Morgunblaðið - 30.08.2002, Page 14
SUÐURNES
14 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
STAÐFESTUR hefur verið samn-
ingur um að Héðinn hf. byggi nýja
mótttöku-, flokkunar- og sorp-
brennslustöð fyrir Sorpeyðingar-
stöð Suðurnesja sf. á iðnaðarsvæð-
inu í Helguvík. Fyrsta greiðslan
var innt af hendi í gær og jarð-
vegsframkvæmdir hefjast á næst-
unni. Taka á stöðina í notkun í lok
næsta árs.
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf.
bauð byggingu stöðvarinnar út á
Evrópska efnahagssvæðinu. Til-
boði Heklu og Járnbendingar var
tekið á síðasta vetri en eftir að fyr-
irtækin riftu samningum vegna
þess að þau treystu sér ekki til að
standa við tilboð sitt var samið við
Héðin hf. um framkvæmdina. Sá
samningur hefur nú verið staðfest-
ur með greiðslu á 74 milljónum
króna sem er um 10% af samn-
ingsupphæðinni.
Minni hreinsun
Við athöfn sem fram fór af
þessu tilefni í gær kom fram að
verkið er tvískipt. Annars vegar er
um að ræða byggingu stálgrind-
arhúss sem hýsa á mótttöku- og
flokkunarstöð og hins vegar hús
undir brennslulínuna sjálfa. Flokk-
unar- og mótttökuhúsið er liðlega
1000 fermetrar að stærð. Þar verð-
ur tekið á móti öllu sorpi undir
þaki og fer það ýmist beint í
sorpþró til brennslu eða er flokkað
til endurvinnslu. Því sorpi sem
flokka á er sturtað á flokkunargólf
og vinnuvélar notaðar til að flytja
það í mismunandi gáma sem
standa á neðra gólfi hússins.
Helstu flokkar til endurvinnslu
verða timbur, blöð og pappi, net
og málmar.
Brennsluhlutinn er rúmlega 600
fermetrar að stærð. Brennslulínan
er belgísk, frá fyrirtækinu BS
Engineering og getur afkastað lið-
lega 12 þúsund tonnum á ári.
Fram kom hjá tæknimönnum að
brennsluofninn er snúningsofn
með svældri brennslu. Sorpið
koksast fremur en brennur í ofn-
inum. Gasið sem til verður brenn-
ur í eftirbrennslurýminu án þess
að olíu þurfi til. Reykgasið fer síð-
an í gegnum hreinsibúnað sem á
að uppfylla ströngustu reglur Evr-
ópusambandsins um útblástur en
þær reglur taka væntanlega gildi
hér á landi á næstu árum. Vegna
minni þarfar á hreinsun útblásturs
á stöðin að vera umhverfisvænni
en aðrar þær stöðvar sem einkum
komu til álita. Gjallið úr brennsl-
unni verður síðan urðað. Gert er
ráð fyrir því að orkan frá
brennslustöðinni verði nýtt.
Meiri stofnkostnaður
Kostnaður við uppbyggingu
stöðvarinnar er um 8,7 milljónir
evra eða sem svarar 750 milljónum
króna. Er það töluvert meiri stofn-
kostnaður en við þá stöð sem
Hekla og Járnbending buðu fram
en hún átti að kosta 6 milljónir
dala sem svarar til 530 milljóna
króna á núverandi gengi. Hins
vegar mun rekstrarkostnaður
verða minni með þeirri tækni sem
notuð er í stöðinni sem byggð
verður, að sögn Guðjóns Guð-
mundssonar framkvæmdastjóra
Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.
Þrátt fyrir þann tíma sem fór í
viðræður við fyrri tilboðsgjafa er
útlit fyrir að hægt verði að taka
sorpbrennsluna í gagnið fyrir lok
næsta árs, að sögn Guðjóns, eða á
sama tíma og áformað hefur verið.
Sorpeyðingarstöðin vinnur nú að
því að tunnuvæða Suðurnesin, taka
upp sorphreinsum með tunnum í
stað poka. Þessa dagana er verið
að dreifa fyrstu tunnunum í Njarð-
vík og síðan fara þær í hin byggð-
arlögin, önnur en Grindavík sem
þegar er komin með sorphreinsun
með tunnum.
Samningur við Héðin hf. um byggingu sorpbrennslustöðvar staðfestur
Sorpið koksast fremur
en brennur í ofninum
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Guðmundur Sveinsson, framkvæmdastjóri Héðins hf., tekur við upphafsgreiðslu frá Guðjóni Guðmundssyni,
framkvæmdastjóra Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. Rögnvaldur Einarsson, yfirmaður tæknideildar Héð-
ins, er lengst til vinstri og Hallgrímur Bogason, stjórnarformaður Sorpeyðingarstöðvarinnar, lengst til hægri.
Helguvík
SKIPUÐ hefur verið öryggisnefnd
vegna komandi Ljósanætur, menn-
ingarhátíðarinnar í Reykjanesbæ.
Hún mun meðal annars hafa yf-
irumsjón með upplýsinga- og ör-
yggismiðstöð við Hafnargötu.
Ljósanótt verður haldin í Reykja-
nesbæ dagana 5. til 8. september
næstkomandi og nær hátíðin há-
marki á laugardagskvöldið. Stein-
þór Jónsson, formaður ljósanefnd-
ar, leggur áherslu á að vel hafi
tekist til við Ljósanótt þau tvö
skipti sem hátiðin hefur verið hald-
in. Þannig hafi engin vandræði ver-
ið þótt 20 þúsund manns hafi komið
saman í miðbæ Keflavíkur fyrir ári.
Hann vill ekki tengja aukna vinnu
við öryggismál að þessu sinni við
atburði sem urðu á menningarnótt í
Reykjavík á dögunum heldur segir
hann að mikilvægt sé að viðhalda
þeim árangri sem náðst hafi á
Ljósanótt síðustu ár.
Öryggismiðstöð opin
Í öryggisnefndinni eru meðal
annars fulltrúar frá lögreglu,
sjúkrahúsi og björgunarsveit. Hún
vinnur að forvarnarmálum, umferð-
ar- og öryggismálum og hefur yf-
irumsjón með upplýsinga- og ör-
yggismiðstöð við Hafnargötuna.
Þar verður haldið utan um upplýs-
ingamiðlun, týnd börn og skyndi-
hjálp svo dæmi séu tekin. Þar verð-
ur sjúkrabíll til staðar og hægt
verður að hringja í sérstakt örygg-
isnúmer nefndarinnar.
Upplýsingar um öryggismál
verða kynntar bæjarbúum í dag-
skrá Ljósanætur sem gefin verður
út á næstunni.
Sérstök öryggis-
nefnd skipuð
vegna Ljósanætur
Reykjanesbær
FYRSTA Bláa lóns-hlaupið fer fram
á morgun, laugardag. Hlaupnir
verða sex og tólf kílómetrar, í karla-
og kvennaflokkum.
Bláa lóns-hlaupið er samvinnu-
verkefni Bláa lónsins og Grindavík-
urbæjar og er haldið í tilefni opnunar
nýs vegar milli Grindavíkur og Bláa
lónsins. Aðrir styrktaraðilar hlaups-
ins eru: Flugleiðir, Sparisjóðurinn í
Keflavík, Þingvallaleið og Vífilfell.
Skráning hefst kl. 11 á baðstaðn-
um við Bláa lónið. Að skráningu lok-
inni verður þátttakendum ekið með
Þingvallaleið til Grindavíkur og
hefst hlaupið þar kl. 13. Hlaupið er
eftir nýja veginum og endað á bað-
staðnum þar sem öllum þátttakend-
um verður boðið í lónið, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu.
Aðalverðlaun í hlaupinu eru út-
dráttarverðlaun sem eru ferð fyrir
tvo að eigin vali til einhvers áfanga-
staðar Flugleiða í Evrópu, í boði
flugfélagsins. Þátttökugjald er þús-
und krónur fyrir fullorðna og fimm
hundruð fyrir börn.
Hlaupið
eftir nýj-
um vegi
Bláa lónið
SANDGERÐISDAGAR hefjast í
kvöld og standa fram á nótt aðfara-
nótt sunnudags.
Sandgerðisdagarnir hefjast í
kvöld, klukkan 20, með setningarat-
höfn og tónlistardagskrá í Safnaðar-
heimilinu þar sem söngfólk og annað
listafólk úr bæjarfélaginu kemur
fram. Síðan verður meðal annars
sagna- og hagyrðingakvöld í Lions-
húsinu, trúbadúrakeppni í Vitanum
og dansleikur fram á rauða nótt.
Fjölbreytt dagskrá verður á
morgun og lýkur annað kvöld með
bryggjusöng, flugeldasýningu og
dansleikjum.
Sandgerðis-
dagar verða
settir í kvöld
Sandgerði
♦ ♦ ♦
Brúðargjafalistar
Mörkinni 3, s: 588 0640
Opið mánudag-föstudags 11-18.
Lokað á laugardögum í sumar
Hnífapör og matarstell frá