Morgunblaðið - 11.08.2002, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 2002 13
"Heimsókn til Víetnam er lífs-
reynsla sem enginn gleymir.
Því þegar heim er komið leynist í
farangrinum hafsjór af minningum
um framandi mannlíf, undurfögur
listaverk náttúrunnar, aldagamla
menningu og einstaka þjóð."
María Ólafsdóttir, félagsfræðingur
Frá Sapa til Saigon: 14. nóv. - 3. des. í fylgd Guðnýjar H. Gunnarsdóttur
Ferðakynning í Norræna húsinu – mánudaginn 12. ágúst kl. 20.00
Víetnam er land sem býr yfir mikilli fjölbreytni og ferð þangað á erindi til allra sem hafa áhuga á
framandi mannlífi, fornri sögu og náttúrufegurð. 4000 ára saga kúgunar og stríðsátaka hefur sett
mark sitt á þjóðina og ummerki síðasta stríðs eru víða að sjá. Ferðamenn eru nú óðum að uppgötva
töfra þessa lands og glæsileg lúxushótel og fjölbreytt afþreying stendur ferðamönnum til boða.
Ferðaskrifstofan Embla býður nú 20 manna hópferð til Víetnam í annað sinn og nú í fylgd Guðnýjar
Helgu Gunnarsdóttur kennara, en hún var búsett í Hanoi um árabil og
gjörþekkir staðhætti og sérkenni landins. Í lok ferðarinnar gefst kost-
ur á að njóta hvíldar við undurfagra baðströnd Phan Thiet í suður-
hluta landsins.
VERÐ: 298.000 kr. á mann. Miðað er við hámark 20 manns.
Aukagjald fyrir einbýli: 42.750 kr. Heildar flugvallaskattar: 11.500 kr.
Innifalið: flug með Flugleiðum og Singapore Airlines, gisting í 17 nætur þar af ein í
Singapore á 4-5 stjörnu hótelum með morgunverði, 6 hádegisv. og 6 kvöldv., allar skoð-
unarferðir, innanlandsflug og lestarferð til Sapa, íslensk fararstjórn og staðarleiðsögn.
Vistvænar Veraldarferðir
VEITUM ALHLIÐA FERÐAÞJÓNUSTU OG HÖNNUM FERÐIR FYRIR EINSTAKLINGA JAFNT SEM HÓPA UM ALLAN HEIM.
Nálgist ítarlega ferðalýsingu á heimasíðu Emblu: www.embla.is
Skólavörðustígur 21 a • 101 Reykjavík • Sími: 511 40 80
Póstfang: embla@embla.is • Veffang: www.embla.is Em
bluf
erð
Öðr
uvís
i fe
rð
Hápunktar ferðarinnar
Ferð í hjólarikksjá um gamla borgarhlutann í Hanoi Heimsókn í
núðluþorpið Lestarferðin upp í fjöllin Listaverk náttúrunnar í
siglingu um Halong flóann Sælkeramáltíðir og ljúft viðmót fólksins
Litríkir útimarkaðir og líf fjallafólksins Forn fljótamenning
Hallir keisaranna í Hue Cu Chi göngin og stríðsminjar í Saigon
til Vietn
am!
Vertu m
eð
Sleppa við
kosningar
Ashkhabad. AFP.
SAPARMURAT Niyazov, lífstíðar-
forseti Miðasíuríkisins Túrkmeníst-
ans, hefur ákveðið að ekki verði efnt
til forsetakosninga í landinu og virð-
ist nú ljóst að hann muni því gegna
embættinu til æviloka.
„Við höfum rætt málið og komist
að þeirri niðurstöðu að ekki sé nauð-
synlegt að efna til forsetakosninga,“
sagði hinn 62 ára gamli Niyazov á ár-
legum fundi í svonefndu þjóðarráði
landsmanna. Hann hefur stjórnað
landinu með harðri hendi síðan hann
varð leiðtogi kommúnistaflokks
landsins árið 1985.
Um 2.000 fulltrúar á fundi ráðsins
fögnuðu innilega ákvörðun Niyazovs
en fundinum var sjónvarpað beint.
Margir áhrifamenn þjóðarinnar
höfðu hvatt Niyazov eindregið til að
láta ekki fara fram kosningar.
Búningunum
stolið
Washington. AP.
BANDARÍKJASTJÓRN hefur var-
að flugfélög við því að hryðjuverka-
menn muni hugsanlega reyna að
komast inn á flugvelli og um borð í
flugvélar klæddir stolnum einkenn-
isbúningum, samkvæmt fréttum
Washington Post, en mikið mun vera
um að einkennisbúningum starfs-
manna flugfélaga sé stolið.
Staðfest tengsl hafa þó ekki fund-
ist milli þjófnaða af þessu tagi og
grunaðra hryðjuverkamanna.
Þannig hefur bandaríska alríkis-
lögreglan m.a. rannsakað stuld flutn-
ingabíls sem var hlaðinn einkennis-
búningum í Kansas City í Missouri.
Flutningabíllinn kom síðan í leitirn-
ar en búningarnir hafa ekki fundist.
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
Játningin
ógilt
Montgomery. AP.
ÁFRÝJUNARRÉTTUR í Alabama í
Bandaríkjunum hefur ógilt játningu
þroskahefts manns sem fundinn var
sekur um aðild að drápi ungbarns
sem nú er talið að hafi aldrei verið til.
Í úrskurði meirihluta dómsins seg-
ir að hrópleg rangindi hafi átt sér
stað er Medell Banks var sakfelldur
en Banks, fyrrverandi eiginkona
hans, Victoria Banks, og systir henn-
ar, Dianne Tucker, játuðu á sínum
tíma að hafa banað nýfæddu barni
Victoriu.
Árið 1999 sagði Victoria lögreglu
að hún væri barnshafandi þar sem
hún vildi komast hjá fangelsisvist á
meðan hún beið dóms í öðru máli.
Læknir staðfesti sögu hennar en
þegar ekkert bólaði á barninu var
fólkið handtekið.
Mál fólksins var tekið upp að nýju
eftir að læknar báru að ómögulegt
væri að Victoria gæti fætt barn þar
sem hún hefði gengist undir ófrjó-
semisaðgerð árið 1995. Verjendur
fólksins segja það þroskaheft og að
það hafi játað glæpinn til að komast
hjá dauðarefsingu.
Konurnar hafa verið látnar lausar
en Banks hefur krafist þess að játn-
ing hans verði dæmd ógild.