Morgunblaðið - 30.08.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
134 980
BARI er aðeins einn af fjölmörgum
IDE-MØBLER sófum sem nú fást í miklu
úrvali í Húsgagnahöllinni. Veturinn er rétti
tíminn fyrir notalegan leðursófa – eða heilt
sófasett á frábæru verði!
3ja sæta L190 H90 D90
2ja sæta L145 H90 D90
Áklæði: Koníakslitað leður
Sími 510 8000 • Bíldshöfða 20 • 110 Reykjavík • www.husgagnahollin.is
f
a
s
t
l
a
n
d
-
8
2
6
5
BARI 2+3
Skáldin Laxness, Undset og Tolkien
Tolkien og
norrænn arfur
STOFNUN SigurðarNordals og Nor-ræna húsið gangast
fyrir alþjóðlegri ráðstefnu
um Hringadróttinssögu
eftir J.R.R. Tolkien og
tengsl hennar við norræn-
an menningararf í Nor-
ræna húsinu í Reykjavík
dagana 13.–14. september.
Skrá þarf þátttöku á ráð-
stefnuna hjá Stofnun Sig-
urðar Nordals fyrir 31.
ágúst, en hún er opin öllu
áhugafólki. Morgunblaðið
ræddi við Terry Gunnell,
einn fyrirlesara á ráðstefn-
unni.
– Hver eru viðfangsefni
ráðstefnunnar?
„Í fyrsta lagi er það
Hringadróttinssaga eftir
Tolkien og helstu mýtur
hennar, hvernig Hringadróttins-
saga tengist norrænum menning-
ararfi og samanburður á úr-
vinnslu Tolkiens, Halldórs Lax-
ness og Sigrid Undset á þessum
menningararfi. Einnig verður
rætt um skírskotun verka þeirra
til ritunartímans og siðfræði
skáldverkanna.“
– Hvernig kviknaði hugmyndin
að ráðstefnunni?
„Úlfar Bragason á Stofnun Sig-
urðar Nordals kom fram með þá
hugmynd að halda ráðstefnu þar
sem sameiginleg efnistök þessara
þriggja höfunda yrðu rædd. Þau
nota öll efni úr norrænni goða-
fræði og norrænni sögu í verkum
sínum. Þau miðla boðskap með því
að lýsa veröld sem var, leita langt
aftur í forneskju og setja hlutina í
samhengi. Auk fyrirlestra um höf-
undana þrjá og upplesturs úr
verkum þeirra verður margmiðl-
unarefnið Sagnaarfur miðalda
kynnt á ráðstefnunni og farið
verður í kynnisferð í Reykholt í
Borgarfirði.“
– Voru þessir höfundar þeir
einu sem leituðu í þetta efni?
„Nei, síður en svo. Nefna má
fjölda annarra breskra rithöf-
unda, til dæmis Golding, White og
Orwell. Umfjöllunarefni þeirra
eru til dæmis vald og stríð, og
greinilegt er að þeir eru að skrifa
sig frá síðari heimsstyrjöldinni.
Reynsla þeirra í stríðinu var það
sterk að þeir hafa ef til vill átt auð-
veldara með að skrifa sögu í for-
tíðinni eða framtíðinni.“
– Hvernig má tengja Laxness
og Undset við þessi efni?
„Laxness sendi frá sér Gerplu
árið 1952, þar sem hann hæddist á
vissan hátt að fornöldinni, hetju-
dýrkuninni og þjóðararfinum.
Undset skrifaði í þessum anda
strax eftir fyrri heimsstyrjöld.
Hún er, líkt og Tolkien og Lax-
ness, að skapa nýja veröld, nýjan
heim sem líkist að miklu leyti mið-
aldaheiminum. Þar eru engin nú-
tímastríðsvopn heldur er treyst á
mátt einstaklinganna, trú, galdur
og ýmis hindurvitni.“
– Hvaða efni úr verkum Lax-
ness og Undset verður talað um?
„Væntanlegir eru
þrír norskir fyrirlesar-
ar sem ræða munu
verk Undset. Liv
Bliksrud, prófessor við
Óslóarháskóla og dokt-
or í verkum Undset, fjallar um
tengsl Undset við miðaldir, Olaf
Solberg um hvaða not Undset
hafði af miðaldatextum í verkum
sínum og loks Gunnhild Kværness
sem talar um tengsl Undset við
Ísland. Svo munu Eiríkur Guð-
mundsson og Helga Kress ræða
um Laxness og efnistök hans.“
– Getur þú nefnt okkur fyrirles-
ara sem fjalla munu um Tolkien?
„Tom Shippey, sem gegnir
Walter J. Ong prófessorsstöðu í
mannlegum fræðum við Saint
Louis-háskólann í Missouri í
Bandaríkjunum, og er helsti sér-
fræðingur um Tolkien og bækur
hans, flytur fyrirlestur um tengsl
Tolkiens og Íslands. Þess má geta
að Tolkien kom aldrei til Íslands
en hafði barnfóstrur frá Íslandi í
mörg ár og hefur eflaust fræðst
um ýmislegt varðandi land og
þjóð. Andrew Wawn ræðir um
aðra höfunda sem viðhöfðu svipuð
efnistök og Tolkien, en skrifuðu
bækur fyrr á síðustu öld. Ég mun
ræða um álfaímynd Tolkiens og
þær hugmyndir sem þar liggja að
baki. Hann tók efni úr ýmsum átt-
um og óf saman í sögum sínum.
Matthew Whelpton talar um trú
og trúarbrögð í sögum Tolkiens.
Sveinn Haraldsson fjallar um
tengsl rithöfundanna Tolkiens og
Audens, en hann var líka mikill Ís-
landsvinur. Ármann Jakobsson
ber saman Hobbit og Hringa-
dróttinssögu, og hvernig hug-
myndir Tolkiens breytast meðan
hann skrifaði verkin. Loks mun
Lars Huldén, heiðursdoktor við
Háskóla Íslands, fyrrverandi pró-
fessor í norrænum fræðum við
Helsingfors-háskóla og einn helsti
þýðandi sænskumæl-
andi Finna, flytja fyr-
irlesturinn „Tiden och
språket – ett översätt-
arproblem, belyst med
exempel från Kalevala
och Sagan om Ringen“. Þetta er
Sigurðar Nordals fyrirlestur jafn-
framt því að vera lokafyrirlestur
ráðstefnunnar og öllum velkomið
að sækja hann þótt þeir hafi ekki
sótt ráðstefnuna að öðru leyti.“
Nánari upplýsingar um ráð-
stefnuna má finna á heimasíðu
Stofnunar Sigurðar Nordals,
www.nordals.hi.is. Tilkynna þarf
þátttöku fyrir 31. ágúst.
Terry Gunnell
Terry Gunnell er fæddur í
Brighton, Englandi 1955. Lauk
BA-prófi í Drama and Theatre
Arts í University of Birmingham
1977, kennslu-og uppeldisfræði,
Westfield College, Birmingham,
1978; Bacc. Phil. í íslensku fyrir
erlendra stúdenta, Háskóla Ís-
lands 1981; PhD í íslenskum
fræðum, University of Leeds.
Kenndi ensku í Menntaskólanum
við Hamrahlíð, 1980-1998 og
stundakennslu við HÍ í þjóðfræði
og almennri bókmenntafræði,
1993-1998. Tók við stjórn þjóð-
fræðikennslu í HÍ sem lektor í
þjóðfræði árið 1998, dósent frá
2001. Terry Gunnell er giftur
Þorbjörgu Jónsdóttur skrif-
stofustjóra Námsflokka Reykja-
víkur og eiga þau tvær dætur,
Liv Önnu og Helgu Sólveigu.
Þau sköpuðu
nýja veröld í
verkum sínum
MALBIKSFRAMKVÆMDIR standa nú yfir á akbraut-
arkafla við n/s flugbraut Reykjavíkurflugvallar og er
verkið hluti af framkvæmdum við hliðarakbraut sem
liggur meðfram brautinni enda á milli. Þegar myndin
var tekin í gær var verið að vinna við malbikun á braut-
armótum n/s-, v/a- og na/sv-flugbrautanna. Að sögn
Heimis Más Péturssonar, upplýsingafulltrúa Flugmála-
stjórnar, er áætlað að framkvæmdum við endurgerð
flugvallarins verði að fullu lokið fyrir 1. október nk.
Vinna við gerð hliðarakbrautarinnar hófst í fyrra.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Malbikað á Reykjavíkurflugvelli