Morgunblaðið - 11.08.2002, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 11.08.2002, Qupperneq 18
18 SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ VAIRA Vike-Freiberga varkjörin forseti Lettlands aflettneska þinginu í júní1999. Hún var þá nýlega flutt aftur til Lettlands eftir að hafa búið utan föðurlandsins í meira en hálfa öld. Vike-Freiberga fæddist í Riga í Lettlandi árið 1937 en fjöl- skylda hennar flúði land er Rauði herinn nálgaðist borgina í lok ársins 1944. Hún ólst upp í flóttamanna- búðum í Þýskalandi áður en fjöl- skylda hennar flutti til Marokkó ár- ið 1949, sem þá tilheyrði Frakk- landi. Fimm árum síðar flutti fjölskyldan til Kanada og Vike-Frei- berga lauk þar doktorsprófi í sál- fræði við McGill-háskóla árið 1965. Hún tók við prófessorsstöðu í sál- fræði við Montreal-háskóla sama ár og starfaði þar allt þar til hún fór á eftirlaun árið 1998. Í kjölfarið flutti hún til Lettlands til að taka við stöðu forstöðumanns Lettnesku upplýsingastofnunarinnar. Þegar ekki náðist samkomulag um forseta í atkvæðagreiðslu á lettneska þinginu nokkrum mánuðum síðar var leitað til hennar. Þótt forseti Lettlands hafi ekki bein pólitísk völd hafa áhrif Vike- Freiberga á þjóðfélagsumræðuna verið mikil. Hún hefur haft mikil áhrif á að leysa deilurnar um rúss- neska minnihlutann, en tæplega helmingur íbúa Lettlands var af rússneskum uppruna er Lettland lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjun- um árið 1990. Hún neitaði á sínum tíma að undirrita tungumálalöggjöf, sem nánast bannaði notkun rúss- nesku, og í kjölfarið voru lögin mild- uð töluvert af þinginu. Er það talið hafa liðkað mjög fyrir aðildarvið- ræður Letta við Evrópusambandið. Hún hefur einnig beitt sér mjög í umræðunni um væntanlega aðild Letta að jafnt Evrópusambandinu sem Atlantshafsbandalaginu. Æskuminningar tengjast flóttanum frá Lettlandi Þú varst einungis sjö ára gömul er þú flúðir ásamt fjölskyldu þinni frá Riga. Hversu sterkar æsku- minningar áttu frá Lettlandi? Líf mitt hefur að mörgu leyti ver- ið líkt og lagskipt kaka. Ég get stað- sett minningar frá mismunandi tímabilum vegna þess að þær gerð- ust í ólíkum heimsálfum. Síðar á æv- inni, þegar ég bjó um langt skeið í Montreal, eiga hlutirnir það til að renna saman í eitt. Það er líka ólíku saman að jafna, minningum barns og fullorðinnar manneskju. Tíminn líður áfram á mismunandi hraða. Þrjár vikur, sem renna saman í eitt hjá fullorðinni manneskju, eru í huga barnsins þrjár vikur af nýjum upplifunum og atburðum, sem hægt væri að skrifa heila skáldsögu um. Ég man að við fluttum frá borg til borgar, frá landi til lands, og ég get þar með nokkurn veginn tímasett atburði. Líklega eiga þeir, sem hafa átt heima lengi á sama stað, erfiðara með slíkt. Auðvitað eru þessar minningar tilviljanakenndar og ég held að þær séu skýrari þegar um átakanlega at- burði var að ræða. Þá á ég æsku- minningar, sem tengjast skynfær- unum, heyrn og lyktarskyni, en það eru frumstæðustu skynfærin. Franskur rithöfundur sagði eitt sinn að ef hann myndi hefja líf sitt upp á nýtt þá myndi hann þekkja æskuslóðir sínar af lyktinni. Mínar æskuminningar tengjast ilminum af liljum eftir rigningu og regnvotum götum Riga. Ég man eftir slíkum smátriðum og það hjálpar mér að minnast annarra hluta. Ég man eft- ir því hvernig andrúmsloftið meðal hinna fullorðnu var á heimilinu með- an á stríðinu stóð og áhyggjurnar sem þau höfðu á meðan við vorum í útlegð. Eigum við að fara eða vera? Um það ræddu þau stöðugt, stjúp- faðir minn og bróðir hans, móðir mín og systir hennar. Einn fór, ann- ar varð eftir. Nær allar lettneskar fjölskyldur gengu í gegnum slíkt. Ef menn flúðu ekki land voru þeir skyldaðir í útlegð. Stundum komu hermenn um miðja nótt og sóttu menn. Fjölskyldum var splundrað. Ég man eftir öllum kveðjustundun- um, þegar fólk kvaddi og vissi innra með sér að hugsanlega myndi líða langur tími áður en það hittist aftur ef það myndi þá nokkurn tímann hittast aftur. Foreldrar mínir tóku slíka ákvörðun. Auðvitað hættu þau lífi sínu með því að fara en það var líka lífshættulegt að vera um kyrrt. Fólk tók ákvarðanir á grundvelli mjög takmarkaðra upplýsinga, það var stríð, landið var hernumið og allar upplýsingar voru gegnsýrðar af áróðri. Faðir minn hlustaði á út- sendingar BBC og hefði verið skot- inn ef það uppgötvaðist. Skelfilegasta upplifunin sem ég minnist var þegar vígstöðvarnar nálguðust Riga. Ég var um fimm og hálfs ára gömul og áttaði mig allt í einu á því að hinir fullorðnu voru al- gjörlega bjargarlausir. Rússar voru að ráðast inn í landið og við sáum fram á að við yrðum innlimuð í Sov- étríkin. Sumir fóru og börðust fyrir land sitt af mikilli hetjudáð rétt eins og þeir gerðu í heimsstyrjöldinni fyrri. En ég man eftir flóttanum og þeirri skelfilegu tilfinningu að yfir- gefa heimili sitt. Að njóta ekki leng- ur verndar veggjanna, litla rúmsins míns og þaksins. Þetta var mjög ógnvekjandi, ekki síst vegna þess að ég áttaði mig á að foreldrar mínir gátu ekki verndað mig. Sprengjur féllu og við leituðum skjóls í kjall- aranum. Fullorðna fólkið var jafn- skelkað og við börnin. Áður hafði ég haft öryggistilfinninguna sem börn hafa ávallt. Ég man eftir að hafa einhvern tímann heyrt orðatiltækið „konur og börn fyrst“ og man hvað mér leist vel á það. Í minni barns- legu sjálfselsku fannst mér það sjálfsagt og frábært að fá að fara fyrst frá borði ef skip sykki. Þannig áttu hlutirnir auðvitað að vera. Lettarnir héldu hópinn í flóttamannabúðum Hvernig hélt fjölskyldan í hinn lettneska uppruna sinn meðan á út- legðinni stóð? Lettar eru hópsálir, þeir safnast alltaf saman. Mér er minnisstæð dvölin í borginni Wismar í Mecklen- burg í Þýskalandi. Þjóðverjarnir höfðu byggt loftvarnarbyrgi fyrir almenning undir aðaltorginu. Þegar sprengjum var varpað á borgina, oft um miðja nótt, flýtti fólk sér í byrg- ið. Eitt sinn er við vorum í byrginu og sprengjuregnið dundi á borginni heyrum við mann tala á lettnesku. Hann var að barma sér yfir því að þessar sprengjuárásir væru svo hræðilegar því að hann fengi alltaf niðurgang. „Ég verð svo hræddur þegar sprengjurnar springa að þetta hefur þessi áhrif. Hvað á ég að gera?“ sagði hann. „Á maður að hætta á að vera áfram heima eða á maður að flýta sér í byrgið og eiga á hættu að þar verði neyðarlegt slys?“ Þarna sat hópur Letta og gerði grín að öllu saman. Við fórum til þeirra og eftir það héldum við hópinn. Við vorum um fimmtán manna hópur í fyrstu flóttamannabúðunum. Síðar fór flest af þessu fólki til Kanada og hjálpaði þá fjölskyldu minni að flytja þangað eftir að við vorum komin til Marokkó. Að stríðinu loknu var flóttamannabúðunum fyrst um sinn skipt upp eftir þjóð- erni og það má því segja að alþjóð- legu flóttamannastofnanirnar hafi útbúið fyrir okkur lítið samfélag. Það auðveldaði okkur að skipu- leggja allt félagslegt líf. Við vorum í flóttamannabúðum skammt frá Lübeck og þar settu Lettarnir skóla á laggirnar sem öll börn voru látin sækja. Þetta var mikið mál. Við vor- um á hernámssvæði Breta og það varð að sækja sérstaklega um leyfi Vaira Vike-Freiberga, forseti Lettlands Aðild að NATO sögulega mikilvæg fyrir Letta Opinber heimsókn Vaira Vike-Freiberga Lettlands- forseta til Íslands hefst á mánudaginn. Steingrímur Sigurgeirsson ræddi við Freiberga í forsetahöllinni í Riga í tilefni heimsóknar- innar. ’ Við teljum, afsögulegum ástæðum, að með þessu yrði samningur Ribb- entrops og Molotovs ógiltur, með form- legum samningi, undirrituðum af að- ildarríkjum NATO, og við mundum síð- an sem nýtt aðild- arríki staðfesta samninginn. Það hefði sögulega þýð- ingu fyrir okkur. Við yrðum viðurkennd sem sjálfstæð þjóð er hefði fullt og óskorað vald til að ganga í bandalög með öðr- um ríkjum og þyrft- um ekki að hafa áhyggjur af árásum annarra ríkja. ‘ Örar breytingar hafa orðið í Lettlandi eftir að járntjaldið hrundi. Hér er horft yfir höfuðborgina, Riga. Vaira Vike-Freiberga, forseti Lettlands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.