Morgunblaðið - 11.08.2002, Side 56

Morgunblaðið - 11.08.2002, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. hér sérðu debetkort, skólaskírteini, afsláttarkort og alþjóðlegt stúdentaskírteini. 4kort F í t o n / S Í A RAGNAR Stefánsson, forstöðumað- ur jarðeðlissviðs Veðurstofunnar, segir að jarðskjálftahrinan sem hófst við Fagradalsfjall á Reykjanesi á föstudag hafi smáfjarað út, en stærsti skjálftinn á föstudagskvöld mældist 2,8 á Richter. Minni skjálftar voru aðfaranótt laugardagsins og segir Ragnar að líklegt sé að þessi hrina sé búin. Al- mennt séð séu svona hrinur algengar á þessu svæði, þó að meira en ára- tugur sé síðan svipuð hrina varð þar síðast. Jarðskjálfta- hrina í rénun VERÐ á saltfiski hefur lækkað um 10–20% í evrum frá áramótum í viðskiptalöndum Íslendinga í Suð- ur-Evrópu, Portúgal, Spáni og á Ítalíu. Til viðbótar kemur síðan styrking íslensku krónunnar gagn- vart erlendum gjaldmiðlum, þannig að áhrif þessa eru mun meiri en lækkun verðsins í evrum gefur til kynna. Þessu hefur fylgt birgðasöfnun hér á landi og verðlækkanir á fiskmörkuðum hér þar sem salt- fiskverkendur hafa verið stórir kaupendur. Helgi Már Reynisson, framkvæmdastjóri hjá Sölku sjávarafurðum ehf., segir að forsaga þessar- ar þróunar sé sú að í hitteðfyrra og fram á mitt ár í fyrra hafi verð á saltfiski hækkað mjög mikið og í kjölfarið hafi neyslan minnkað. Margar ástæður hafi valdið þessari þróun, þar á meðal tilkoma evr- unnar í þessum löndum að hans mati, og það eigi einkum við um þróunina í Portúgal og á Ítalíu. Þá hafi Evrópusambandið dregið saman framlög sín til efnahagsuppbyggingar í Portúgal sem hafi hægt mjög á öllum hagvexti þar, en Portúgal sé langstærsti markaðurinn fyrir saltfisk í Evrópu. Þau áhrif hafi síðan breiðst út til saltfiskmarkaða í nágrannalöndunum. Helgi Már sagði að jafnhliða verðlækkununum hefði saltfiskmarkaðurinn breyst úr því að vera seljendamarkaður yfir í það að vera kaupenda- markaður. Þegar eftirspurn eftir saltfiski hefði verið mikil og verðið hátt hefðu kaupendur og dreifingaraðilar keppst við að eiga ávallt nægar birgðir fyrir viðskiptavini sína. Eftir að verð hefði byrjað að lækka hefðu þeir haldið að sér höndum með kaup á fiski og birgðir því safnast upp hjá framleiðendum og seljendum. Hann sagði að þessarar þróunar hefði fyrst orð- ið vart í fyrrahaust. Þá hefði verðið staðnað og sal- an í raun og veru ekki farið almennilega í gang. Frá því í desember og fram á vor hefði verð síðan lækkað jafnt og þétt. Verðlækkunin næmi 10–20% almennt í viðskiptalöndum okkar á þessu svæði og það ætti sérstaklega við um verð á stærri og milli- fiski. Talsvert til af saltfiski í landinu Helgi Már sagði aðspurður að talsvert væri til af saltfiski í landinu nú. Það væri hins vegar ekkert óeðlilegt í ljósi sögunnar. Ferillinn í gegnum tíðina hefði verið sá að birgðir söfnuðust upp frá því eftir páska í mars/apríl og fram á haust þegar neyslan ykist aftur þegar föstur væru framundan. Það mætti því segja að það væri ekkert óeðlilegt við þessa birgðasöfnun, en menn hefðu bara verið orðnir of góðu vanir í þessum efnum síðustu árin. Eldri menn í saltfiskverkun myndu vel aðra tíma. Verkunin ætti sér að miklu leyti stað á veturna og fram á sumar en neyslan færi fram frá hausti og fram að páskum og því væri tímabundin birgða- söfnun í sjálfu sér ekkert óeðlileg. Lækkun á saltfiski í evrum 10–20% í Suður-Evrópu BÆJARYFIRVÖLD í Hafnar- firði hafa í skoðun í tengslum við gerð aðalskipulags bygg- ingu átján holu golfvallar að sunnanverðu við Straumsvík. Lúðvík Geirsson, bæjar- stjóri í Hafnarfirði, segir að það sé alveg ljóst að á höfuð- borgarsvæðinu sé mikil þörf fyrir fleiri golfvelli. Þeir vellir sem séu fyrir séu löngu yfir- fullir og þar komist ekki allir að sem vilji. Úr því þurfi að bæta. Mikill áhugi sé fyrir því í bænum, bæði hjá Keilismönn- um og öðrum, að bæta hér úr og finna nýtt framtíðarland í þessum efnum. Lúðvík segir að skipulags- og bæjaryfirvöld hafi verið að skoða þessi mál samhliða vinnu við nýtt aðalskipulag. Í þeim efnum hafi menn horft til svæða í hrauninu suður af bænum, einkum þeirra svæða sem séu nær ströndinni, því vellir sem þannig séu staðsett- ir bjóði upp á lengri notkunar- tíma yfir árið en vellir sem séu annars staðar. Meðal annars hafi komið til umræðu og skoð- unar svæði sem séu í hrauninu sunnan við Straumsvík, ekki langt frá Reykjanesbrautinni. Þá hafi sumir einnig horft til svæðisins í kringum Óttars- staði. Munu taka frá land „Þetta er auðvitað allt til skoðunar á þessu stigi, en ég reikna með að menn muni taka frá landsvæði sem þeir muni merkja undir þessa starfsemi inni á aðalskipulagi, þannig að það sé þá til land til að vinna í þegar menn eru tibúnir í það, vonandi fyrr en seinna,“ sagði Lúðvík ennfremur. Hafnarfjörður 18 holu golfvöllur í athugun FISKIDAGURINN mikli fór fram á Dalvík í gær, en dagurinn er fram- tak þeirra fiskverkenda sem á Dal- víkursvæðinu starfa. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Dal- vík var farið að fjölga á tjald- stæðum bæjarins á föstudagskvöld, öll gistirými bæjarins upppöntuð og margir gistu í heimahúsum. Veðrið á Dalvík var gott í gær, skýjað en logn og tiltölulega hlýtt í veðri. Júlíus Júlíusson, framkvæmda- stjóri Fiskidagsins mikla, sagði í gær að markmiðið með fiskideg- inum, sem í ár var haldinn í annað sinn, væri að fólk kæmi saman, skemmti sér og borðaði fisk, en öll- um landsmönnum væri boðið að taka þátt í deginum. Hann sagði að 60 manns stæðu í að grilla ofan í gesti fiskidagsins, en 85 þúsund matarskammtar voru búnir til á Dalvík í gær. Júlíus sagði að í tengslum við fiskidaginn væri hægt að fara í siglingu um Eyjafjörð og skemmtiatriði og margt annað væri í boði. Hann sagði að aðstandendur fiskidagsins gerðu ráð fyrir að allt að 12.000 manns myndu sækja Dal- vík heim á fiskidaginn, en í fyrsta sinn sem dagurinn var haldinn voru þátttakendur um 6.000. Morgunblaðið/Kristján Fjöldi fólks lagði leið sína á Fiskidaginn mikla á Dalvík í góðu veðri í gær og þáði veitingar frá fiskverkendum í sveitarfélaginu, auk þess sem boðið var upp á siglingu um Eyjafjörð og ýmislegt fleira. Fjölmennt á fiskidegi Dalvíkinga KRAKKARNIR í Ásgarði í Breiðdal eru dugleg að tína steina og selja ferðamönnum. Aðspurð segjast þau tína steinana í fjöllunum kringum bæinn. Steinarnir eru sagaðir og slípaðir eftir kúnstarinnar reglum. Krakkarnir segja að þetta hafi tíðkast á bænum í áratugi og foreldrar þeirra hafi líka tínt og selt steina þegar þau voru yngri. Krakkarnir segja eftirspurnina misjafna, stundum eru mikil viðskipti en sumarið í fyrra var frekar lélegt. Á myndinni sýna þær Hildur Ella Reimarsdóttir í Ásgarði og frænka hennar Ingi- björg Baldursdóttir úr Reykjavík ferðamönnum steina. Ungir steinasölu- menn í Breiðdal Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson SUMARSLÁTRUN á sauðfé er hafin víða um land. Að sögn Guð- mundar Svavarssonar, framleiðslu- stjóra Sláturfélags Suðurlands, hófst slátrun á Selfossi 29. júlí og búið er að slátra tvisvar. „Það hefur gengið alveg ljómandi vel. Við slátr- um einu sinni í viku enn sem komið er. Við slátrum alltaf 2.000 lömbum á viku þessar vikur,“ segir hann. Guðmundur leggur áherslu á að þyngd dilkanna sé mjög áþekk nú og í fyrra. Hann bendir á að í fyrra hafi slátrun hafist 30. júlí og í fyrstu slátrun var meðalþyngdin 13,2 kíló en í ár var hún ívíð meiri eða 13,7 kíló. Hann segir að í síðustu viku hafi meðalþyngdin verið hin sama og á sama tíma árinu áður eða 13,5 kíló. Samkvæmt upplýsingum Guð- mundar þarf að ná hækkun sem við- heldur stöðu lambakjöts á markaði án þess að leiða til aukins útflutn- ings. Að teknu tilliti til þess hækkar Sláturfélagið verð á dilkakjöti um þrjú prósent frá því í fyrra. Hækk- un er mismikil milli flokka þar sem nokkrir flokkar magurs kjöts eru færðir upp um verðflokk en feitari færðir niður. Ljóst sé að kostnaðar- hækkanir í rekstri bænda séu um- talsverðar. Sumar- slátrun á sauðfé hafin SS hækkar verð á dilkakjöti um 3%

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.