Morgunblaðið - 30.08.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
STOFNUNAR lagadeildar Háskól-
ans í Reykjavík var fagnað í skól-
anum í gær en á mánudag hóf 81
nemandi nám við nýstofnaða laga-
deild skólans. Ráðherrar, þingmenn
og dómarar voru meðal þeirra sem
fögnuðu með kennurum, starfs-
mönnum og nemendum, eða fulltrú-
ar löggjafar-, framkvæmda- og
dómsvalds, eins og Þórður S. Gunn-
arsson deildarforseti orðaði það.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
óskaði forráðamönnum Háskólans í
Reykjavík, forystu lagadeild-
arinnar, kennurum og þeim nem-
endum sem munu sækja sér þangað
veganesti í lögvísindum allra heilla
í bráð og lengd. „Land okkar bygg-
ist á lögum, að ráði bestu manna.
Vel menntuð sveit lögfræðinga
gegnir því lykilhlutverki á Íslandi
framtíðarinnar. Hér hafa menn því
þarft verk að vinna,“ sagði forsætis-
ráðherra í ræðu sinni.
Deildin stofnuð
við kjöraðstæður
Þórður S. Gunnarsson deild-
arforseti sagði stofnun deildarinnar
eðlilegt framhald þeirrar uppbygg-
ingar sem átt hefur sér stað innan
Háskólans í Reykjavík á und-
anförnum árum og þeirri framtíð-
arsýn sem stjórnendur skólans
hafa. Guðfinna Bjarnadóttir rektor
sagði stofnun deildarinnar stóra
stund í stuttri sögu skólans. Hún
sagði deildina stofnaða við kjör-
aðstæður, úrvalsstarfsfólk hefði
fengist til starfa við deildina og
skólinn hefði getað valið úr stórum
hópi umsækjenda. Þá væru í skól-
anum kjöraðstæður til að stunda
nám og ná árangri í námi. Sagði
Guðfinna einnig fólk úr hinum
ýmsu geirum samfélagsins gera
miklar væntingar til deildarinnar
og nemenda hennar.
„Markmið skólans er að efla sam-
keppnishæfni íslensks atvinnulífs.
Samkeppni í lagakennslu held ég að
sé góð, vegna þess líka að ef þessi
deild verður einungis til þess að hin
deildin [lagadeild Háskóla Íslands]
verður betri þá er samt í ein-
hverjum skilningi markmiðinu náð.
En við ætlum að standa okkur vel
og gera okkar besta,“ sagði Guð-
finna.
Jón Steinar Gunnlaugsson er pró-
fessor við lagadeildina. Þá eru Að-
alsteinn E. Jónasson, Einar Páll
Tamimi og Ragnhildur Helgadóttir
lektorar og Kristinn Freyr Krist-
insson og Þórólfur Jónsson stunda-
kennarar við deildina.
Morgunblaðið/Kristinn
Davíð Oddsson forsætisráðherra óskar Guðfinnu Bjarnadóttur, rektor Háskólans í Reykjavík, til hamingju.
Fyrir aftan þau standa Þórður S. Gunnarsson deildarforseti og Sverrir Sverrisson, formaður háskólaráðs.
81 nemandi
stundar nám
við nýstofnaða
lagadeild HR
STJÓRNARNEFND Landspítala –
háskólasjúkrahúss, LSH, hefur ósk-
að eftir því að Ríkisendurskoðun
geri úttekt á rekstri og árangri af
sameiningu Sjúkrahúss Reykjavík-
ur og Landspítala. Var þessi
ákvörðun tekin á fundi stjórnar-
nefndarinnar 15. ágúst sl. Bréf
þessa efnis var sent Ríkisendur-
skoðun, 19. ágúst. Þar segir að
stjórnarnefndin telji afar mikilvægt
að Ríkisendurskoðun leggi sjálf-
stætt mat á starfsemi LSH, „enda
er það tímabært nú þar sem nær
þrjú ár eru frá því að heilbrigð-
isráðherra tók ákvörðun um sam-
einingu spítalanna tveggja.“
Í bréfinu er bent á að sameiningu
sjúkrahúsanna sé ekki að fullu lok-
ið, en að hún hafi þegar farið fram á
mörgum sviðum spítalans. Því telur
nefndin að mögulegt sé að leggja
mat á annað hvort einstaka þætti
þar sem sameiningin hefur sann-
anlega verið framkvæmd, eða spít-
alann í heild sinni með tilliti til þess
að sameiningu er ekki alveg lokið.
Er þess óskað í bréfinu að athug-
un Ríkisendurskoðunar taki jöfnum
höndum til árangurs í faglegu tilliti
og rekstrarlegu.
Ríkisendurskoðandi er í sumar-
fríi. Samkvæmt upplýsingum hjá
skrifstofu Ríkisendurskoðunar hef-
ur hann því ekki enn farið yfir
beiðni stjórnarnefndarinnar.
Vilja að árangur
verði metinn í
faglegu og rekstr-
arlegu tilliti
Stjórnarnefnd LSH óskar eftir úttekt
á rekstri og árangri af sameiningu
FRAMKVÆMDANEFND um
einkavæðingu hefur fundað með
þeim þremur hópum fjárfesta sem
hafa sýnt áhuga á að eignast hlut í
Landsbanka Íslands. Enn eru allir
hóparnir með en nýs áfanga í við-
ræðunum er ekki að vænta fyrr en í
næstu viku.
Að sögn Skarphéðins Steinarsson-
ar hjá framkvæmdanefndinni hafa
menn verið að fara yfir málin,
skiptast á upplýsingum og óska eftir
frekari upplýsingum. „Næsti
áfangi,“ segir Skarphéðinn, „verður
síðan væntanlega einhvern tíma í
næstu viku. Við höfum kallað eftir
tilteknum upplýsingum og eigum
von á að fá þær eftir helgina.“
Skarphéðinn segir að þau atriði
sem menn séu að vinna með snúi
einkum að fjárhagsstöðu hugsan-
legra fjárfesta, þekkingu þeirra og
reynslu af fjármálamarkaði, óskum
þeirra um eignarhlut auk hugmynda
um staðgreiðsluverð og áforma um
rekstur þess banka sem menn hafa
hug á að eignast hlut í. „Allt upplýs-
ingastreymið gengur út á þessi atriði
enda verður það á grundvelli þeirra
sem við munum velja fjárfesti.“
Sala ríkisbankanna
Hóparnir
þrír enn
allir með í
viðræðum
Morgunblaðið/Arnaldur
Framkvæmdanefnd um einkavæðingu bíður nú eftir upplýsingum frá fjárfestahópunum þremur.
UNNIÐ verður að ýmsum undirbún-
ingsframkvæmdum á næstu vikum og
mánuðum vegna Kárahnjúkavirkjun-
ar, og er þar aðallega um að ræða
vegagerð, brúargerð og lagningu raf-
línu, skv. upplýsingum Þorsteins
Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa
Landsvirkjunar.
Framkvæmdir eru þegar hafnar
við lagningu vegar frá Fljótsdalsvegi
við Laugarfell að Fremri-Kárahnjúk
við Jökulsá á Dal. Um er að ræða 24
kílómetra langan veg vegna undir-
búnings framkvæmda við virkjunina,
sem er skipt í tvo verkþætti og á upp-
byggingu vegarins að vera lokið í des-
ember.
Lægsta tilboð í brú á Jökulsá
á Dal 55,5 milljónir króna
Sl. þriðjudag voru opnuð tilboð í
byggingu brúar á Jökulsá á Dal en
brúarstæðið mun verða sunnan Sand-
fells innan við Fremri-Kárahnjúk.
Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á
55,5 milljónir kr. Alls bárust tíu tilboð
og nam lægsta tilboðsupphæðin 33,8
milljónum (61% af kostnaðaráætlun),
frá Malarvinnslunni hf. á Egilsstöð-
um. Flatey ehf. á Höfn bauð 39,8 millj.
kr. og Íslenskir aðalverktakar hr.
komu næstir í röðinni en tilboð þeirra
hljóðaði upp á um 42,3 millj. kr.
Fjögur fyrirtæki buðu
í lagningu rafstrengja
Einnig verður hafin vinna á yfir-
standandi ári við lagningu rafstrengja
og ídráttarrörs frá Bessastaðamelum
í Fljótsdal inn á Teigsbjarg og síðan í
öðrum verkhluta frá Teigsbjargi inn á
Fljótsdalsheiði að Axará.
Fjögur fyrirtæki buðu í verkið en
tilboð voru opnuð sl. þriðjudag. Aust-
firskir verktakar hf. á Egilsstöðum
buðu lægst eða 19,6 millj. kr. í báða
verkhlutana (48,4% af kostnaðaráætl-
un). Grafan ehf. Reykjavík var með
næst lægsta tilboðið eða 30,3 millj. kr.
í báða verkhluta.
Tilboð opnuð í undirbúningsfram-
kvæmdir vegna Kárahnjúkavirkjunar
Unnið í haust að
vegagerð, brúar-
smíði og raflínu
GUÐMUNDUR Marteinsson,
framkvæmdastjóri Bónuss, seg-
ir það ekki rétt sem fram kom í
Morgunblaðinu í gær, að rekstri
Nýbrauðs í Mosfellsbæ hafi ver-
ið hætt vegna þess að Bónus
hafi hætt kaupum á brauðum
frá fyrirtækinu í þessari viku.
Guðmundur segir að það hafi
ekki skipt sköpum í málinu þar
sem fyrirtækið hafi þegar verið
lýst gjaldþrota síðastliðið vor.
Bónus eigi því ekki sök á rekstr-
arstöðvun fyrirtækisins nú.
Hann segir að í framhaldi af
gjaldþroti Nýbrauðs í vor hafi
stærsti kröfuhafinn, Kornax,
leitað eftir áframhaldandi við-
skiptum við Bónus með hið um-
rædda Bónusbrauð. Boðið hafi
verið ákveðið verð sem Bónus
hafi ekki getað sætt sig við. Því
hafi verið leitað eftir tilboði frá
Myllunni og því verið tekið.
„Þessi nýi samningur við
Mylluna gerir það að verkum að
Bónus getur áfram boðið hið
umrædda Bónusbrauð á góðu
verði til neytenda. Um það
snýst málið af hálfu Bónuss.
Bónus harmar að starfsmönn-
um Nýbrauðs hafi verið sagt
upp störfum,“ segir Guðmund-
ur.
Framkvæmdastjóri
Bónuss um Nýbrauð
Eigum
ekki sök
á rekstr-
arstöðvun
FOKKER-flugvél Flugfélags
Íslands hætti við lendingu á
Reykjavíkurflugvelli síðdegis í
gær og tók einn hring í staðinn
á meðan vinnuflokkur sem var
nærri flugbrautinni kom sér í
burtu.
Vélin var að koma frá Ísa-
firði og þar sem flugumferðar-
stjóri náði ekki sambandi við
vinnuflokkinn áður en vélin
kom á lokastefnu bað hann
flugmenn hennar að hætta við
lendingu og taka hring á meðan
verið væri að koma mönnunum
í burtu. Um öryggisráðstöfun
var að ræða til þess að tryggja
örugga lendingu vélarinnar.
Vinnu-
flokkur
truflaði
lendingu