Morgunblaðið - 30.08.2002, Side 2
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÍBV og Fylkir eru úr leik / C2
Kristján hættir með Þórsara / C1
8 SÍÐUR Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
4 SÍÐUR
Skart á trúarlegum nótum/B1
Andstæður á hverjum kolli/B2
Stílistar spara/B2
Haust- og vetrartískan/B4
Sjón er sögu ríkari/B6
Auðlesið efni/B8
Sérblöð í dag
STÓRBRUNINN í Fákafeni er nú
rannsakaður sem sakamál að feng-
inni þeirri niðurstöðu lögreglunnar
að eldurinn gæti ekki hafa kviknað
af eðlilegum orsökum. Enginn
liggur þó undir grun um íkveikju
og hefur enginn verið handtekinn
vegna málsins.
Vettvangsrannsókn var gerð af
tæknideild lögreglunnar fyrstu
dagana eftir brunann og jafnframt
hefur rannsóknardeild lögreglunn-
ar unnið að málinu. Einnig hafa
aðrir sérfræðingar verið kallaðir
til, bæði frá ríkislögreglustjóra og
Brunamálastofnun.
Engar vísbendingar eru um
eldsupptök út frá rafmagni og er
sá möguleiki talinn útilokaður,
m.a. með rannsókn sérfræðings frá
rafmagnsöryggisdeild Löggilding-
arstofu. Niðurstaða rannsóknar
lögreglunnar, sem byggist á vett-
vangsrannsókn og öðrum athug-
unum, er sú að allar líkur séu á því
að eldurinn sé af mannavöldum,
þannig að um íkveikju sé að ræða.
Kannað hverjir voru
á ferð um húsnæðið
„Öll ummerki benda til þess að
þarna hafi verið farið inn og kveikt
í,“ segir Hörður Jóhannesson, yf-
irlögregluþjónn í Reykjavík. „Það
hefur líka verið kannað hverjir
gengu þarna um en það hefur ekki
leitt okkur að neinni niðurstöðu og
við höfum engan sérstakan grun-
aðan um verknaðinn sem er
kannski það alvarlegasta í málinu.“
Staðfest hefur verið að eldsupp-
tökin eru í þeim hluta kjallara
hússins sem hýsir vörulager
Teppalands. Aðrir möguleikar hafa
verið útilokaðir að því marki sem
nauðsynlegt er með þeirri tækni
og rannsóknaraðferðum sem lög-
reglan ræður yfir, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu hennar
um málið.
Rannsókn lögreglunnar hefur
m.a. beinst að því að upplýsa um
mannaferðir á staðnum rétt fyrir
brunann. Hefur verið rætt við
marga sem voru á staðnum um það
leyti sem eldurinn kom upp, bæði
starfsmenn og viðskiptavini. Eftir
því sem lögreglan kemst næst var
enginn staddur á lagernum þegar
eldsins varð vart.
Íkveikja sem hefur í för með sér
almannahættu varðar að minnsta
kosti hálfs árs fangelsi skv. 164 gr.
almennra hegningarlaga. Enn
þyngri refsing, eða a.m.k. tveggja
ára fangelsi, liggur við því ef
brennuvargurinn hefur séð fram á,
að mönnum mundi vera bersýni-
legur lífsháski búinn eða eldsvoð-
inn mundi hafa í för með sér aug-
ljósa hættu á yfirgripsmikilli
eyðingu á eignum annarra manna.
Bruninn í Fákafeni 9 rannsakaður sem sakamál
Lögreglurannsókn
bendir til íkveikju
BÆJARSTJÓRN Seltjarnarness
stóð í gær fyrir hátíðardagskrá til
heiðurs Sigurgeiri Sigurðssyni,
fyrrverandi bæjarstjóra á Seltjarn-
arnesi, og Sigríði Gyðu Sigurð-
ardóttur, eiginkonu hans.
Sigurgeir lét af starfi bæj-
arstjóra á Seltjarnarnesi í júní síð-
astliðnum, en hann hafði þá starfað
sem bæjar- og sveitarstjóri á Sel-
tjarnarnesi frá árinu 1965. Hann
sat í bæjarstjórn í 40 ár og færðu
leikskólabörn þeim hjónum 40 rósir
við athöfnina.
Heiðursdagskráin í gær var hald-
in í Seltjarnarneskirkju þar sem
fléttað var saman tónlistaratriðum
og stuttum ávörpum. Að lokinni
dagskrá var móttaka í safn-
aðarheimili kirkjunnar.
Bæjarstjóri
kvaddur
með hátíð-
ardagskrá
Morgunblaðið/Arnaldur
Leikskólabörn á Seltjarnarnesi tóku þátt í kveðjuhátíðinni og færðu Sigurgeiri fjölda rósa.
BÆJARSTJÓRN Borgarbyggðar
ákvað á fundi sínum í gær að nýjar
kosningar í sveitarfélaginu færu
fram 2. nóvember næstkomandi, en
félagsmálaráðuneytið ógilti í júlí-
lok, með úrskurði, sveitarstjórnar-
kosningarnar sem fram fóru í
Borgarbyggð hinn 25. maí síðast-
liðinn.
Helga Halldórsdóttir, forseti
bæjarstjórnar Borgarbyggðar,
segir að ákvörðun bæjarstjórnar
hafi verið tekin samkvæmt úr-
skurðinum og í samráði við yfir-
kjörstjórn. Í framhaldinu fari af
stað hefðbundinn undirbúningur af
hálfu kjörstjórnar fyrir kosning-
arnar, sem verða, eins og fyrr seg-
ir, í nóvember.
Kosningarnar
í Borgarbyggð
Kosið
verður 2.
nóvember
BRESKA blaðið The Independent
segir í netútgáfu sinni að yfirtökutil-
boð Philips Green í Arcadia geti verið
í hættu eftir húsleit efnahagsbrota-
deildar lögreglunnar í Reykjavík í
húsakynnum Baugs á miðvikudags-
kvöld. Green gerði yfirtökutilboð í
Arcadia-keðjuna upp á 800 milljónir
punda (um 109 milljarða íslenskra
króna) í samráði við Baug. Baugur á
20% hlutafjár í Arcadia.
Green viðurkennir í samtali við The
Independent að húsleitin gæti skaðað
tilboð hans. „Annaðhvort er þetta
ekkert, og þá höldum við áfram, en ef
það er eitthvað þarna hefur staðan
breyst,“ sagði Green. Hann vonaðist
til að selja tískufatakeðjurnar Miss
Selfridge og Top Shop til Baugs til
þess að vega á móti kostnaðinum við
tilboðið. Baugur hafði lofað að styðja
tilboð hans.
Ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhann-
esson, stjórnarformann Baugs Group
hf., í gærkvöld til að bera þessa frétt
undir hann.
Frétt The Independent um
húsleitina hjá Baugi Group hf.
Yfirtökutilboð
gæti verið í hættu
Afleiðingar bilunarinnar í
sæstrengnum Cantat3
Korthafar er-
lendis urðu fyr-
ir óþægindum
ÍSLENSKIR korthafar erlendis
urðu fyrir óþægindum þegar allt
síma- og netsamband við útlönd
lá niðri í nokkra klukkutíma á
miðvikudag vegna bilunar í
Cantat3-sæstrengnum, sem ligg-
ur milli Evrópu og Kanada í
gegnum Ísland.
Ragnar Önundarson, fram-
kvæmdastjóri Europay á Íslandi,
segir að fyrirtækið noti sæstreng-
inn í sambandi við heimildargjöf í
t.d. verslunum og þegar samband
rofnar falli hún niður. Enn baga-
legra sé að allt símasamband við
landið rofnar og því sé ekki hægt
að hringja og fá munnlega heim-
ild.
Lentu í erfiðleikum
í verslunum
Þess vegna sé ljóst að korthaf-
ar fyrirtækisins hafi orðið fyrir
miklum óþægindum vegna bilun-
arinnar í sæstrengnum. Fólk geti
hafa lent í erfiðleikum þegar það
hafi verið að versla, gera upp á
gististöðum, matstöðum, flugvöll-
um og víðar, en ekki liggi fyrir
um hve marga hafi verið að ræða
eða hve vítæk áhrifin hafi verið.
Þótt grípa hafi mátt til gamla
lagsins og nota handvirkan búnað
verði að hafa í huga að þá sé ætl-
ast til þess að sá sem tekur við
greiðslunni geti hringt og fengið
heimild munnlega en ekki hafi
heldur verið hægt að hringja. „Í
nútímaþjóðfélagi erum við háð
tækninni og svona lagað má bara
ekki gerast,“ segir hann og bætir
við að reynt verði að hafa sam-
band við þá sem urðu fyrir óþæg-
indum og þeim gerð grein fyrir
málinu.
Leifur Steinn Elísson, aðstoð-
arframkvæmdastjóri VISA á Ís-
landi, segir vel hugsanlegt að ein-
hverjir hafi lent í vandræðum
með VISA-kort erlendis vegna
bilunarinnar í sæstrengnum, en
að ekki hafi verið haft samband
við sig vegna þess. Hótelgestir
sýni t.d. venjulega kort sitt við
komu eða fyrr og því ættu þeir
ekki að hafa lent í vandræðum við
brottför hafi hún átt sér stað
meðan bilunin stóð yfir. Hann
hafi þó heyrt að einhverjir hafi átt
í erfiðleikum með að taka fé út úr
hraðbönkum.
Varakerfi erlendis taka
við þegar bilun verður
Hann segir að VISA sé með
varakerfi erlendis, sem taki yfir
þegar svona gerist eins og bilun í
sæstreng, og gera megi því skóna
að þau hafi ráðið við vandann að
mestu leyti, en þau séu öðruvísi
stillt og höftin meiri. Reglurnar
varðandi t.d. það að taka út
reiðufé séu stífari og því sé hugs-
anlega ekki hægt að taka út eins
mikið og heimild segi til um, þeg-
ar heimildir fara um varakerfin.