Morgunblaðið - 11.08.2002, Side 22
LISTIR
22 SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞEIR sem lifa og hrærast í listunum erukannski ekki alltaf best til þess fallnirað taka saman einhvers konar yfirlitum starfsemina eða veita öðrum yf-
irsýn. Þó er ávallt gagn að því að taka saman
staðreyndir um starfsemina og geta þá þeir
sem vilja dregið sínar ályktanir af þeim. Leik-
listarsamband Íslands hefur um árabil, í góðu
samstarfi við menntamálaráðuneytið, gefið út á
tveggja ára fresti upplýsingarit á ensku er heit-
ir Theatre in Iceland og jafnhlálegt og það get-
ur talist þá hefur þetta reynst ein aðgengileg-
asta heimildin um íslenskt leikhússtarf á
umliðnum þremur áratugum.
Tilgangurinn með ritinu er að vekja athygli á
þeim nýju íslensku leikverkum sem samin hafa
verið á undangengnum tveimur árum; nýút-
komið heftið neær yfir leikárin 2000–2001 og
2001–2002 og eru þar tíundaðar allar frumsýn-
ingar á íslenskum leik-
ritum í leikhúsum lands-
ins, hvort heldur stóru
stofnanaleikhúsunum,
leikhópum eða áhuga-
leikfélögum. Einnig eru
þar yfirlit yfir ný út-
varps- og sjónvarps-
leikrit auk tæmandi lista um allar sýningar at-
vinnuleikhúsanna þau tvö leikár sem um ræðir.
Hefur þetta rit reynst góð viðbót við aðrar
upplýsingar þegar íslenskt leikhúsfólk leggur
land undir fót og heimsækir erlendar leiklist-
arhátíðir en þar eru gjarnan samankomnir leik-
hússtjórar og dramatúrgar sem eru sífellt á
höttunum eftir nýjum og spennandi leikritum.
Á seinni árum hefur áhugi fyrir listsköpun smá-
þjóða aukist til muna og helst það í hendur við
áherslur sem lagðar eru á frumsköpun lítilla
málsvæða og eru ýmsir möguleikar í boði þegar
leitað er eftir stuðningi til þýðinga og kynn-
ingar. Einhver sagði einhvern tíma að þeir sem
stæðu á jaðrinum horfðu gjarnan inn til miðj-
unnar fremur en til annarra á jaðrinum og má
það til sanns vegar færa ef horft er til baka um
nokkur ár. Með þessu er átt við að íslenskir
leikhússtjórnendur eru ekki einir um að leita
helst fanga í stórborgum leikhúsheimsins,
London, New York, Berlín og París, heldur
hafa kollegar þeirra um alla Evrópu horft til
þessara kjarna þegar finna á verk sem líkleg
eru til vinsælda. Þetta hefur sannanlega verið
að breytast og ástæðurnar eru margvíslegar en
fyrst og fremst fyrir mjög meðvitaða stefnu-
mótun þar sem mikilvægi lítilla menningar- og
málsvæða er sett í brennidepil. Allt hefur þetta
skilað sér út í umræðuna og það sem mikilvæg-
ast er til stjórnvalda sem ráða stefnumótun í
menningarmálum hverrar þjóðar með því að
ákveða hvert fjármunirnir renna og í hvaða
hlutföllum.
Viðar Eggertsson leikstjóri ritar athyglis-
verðan inngang í nýjasta hefti Theatre in Ice-
land 2000–2002 þar sem hann lítur yfir sviðið
undanfarin tvö ár og dregur sínar ályktanir af
því sem við blasir. Hann telur markverðast við-
burða í leikhúslífinu að hið framsækna og stór-
huga fyrirtæki Leikfélag Íslands skuli hafa orð-
ið gjaldþrota og dregur þá ályktun að með því
hafi hugmyndir manna um rekstur einkarekins
markaðsleikhúss á Íslandi beðið endanlegt
skipbrot. Hann segir: „Það reyndist Leikfélagi
Íslands dýrara en áætlað var að halda úti þeirri
leikstarfsemi sem auglýst hafði verið í upphafi
leikársins (2000–2001) og var staðfesting þess
að leikhús á Íslandi geta ekki starfað án op-
inbers stuðnings. Leikfélag Íslands sótti reynd-
ar um stuðning til bæði Reykjavíkurborgar og
menntamálaráðuneytisins samtímis því að
kæra Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið fyrir
Samkeppnisstofnun fyrir að halda niðri miða-
verði í krafti opinbers stuðnings.“ Hér finnur
Viðar greinilega einhverja mótsögn í málflutn-
ingi hins ráðþrota leikhúss sem vildi greinilega
annað af tvennu; að leggja af allan opinberan
stuðning við leikhúsrekstur á Íslandi eða njóta
hliðstæðs stuðnings og þær stofnanir sem fá
föst fjárframlög frá ríki og sveitarfélögum. Hér
er átt við Þjóðleikhúsið, Leikfélag Reykjavíkur,
Leikfélag Akureyrar, Íslensku óperuna og
Hafnarfjarðarleikhúsið.
Allt um það virðist kaflanum um frjálsteinkarekið markaðsleikhús í íslenskuleikhúslífi lokið í bili og spurning hvortsú listræna blanda af gömlum og nýj-
um miðjusæknum heimsleikbókmenntum sem
boðist hefur í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhús-
inu nægir okkur ekki hér eftir sem hingað til.
Kannski er meiri þörf fyrir sókn inn á önnur og
minna könnuð svæði leiklistarinnar en þau sem
Leikfélag Íslands plægði svo dyggilega í kjölfar
sinna ríkisstyrktu fyrirmynda.
Upp í hugann kemur hið nýja leikhúsVesturport sem hefur í þrígang ráðistá garðinn þar sem hann er hvaðókleifastur; fyrst fyrir ári með sýn-
ingu á írska leikritinu Diskópakki, sem var
gagnmerk tilraun til að kynna framsækinn höf-
und af litlu menningarsvæði, algjörlega án um-
hugsunar um hvort sýningin myndi njóta að-
sóknar hér heima eða ekki. Þeir sem sáu gátu
ekki annað en fyllst aðdáun yfir áræði þess
unga fólks sem stofnaði Vesturport. Þessu var
síðan fylgt eftir með frumsýningu á fyrsta leik-
riti ungs höfundar úr leikarastétt, Agnari Jóni,
sem sýndi að hann á fullt erindi sem höfundur
og þrátt fyrir ákveðna vankanta sem markviss-
ari dramatúrgía hefði getað sniðið af er þetta
hiklaust eitt forvitnilegasta leikritið sem kom
fram á liðnu leikári. Vesturportarar lögðu ekki
árar í bát því leikarinn og nú leikstjórinn Hlyn-
ur Björn Haraldsson sviðsetti fyrir skemmstu
æskuverk Shakespeares, Titus Andronicus,
með slíkum sprengikrafti að þeir sem sáu voru
dolfallnir, þeir sem misstu af (undirritaður í
þeim hópi) verða að naga sig í handarbökin.
Allt er þetta tíundað þar sem hugmyndafræðin
að baki sýningum Vesturports virðist giska
einföld. Þau láta sér í léttu rúmi liggja hvort
einhver hefur áhuga á því sem þau eru að gera.
Aðalatriðið er að þau hafi ánægju af því og geti
dregið af því lærdóm. Komist lengra í list-
sköpun sinni. Þetta eru algild sjónarmið sem
flestir listamenn myndu sjálfsagt vera tilbúnir
að taka undir að einhverju leyti. Hafa verður í
huga að Vesturport er ekki rekið eins og þau
leikhús sem að ofan voru nefnd og þarfir þess
fyrir jafnt og stöðugt streymi fjármagns eru
því ekki jafnbrýnar. Þó er ljóst að ekkert leik-
hús verður rekið án peninga og sjálfsagt að
sköpunargleðin í Vesturporti verði virt að verð-
leikum.
Það kemur vafalaust fleirum en undirrit-uðum á óvart að á síðustu tveimur leik-árum voru frumsýnd 36 ný íslensk leik-verk. Í þeirri tölu er að finna öll ný
leikverk, hvort sem er fyrir börn eða fullorðna,
stutt brúðuleikrit jafnt sem dramatískar heil-
skvölds sýningar. Þegar nánar er að gætt kem-
ur í ljós að Þjóðleikhúsið frumsýndi 4 ný verk á
tveimur árum, auk þess að sviðsetja að nýju
Strompleik Halldórs Laxness og eiga þátt í
sýningu leikhópsins Bandamanna Edda.ris.
Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi 5 ný verk og
sviðsetti Kristnihaldið að nýju. Leikfélag Ak-
ureyrar frumsýndi þrjú ný leikrit, eitt þeirra
(Sniglaveislan) í samvinnu við Leikfélag Ís-
lands, og sviðsetti Gullbrúðkaup Jökuls Jak-
obssonar og einnig leikritið Ball í Gúttó eftir
kanadísku leikhúskonuna Maju Árdal. Leik-
félag Hafnarfjarðar frumsýndi 5 ný leikrit og
heldur þannig ótrautt við stefnu sína að sýna
eingöngu ný íslensk leikverk. Möguleikhúsið
bætti fjórum nýjum verkum í sitt stóra safn
frumsaminna leikverka fyrir börn og unglinga.
Þar hefur nýting lítilla fjármuna verið með ólík-
indum útsjónarsöm og til sannkallaðrar hneisu
að hið óeigingjarna starf sem þar hefur verið
unnið samfellt um 11 ára skeið skuli ekki hafa
notið meiri opinberrar viðurkenningar en raun
ber vitni. Leikfélag Íslands frumsýndi tvö ný
leikverk og átti hlut að því þriðja í samvinnu við
LA.
Leikhópurinn sem kallar sig The Ice-landic Takeaway Theatre lagði til þrjúný verk og þar eiga þær Ágústa Skúla-dóttir leikstjóri og Vala Þórsdóttir leik-
ari og leikskáld mestan heiður af öflugu starfi
með létta pyngju.
Stoppleikhópurinn lagði til tvö ný leikrit fyrir
börn og unglinga og þá má ekki gleyma að
minnast á starf þeirra mæðgnanna Hallveigar
Thorlacius og Helgu Arnalds sem hafa rekið
hvor sitt brúðuleikhúsið við góðan orðstír víða
um lönd á undanförnum árum. Strengjaleikhús
Messíönu Tómasdóttur hefur lyft grettistaki
með því að sviðsetja með stuttu millibili tvær
nýjar barnaóperur. Hin síðasta var Skuggaleik-
hús Ófelíu eftir Lárus H. Grímsson en þar áður
var það Sónata eftir Hjálmar H. Ragnarsson.
Ef halda ætti áfram að telja upp það sem vel
hefur verið gert þá má nefna Útvarpsleikhúsið
sem hefur verið íslenskum höfundum traustur
bakhjarl í frumflutningi nýrra verka og er mið-
ur að ekki skuli ríkja fullkominn skilningur á
mikilvægi þessa innan stofnunarinnar sjálfrar.
Lesendur geta síðan sjálfir dregið sínar
ályktanir af þeim tölum sem birtast hér að ofan,
en greinilegt er að ekki er beint samhengi á
milli þess að njóta stærstu fjárveitinganna og
eiga stærstan þátt í framgangi íslenskrar leik-
ritunar.
Þrjátíu og sex ný leikverk
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Strengjaleikhúsið hefur lyft grettistaki með frumflutningi tveggja barnaópera. Myndin er úr
Skuggaleikhúsi Ófelíu.
AF LISTUM
Eftir Hávar
Sigurjónsson
havar@mbl.is
ÞEGAR maður fær sérað borða setur maðurmatinn upp í munn.Þegar maður fer að
sofa þá lokar maður augunum.
Þegar maður fer í sturtu þá
fer maður úr fötunum. Eða
hvað?
Ég hef komist að því á ferð-
um mínum til Bandaríkjanna,
að það eru ekki allir sem fara
naktir í sturtu. Réttara sagt
fer enginn úr öllu í kvenna-
klefanum í sundlaugum (mér
er sagt að reyndar gildi annað
í karlaklefanum). Bandarískar
konur fækka ekki fötum fyrir
framan hverja aðra, nekt þyk-
ir af einhverjum ástæðum
ósæmileg. Þrátt fyrir að ég
hafi vitað þetta, en ég bjó í
Bandaríkjunum sem barn, þá
var ég eiginlega búin að
gleyma þessu þegar ég fór
fyrst í sund í Kaliforníu í vet-
ur. Þá var ég með sundbolinn í
poka hjá handklæðinu, sjamp-
óinu og því, og klæddi mig úr
fötunum eins og maður gerir
áður en maður fer í sturtu til
að þvo sér áður en maður fer
ofan í sundlaug með fullt af
öðru fólki. Ég gekk af stað í
átt að sturtunni og allt í einu
fór mér að líða heldur óþægi-
lega. Ég fann hvernig horft
var á mig, eða réttara sagt –
ekki horft á mig, og gerði mér
allt í einu grein fyrir því hvað
ég hafði gert. Mér leið eins og
ég stæði allsber á miðjum
Laugaveginum og hljóp inn á
klósett þar sem ég fór í sund-
bolinn. Beið aðeins áður en ég
fór inn í sturtuklefann. Þvoði
mér eins vel og aðstæður buðu
upp á og fór svo ofan í laugina.
Ég hætti fljótlega að fara í
sund. Það gerðist þegar ég
áttaði mig á því að auk þessa
sérstaka siðs að baða sig í
sundfötum, þá baða konurnar
sig hreint alls ekki áður en
þær fara ofan í laugina (mér
er sagt að þetta sé líka svona í
karlaklefanum). Þær mæta í
sund í sundbolnum innan und-
ir fötunum, fara úr fötunum
og beint ofan í laug. Þetta ger-
ist líka síðdegis eftir langan
og sveittan vinnudag – þá
vippa þær sér úr dröktunum, í
ljós kemur sundbolurinn og
þær skella sér beint ofan í
laug. Svo koma þær upp úr og
þá fara þær í sturtu, í sundbol-
unum að sjálfsögðu, en ég hef
ekki alveg náð að átta mig á
því hvernig þær koma sér úr
honum og í fötin þannig að
enginn sjái. Ég var mjög reið
út í þetta fyrirkomulag þarna í
vetur. Ég elska sund, vil helst
fara daglega, en mér var fyr-
irmunað að svamla um þegar
ég hugsaði um allan óþrifn-
aðinn. Ég hugsaði með mér að
þetta væri enn ein birting-
armynd einstaklingshyggj-
unnar í Bandaríkjunum. Mað-
ur fer nefnilega í sturtu áður
en maður fer ofan í af tillits-
semi við aðra, maður fer í
sturtu eftir að maður kemur
upp úr af tillitssemi við sjálfan
sig.
En svo er spéhræðslan allt
önnur saga. Hvað var málið
með hana? Nekt er af ein-
hverjum ástæðum alveg gríð-
arlega viðkvæmt mál í Banda-
ríkjunum. Börn sjá foreldra
sína ekki nakta (hvorki móður
né föður) eftir að þau fá vit og
foreldrar sjá börn sín ekki ber
eftir að þau fara að klæða sig
sjálf. Þannig alast Banda-
ríkjamenn ekki upp við að sjá
annað fólk bert. Aftur á móti
brýst strípalings-hneigðin
fram í ýktri mynd öðru hvoru
þegar einn og einn ,,brjálæð-
ingur“ hleypur allsber yfir
íþróttavöll og þegar hópar
,,öfga-frjálslyndra“ (ekki óal-
gengir í Kaliforníu) fara svo-
kallaðar ,,nektargöngur“ þar
sem þeir spranga berir um
götur og ,,hneyksla“ með-
borgara sína.
Mér skilst að Bretar séu
líka ansi viðkvæmir fyrir nekt.
Þegar ég var í menntaskóla og
fór með kór skólans á kóramót
í Danmörku, þar sem gist var í
stórri ráðstefnumiðstöð og
notast við sameiginlegar
(kynjaskiptar) sturtur, kynnt-
umst við breskum kór. Þar
voru krakkar á svipuðum aldri
og við og af einhverjum
ástæðum líkaði stelpunum í
þeim kór ekki alls kostar við
stelpurnar í okkar kór. Á ein-
hverju stigi málsins heyrðist
til nokkurra þeirra þar sem
þær voru að baktala okkur við
stelpur í enn öðrum kór: ,,Þær
eru algjörar hórur! Þær fara
allsberar í sturtu!“ Það þarf
kannski ekki að taka fram að
þær bresku klæddust sund-
bolum í sturtu, þó að næsta
sundlaug væri í margra kíló-
metra fjarlægð.
Þá er ótalin sú staðreynd að
bandaríska kvikmyndaeft-
irlitið fer mun vægari höndum
um gróft og viðbjóðslegt of-
beldi en ber brjóst, rass eða
kynfæri, jafnvel þótt ekkert
kynferðislegt komi við sögu.
Ég sá 101 Reykjavík á kvik-
myndahátíð í Fíladelfíu í
fyrravor. Það var ansi gaman
að sjá myndina með banda-
rískum áhorfendum því þeir
hlógu á allt öðrum stöðum en
íslenskir áhorfendur. Þá var
athyglisvert að verða vitni að
viðbrögðum áhorfenda við at-
riði þar sem aðalpersónan,
Hlynur Björn, stígur upp úr
baðkari heima hjá sér. Áhorf-
endum til mikillar furðu hafði
maðurinn verið allsber í
baðinu og þessar einar til
tvær sekúndur sem liðu áður
en nekt hans var hulin fór
taugaveiklunarhlátur/vein um
salinn, fólk vissi hreinlega
ekki hvernig það átti að vera
og ég er ekki frá því að hita-
stigið í húsinu hafi hækkað um
eins og eina gráðu svona rétt á
meðan. Sjálf kippti ég mér
ekkert upp við þetta. En það
er ekkert að marka, ég er svo
mikill dóni – ég fer jú allsber í
sturtu.
Birna Anna
á sunnudegi
Morgunblaðið/Jóra
Allsber í sturtu
bab@mbl.is