Morgunblaðið - 11.08.2002, Qupperneq 44
DAGBÓK
44 SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
ÉG VAR að hlusta á Út-
varp Sögu einn morguninn.
Í þáttinn hringdi kona sem
sagði farir sínar ekki slétt-
ar varðandi heilbrigðis-
kerfið. Hún þurfti að láta
skipta um mjaðmarlið og
þegar hún loks komst í að-
gerðina, eftir nokkurra ára
bið, hafði hin mjöðmin gefið
sig vegna langvarandi auk-
ins álags. Í dag er konan
öryrki, en hún sagðist í
þættinum alltaf hafa unnið
mikið og vera mjög ósátt
við það hvernig komið er
fyrir henni.
Biðlistar eftir læknis-
þjónustu eru samfélaginu
mjög dýrir, fyrir utan
ómældar þjáningar sem
fólk þarf að líða. Kona ein
sem ég þekki, sem á aldr-
aðan og mjög veikan föður,
sagðist ekki hafa komist í
vinnu í lengri tíma vegna
þess að hún þarf að sitja
sólarhringsvakt í hlutverki
hjúkrunarfræðings og
sjúkraliða til að hugsa um
föður sinn. Hún sagði að
ekki hefði verið nokkur leið
að koma honum á sjúkra-
hús, og að ansi hart væri í
þessu ríka landi að ekki
væri hægt að halda opnu
sjúkrahúsi svo vel færi.
Hún er aldeilis ekki ein
um að þurfa að huga um
veika ættingja heima fyrir,
jafnvel eru dæmi þess að
sjúklingar verða að hugsa
um aðra sjúklinga sem eru
enn veikari. Fólk er sent
heim, slasað eða veikt, til að
vera eitt heima þótt það sé
ekki fært um það.
Kona sem slasaðist illa á
öxl kvartaði yfir því að hún
hefði farið aftur á sjúkra-
húsið þar sem hún sagðist
hvorki geta lagst út af eða
risið upp hjálparlaust því
hún finndi svo til. Henni
var þá svarað að bragði að
hún ætti einfaldlega að sofa
í stól!
Það er með ólíkindum
hvað fólki er á stundum
sýnt mikil lítilsvirðing. Þó
eitthvað komi fyrir eigum
við ekki að þurfa að upplifa
okkur sem félagslegt
vandamál.
Það eru kosningar næsta
vor. – Hugsum okkur vel
um áður en við greiðum at-
kvæði.
Sigrún Á. Reynisdóttir.
Munir á hlutaveltu
KONA í Hafnarfirði vill
koma því á framfæri að hún
á til dót á tombólu fyrir
duglega krakka. Munina
má nálgast í síma 555 4215.
Tapað/fundið
Armband
týndist
GULL-LITAÐ armband
týndist, líklegast í Smáran-
um eða á Selfossi. Úr arm-
bandinu standa litlar kúlur
með nk. snúningi á milli.
Finnandi hringi e.kl. 17 í
síma 557 8807. Fundarlaun.
Dýrahald
Sérstaklega góður
köttur
ÞRIGGJA ára kisa óskar
eftir nýju heimili. Hún er
svört með hvítan blett á
bringunni, góð við alla og
kattþrifin. Hún heitir
Evíta og er með eindæm-
um góður köttur. Áhuga-
samir hafi samband í síma
565 5935 eða 565 1826.
Krúttlegir kettlingar
NÍU vikna kassavanir kett-
lingar, ljúfir og sætir, fást
gefins. Kettlingarnir eru
barnvanir og óttaleg yndi.
Áhugasamir hringi í
565 3076 eða 862 8670.
Ástríkt heimili óskast
TVEIR fallegir 10 vikna
högnar eru að leita sér að
nýju heimili. Þeir eru báðir
kassavanir og miklar keli-
rófur. Dýravinir sem vilja
veita þeim gott heimili hafi
samband í síma 696 9979.
Dokka er týnd
HÚN Dokka týndist frá
Húsdýragarðinum fyrir
verslunarmannahelgi. Hún
er fimm ára, smávaxin, grá-
bröndótt og sérlega loðin
og sæt. Hennar er sárt
saknað og eru þeir sem
kunna að vita af ferðum
hennar beðnir að hafa sam-
band í síma 575 7800 eða
822 7811.
Hvar er kisa?
ÞESSI kisa týndist frá
Krummahólum fyrir um
tveimur vikum. Hún er tví-
lit, svört og hvít og ákaf-
lega sárt saknað. Þeir sem
vita til ferða hennar eru
beðnir að láta vita í síma
555 3480 eða 894 1567.
Marglitur kettlingur
ÞRIGGJA mánaða gamall,
marglitur kettlingur er að
leita sér að góðu heimili.
Hann er marglitur og af-
skaplega fallegur köttur.
Hjartagóðir dýravinir
mega nálgast kisa í síma
820 2658.
Hringdu aftur vegna
páfagauks
KONA sem hringdi til að
spyrjast fyrir um gulan
páfagauk í Breiðholtinu 9.
ágúst er beðin að hafa sam-
band aftur í síma 587 4281.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Þrek og tár
Víkverji skrifar...
ÍSLANDSKORT Máls og menning-ar voru gerð að umtalsefni hér í
dálkinum fyrir nokkru og var þá
fundið að ónákvæmni. Því hefur verið
komið á framfæri við Víkverja að
gagnrýni hans eigi ekki lengur við
rök að styðjast því að þau atriði, sem
farið var rangt með í þeirri útgáfu
kortabókar Máls og menningar, sem
Víkverji hafði undir höndum, hafa
verið leiðrétt í nýrri útgáfu kortabók-
arinnar. Þar er um að ræða nöfn bæja
á Reykjanesi í Dalasýslu. Annars
vegar höfðu nöfn bæjanna Staðar og
Árbæjar víxlast og hins vegar var
rangt farið með nafn bæjarins
Barma. Nú hefur þetta verið leiðrétt
og ber að hrósa útgáfunni fyrir þann
metnað að vera vakandi fyrir mistök-
um og leiðrétta þau um leið og færi
gefst.
x x x
VÍKVERJI skoðaði á dögunumheimasíðu Flugleiða í Dan-
mörku, icelandair.dk, sem honum
skilst að sé verðlaunuð síða. Vissu-
lega er heimasíðan hin aðgengileg-
asta, með upplýsingum um komur,
brottfarir, verð og allt annað sem
vænta mátti á heimasíðu flugfélags.
Það kom Víkverja hins vegar afar
spánskt fyrir sjónir að finna einnig á
síðunni tölvuleik, sem kynntur er sem
fyrsti tölvuleikur Flugleiða á Netinu.
Tölvuleikur þessi snýst um hinn
teiknaða Halldór, sem hægt er að
stjórna þannig að hann hlaupi um í
Bláa lóninu og reyni að næla í stúlkur
sem skjóta þar upp kollinum. Þegar
það tekst, þá missa þær brjóstahöld-
in, sem færast Halldóri til tekna sem
stig í leiknum. Keppikeflið er auðvit-
að að ná sem flestum brjóstahöldum,
án þess að álpast ofan í heita pytti í
lóninu.
Víkverji ætti kannski að vera sjó-
aðri en svo að hann furðaði sig á
uppátækjum fyrirtækisins, sem not-
aði stúlkurnar í lopapeysunni til að
auglýsa ferðir til Íslands hér um árið,
eða tældi Breta til landsins með því
að lofa „dirty weekend“. Nú er það
Halldór, sem „gets lucky in the Blue
Lagoon“, eins og segir í tölvuleikn-
um. Orðasambandið „to get lucky“ er
notað af enskumælandi karlrembum
þegar þær detta í þann lukkupott að
komast yfir konur, og er þá átt við
annað og meira en að safna brjósta-
höldum. Er ekki kominn tími til að
Flugleiðir hætti að gefa í skyn að ís-
lenskar konur séu erlendum karl-
rembum auðveld bráð?
x x x
ÞAÐ ER eins og grípi um sig æði áÍslandi þegar verslunarmanna-
helgin gengur í garð. Þá tæmist höf-
uðborgin og yfir hana færist notaleg
ró. Víkverji gekk niður Laugaveginn
um kvöldmatarleytið föstudaginn
fyrir verslunarmannahelgina og var
engu líkara en hann væri kominn til
útlanda. Ekki vegna veðurblíðunnar,
heldur þess að fyrir utan Víkverja
voru þar aðeins útlendingar á ferð.
Þannig mátti heyra mælt á frönsku,
ítölsku, þýsku og ensku og voru flest-
ir sennilega að velta fyrir sér hvað
hefði orðið um hina innfæddu.
x x x
EITT kom Víkverja á óvart umverslunarmannahelgina. Hann
hugðist fara á Borgarbókasafnið og
skila vænum bókastafla, en kom þá
að luktum dyrum. Safnið var lokað
alla helgina og má spyrja hvort það sé
ekki of langt gengið.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
LÁRÉTT:
1 glæsilegt á velli, 8 and-
varp, 9 heilbrigð, 10
lengdareining, 11 hindra,
13 aulann, 15 karldýr, 18
eignarjarðar, 21 álít, 22
vöggu, 23 erfið, 24 fyrir-
staðan.
LÓÐRÉTT:
2 öndvert, 3 jarða, 4
hefja, 5 henda á lofti, 6
æviskeið, 7 ljómi, 12
blóm, 14 erfiði, 15 hraði,
16 reiki, 17 tími, 18 vilj-
ugu, 19 tómri, 20 sagn-
orð.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 flesk, 4 bitur, 7 gersk, 8 gjótu, 9 lag, 11 töng, 13
græt, 14 æfður, 15 skúr, 17 álma, 20 fat, 22 lydda, 23 rit-
að, 24 rindi, 25 rónar.
Lóðrétt: 1 fágæt, 2 eyrun, 3 kukl, 4 bygg, 5 tjóar, 6
rautt, 10 auðna, 12 gær, 13 grá, 15 selur, 16 úldin, 18 lát-
in, 19 arður, 20 fagi, 21 trúr.
K r o s s g á t a
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Örfir-
isey, Libra Bitland og
Ingar Iversen koma á
morgun.
Hafnarfjarðarhöfn:
Örvar kemur í dag, Eld-
borg og Bitland koma á
morgun.
Mannamót
Aflagrandi 40. Á morg-
un kl. 9 og kl. 13 vinnu-
stofa, kl. 14 spilavist.
Árskógar 4. Á morgun
kl. 9 leikfimi, kl. 11
boccia, kl. 13.30 fé-
lagsvist, kl. 16 myndlist.
Púttvöllurinn er opinn
kl. 10–16 alla daga. All-
ar upplýsingar í s.
535 2700.
Bólstaðarhlíð 43. Á
morgun kl. 9–16 handa-
vinna, kl. 9–17 fótaað-
gerð, kl. 10–11.30
samverustund. Hjúkr-
unarfræðingur á
staðnum kl. 11–13.
Þriðjudaginn 20. ágúst
kl. 8 verður farin skoð-
unarferð um Vík og ná-
grenni. Uppselt í ferð-
ina.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist í
Gullsmára 13 á mánud.
kl. 20.30. Fótaaðgerða-
stofan opin frá kl. 10.
Skrifstofan Gullsmára 9
er opin á morgun kl.
16.30–18, s. 554 1226.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Á morgun kl. 8
böðun, kl. 9 fótaaðgerð,
kl. 10 verslunin opin, kl.
11.20 leikfimi, kl. 13
föndur og handavinna.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Á morgun kl. 13
frjáls spilamennska
(brids), hárgreiðslu-
stofan opin kl. 9–17 alla
daga nema mánudaga.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Félaags-
heimilið Hraunsel verð-
ur opnað aftur eftir
sumarfrí á morgun
mánudaginn 12. ágúst
með félagsvist kl. 13.30.
Alltaf kaffi könnunni,
opið frá 13–17. Á þriðju-
dag verður frjáls spila-
mennska kl. 13.30 og
púttað á Hrafnistuvelli
kl 14–16. Orlofsferð að
Hrafnagili við Eyjafjörð
19.–23. ágúst. Orlofsferð
að Höfðabrekku 10.–13.
sept. Skráning og upp-
lýsingar í Hraunseli kl.
13–17.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10–13. Kaffi, blöðin og
matur í hádegi. Félagið
hefur opnað heimasíðu
www.feb.is. Sunnudag-
ur: Dansleikur kl. 20.
Caprí-tríó leikur fyrir
dansi. Mánudagur:
Brids, kl. 13. Hringferð
um Norðausturland 17.–
24. ágúst ath. þarf að
ganga frá farseðli fyrir
13. ágúst. Fundur verð-
ur með leiðsögumanni
15. ágúst kl. 14 í Ás-
garði, Glæsibæ. Ath.
nokkur sæti laus vegna
forfalla. Þjórsárdalur,
Veiðivötn Fjallabaks-
leið nyðri, 27.–30.
ágúst. Staðfesting-
argjald þarf að greiða
fyrir 14. ágúst.
Fyrirhugaðar eru ferðir
til Portúgals 10. sept-
ember í 3 vikur og til
Tyrklands 30. septem-
ber í 12 daga fyrir fé-
lagsmenn FEB, skrán-
ing er hafin, takmark-
aður fjöldi. Skráning
hafin á skrifstofunni.
Silfurlínan er opin á
mánu- og miðviku-
dögum kl. 10–12. Skrif-
stofa félagsins er flutt í
Faxafen 12, s. 588 2111.
Félagsstarfið er áfram í
Ásgarði, Glæsibæ. Upp-
lýsingar á skrifstofu
FEB.
Norðurbrún 1 og Furu-
gerði 1. Farið verður á
Snæfellsnes 15. ágúst.
Ekið verður að Helln-
um og að Arnarstapa. Á
Snjófelli verður súpa og
brauð um hádegisbilið.
Leiðsögumaður Tómas
Einarsson. Lagt af stað
frá Norðurbrún kl. 8.30
og teknir farþegar í
Furugerði. Upplýsingar
í Norðurbrún, sími
568 6960 og Furugerði,
sími 553 6040.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Á morgunkl.
9–17 hárgreiðsla, kl. 14
félagsvist.
Gerðuberg, félagsstarf.
Þriðjudaginn 13. ágúst
verður opnað að af-
loknu sumarleyfi, fjöl-
breytt sumardagskrá,
vinnustofur opnar frá
9–16.30 m.a. perlu-
saumur, umsjón Kristín
Hjaltadóttir. Frá há-
degi spilasalur opinn,
kl. 13 boccia, umsjón
Óla Stína. Veitingar í
Kaffi Bergi.
Gjábakki, Fannborg 8.
Á morgun handa-
vinnustofan opin, leið-
beinandi á staðnum kl.
9.30–12. Miðvikudaginn
14. ágúst kl. 15.15 verð-
ur myndastund til
kynningar á alpa-
fjallaferð 1. til 8. sept. á
vegum Teits Jón-
assonar.
Gullsmári, opið alla
virka daga kl. 9–17 há-
degismatur, kaffi og
heimabakað meðlæti.
Spiluð félagsvist á
mánudögum kl. 20.30.
Prjónanámskeið verður
20. ágúst til 17. sept. kl.
13, leiðbeinandi Dóra
Sigfúsdóttir. Uppl. og
skráning í Gullsmára,
sími 564 5260.
Hraunbær 105. Á
morgun kl. 10 bæna-
stund, kl. 13 hár-
greiðsla. Postulíns-
málun hefst
mánudaginn 12. ágúst
kl. 9, skráning á skrif-
stofu eða í síma
587 2888.
Hvassaleiti 56–58. Á
morgun kl. 10 boccia,
kl. 13 frjáls spila-
mennska, kl. 13.30
gönguferð. Fótaaðgerð-
ir. Allir velkomnir.
Norðurbrún 1. Vinnu-
stofur lokaðar fram í
ágúst. Ganga kl. 10.
Vesturgata 7. Á morg-
un kl. 9–16 fótaaðgerðir
og hárgreiðsla, kl. 9.15
handavinna, handa-
vinnustofan opin án leið-
beinanda fram í miðjan
ágúst.
Vitatorg. Á morgun kl.
9 smiðjan, kl. 9.30 bók-
band, morgunstund kl.
10 leikfimi, kl. 13 brids
frjálst. Kl. 9 hár-
greiðsla, kl. 10 fótaað-
gerðir.
Háteigskirkja, eldri
borgarar, mánudaga fé-
lagsvist kl. 13–15, kaffi.
Félag kennara á eftir-
launum. Sumarferð
FKE verður farin
þriðjudaginn 20. ágúst.
Veitingar á Kirkjubæj-
arklaustri og í Básnum.
Tilkynnið þátttöku í síð-
asta lagi 16. ágúst til
skrifstofu Kennara-
sambands Íslands,
Kennarahúsinu við
Laufásveg, s. 595 1111.
Minningarkort
Minningarkort ABC
hjálparstarfs eru af-
greidd á skrifstofu ABC
hjálparstarfs í Sóltúni 3,
Reykjavík í síma 561-
6117. Minningargjafir
greiðast með gíróseðli
eða greiðslukorti.
Allur ágóði fer til hjálp-
ar nauðstöddum börn-
um.
Minningarkort Barna-
heilla til stuðnings mál-
efnum barna fást af-
greidd á skrifstofu
samtakanna á Lauga-
vegi 7 eða í síma 561-
0545. Gíróþjónusta.
Barnaspítali Hringsins.
Upplýsingar um minn-
ingarkort Barnaspítala-
sjóðs Hringsins fást hjá
Kvenfélagi Hringsins í
síma 551-4080. Kortin
fást í flestum apótekum
á höfuðborgarsvæðinu.
Bergmál, líknar og
vinafélag. Minning-
arkort til stuðnings or-
lofsvikna fyrir krabba-
meinssjúka og langveika
fást í síma 587-5566, alla
daga fyrir hádegi.
Minningarkort barna-
deildar Sjúkrahúss
Reykjavíkur eru af-
greidd í síma 525-1000
gegn heimsendingu
gíróseðils.
Minningarkort Thor-
valdsensfélagsins eru til
sölu á Thorvaldsens-
bazar, Austurstræti 4, s.
551-3509.
Samúðar- og heilla-
óskakort Gídeonfélags-
ins er að finna í anddyr-
um eða safnaðar-
heimilum flestra kirkna
á landinu, í Kirkjuhús-
inu, á skrifstofu
KFUM&K og víðar.
Þau eru einnig afgreidd
á skrifstofu Gídeon-
félagsins, Vesturgötu
40, alla virka daga frá
kl. 14–16 eða í síma
562 1870. Allur ágóði fer
til kaupa á Nýja testa-
mentum sem gefin
verða 10 ára skólabörn-
um eða komið fyrir á
sjúkrahúsum, hjúkr-
unarheimilum, hótelum,
fangelsum og víðar.
Minningarspjöld
Kristniboðssambands-
ins frást á skrifstofunni,
Holtavegi 28 (hús
KFUM og K gengt
Langholtsskóla) sími
588-8899.
Í dag er sunnudagur 11. ágúst, 223.
dagur ársins 2002. Orð dagsins:
Vinur elskar ætíð og í nauðum er
hann sem bróðir.
(Orðskv. 17, 17.)