Morgunblaðið - 30.08.2002, Qupperneq 13
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2002 13
www.islandia.is/~heilsuhorn
Í dagsins önn
Náttúrulegt B-vítamín ásamt
magnesíum og C-vítamíni
í jurtabelgjum
PÓSTSENDUM
Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889
Fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum,
Árnesapóteki, Selfossi og
Yggdrasil, Kárastíg 1.
debenhams
S M Á R A L I N D
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
D
EB
1
85
90
p
0
8/
20
02
Gó› gjöf
6 hlutir í tösku!
Ef þú kaupir tvo hluti eða fleiri frá Clinique, er þessi gjöf þín:*
• Long Pretty Lashes Mascara, 4 g.
• Dramatically Different Moisturizing Lotion, 15 ml.
• 7 Day Scrub Cream Rinse-Off Formula, 30 ml.
• High Impact Eye Shadow Duo, 1,1 g.
• Different Lipstick Rasperry Glace, 4 g.
• Healthy Shine Serum for Hair, 15ml.
• Snyrtitaska með rennilás fyrir förðunarvörur
og aðrar nauðsynjar.
• Verðgildi gjafarinnar er kr. 6.990.
Kaupauki!
Nýtt!
Long Pretty Lashes Mascara
w
w
w
.c
lin
iq
ue
.c
om
Ofnæmisprófað
100% ilmefnalaust
Clinique ráðgjafi
veitir fría húðgreiningu
og aðstoð við val
á förðunarvörum.
* á meðan birgðir endast.
GAMLI Sléttbakur EA, sem áður
var í eigu Útgerðarfélags Akur-
eyringa hf., hefur nú fengið nafn-
ið Akureyrin EA 110, auk þess
sem skipt hefur verið um lit á
skipinu. Samherji keypti Sléttbak
fyrr í sumar og er ráðgert að
skipið haldi til veiða á vegum fyr-
irtæksins í næsta mánuði. Unnið
hefur verið að endurbótum á skip-
inu að undanförnu í Slippstöðinni
á Akureyri og það m.a. verið mál-
að hátt og lágt í Samherjalit-
unum. Skipið er rúmlega 900
brúttólestir að stærð, smíðað í
Noregi 1968. Skipið var lengt og
því breytt í frystiskip árið 1987.
Það er 69 metra langt, með 3.000
hestafla aðalvél og búið til flaka-
vinnslu og heilfrystingar á karfa
og grálúðu.
Gamla Akureyrin EA hefur í
staðinn verið seld til Onward
Fishing Company, dótturfélags
Samherja í Bretlandi og verður
skipið afhent í næsta mánuði.
Gamla Akureyrin EA, sem er 882
brúttólesta skip var smíðað í Pól-
landi á árinu 1974. Það var fyrsta
skip í eigu Samherja og hefur
verið gert út sem frystitogari frá
árinu 1983. Akureyrin hefur verið
afar farsælt skip og frá upphafi
verið meðal aflahæstu fiskiskipa
landsins ár hvert.
Morgunblaðið/Kristján
Sléttbakur
verður
Akureyrin
EA 110
VEIÐIFÉLAG Fnjóskár og Stanga-
veiðifélagið Flúðir Akureyri bjóða
öllum börnum félagsmanna og vin-
um þeirra að veiða í Fnjóská laug-
ardaginn 31. ágúst og sunnudaginn
1. september nk.
Þátttakendur eiga að mæta í veiði-
hús kl. 10, skrá sig í gestabók og taka
við leiðbeiningum. Um kl. 13.00 verð-
ur boðið upp á pylsur og svaladrykki
en svo haldið aftur til veiða kl. 14.30
og er hægt að veiða til kl. 20.00 báða
dagana.
Veiðidagar
við Fnjóská
MIKILL áhugi er fyrir starfi
sem Orkustofnun auglýsti laust
til umsóknar á Akureyri nýlega
en alls bárust rúmlga 50 um-
sóknir um stöðuna. Að sögn
Árna Ragnarssonar, deildar-
stjóra orkubúskapardeildar
Orkustofnunar, eru þetta mun
fleiri umsóknir en hann hafði
reiknað með. Hann sagði að
verið væri að vinna úr umsókn-
unum og að stefnt væri að því
að ráða í stöðuna sem allra
fyrst.
Hér er um nýtt starf að ræða
á orkumálasviði stofnunarinnar
og felst í að sinna þeim verk-
efnum sviðsins sem tengjast
landsbyggðinni. Í byrjun verð-
ur starfið einkum helgað verk-
efnum sem Orkustofnun eru
falin í nýjum lögum um niður-
greiðslu húshitunarkostnaðar,
eftirliti með framkvæmd lag-
anna, gagnaskráningu, af-
greiðslu umsókna um niður-
greiðslu og samskiptum við
dreifiveitur raforku.
Tveir starfsmenn á rann-
sóknarsviði Orkustofnunar
starfa á Akureyri og eru þeir
með starfsaðstöðu í húsnæði
Háskólans á Akureyri á Sól-
borg. Hinn nýi starfsmaður á
orkumálasviði mun hins vegar
verða með aðstöðu hjá Norður-
orku á Rangárvöllum.
Starf hjá Orkustofn-
un á Akureyri
Rúmlega 50
umsóknir
um stöðuna
REKSTRARTEKJUR Skríns ehf.
fyrstu 6 mánuði ársins námu 41
milljón króna. Veltufé frá rekstri
nam 4 milljónum króna og. hagnaður
var hálf milljón króna. Þetta eru
mikil umskipti frá sama tíma í fyrra
en þá var tap af rekstri félagsins 16
milljónir króna.
Skrín, sem er tölvufyrirtæki á Ak-
ureyri, er m.a. í eigu: Skýrr, Fram-
takssjóðs Landsbankans, Útgerðar-
félags Akureyringa, Elements hf. og
fjárfestingarfélagsins Tækifæris og
var stofnað í júlí 2000.
Mikill árangur hefur náðst
í markaðssetningu
Félagið sérhæfir sig í kerfisleigu,
hýsingu og gagnaflutningum. Ragn-
ar Guðmundsson framkvæmdastjóri
segir í fréttatilkynningu að menn séu
afskaplega ánægðir með þessa nið-
urstöðu. Mikill árangur hafi náðst í
markaðssetningu og margir nýir við-
skiptavinir hafa verið að koma í við-
skipti við félagið. Horfur seinni hluta
ársins eru mjög góðar en horfur eru
á áframhaldandi tekjuaukningu og
bata í afkomu.
Uppgjör Skríns gefur til kynna
traustan efnahag en eigið fé félags-
ins í júnílok var 23 milljónir króna,
nettóskuldir voru einungis 6 milljón-
ir króna, eiginfjárhlutfall var þá 59%
og veltufjárhlutfall var 0,91.
Mikill við-
snúningur
hjá Skríni
SAMEIGINLEGUR fundur félags-
málanefnda Hríseyjar, Dalvíkur-
byggðar, Ólafsfjarðar og Siglufjarð-
ar, lýsir yfir vilja til að stofnað verði
til sameiginlegrar barnaverndar-
nefndar fyrir sveitarfélögin. Fund-
urinn var haldinn í Ráðhúsinu á
Siglufirði í vikunni.
Fundinn sátu fulltrúar frá öllum
nefndunum ásamt starfsmönnum og
var þeim skipt upp í vinnuhópa, þar
sem hver hópur fjallaði um grundvöll
væntanlegs samstarfs, fyrirkomulag
þess, kosti og galla. Almennt voru
niðurstöður hópanna jákvæðar og
var samþykkt að formenn nefndanna
settu saman sameiginlega niðurstöð-
ur varðandi framhald samstarfs á
þessu sviði.
Fram kemur í fréttatilkynningu
frá málsaðilum, að ljúka þurfi und-
irbúningi málsins í síðasta lagi í nóv-
ember nk. Áhersla var lögð á það álit
allra hópa, að með samstarfi mætti
styrkja starf á sviði barnaverndar á
svæðinu.
Vilja sameig-
inlega barna-
verndarnefnd
SAMKVÆMT endurskoðaðri fjár-
hagsáætlun Norðurorku fyrir yfir-
standandi ár, er gert ráð fyrir að
hagnaður ársins verði tæpar 207
milljónir króna. Stjórn Norðurorku
samþykkti endurskoðaða fjárhags-
áætlun á fundi sínum í vikunni.
Rekstrartekjur eru áætlaðar rúm-
lega 1,2 milljarðar króna og rekstr-
argjöld tæpir 1,2 milljarðar króna.
Tekjur vatnsveitu eru áætlaðar
164 milljónir króna, hitaveitu rúmar
497 milljónir króna og rafveitu 563
milljónir króna.
Áætlað að afskrifa
444 milljónir
Almenn rekstrargjöld eru áætluð
rúmar 377 milljónir króna, raforku-
kaup 378 milljónir króna, afskrifaðar
verða rúmar 444 milljónir króna og
þá er gert ráð fyrir að fjármagnsliðir
verði jákvæðir um tæpar 182 millj-
ónir króna.
Þá er gert ráð fyrir að veltufé frá
rekstri nemi tæpum 404 milljónum
króna, fjárfestingar um 311 milljón-
um króna, afborganir af lánum nemi
250 milljónum króna og nýjar lán-
tökur 125 milljónum króna.
Endurskoðuð fjárhagsáætlun Norðurorku
Hagnaður rúmar 200 milljónir
♦ ♦ ♦