Morgunblaðið - 30.08.2002, Side 19

Morgunblaðið - 30.08.2002, Side 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2002 19 DANSKA lögreglan neitar staðfast- lega að tjá sig um deiluna við dag- blaðið Jyllandsposten vegna hlerana á símtölum eins af blaðamönnum þess, Stig Matthiesen, við ritstjórann. Umræðuefni þeirra var orðrómur um að til væri listi með nöfnum þekktra danskra gyðinga er gengi milli manna í röðum herskárra múslíma í Dan- mörku og fyrirheit um verðlaun ef gyðingarnir yrðu myrtir. Lögreglan krefst þess að Matthiesen afhendi henni gögn um heimildarmenn í mál- inu og eftir þriggja stunda fund dóm- ara með málsaðilum í vikunni úr- skurðaði hann að Matthiesen bæri að afhenda gögnin. Jyllandsposten hefur skotið úr- skurði dómarans til Eystri landsrétt- ar í Kaupmannahöfn. Talsmenn fjöl- miðla eru hvassyrtir og segja að verið sé að brjóta grundvallarrétt frétta- manna til að skýra ekki frá nöfnum heimildarmanna sinna og frelsi fjöl- miðla sé stefnt í hættu. Einnig hefur danska blaðamannafélagið fordæmt vinnubrögð lögreglunnar í málinu og Alþjóðasamtök blaðamanna hvetja Anders Fogh Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, til að tryggja vinnuskilyrði danskra fjölmiðla. Skiptar skoðanir stjórnmálaleiðtoga Talsmaður Venstre, flokks Fogh Rasmussens, í dómsmálum segir að um algera undantekningu hljóti að vera að ræða þegar lögreglan grípi til aðferða af þessu tagi. Jafnaðarmenn hyggjast leggja fram fyrirspurn til dómsmálaráðherrans vegna málsins og leggja áherslu á að heimildavernd- in sé grundvallaratriði en telja að lög- reglan hljóti að hafa farið að lögum. Í sama streng tekur fulltrúi Radik- ale Venstre, sem er miðjuflokkur. Leiðtogi hans, Marieanne Jelved, hvetur til varkárni en útilokar ekki að málið verði til þess að lögunum verði breytt. Sósíalíski þjóðarflokkurinn og Danski þjóðarflokkurinn, sem er yst til hægri, gagnrýna mjög aðferðir lögreglu. En gagnrökin eru að umræddir gyðingar gætu verið í lífshættu ef list- inn sé til og því brýnt að yfirvöld fái allar upplýsingar um málið sem kost- ur er á. Matthiesen hefur umgengist mikið fólk úr röðum múslíma í Dan- mörku og hefur meðal annars aflað vitneskju um herskáa hópa meðal Palestínumanna. Tilefni hlerananna var grein blaðamannsins 11. ágúst þar sem hann lýsir fundi með ónafn- greindum Palestínumanni. Í grein- inni er eftirfarandi málsgrein: „Eftir að hafa í löngu máli skil- greint ástandið í Palestínu skýrir maðurinn, sem er á miðjum aldri, frá því að í röðum bókstafstrúarmanna sé rætt um morðhótanir gegn þekkt- um dönskum gyðingum. Hann skrifar nokkur nöfn með brotnum blýanti á bögglaða servíettu.“ Lögreglan er sögð hafa farið að hlera samtölin eftir að greinin birtist og að sögn Berlingske Tidende er tal- ið að þetta sé í fyrsta sinn sem danska lögreglan hlerar samtöl blaðamanns. Matthiesen bendir á að einvörð- ungu séu um orðróm að ræða og eng- in staðfesting hafi fengist á því að til sé dauðalisti af þessu tagi. Listinn sé kannski til en einnig geti verið að gyð- ingar hafi komið af stað orðrómi um tilvist hans til að auka samúð dansks almennings í þeirra garð. Melchior ósáttur við fjárhæðina Jyllandsposten lét lögreglunni þegar í té nokkur nöfn sem talið er að séu á dauðalistanum, ekki hefur verið skýrt frá því hver þau séu en mörgum þykir sennilegt að nafn Bents Melchi- ors sé meðal þeirra. Hann var lengi þjóðþekktur stjórnmálamaður og um hríð ráðherra, einnig var hann yfir- rabbíni. Berlingske Tidende hefur eftir honum að fjárhæðin sem sett hafi verið til höfuðs gyðingunum á listanum, 250 þúsund d. kr. eða um 2,8 milljónir ísl. kr., sé ekki há og hún hafi satt að segja valdið honum hálf- gerðum vonbrigðum. En mannslíf gætu verið í hættu. „Þá finnst mér að það sé lítil og hógvær varúðarráðstöfun að hlera síma ef það er borið saman við það sem sum okkar gætu þurft að þola. Ef við gerum ráð fyrir að blaðamennirn- ir viti hvað þeir eru að fjalla um er málið svo alvarlegt að hefðbundin til- litssemi verður að víkja til að koma í veg fyrir að borgarar landsins verði drepnir.“ Ejbøl ritstjóri segir það ekki geta samrýmst leikreglum lýðræðissam- félags að lögreglan hleri fjölmiðla. „Ef mannslíf væru í hættu og við hefðum upplýsingar í þá veru mynd- um við að sjálfsögðu láta lögregluna strax hafa þær en taka um leið tillit til þess að okkur ber að vernda nafn- leynd heimildarmanna okkar,“ segir hann. Hans Engell, aðalritstjóri Extrabladet og fyrrverandi dóms- málaráðherra úr röðum Íhaldsflokks- ins, segir að ekki sé um að ræða sam- tryggingu fjölmiðla sem setji tjáningarfrelsið ofar mannslífinu. Heimildaverndin á sér langa sögu í fréttaöflun. Mikið er rætt hvort ný lög um baráttu gegn hryðjuverkum, sem nýlega voru staðfest, hafi gefið yfirvöldum færi á að beita rannsókn- araðferðum sem ekki hafi áður verið leyfðar. Framvegis hljóti allir frétta- menn að búast við því að samtöl þeirra séu hleruð með leynd og haga sér í samræmi við það. Bréf til dómsmálaráðherra Aðalritstjóri Berlingske Tidende, Karsten Madsen, segist aðspurður vona að svo sé ekki en hefur samt rit- að Lene Espersen dómsmálaráð- herra bréf þar sem spurt er hvort samtöl starfsmanna blaðsins séu hleruð. Einnig er talið að um árekstur milli stjórnarskrárákvæða um tjáningar- frelsið og nýju laganna um rannsókn- ir vegna hryðjuverkahættunnar geti verið að ræða. Samtök dagblaðarek- enda hafa bent á að þegar þau voru spurð álits á nýju hryðjuverkalögun- um hafi þau tekið skýrt fram að ekki mætti hrófla við rétti blaðamanna til að vernda heimildir sínar. Réttur danskra blaðamanna til að vernda heimildir sínar sagður í hættu Hlerunarmálið fyrir dómstóla Lög um baráttu gegn hryðjuverkum talin geta stangast á við ákvæði um tjáningarfrelsi í stjórnarskránni PASTAVÉL PIPAR OG SALT Klapparstíg 44  Sími 562 3614 Verð 5.500

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.