Morgunblaðið - 11.08.2002, Síða 49
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 2002 49
„A.m.k. ein besta mynd þessa árs!“ ★★★★ SV MBL
fíkn, og þá sérstaklega áfengisfíkn,
sé landlægt vandamál í Bandaríkj-
unum. Neyslan á heimilinu hafði þau
áhrif á hann, að því er hann segir
sjálfur, að hann er liðónýtur við
drykkjuna og langaði aldrei að fikta
með önnur fíkniefni.
Þrátt fyrir ofangreint fellst hann
ekki á að plötur hans séu einhverjar
sorgarsöngvasinfóníur, „það er ekki
rétt að flokka alla alvarlega tónlist
sem sorglega. Vissulega er mikið af
list sprottið af sársauka, en það er
líka mikið til af list sem fjallar um ást,
gleði og hamingju á alvarlegan hátt.
Sjálfur á ég reyndar erfitt með að
semja rímur þegar ég er glaður, því
þá vil ég vera innan um fólk, gleðjast
með öðrum. Það er miklu meira í það
spunnið að semja uppúr reiði, þung-
lyndi, afbrýði og hatri; ég skoða þær
tilfinningar, kafa niður í þær, enda
bregður maður upp myrku hliðinni til
að sú bjarta sýnist enn skærari.“
Átta ára gamall var Francis farinn
að semja rímur af miklum móð og tólf
ára farinn að troða upp á sviði. Sem
unglingur hreifst Francis af hiphop,
byrjaði að skrifa rímur sem mest
hann mátti, taka þátt í rímnakeppni
og ekki bara það heldur klæddi hann
sig eins og fyrirmyndirnar, bófarapp-
arar. Svo langt þótti fjölskyldu hans
hann ganga í að hlusta á og stæla lita
rappara að móðir hann keypti handa
honum Licensed to Ill með Beastie
Boys og gaf honum hana með orð-
unum „hlustaðu á einhverja hvíta til
tilbreytingar“.
Hann segir að hiphop hafi kennt
sér meira um lífið en var að hafa í
skólanum, auk þess sem hann lærði
að þekkja heiminn utan Rhode Island
í gegnum hiphopskífur. Hann segist
vissulega hafa fundið fyrir því að
menn hafi litið hann hornauga sem
hvítan rappara, en hann sé löngu vax-
inn upp úr því að skammast sín fyrir
að vera hvítur
Fjarlægðist hiphopið
Þegar Sage Francis var kominn í
unglingaskóla fór hann aftur á móti
að fjarlægjast hiphop, fannst hann
ekki eiga heima í því sem var að ger-
ast á því sviði og textarnir sem hann
var farinn að semja stungu svo í stúf
við það sem hæst bar að hann tók að
leita að nýjum tjáningarleiðum sem
hiphop-áhugamenn kunnu illa að
meta. Ekki var svo til að auðvelda
honum að falla inn í hópinn hve mikla
andúð hann hefur á drykkju og dópi
og um tíma gerðist hann „Straight
Edge“ sem menn kannast við úr
harðkjarnanum.
Í miðjum vangaveltum um hvort
hann ætti að hætta alveg í hiphopi
kom ljóðskáld í heimsókn í skólann
og flutti svo áhrifamikið ljóð að það
opnaði fyrir Francis nýjar víddir. Í
framhaldi af því fór hann að sækja
ljóðakvöld og lesa upphátt og smám
saman segir hann að það hafi runnið
upp fyrir sér að þótt hann væri ekki
að binda bagga sína sömu hnútum og
samferðamennirnir muni hann alltaf
höfða til einhverra og það væri nóg
ástæða til að halda áfram. Þannig
hefur Sage Francis jafnan ámóta
áherslu á að taka þátt í ljóðalestri og
hiphopspuna og náð góðum árangri á
báðum sviðum.
Plata hjá Anticon
Fyrsta skífan sem Sage Francis
sendi frá sér var Still Sick ... Urine
Trouble og ekki löngu eftir það kom
út Sick of Waiting Tables. Fyrsta
sólóskífan sem fengið hefur almenni-
lega dreifingu er aftur á móti Per-
sonal Journals sem Anticon-
samsteypan gefur út.
Anticon-samsteypan, óformlegur
félagsskapur hiphopáhugamanna
sem einnig rekur samnefnda plötuút-
gáfu, hefur það orð á sér að vera vett-
vangur fyrir óbeislaða tilrauna-
mennsku og gengur svo langt að
margir hafa haldið því fram að tón-
listin sem Anticon-félagar og sam-
starfsmenn þeirra gefa út, til að
mynda á cLOUDDEAD skífunum
eða á plötu þeirra Doseone og Boom
Bip, sé alls ekki hiphop. Þá vill
gleymast að þeir hafa einnig gefið út
plötur sem nálgast mjög hefðbundið
hiphop í formi þó textarnir séu oftar
en ekki all frábrugðnir, sjá til að
mynda skífu Deep Puddle Dynamics,
The Taste of Rain ... Why Kneel og
nú síðast Personal Journals sem kom
út fyrir stuttu og hefur fengið frá-
bæra dóma. Francis sjálfur segist
hafa það eitt að leiðarljósi að hann
væri að koma öllu því frá sér sem
hann langaði að segja áður en hann
félli frá, en ekki megi skilja það sem
svo að hann sé banvænn, öðru nær.
Afmæli 11. september
Á plötunni er lag sem fjallar um
árásirnar á New York 11. september
sl., Makeshift Patriot, en þess má og
geta að Sage Francis varð einmitt
tvítugur þann dag og heldur því upp
á 21 árs afmælið á árs afmæli árás-
arinnar. Hann segir að þessi afmæl-
isdagur hafi verið sérkennilegur, svo
sérkennilegur reyndar að hann gat
ekki sofið í þrjá daga, svo sótti text-
inn við Makeshift Patriot á hann.
Lagið var svo tilbúið og frumflutt
mánuði eftir árásirnar, en í því fjallar
hann um hræsnina sem búi að baki
hinni yfirgengilegu þjóðernisást sem
skyndilega hafi blossað upp; „það
hefur lítið breyst frá árásinni,“ sagði
hann í viðtali fyrir skemmstu, „það er
helst að almenningur virðist hafa
orðið enn heimskari.“
Sage Francis er með fleiri járn í
eldinum en sólóferil. Hann er meðal
annars liðsmaður Non-Prophets en
aðrir í þeim félagsskap eru Joey
Beats og Perseus, en fyrsta útgáfa
þeirra var tólftomma sem kom út fyr-
ir þremur árum. Að því Francis segir
sjálfur er stór plata væntanleg með
smáskífulögum og óútgefnu efni, en
hann er einnig með í smíðum plötu
með hiphoprokksveitinni AOI, Art-
Official Intelligence. Einnig hyggur
hann á frekara samstarf með Orph-
anage, sem skipað er þeim Aesop
Rock, Blueprint, Illogic, Slug og
Eyedea, en frægt á Netinu er lagið
KFAI Freestyle sem þeir gerðu sam-
an og er rímnasnilld frá helvíti eins
og flest það sem Sage Francis kemur
að.
EKKI VEIT ég hve margir sáuSage Francis á Gauknum ímars síðastliðnum, en efmarka má nýja breiðskífu
hans, Personal Journals, hefur sú
uppákoma verið meiri háttar. Franc-
is er ekki bara snjall rímnasmiður
með vel grundaðar skoðanir og djúp-
ar pælingar, heldur eru taktarnir
sem hann er að spinna yfir hreint af-
bragð, sem kemur kannski ekki á
óvart þegar litið er til þess hverjir
leggja þar hönd á plóginn.
Sage Francis, sem einnig gegnir
nöfnunum Xaul Zan og Strange
Famous, er margfaldur meistari í
spuna og hefur verið með forvitnileg-
ustu spunaskáldum vestan hafs síð-
ustu ár þótt ekki sé hann nema rétt
rúmlega tvítugur. Hann hefur gefið
út talsvert af efni, tvær breiðskífur
gaf hann út með takmarkaðri dreif-
ingu en einnig hefur hann verið virk-
ur í alls kyns samstarfi, ýmist sem
gestur hjá öðrum eða sem höfuðpaur.
Erfið æska
Sage Francis hefur ekki verið
feiminn við að lýsa erfiðri æsku sinni,
en móðir hans var virkur alkóhólisti
og faðirinn heróínfíkill sem lést þeg-
ar Francis var ungur. Heimilislíf var
að vonum oft erfitt eins og hann lýsir
til að mynda í laginu Inherited Scars
á plötunni nýju þar sem hann lýsir
því meðal annars er systir hans var
að skera í sig til að kalla á athygli.
Foreldrar hans skildu og Francis
ólst upp hjá móður sinni, en hafði
ekki nema mátulegt samband við föð-
ur sinn sem lést úr of stórum
skammti af heróíni þegar Francis var
unglingur. Getur nærri hvaða áhrif
það hefur haft á drenginn að eyða
helgunum hjá manni sem sökk æ
neðar í fíknina. Fór svo á endanum að
faðirinn var sviptur umgengnisrétti
og eftir það sá Francis hann ekki
framar, en hann hefur látið þau orð
falla að hann hyggist heimsækja gröf
föður síns að minnsta kosti einu sinni.
„Ég þarf fyrst að komast að því hvar
hún er vegna þess að útfarardaginn
ákvað ég að vera ekki viðstaddur.“
Landlægt vandamál
Hann vill þó ekki gera of mikið úr
æskuvandamálum sínum, segir að
Tónlist á sunnudegi
Árni Matthíasson
Morgunblaðið/Golli
Sage Francis, Xaul Zan og Strange Famous.
Rímnasnilld
frá helvíti
Bandaríski rímnakappinn Sage Francis sendi frá
sér sína þriðju breiðskífu fyrir skemmstu, en hún
er fyrsta plata hans sem fær almenna dreifingu.
Hann segist hafa gefið skífuna út til að koma öllu
frá sér sem hann þyrfti að segja fyrir dauðann.