Morgunblaðið - 30.08.2002, Page 15
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2002 15
GRUNNSKÓLI Mýrdalshrepps var
settur nýlega. Skólinn hefur und-
anfarin ár starfað á tveimur stöð-
um, yngri bekkirnir á Ketilsstöðum
og þeir eldri í Vík. Nú í haust hefur
allur skólinn verið færður til Víkur.
Búið er að byggja við skólann þann-
ig að nú rúmar hann alla bekki og
tónskólann sem hefur starfað í
íbúðarhúsnæði í Víkinni undanfarin
ár. Einnig er í byggingu við skól-
ann íþróttahús. Kolbrún Hjörleifs-
dóttir skólastjóri segir þetta heil-
mikla breytingu á skólastarfinu. Þá
hafi þetta í för með sér sparnað fyr-
ir Mýrdalshrepp vegna minni akst-
urs bæði á nemendum og kennur-
um milli staða.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Hafþór Ingi Sævarsson í fyrsta bekk í einni af nýju kennslustofunum.
Skólinn í Mýrdaln-
um á einum stað
Fagridalur
ÁRLEGUR Hólasandsdagur var
haldinn nýlega en það er fagnaðar-
og fræðsludagur til þess að minna
á uppgræðsluátak sem í gangi er á
Hólasandi, 14.000 hektara eyði-
mörk norðan Mývatns.
Landsvæðið takmarkast af
Sandvatni að sunnan, Gæsafjöllum
að austan og Lambafjöllum að
vestan en gróðurlendi Þeistareykja
að norðan. Mestur hluti hans ligg-
ur í 300 til 400 metra hæð yfir sjó.
Við landnám hefur þarna verið gró-
ið land. Öskulagarannsóknir sýna
að eyðing landsins hefur að mestu
orðið á síðustu öldum, trúlega eftir
1700.
Landgræðslan hófst handa við
stöðvun jarðvegseyðingar á sand-
inum 1960 en markviss uppgræðsla
svæðisins hófst 1994 að frumkvæði
Húsgulls á Húsavík og með öflugu
framlagi Hagkaupa og síðar
Umhverfissjóðs verslunarinnar.
Síðan þá hefur lúpínu verið sáð ár-
lega í 210 til 400 ha. Grasfræi hefur
verið sáð í rofabörð á jaðri sands-
ins og árlega hefur verið plantað
um 20.000 birkiplöntum og 10–20
þúsund lúpínuplöntum.
Stuðlað að sjálfbærri
gróðurframvindu
Markmiðið er að stuðla að sjálf-
bærri gróðurframvindu þannig að
sandurinn verði aftur vaxinn lyngi,
birki og víðigróðri svo sem áður
var.
Í tilefni dagsins söfnuðust for-
ystumenn Húsgulls, Landgræðsl-
unnar, skógræktarmenn, sveitar-
stjórn Skútustaðahrepps og ýmsir
áhugamenn saman við Þeista-
reykjaslóð þaðan sem farið var
saman í rútu um uppgræðslusvæð-
ið og litið á framvindu gróðurs sem
er afar uppörvandi, bæði hvað
varðar lúpínu og birki, enda skiptir
nú auðnin sem óðast um klæði og
býst grænum skrúða svo ótrúlegt
er á að horfa.
Það kom fram í máli þeirra Stef-
áns Skaftasonar og Andrésar Arn-
alds að veðrátta hefur verið gróðr-
inum sérlega hagstæð í sumar og
tvö næstliðin sumur einnig.
Nýlega var undirritaður samn-
ingur milli Skógræktarinnar og
bænda á Grímsstöðum í Mývatns-
sveit um að þeir leggi hlut Gríms-
staða í Hólasandi, en það er um
1.000 hektara landsvæði á suður-
jaðri sandsins, til landgræðslu-
skóga.
Á Hólasandi þar sem nú er lang-
stærsta einstaka lúpínusvæði á Ís-
landi er m.a. unnið að rannsóknum
á sáningaraðferðum og meðhöndl-
un lúpínufræs. Kostnaður vegna
framkvæmda á sandinum árið 2001
varð 7,3 milljónir króna, þar af var
framlag Umhverfissjóðs verslunar-
innar 3,3 m.kr. Gert er ráð fyrir að
framkvæmt verði í ár fyrir rúmar 8
milljónir króna.
Fagnaðar- og fræðslu-
dagur á Hólasandi
Morgunblaðið/BFH
Menn og málleysingjar undrast árangur uppgræðslu á Hólasandi.
Mývatnssveit
SKIPULAGSSTOFNUN hefur í úr-
skurði fallist á fyrirhugað vikurnám á
Mýrdalssandi, í Mýrdalshreppi á Há-
öldu, vestur af Hjörleifshöfða, eins og
náminu er lýst í framlögðum gögnum
framkvæmdaraðila, Kötluvikur ehf.
Komst Skipulagsstofnun að þeirri
niðurstöðu að framkvæmdin muni
ekki hafa í för með sér umtalsverð
umhverfisáhrif.
Nýta á vikurinn í verksmiðju
sem reisa á í Vík í Mýrdal
Markmið vikurnámsins er að nýta
vikurinn á Mýrdalssandi sem hráefni
til þenslu og flokkunar í verksmiðju
sem reisa á í Vík í Mýrdal og efla með
því atvinnulíf í Vík. Stefnt er að því að
vikurnámið geti hafist árið 2003.
Gert er ráð fyrir að vikurinn verði
tekinn á Háöldu suðaustan Hafurs-
eyjar og er efnistakan áætluð allt að
200.000 m³ á ári og eru rúmir 80.000
m³ áætlaðir til frekari vinnslu í verk-
smiðju í Vík í Mýrdal. Skipulagsstofn-
un bendir á að ekki liggi fyrir til hvers
eigi að nýta þann hluta sem ekki verð-
ur unninn í verksmiðjunni.
Svæðið sem um ræðir er 15,5 km²
og hefur fyrirhuguðu námusvæði ver-
ið skipt í þrjá hluta frá suðri til norð-
urs. Talið er að miðað við fullnýtingu
svæðisins væri hægt að nýta það að
öllu óbreyttu í um 570 ár miðað við
200.000 m³ efnistöku á ári.
Skipulagsstofnun telur bein um-
hverfisáhrif beggja kostanna á nátt-
úrufar vera óveruleg. Í niðurstöðu
hennar segir að vegna röskunar á
námasvæðinu megi búast við að sand-
fok geti aukist nokkuð vegna efnis-
tökunnar og haft áhrif á gróður sunn-
an námunnar. Gróðurþekja í ná-
grenni námasvæðisins sé þó mjög lítil
og áhrif á gróður yrðu óveruleg.
Nauðsynlegt er þó að mati stofnunar-
innar að fylgst verði glöggt með áhrif-
um starfseminnar á sandfok og að
framkvæmdaaðili hafi samráð við
Landgræðslu ríkisins um aðgerðir til
að bregðast við auknu sandfoki, gerist
þess þörf.
Skipulagsstofnun
fellst á vikurnám
á Mýrdalssandi
MÖÐRUDALSGLEÐI var haldin
samfara Ormsteiti á Héraði nú í
vikunni þar sem bændur voru sóttir
heim. Á Möðrudalsgleði var grillað,
ný gistiaðstaða í baðstofum skoðuð
ásamt ferðaþjónustunni Fjalladýrð
á Efra-Fjalli. Auk þess spreyttu
frændur og venslafólk Stefáns heit-
ins Stórval Jónssonar sig í að mála
myndir af Herðubreið, drottningu
íslenskra fjalla. Margt listaverkið
af Herðubreið drottningu íslenskra
fjalla leit dagsins ljós á Möðrudals-
gleði.
Morgunblaðið/Sigríður Sigurðardóttir
Möðrudalsgleði
Norður-Hérað
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
P
18
64
9
0
9/
20
02
N‡jar haustvörur