Morgunblaðið - 11.08.2002, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 2002 53
SÍMI 587-8900 ÁLFABAKKI www.sambioin.is
Fyrir 1250 punkta
færðu bíómiða.
kvikmyndir.is
Sýnd kl. 2, 4 og 6. Mán 4 og 6.Vit
1/2
Kvikmyndir.is
Í anda „God's
must be crazy“
myndana.
Sýnd kl. 3.40, 5.50,
8 og 10.10. Vit 415
Sýnd kl. 8 og 10.20. Bi. 16. Vit 400
Sýnd í lúxus kl. 6, 8 og 10.10.
B. i. 16. Vit 414
Sýnd kl. 10.10. B.i. 16 ára Vit 408
Kvikmyndir.is
DV
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. B.i. 14. Vit 417
Sýnd kl. 2, 4 og 6. Mán. 4 og 6. Íslenskt tal. Vit 418
Frumsýn
ing
Frumsýning
Pétur Pan-2
Sun. kl. 2. Ísl.tal. Vit 358.
Skrímsli hf.
Sun. kl. 2. Ísl.tal. Vit 338.
DV
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 8 og 10.10. Vit 406
Sýnd kl. 2, 4 og 6. Mán 4 og 6.
Íslenskt tal. Vit nr. 410.
Sýnd kl. 8. Enskt tal. Vit nr. 407.
DV
RadíóX
Líkar þér illa
við köngulær
?
Þeim líkar ek
kert vel við þ
ig heldur!
Ný sérstök útgáfa!
Nú í fyrsta sinn í kvikmyndahúsum
með íslensku tali
Hverfisgötu 551 9000
www.regnboginn.is
Sexý og Single
Yfir
35.000
MANNS
Yfir 10.000 MANNS
2 FYRIR EINN - síðustu sýningar
Sýnd kl. 6.30, 8.30 og 10.30. Sýnd kl. 6.30, 8.30 og 10.30.
Sýnd kl. 5.30 og 8.30. B. i. 14.
Sýnd kl. 5.30. B.i. 10.
Frumsýning
Sýnd kl. 8 og 10.40. B. i. 16.
SV.MBL
HK.DV
Þú hefur aldrei upp-
lifað aðra eins mynd!
Láttu ekki handtaka
þig áður en þú
fremur glæpinn!
Glæpalaust Ísland.
„Ein besta mynd
þessa árs.
Fullkomlega
ómissandi.“
SV Mbl
BRITNEY Spears hefur hitt kvikmyndastjörnuna Leon-
ardo DiCaprio í laumi í þeirri viðleitni að gleyma gamla
kærastanum, Justin Timberlake. Britney var miður sín
þegar upp úr sambandinu slitnaði og hefur hitt fjölda álit-
legra manna síðan, þ. á m. Pharrel Williams, Marc Terezi
úr Natural og dansahöfundur hennar, Wade Dobson.
Britney mun hafa boðið stjörnunni úr Titanic í heim til sín í Hollywood
Hills. „Þau hittust á laun á heimili hennar fyrir viku. Þau höfðu hist einu
sinni áður og kom vel saman svo sameiginlegur vinur kom á þessu
stefnumóti,“ sagði heimildarmaður.
Kunnugir segja að Britney vilji hitta sem flesta mynd-
arlega menn til að æsa upp afbrýðina í gamla kærast-
anum, sem hefur stært sig af að hafa farið út með Janet
Jackson og Christina Aguilera.
Talsmaður Leos sagði að hann og Britney væru bara
vinir og hefðu kynnst í veislu á Playboy-setri Hugh
Hefners.
Poppprinsessan ætlar nú að taka hálfs árs hlé frá
stjörnulífinuog safna kröftum. „Hún ætlar að flytja aftur til Louisiana og
búa með móður sinni. Hún er þreytt á að vera alltaf undir álagi og er enn
miður sín vegna Justins,“ sagði vinur hennar.
Hittir DiCaprio í laumi
SONIC Youth réð lögum og lofum í
tilraunarokkinu á níunda áratugnum
(Daydream Nation (’88) er eitt af
meistaraverkum rokksögunnar). Tí-
undi áratuginn var brokkgengari (og
botninum náð með Experimental Jet
Set, Trash & No Star (’94)). En þessi
áratugur virðist ætla að vera gjöfulur.
Sonic Youth er nefnilega í toppformi
þessa dagana, eins og heyra má á
Murray Street, þar sem hinu ein-
staka, dimmleita melódíuinnsæi S.Y.
er blandað næsta fullkomlega saman
við rætna tilraunastarfsemina sem
hefur aldrei verið of
langt undan.
Undanfarin ár
hefur Sonic Youth
gefið út gallsúrar,
og í flestum tilfell-
um, afar vel heppn-
aðar tilraunaskífur á eigin merki,
jafnframt sem sveitin hefur átt í
blómlegu samstarfi við hið tilrauna-
glaða séní Jim O’ Rourke. Þetta virð-
ist hafa blásið fersku lífi í hljómsveit-
ina og má heyra þreifingar í þessa átt
á NYC Ghosts & Flowers (’00). Hér
er hins vegar eins og sveitin viti ná-
kvæmlega hvað hún vill. Ekki bara
það heldur er framkvæmdin fumlaus.
Á 21. aldursári er Sonic Youth í
firnaformi og gefur viðlíka sveitum úr
samtímanum öruggt en íbyggið blikk.
Það er allt að gerast ennþá og brunn-
ur sköpunarinnar auðheyranlega
stútfullur. Manni verður ósjálfrátt
hugsað til Mick og Keith. Við þá vil ég
segja. „Strákar, þetta er vel hægt.
Aldurinn kemur málinu ekki við.
Hunskist til að gera almennilega
plötu!“
Tónlist
Stútfull
Sonic Youth
Murray Street
Geffen Records
Stórgóð plata frá nýrokkskóngunum. Já,
eiginlega bara frábær.
Arnar Eggert Thoroddsen