Morgunblaðið - 30.08.2002, Side 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
16 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
KAUPÞING banki hf. hyggst gera
tilboð í öll hlutabréf sænska bankans
JP Nordiska, en Kaupþing á fyrir
28% hlut í bankanum. Verðið sem
Kaupþing vill greiða fyrir þau 72%
hlutafjár sem það ætlar sér nú að
gera yfirtökutilboð í er um 727,6
milljónir sænskra króna eða sem
nemur rúmlega 6,8 milljörðum ís-
lenskra króna. Miðað við þetta kaup-
verð metur Kaupþing sænska bank-
ann á um 9,5 milljarða íslenskra
króna. Greitt verður fyrir hvern hlut
í JP Nordiska með 9,55 hlutum í
Kaupþingi. Kaupverðið miðast við
lokagengi í hvorum banka um sig
þegar tilboðið var gert. Sé hins veg-
ar litið til markaðsverðs JP Nord-
iska hljóðar tilboð Kaupþings upp á
41% yfirverð á hlutum í bankanum.
Fyrir hvern hlut verða greiddar um
12 sænskar krónur eða sem nemur
tæpum 113 íslenskum krónum. Yf-
irverð eða yfirtökuálag sem greitt er
umfram markaðsverð nemur því 3,5
sænskum krónum eða um 33 ís-
lenskum krónum. Sé hins vegar tek-
ið mið af meðalviðskiptagengi hluta í
bankanum á síðustu 30 dögum er yf-
irverðið sem Kaupþing er tilbúið að
greiða hluthöfum um 46%, um 3,9
sænskar krónur eða sem nemur
tæpum 37 krónum íslenskum á hlut.
Annar stærsti hluthafi JP Nord-
iska, Lars Magnusson, sem á 13%
hlut, hefur þegar lýst því yfir að
hann sé jákvæður gagnvart því að
Kaupþing auki hlut sinn í bankan-
um. Ekki er vitað um afstöðu ann-
arra hluthafa en þeim hafa þegar
verið kynntar fyrirætlanir Kaup-
þings banka hf. Hluthafar í JP
Nordiska eru yfir 10 þúsund og við-
skiptavinir bankans eru á milli 50 og
60 þúsund.
Í tilkynningu frá Kaupþingi kem-
ur fram að fyrirtækið hefur mark-
visst unnið að alþjóðlegri útrás og að
jafnframt því að vinna að innri vexti
hefur Kaupþing einbeitt sér að
„stefnumótandi fyrirtækjakaupum“.
Kaupþing banki hf. er nú með starf-
semi í átta löndum utan Íslands, þar
af starfar fyrirtækið á öllum Norð-
urlöndunum utan Noregs. Kaupþing
hóf starfsemi í Færeyjum og Stokk-
hólmi árið 2000. Um mitt síðasta ár
hóf það svo starfsemi í Kaupmanna-
höfn og í Helsinki í lok árs.
Stærsti markaður
Norðurlandanna í Svíþjóð
Aðdragandi áætlaðra kaupa á JP
Nordiska eru kaup Kaupþings á
sænska fjárfestingarfyrirtækinu
Aragon Holding AB í febrúar sl. en
það fyrirtæki var sameinað JP
Nordiska í júní, og stendur sam-
runaferlið enn yfir. Í kjölfar þeirrar
sameiningar eignaðist Kaupþing
28% hlut í JP. Ætlunin er að kaupin
nú, á þeim 72% hlutafjár sem eftir
standa, styrki enn frekar fótfestu
Kaupþings banka í Svíþjóð, og þar
með á Norðurlöndunum. Gangi
kaupin eftir er ætlun Kaupþings
banka að óska eftir skráningu í
Kauphöllinni í Stokkhólmi. Áætlar
félagið að útboðslýsingu verði dreift
til hluthafa JP Nordiska fyrir októ-
berlok og þeir hafi frest í um þrjár
vikur til að samþykkja tilboð Kaup-
þings í hlutaféð. Viðskipti með bréf
Kaupþings á sænskum hlutabréfa-
markaði ættu því að geta hafist eftir
afhendingu hlutanna í JP Nordiska í
lok nóvember nk.
Að sögn Sigurðar Einarssonar,
forstjóra Kaupþings, hentar starf-
semi JP Nordiska mjög vel inn í
starfsemi Kaupþings. „Það hefur
aldrei verið stefna okkar að eiga
28% í neinu fyrirtæki. Við viljum
annaðhvort ráða fyrirtækinu eða
ekki vera með í því. Við teljum okkur
geta náð verulegum árangri með
fyrirtækið. Nú er verið að vinna í
samrunaáætlun Aragon og Nordiska
og gengur mjög vel. Svíþjóð er
stærsti fjármálamarkaður Norður-
landanna og þar sem við skilgreinum
okkur sem norrænt fyrirtæki viljum
við vera þar,“ segir Sigurður. JP
Nordiska er eitt af fimm stærstu fé-
lögunum sem skráð eru í sænsku
kauphöllinni með um 6% hlutdeild í
viðskiptum hennar.
Sigurður segist gera ráð fyrir að
tilboði Kaupþings í JP Nordiska
verði vel tekið. „Við teljum að þetta
sé mjög gott tilboð fyrir eigendur
Nordiska en teljum jafnframt að
þetta sé gríðarlega gott tækifæri
fyrir okkur.“ Í tilkynningu frá Kaup-
þingi kemur fram að félagið gerir
ráð fyrir að aukin hagkvæmni náist
með sameinuðum banka og hægt
verði að veita víðtækari og öflugri
þjónustu.
Samanlögð velta bankanna
tveggja, Kaupþings banka og JP
Nordiska, nam um 6,3 milljörðum ís-
lenskra króna á fyrri helmingi þessa
árs og samanlagður hagnaður eftir
skatta um 530 milljónum íslenskra
króna. Þá námu heildareignir bank-
anna um 215 milljörðum íslenskra
króna hinn 30. júní sl. og eigið fé um
14 milljörðum króna.
Viðskipti voru með bréf Kaup-
þings í gær fyrir rúmar 18 milljónir
króna í Kauphöll Íslands. Lokagengi
bréfanna var 12,2 krónur á hlut og
hafði hækkað um 3,39% frá deginum
áður. Hlutabréf í JP Nordiska tóku
kipp í gær eftir að kauptilboðið var
tilkynnt. Bréfin hækkuðu um 29,4%
frá fyrri degi og enduðu í 11 sænsk-
um krónum á hlut, eða sem nemur
rúmum 103 íslenskum krónum.
Kaupþing gerir tilboð í
allt hlutafé JP Nordiska
Morgunblaðið/Ásdís
Kaupþing banki hf. vill nú færa enn frekar út kvíarnar á Norðurlöndunum
og hefur gert tilboð í 72% hlutafjár sænska bankans JP Nordiska AB. Fyrr
á árinu eignaðist Kaupþing 28% hlut í bankanum.
Í FRÉTT um alþjóðleg netver á Ís-
landi sem birtist á síðu 4 í Viðskipta-
blaði Morgunblaðsins í gær voru ekki
sögð önnur deili á heimildarmanni en
að hann héti Stefán. Sá sem um ræðir
er Stefán Jónsson hjá Fjárfestinga-
stofunni – almennu sviði, en hann hef-
ur haldið utan um athuganir á rekstr-
arhagkvæmni netvera fyrir hönd
Fjárfestingarstofunnar. Beðist er
velvirðingar á þessum mistökum.
LEIÐRÉTT
TAP MP Verðbréfa hf. á fyrri hluta
ársins var 39,1 milljón króna eftir
skatta, að því er fram kemur í til-
kynningu frá félaginu. Þar segir
einnig að rekstur félagsins hafi
gengið vel en tapið megi rekja til
gengislækkana á eignasafni þess.
Í tilkynningunni segir að eigið fé
félagsins hafi numið 661 milljón
króna í lok tímabilsins og að niður-
stöðutala efnahagsreiknings hafi
verið 1.687 milljónir króna. Þá kem-
ur fram að eiginfjárhlutfall félagsins
(CAD) hafi í lok júní verið 32,3%, en
hlutfallið má ekki vera lægra en 8%.
MP Verðbréf
tapa 39 millj-
ónum króna
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
FYRIRTÆKI í eigu breska kaup-
sýslumannsins Philips Green, Taveta
Investments Limited, lagði í gær
fram lokatillögu fyrir stjórn Arcadia
Group um yfirtökutilboð í hlutabréf í
Arcadia. Tillagan hljóðar upp á að Ta-
veta greiði hluthöfum Arcadia, öðrum
en Baugi sem á 20,1% hlutafjár, 408
pens fyrir hvern hlut í félaginu. Sam-
kvæmt því er Arcadia metið á 772
milljónir punda (ríflega 103 milljarða
króna) og virði hlutar Baugs í félaginu
er 155 milljónir punda (um 21 millj-
arður króna). Taveta þarf því að reiða
fram 617 milljónir punda (tæpa 83
milljarða króna) nái tilboðið fram að
ganga.
Tillagan um 408 pensa kauptilboð
var lögð fram í kjölfar fundar stjórnar
Taveta með stjórn Arcadia á miðviku-
dag en hún er háð nokkrum skilyrð-
um. Eitt er að stjórn Arcadia mæli
með því við hluthafa félagsins að þeir
taki tilboði Taveta, en slíkt er í sam-
ræmi við breskar viðskiptavenjur.
Annað skilyrði snýr að ráðstöfunum
gagnvart Baugi sem fela í sér yfirtöku
hlutar Baugs og sölu ákveðinna eigna
Arcadia til félagsins, en vitað er að
Baugur er á höttunum eftir vöru-
merkjunum Topshop, Topman og
Miss Selfridge. Þá er skilyrði jafn-
framt sett um frágang fjámögnunar
kauptilboðsins. Að þessum skilyrðum
uppfylltum mun Baugur styðja tilboð
Taveta, að því er segir í tilkynningu til
kauphallarinnar í London.
Settur er fyrirvari um að Taveta
geti ekki veitt undanþágu frá fram-
angreindum skilyrðum. Ennfremur,
að þrátt fyrir að öll skilyrðin verði
uppfyllt sé ekki fullvíst að formlegt
tilboð verði gert í hlutabréfin í Arc-
adia.
Taveta falaðist fyrr í mánuðinum
eftir meirihluta hlutafjár í Arcadia og
vildi þá bjóða hluthöfum 365 pens á
hlut. Stjórn fyrirtækisins hafnaði því
og veitti forstjóra félagsins umboð til
að hafna öllum tilboðum undir 400
pensum á hlut.
Stjórn Arcadia sendi frá sér til-
kynningu í kjölfar þess að nýja til-
lagan var lögð fyrir þar sem segir að
stjórnin sé að velta fyrir sér hvernig
tillögunni verði svarað og að tilkynnt
verði um niðurstöðuna þegar hún
liggi fyrir.
Skiptar skoðanir um verðið
Sem fyrr segir er Arcadia sam-
kvæmt þessu metið á 772 milljónir
punda en Telegraph segir að yfirtak-
an sé í raun 850 milljóna punda (114
milljarða króna) virði þegar tekið sé
tillit til kaupréttarsamninga sem yf-
irstjórnendum fyrirtækisins hafi ver-
ið lofað.
Reuters hafði það eftir talsmanni
þriðja stærsta hluthafans í Arcadia,
Standard Life Investments, í gær að
408 pensa tilboð Taveta væri of lágt
og það nyti að óbreyttu ekki stuðn-
ings þeirra í stjórn félagsins. Tals-
maðurinn, David Cumming, sagði að
kauptilboð í Arcadia þyrfti að vera
nær 500 pensum á hlut en 400 ef
Standard Life, sem á um 8% hluta-
fjár, ætti að taka það til athugunar.
Á hinn bóginn hefur Reuters eftir
talsmanni ónafngreinds stórs hlut-
hafa að honum lítist afar vel á tilboðið
og talsmaður Schroders, sem á um
2,5% hlutafjár, tekur undir það.
Reuters segir breska fjármálasér-
fræðinga nokkuð sammála um að um
400 pens sé sanngjarnt verð fyrir
hlutabréfin og tilboð Taveta sýni að
Philip Green sé full alvara.
Stjórnendur hagnast verulega
Eitt er það sem þykir ýta undir að
tilboðinu verði tekið en það er ágóði
stjórnenda fyrirtækisins. Á fréttavef
BBC segir að stjórnendurnir muni
hagnast um 30 milljónir punda (4
milljarða króna) af sölu sinna eigin
hlutabréfa í félaginu verði tilboðinu
tekið. Forstjórinn, Stuart Rose, muni
einn og sér hagnast um ríflega 20
milljónir punda (nærri 3 milljarða
króna).
Verð hlutabréfa í Arcadia hækkaði
um rúm 12% í kauphöllinni í London í
kjölfar tilkynningar Taveta í gær-
morgun en lækkaði aftur með deg-
inum. Lokaverð bréfanna var 370
pens, sem er 7% hækkun innan dags-
ins.
Green hækkar yfirtöku-
tilboð í Arcadia í 408 pens
Reuters
TopShop við Oxford Street í London, en það vörumerki er eitt þriggja vöru-
merkja Arcadia sem Baugur hefur áhuga á að eignast.
HAGNAÐUR af rekstri SÍF eftir
skatta nam 250 þúsund evrum á
fyrri helmingi þessa árs en var 2,2
milljónir evra á sama
tímabili árið 2001. Í
íslenskum krón-
um nemur
hagnaðurinn
nú 22 milljón-
um.
Rekstrar-
tekjur tímabils-
ins námu rúmum
333 milljónum evra
en kostnaðarverð
seldra vara var tæpar 298 millj-
ónir evra og annar rekstrarkostn-
aður rúmar 28 milljónir evra.
Rekstrarhagnaður SÍF hf. fyrir
afskriftir og fjármagnsliði
(EBITDA) nam 7,4 milljónum evra
(638 millj. kr.) á fyrstu sex mán-
uðum ársins, en var 8,1 milljónir
evra á sama tíma í fyrra, að frá-
dregnum söluhagnaði eigna.
Þá skilaði rekstur samstæðunn-
ar á fyrstu sex mánuðum ársins já-
kvæðu veltufé frá rekstri að upp-
hæð 4,2 milljónir evra (362 millj.
kr). samanborið við 4,6 milljónir
evra fyrir sama tímabil árið á und-
an.
Rekstur undir
áætlunum
Í fréttatilkynningu frá SÍF hf.
segir að ráð hafi verið gert fyrir
taprekstri á öðrum og þriðja árs-
fjórðungi þessa árs, en hagnaði á
þeim fjórða, sem venju samkvæmt
er afgerandi besti ársfjórðungur
samstæðunnar. „Þrátt fyrir þetta
er rekstur SÍF samstæðunnar
nokkuð undir áætlunum félagsins
og skýrist það að mestu á frávik-
um hjá SIF France og SIF Spain,
á meðan rekstur annarra
dótturfélaga SÍF hf. er
almennt í samræmi
við áætlanir.“
„Í kjölfar nokk-
urra erfiðleika er
ljóst að rekstur
SIF Iceland
Seafood Corp-
oration í
Bandaríkjunum er kom-
inn á þann skrið sem stefnt
hefur verið að með margvíslegum
aðgerðum. Þannig er sala fyrir-
tækisins á fyrstu sex mánuðum
ársins tæpum 16% meiri en á sama
tímabili á síðasta ári, á meðan al-
mennur rekstrarkostnaður hefur
dregist saman um rúm 5%.“
Slæmt gengi
í Frakklandi
Rekstur SIF France hefur
gengið mun verr en áætlanir gerðu
ráð fyrir á fyrstu sex mánuðum
ársins, en fyrirtækið hefur allt í
senn glímt við mjög harða sam-
keppni á fyrstu mánuðum ársins,
tímabundið bann við verðhækkun-
um og sölutregðu sem tengist upp-
töku evrunnar, að því er segir í til-
kynningunni.
SÍF segir að í ljósi þeirra frá-
vika sem orðið hafa á rekstri SIF
France það sem af er árinu sé
ólíklegt að afkomumarkmið sam-
stæðunnar fyrir yfirstandandi ár
náist að fullu. „Horfur fyrir rekst-
ur SÍF hf. á seinni hluta ársins eru
þó að mörgu leyti góðar.“
Hagnaður SÍF
22 milljónir