Morgunblaðið - 30.08.2002, Page 4
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
LÝSTAR kröfur í þrotabú Ísafold-
arprentsmiðju og dótturfélögin IP-
Prentþjónustu og Flatey bókbands-
stofu ehf. nema samtals 633.724.154
krónum. Landsbanki Íslands er
stærsti kröfuhafinn með veðkröfur
upp á samtals um 278 milljónir
króna.
Hópur fjárfesta keypti allan hlut
Frjálsrar fjölmiðlunar, 96,2%, í Ísa-
foldarprentsmiðju í apríl síðastliðn-
um og var ætlunin að freista þess
að leita nauðasamninga við lánar-
drottna til að geta haldið starfsem-
inni gangandi. Landsbanki Íslands
neitaði öllum samningum og því
fóru forsvarsmenn Ísafoldarprent-
smiðju fram á það við Héraðsdóm
Reykjaness 31. maí síðastliðinn að
félagið yrði tekið til gjaldþrota-
skipta. Héraðsdómur varð við
beiðninni og skipaði skiptastjóra.
Fram kom í júní sl. að Landsbanki
Íslands hefði leyst til sín allar veð-
settar eignir þrotabúsins og selt
Ísafoldarprentsmiðju og dóttur-
félögin, en þar með hefði verið ljóst
að ekkert fengist upp í aðrar kröf-
ur, þó kröfulýsingarfrestur hefði
verið frá 14. júní til 14. ágúst.
Lýstar kröfur í Flatey eru sam-
tals 50.186.060 krónur. Stærstu
kröfuhafar eru Landsbanki Íslands
með veðkröfu upp á um 18 milljónir
króna, Tollstjórinn í Reykjavík með
um 14 millj. kr. kröfu og Sýslumað-
urinn í Hafnarfirði með um 8 millj.
kr. kröfu.
Lýstar kröfur í IP-Prentþjónustu
nema samtals 87.798.876 kr. Þar af
er veðkrafa frá Landsbanka Ís-
lands upp á um 40 milljónir kr., um
12 millj. kr. krafa frá Tollstjór-
anum í Reykjavík og um 7 millj. kr.
krafa frá Sýslumanninum í Hafn-
arfirði.
Lýstar kröfur í Ísafoldarprent-
smiðju nema samtals 495.739.218
kr. Stærstu kröfuhafar eru Lands-
banki Íslands með veðkröfu upp á
um 220 milljónir kr., Búnaðarbanki
Íslands 44 millj. kr., Eignarsmiðjan
28 millj. kr., pappírsframleiðslufyr-
irtækið Norsk Skog 28 millj. kr.,
Rauðará ehf. 15 millj. kr., Hrólfur
Ölvisson 14 millj. kr., Fjárfesting-
arfélagið Bjarg 12,5 millj. kr. og
Tollstjórinn í Reykjavík um 10
millj. kr.
Skiptafundur verður eftir um
hálfan mánuð, en að sögn skipta-
stjóra, Jóhanns Níelssonar
hrl.,fæst lítið eða ekkert upp í lýst-
ar kröfur.
Gjaldþrot Ísafoldarprentsmiðju og tveggja dótturfyrirtækja
Lýstar kröfur tæplega
634 milljónir króna
HÆSTIRÉTTUR hefur stað-
fest úrskurð Héraðsdóms
Reykjaness um áframhaldandi
gæsluvarðhald yfir tveimur
mönnum á þrítugsaldri að kröfu
sýslumannsins í Hafnarfirði
vegna gruns um fjölmörg afbrot
þeirra. Hæstiréttur markaði þó
gæsluvarðhaldinu skemmri
tíma, eða til 30. september, en í
héraði voru þeir úrskurðaðir í
varðhald til 18. október.
Í greinargerð sýslumanns
kemur fram að um allnokkur
þjófnaðarmál á hendur mönnun-
um sé að ræða og hefur lögregl-
an þau enn til rannsóknar. Það
sem stolið hafi verið sé einatt
mjög svipað, þ.e.a.s. munir sem
geti auðveldlega gengið kaupum
og sölum á götunni og þá oftar
en ekki í skiptum fyrir fíkniefni.
Taldi sýslumaður að mennirnir
myndu halda áfram innbrotum
væru þeir látnir lausir.
Gæsluvarð-
hald staðfest
SAUÐFJÁRSLÁTRUN þetta haust-
ið hefst af fullum þunga eftir
helgina í sláturhúsum víða um
land. Sumarslátrun hefur verið í
gangi síðustu vikur en þá aðeins
einn og einn dag í viku. Samkvæmt
upplýsingum frá stærstu slát-
urleyfishöfunum, Sláturfélagi Suð-
urlands og Norðlenska, hefur
gengið betur en oft áður að fá
starfsfólk í sláturhúsin en erlent
vinnuafl hefur einnig þurft til að
manna allar stöður, aðallega frá
Norðurlöndunum.
Jón Helgi Björnsson er fram-
kvæmdastjóri á sviði slátrunar hjá
Norðlenska ehf. á Húsavík. Hann
segir haustslátrunina hefjast af
krafti næsta þriðjudag og líklega
standa út októbermánuð. Búið er
að ráða meira en 50 starfsmenn til
viðbótar við þá 45–50 sem starfa í
sláturhúsinu og kjötvinnslunni á
Húsavík að jafnaði allt árið. Þetta
árið er von á um 20 erlendum
starfsmönnum sem koma frá Finn-
landi, Svíþjóð og Danmörku. Norð-
lenska mun að þessu sinni slátra
um 66 þúsund fjár, sem er nokkur
aukning frá síðustu sláturtíð þegar
58 þúsund dilkar fóru í gegnum
húsið. Fyrir fáum árum, þegar
Kaupfélag Þingeyinga rak slát-
urhúsið, var fjöldi dilka um 35 þús-
und. Féð kemur nú að mestu frá
bændum í Eyjafirði og Þingeyj-
arsýslum en einnig af Austurlandi.
„Helsta breytingin hjá okkur
þetta árið er að við höfum tekið
nýja og fullkomna flæðilínu í kjöt-
skurði í notkun. Með því getum við
stóraukið framboðið á fersku kjöti
og stefnum meðal annars að því að
slátra út allan nóvember og þá
vikulega. Þetta er mikil breyting
frá því á árum áður,“ segir Jón
Helgi.
Erfitt að fá vana
starfsmenn
Þó að vel hafi gengið að manna
sláturhúsið segir Jón Helgi þann
vanda alltaf koma upp að vanir
starfsmenn fáist ekki ár frá ári.
Mikil endurnýjun eigi sér stað á
hverju hausti þar sem ekki sé leng-
ur til fólk í sveitunum í þeim mæli
sem áður var sem hefur reynslu og
kunnáttu til sérhæfðra starfa við
slátrunina.
Hermann Árnason, stöðvarstjóri
sláturhúss SS á Selfossi, segir að
haustslátrunin hefjist mánudaginn
16. september næstkomandi en
fram að því verður slátrað tvisvar í
viku líkt og gert hefur verið í sum-
arslátruninni síðan í lok júlí sl. SS
er einnig með sláturhús á Kirkju-
bæjarklaustri og við Laxá í Leir-
ársveit í Borgarfirði. Alls munu
hátt í 180 manns starfa í sláturhús-
unum þremur í haust, þar af um
helmingur á Selfossi. Þar verður
um 90 þúsund fjár slátrað og um 25
þúsund fjár í hinum húsunum
hvoru fyrir sig. Er þetta svipaður
fjöldi og á síðustu sláturtíð.
„Okkur hefur gengið mjög vel að
ráða fólk þannig að það virðist
vera eitthvert atvinnuleysi í gangi.
Við vorum búnir að tryggja okkur
erlent vinnuafl en starfsumsóknir
hafa að öðru leyti verið óvenju
margar,“ segir Hermann en um 20
útlendingar verða á Selfossi og alls
um 10 í hinum SS-húsunum, flestir
námsmenn frá Norðurlöndunum.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Sumarslátrun hjá SS á Selfossi hefur staðið yfir undanfarið. Hér vinna þeir Daníel Guðmundsson og Friðrik
Friðriksson við pökkun á kjöti fyrir Ameríkumarkað og með þeim fylgist Hermann Árnason stöðvarstjóri.
Haustslátrun hefst af fullum þunga eftir helgi
Gengur betur en áður
að manna sláturhúsin
TEKIST hefur að staðsetja bilun í
Cantat3-sæstrengnum sem liggur
milli Evrópu og Kanada í gegnum Ís-
land. Komið hefur í ljós að streng-
urinn er ekki slitinn en einangrun
strengsins er rofin og útleiðsla er á
rafspennu. Ljósleiðararnir sjálfir eru
órofnir, skv. upplýsingum Heiðrúnar
Jónsdóttur, forstöðumanns upplýs-
inga- og kynningarmála Símans.
Rekstraraðili Cantat3, Teleglobe,
staðsetti bilunina í sæstrengnum á
milli Færeyja og Bretlands, en í
fyrstu var talið að bilun hefði orðið á
strengnum á milli Danmerkur og
Þýskalands.
Hægt að nota strenginn með
takmörkuðum gæðum
Samkvæmt upplýsingum Tele-
globe verður viðgerðarskip þegar
sent af stað og er það væntanlegt á
staðinn eftir nokkra daga. Hægt
verður að nota strenginn þar til við-
gerð hefst, en gæðin verða takmörk-
uð. Þegar að viðgerð kemur verður
spennan rofin og dettur þá allt sam-
band niður um tíma, en þá mun verða
sett upp svokölluð aflfæðing á milli
Íslands og Kanada þannig að vest-
urleiðin milli Íslands og N-Ameríku á
að verða í lagi meðan á viðgerð stend-
ur, skv. upplýsingum Heiðrúnar.
Ekki liggja fyrir upplýsingar um
hvenær viðgerð á sæstrengnum verð-
ur lokið og fullt samband kemst á að
nýju.
Netsamband flutt af gervitungli
yfir á sæstrenginn
Öll talsíma- og netumferð frá land-
inu var færð yfir á gervihnattasam-
band í fyrradag þegar sæstrengurinn
bilaði. Í gær var hins vegar netsam-
bandið flutt af gervitungli á ný yfir á
venjubundna leið á strenginn sem
liggur til Bandaríkjanna en talsíma-
samband mun að sinni verða áfram
flutt um gervitungl.
Að sögn Heiðrúnar var ekki annað
vitað í gær en að sambandið um
gervihnött hefði verið eðlilegt og eng-
ar tilkynningar höfðu borist um trufl-
anir.
Teleglobe hefur yfirstjórn með
verkefninu en hefur til aðstoðar sér-
fræðinga símafyrirtækjanna sem
treysta á strenginn.
Íslandssími hóf í gærmorgun að
beina allri netumferð um vesturlegg
Cantat3-strengsins frá Íslandi til
Bandaríkjanna. Símaumferð er að
hluta til beint um austurlegginn frá
Færeyjum til Bretlandseyja og að
hluta um gervihnetti. Rofni samband
á ný um sæstrenginn flytjast öll fjar-
skipti Íslandssíma sjálfkrafa yfir á
jarðstöð fyrirtækisins og gervihnött,
samkvæmt upplýsingum Íslands-
síma.
Bilun fundin
í Cantat3
HÆSTIRÉTTUR hefur aflétt svo-
kölluðu fjölmiðlabanni yfir feðgum
sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna al-
varlegrar líkamsárásar sem þeir eru
sakaðir um að hafa framið ásamt
öðrum syni mannsins í byrjun ágúst
sl. Með þessu staðfesti Hæstiréttur
úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur.
Feðgarnir hafa setið í gæsluvarð-
haldi í ríflega þrjár vikur og hefur
þeim verið haldið í einangrun síðan.
Jafnframt hefur lögreglan í Reykja-
vík meinað þeim um aðgang að fjöl-
miðlum skv. heimild í lögum um
meðferð opinberra mála. Í kröfum
sem lögmenn föðurins og annars
sonar hans lögðu fram segir að ein-
angrunarvistin hafi tekið verulega á
þá, bæði líkamlega og andlega. Það
myndi létta einangrunarvistina
verulega ef aflétt yrði banni gegn því
að þeir gætu fylgst með fjölmiðlum.
Fyrir dómi krafðist lögreglan þess
að kröfu feðganna yrði hafnað. Bent
var á að sakargiftir væru mjög alvar-
legar og óheppilegt væri að þeir
fengju fréttir af málinu. Gæti það
ógnað rannsókn málsins en lögregl-
an hefði ekki stjórn á öllum frétta-
flutningi, eins og það er orðað í dómi
Hæstaréttar.
Í úrskurði Héraðsdóms Reykja-
víkur segir að fallast megi á með lög-
mönnum feðganna að takmörkun á
aðgangi að fjölmiðlum sé verulega
íþyngjandi. Því verði að gera þær
kröfur að sérstaklega sé rökstudd
nauðsyn þess að beita slíkri tak-
mörkun á frelsi í þágu rannsóknar
málsins. Þetta eigi sérstaklega við
þegar gæsluvarðhaldsvist hefur
staðið svo lengi sem raun ber vitni.
Það hafi lögreglan ekki gert heldur
aðeins bent á að það væri óheppilegt
eins og staða rannsóknarinnar væri.
Lögregla hafi aftur á móti ekki sýnt
fram á að fjölmiðlabannið væri nauð-
synlegt og er því fallist á kröfuna.
Fjölmiðlabanni
gæslufanga aflétt