hins vegar alvarlegur í bragði: „Ég
vil gera sjálfsmorðsárás. Ég vil
drepa eins marga þeirra og ég get.
Ég vil fara á strætisvagnastöð og
sprengja mig fyrir framan þá,“
sagði Mutasem. Hann hefur ekki
sagt foreldrum sínum frá þessum
áformum. „Þetta er það sem ég vil
gera. Ég mun halda því leyndu þar
til ég verð stór.“
Meðal fullorðinna Palestínu-
manna snýst umræðan ekki um sið-
ferðilega hlið sjálfsmorðsárásanna
heldur hvort „hernaðaraðgerðirnar“
skili einhverjum árangri í barátt-
unni. Þeir nota sjaldan hugtakið
„sjálfsmorðsárás“.
„Þessar aðgerðir hjálpa ekki til í
baráttu okkar fyrir frelsi og sjálf-
stæði. Þvert á móti styrkja þær þá
sem ekki vilja frið og gefa Ariel
Sharon [forsætisráðherra Ísraels]
ástæðu til að halda áfram grimmi-
legu stríði sínu á hendur palest-
ínsku þjóðinni,“ segir í opnu bréfi
sem 55 áhrifamenn meðal Palest-
ínumanna undirrituðu og var birt í
júnímánuði.
Jafnvel sumir þeirra sem skrif-
uðu undir yfirlýsinguna neita að
fordæma árásarmennina sjálfa og
trúa því að árásirnar hafi eitthvert
gildi. „Það er okkur skapraun að sjá
þá [Ísraela] lifa rólegu lífi, fara á
ströndina og á kaffihús, meðan syn-
ir þeirra framkvæma þessi grimmd-
arverk,“ segir Isla Jad, prófessor
við Birzeit-háskóla í Ramallah.
Margir Palestínumenn sem áber-
andi hafa verið í friðarhreyfingunni
neituðu að rita nafn sitt undir yf-
irlýsinguna. „Fólk hló að fimm-
tíuogfimmmenningunum. Þetta var
vandræðalegt,“ sagði Mahdi Abdul
Hadi, forstjóri rannsóknarfyrirtæk-
isins Passia.
Kennslumyndband Hamas
Ísraelar hafa undanfarin tvö ár
talið 133 palestínska sjálfsmorðs-
árásarmenn, 91 sem tókst ætlunar-
verk sitt og 42 sem voru handteknir
áður en þeim tókst að sprengja sig í
loft upp. Sá yngsti sem var hand-
tekinn var rúmlega fjórtán ára
gamall. Leyniþjónusta ísraelska
hersins segir raðir ungra Palest-
ínumanna sem tilbúnir eru að fórna
lífi sínu nánast endalausar.
Annað sem mikinn hroll vakti í
Ísrael er myndband sem ísraelski
herinn gerði upptækt í borginni
Nablus í apríl síðastliðnum. Um er
að ræða þriggja klukkustunda langt
kennslumyndband í framleiðslu og
meðferð sjálfsmorðssprengja. Á
bandinu kennir grímuklæddur mað-
ur hvernig gera á belti með sprengi-
efni og hvar á að standa í stræt-
isvagni til þess að valda sem
mestum skaða þegar sprengjan er
sprengd. Talið er að myndbandið,
sem einnig inniheldur íslamskar
bænir, hafi verið framleitt af Ham-
as, herskáum palestínskum samtök-
um, sem neita að viðurkenna til-
verurétt Ísraelsríkis.
Foringi innan leyniþjónustu ísr-
aelska hersins, sem ekki vildi láta
nafns síns getið, sagði að tækni-
legar hliðar sjálfsmorðsárása væru
enn svo erfiðar að ólíklegt væri að
óháðir aðilar gætu staðið að þeim.
„Þeir hafa fleiri hugsanlega
árásarmenn en sprengjur,“ sagði
hann. „Þeir líta á sjálfsmorðsárásir
sem þeirra eina vopn. Þær eru frá-
bær vopn, ódýr vopn...en þær eru
samt sem áður háðar skipulagi, pen-
ingum og hráefni.“
„Ungmennin okkar
hafa breyst í sprengjur“
Palestínskir fjölmiðlar
ala á píslarvottadýrkun
og hatri á Ísraelum.
Börn allt niður í fjög-
urra ára segjast vilja
gera sjálfsmorðsárásir.
Jerúsalem. Los Angeles Times.
Reuters
’ Annars staðarvilja börn verða
knattspyrnumenn
en hér vilja þau
sprengja sig
í loft upp ‘
ÁTÖKIN fyrir botni Miðjarð-
arhafs eru tekin að hafa svo al-
varleg áhrif á ísraelsk og palest-
ínsk börn að sálfræðingar hafa af
því verulegar áhyggjur að heil
kynslóð geti misst alla trú á frið.
Á þeim tveimur árum sem upp-
reisn Palestínumanna, intifada,
hefur staðið yfir hafa rúmlega
300 palestínsk og um 30 ísraelsk
börn látið lífið og ótalmörg önnur
eru sködduð á sál eða líkama.
Á Vesturbakkanum segist lítil
telpa óttast það mest að ísraelski
herinn taki pabba hennar í burtu,
en hann er eftirlýstur af ísraelsk-
um stjórnvöldum, og önnur stúlka
horfði á móður sína vera yfir-
heyrða svo dögum skipti. Í Jerú-
salem hafa ísraelskar telpur
fundið upp sjálfsmorðsárásarleik
og sjö ára strákur er hættur að
horfa á sjónvarp til að forðast
fréttamyndir af sjálfsmorðs-
árásum, að sögn Michals Prem-
inger barnasálfræðings.
Teikna myndir af
skriðdrekum
Frá því að Ísraelsher hóf að-
gerðir sínar á Vesturbakkanum í
lok marsmánaðar hafa palestínsk
börn lítið annað haft við að vera
en að horfa á sjónvarp, leika sér
innandyra og spila knattspyrnu
nærri heimilum sínum. Sum ísr-
aelsk börn vilja ekki einu sinni
fara út fyrir hússins dyr lengur,
og foreldrar beggja vegna víglín-
unnar gera hvað þeir geta til að
halda börnum sínum, sérstaklega
unglingum, innan veggja heim-
ilisins.
„Það skelfilegasta er sú þrá-
hyggja margra ungmenna að
verða píslarvottur, og trúin á að
það sé besta leiðin til að sanna
sig,“ segir Eyad Sarraj, for-
stöðumaður geðheilsuverkefnis á
Gaza-svæðinu. „Palestínsk börn
teikna myndir af skriðdrekum
sem á dynur grjótregn eða af Al-
Aqsa-moskunni í Jerúsalem og
frelsun hennar,“ segir Marie Rev-
eillaud, sem vinnur fyrir frönsku
læknasamtökin Medicins du
Monde (MDM) í Ramallah. „Þeim
finnst þau vera óhamingjusöm-
ustu börn í heimi, og takast á við
það með því að heita hefndum á
Bandaríkjamönnum og gyð-
ingum.“
Sálfræðingurinn Attar Ornan
segir ísraelsk börn verða æ lit-
aðri af stjórnmálaástandinu í
landinu. Þau líti á araba sem
óvini sína og flest börn undir
fimm ára aldri leiki stríðsleiki, en
þeim sé full alvara með leikj-
unum. „Ég vona að þessi börn
missi ekki alla trú á frið,“ segir
Ornan. „En jafnvel þótt friður
ríki í framtíðinni munu þau enn
verða lituð af ástandinu sem ríkir
í dag.“
„Erum að missa
þessa kynslóð“
Ísraelsk börn geta ennþá leitað
til stofnana, til dæmis skóla, sem
geta veitt þeim nokkra aðstoð og
einhvers konar hjálp, en að-
stæður palestínskra barna eru
mun alvarlegri. „Við erum að
missa þessa kynslóð sem við
bundum svo miklar vonir við,“
segir Sarraj. „Þeir sem gera
sjálfsmorðsárásirnar núna voru
börn í fyrstu intifada-uppreisn-
inni (1987–1993), þannig að mað-
ur getur rétt ímyndað sér hvað
mun verða um þau börn sem
alast upp í dag.“ Að sögn Sarrajs
þyrftu palestínsku börnin að
leika sér, fara í sundlaugar eða
stunda íþróttir. „En fjármagn er
af skornum skammti og palest-
ínska heimastjórnin þarf að ein-
beita sér að því að halda lífi.“
Linnulaust útgöngubann hefur
komið í veg fyrir tómstundir og
aðstoð hjálparsamtaka á Vest-
urbakkanum. Rúmlega þrjátíu
hjálparsamtök, MDM þar á með-
al, sendu í byrjun júlímánaðar frá
sér bænaskjal þar sem ísraelsk
stjórnvöld voru beðin um að leyfa
starfsmönnum samtakanna að
veita Palestínumönnum á Vest-
urbakkanum aðstoð.
Full alvara að baki
stríðsleikjunum
Jerúsalem. AFP.