Morgunblaðið - 30.08.2002, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2002 27
LANDSBANKI Íslandshefur selt 27% af 41%eignarhlut sínum í Vá-tryggingafélagi Íslands
en hyggst selja allan hlut sinn
snemma á næsta ári. Fjórir aðilar
sem þegar eru hluthafar í VÍS
keyptu hlut bankans, en það eru
Ker, Samvinnulífeyrissjóðurinn,
Eignarhaldsfélagið Andvaka og
Eignarhaldsfélagið Samvinnu-
tryggingar. Í sameiginlegri frétta-
tilkynningu félaganna segir að
þrátt fyrir þessi kaup sé stefnu-
mörkun kaupenda óbreytt, þeir
stefni að því að selja af hlutum sín-
um í félaginu í dreifðri eignaraðild
þannig að hægt verði að skrá VÍS á
aðallista Kauphallarinnar sem
fyrst. Þess sé vænst að markmiðum
um dreifða eignaraðild verði náð
fyrr en upphaflega hafi verið stefnt
að.
Geir Magnússon, forstjóri Kers,
sagði í samtali við Morgunblaðið að
ætlun félagsins væri að minnka hlut
sinn verulega, en það færi eftir
markaðsaðstæðum hversu hratt
gengi að ná markmiðum um dreifð-
ari eignaraðild. Hann sagðist telja
að með því að nú væri einum kjöl-
festufjárfesti minna í félaginu yrði
eignaraðildin þegar upp verður
staðið líklega enn dreifðari en ella
hefði orðið.
Landsbankinn á nú 14% hlut í
VÍS, en hefur samið um sölurétt á
21%. Ástæða þess að hann semur
um sölurétt á stærri hlut en hann á
er meðal annars sú, að hann hefur
að undanförnu selt nokkuð af hlut
sínum og vill eiga þess kost eftir að
forsendur hafa breyst, að láta þau
kaup ganga til baka og selja þann
hlut þeim sem keyptu af honum nú.
Ker verður stærsti hluthafinn
Stærsti kaupandi hlutafjárins er
Ker, áður Olíufélagið, sem keypti
tæplega 19% hlutafjárins og á 29%
eftir kaupin. Að auki hefur Ker
samið við Landsbankann um kaup-
skyldu á tæplega 15% hlut.
Samvinnulífeyrissjóðurinn
keypti tæplega 5% hlut og á eftir
kaupin rúmlega 9% auk þess sem
kaupskylda hans er tæplega 4%.
Eignarhaldsfélagið Andvaka keypti
rúmt 1/2% og á nú tæplega 6% hlut
og Eignarhaldsfélagið Samvinnu-
tryggingar keypti 2,7% og á nú
tæplega 26% hlut. Samanlagt hafa
þessi tvö félög gert samning við
Landsbankann um kaupskyldu
þeirra sem tekur til tæplega 1%
hlutafjár VÍS.
Kaupskyldan er í öllum tilvikum
þeim skilyrðum háð að Landsbank-
inn tilkynni fyrir áramót að hann
hyggist nýta sér sölurétt sinn og
munu viðskiptin þá fara fram fyrsta
febrúar á næsta ári á sama gengi og
þau viðskipti sem nú hafa átt sér
stað, eða á genginu 26.
Söluhagnaður um 1,3 millj-
arðar þegar sölu lýkur
Í tilkynningu frá Landsbankan-
um til Kauphallar Íslands segir að
vegna söluhagnaðar muni salan
hafa jákvæð áhrif á afkomu bank-
ans. Arðsemismarkmið ársins, sem
hljóða upp á 12–15% eigin fjár,
verði þó ekki endurskoðuð.
Miðað við sölugengið er verð-
mæti VÍS rúmir 14 milljarðar króna
og söluverð þess hlutar sem Lands-
bankinn hefur selt er þá 3,8 millj-
arðar. Söluverð þess 14% hlutar
sem Landsbankinn á nú í VÍS verð-
ur tæpir tveir milljarðar og þegar
allt verður selt mun bankinn hafa
fengið greidda tæpa 5,8 milljarða
króna fyrir hlut sinn. Bókfært verð
45,4% hlutar Landsbankans í VÍS
um mitt ár var rúmir 4,9 milljarðar
króna og bókfært verð þeirra
41,13% sem bankinn átti fyrir þessa
sölu nú og hyggst klára að selja á
næsta ári ætti því að vera tæplega
4,5 milljarðar. Þegar upp verður
staðið ætti söluhagnaður bankans
því að vera um 1,3 milljarðar, en
söluhagnaður af þeim 27% sem nú
hafa verið seld um 850 milljónir.
Bankinn mun einbeita
sér að líftryggingunum
„Í raun og veru þýðir þetta að við
erum að selja eða semja um sölurétt
á öllum okkar hlut í Vátrygginga-
félaginu, og við gerum það í tveimur
áföngum,“ segir Halldór J. Krist-
jánsson, bankastjóri Landsbanka
Íslands. „Við höfðum sett fram það
langtímastefnumið í útboðslýsing-
um okkar og stefnumörkun til
markaðarins að við ætluðum að
minnka fjárbindingu okkar í VÍS,
en samt að vera þar áfram kjöl-
festufjárfestir með 20–25% hlut.
Þarna gafst okkur færi á að losa um
alla fjárbindinguna í vátrygginga-
starfseminni og einbeita okkur að
líftryggingarþætti samstarfsins.
Þegar sá kostur var í stöðunni þá
töldum við það vera mjög skynsam-
legt fyrir bankann að einbeita sér
alfarið að starfsemi Lífís, en líf-
tryggingareksturinn fellur vel að
starfsemi bankans.
Hitt hefði einnig komið til greina
og það var okkar langtímamarkmið
framan af að eiga jafnframt í VÍS
einhvern kjölfestuhlut. En þetta er
niðurstaðan eftir töluverðar við-
ræður við samstarfsaðila okkar.“
Eykur svigrúm til
vaxtar bankans
Halldór segir að Landsbankinn
hafi talið það mikilvægt varðandi
þessa sölu að þeir sem kaupi hluti
bankans nú ætli sér að framkvæma
það sem tilkynnt hafi verið í útboðs-
lýsingu að væri markmið eig-
endanna, þ.e. að beita sér fyrir því
að VÍS yrði í dreifðri eign, þótt
kaupendurnir eignuðust nú tíma-
bundið stærri hlut.
Í tilkynningunni segir að eigin-
fjárstaða bankans muni styrkjast
við söluna og að það veiti bankanum
verulegt svigrúm til að nýta vaxt-
artækifæri á innlendum
og erlendum fjármála-
mörkuðum. Halldór
segir aðspurður að í
kjölfar vel heppnaðrar
útrásar bankans með
kaupum á Heritable Bank í London
sé verið að leita leiða til að auka og
efla starfsemi bankans í London,
bæði með innri uppbyggingu og
með útvíkkun á starfseminni. Einn-
ig muni bankinn nýta vaxtartæki-
færi sem bjóðast innanlands og þá
jafnvel í samstarfi við aðra aðila í
viðskiptabankastarfsemi, þar með
taldir séu sparisjóðir. Þá þurfi að
fjármagna innri vöxt, sem hafi verið
talsverður á fyrri helmingi árins
vegna aukinnar aðildar bankans að
erlendum lánum.
Sala til umræðu frá 1998
VÍS varð til við samruna Bruna-
bótafélags Íslands og Samvinnu-
trygginga á árinu 1989. Landsbank-
inn keypti 50% hlut
Eignarhaldsfélags Brunabóta-
félagsins í VÍS í mars 1997 en bank-
inn hafði allt frá árinu 1993 kannað
möguleika á því að hasla sér völl í
tryggingastarfsemi.
Kjartan Gunnarsson, þáverandi
formaður bankaráðs Landsbank-
ans, greindi frá því í tilefni af kaup-
unum að kveikjan að þeim væri
mikill áhugi bankans á að verða öfl-
ugur þátttakandi í lífeyristrygging-
um og öllu sem þær snerti. Þar væri
uppspretta langtímasparnaðarins í
þjóðfélaginu eins og annars staðar
og það væri bönkum mjög nauðsyn-
legt að eiga hlutdeild í því.
Ári síðar, eða í mars 1998, lagði
þáverandi formaður bankaráðs
Landsbankans, Helgi S. Guð-
mundsson, til á fundi bankaráðsins
að bankinn seldi stærstan hlut sinn
í VÍS og losaði þannig um fjármagn
til að nota hugsanlega til kaupa á
hlut í Fjárfestingabanka atvinnu-
lífsins eða öðrum arðbærum fjár-
festingarkosti. Helgi sagði af þessu
tilefni í samtali við Morgunblaðið að
kaup bankans á 50% hlut í VÍS
hefðu verið gerð á þeirri forsendu
að hagræðing stæði fyrir dyrum.
Þegar ár hefði verið liðið frá kaup-
unum hefði hann hins vegar verið
orðinn óþolinmóður og viljað sjá
meiri hagræðingu en orðið hafði.
Skráning á markaði
Við aðkomu Landsbankans að
VÍS 1997 gerðu hluthafar með sér
samkomulag um að stefnt skyldi að
því að skrá félagið á markaði og að
það yrði gert þegar samkomulag
hefði náðst um hvaða aðferð yrði
beitt í þeim efnum. Í lok mars 2001
komst stjórn VÍS svo að samkomu-
lagi um að stefna að skráningu fé-
lagsins á Verðbréfaþingi Íslands á
því ári og var það samþykkt á aðal-
fundi félagsins skömmu síðar.
Stærstu hluthafar VÍS ákváðu síð-
an í desember á síðasta ári að fresta
því að skrá hlutabréf félagsins á
VÞÍ. Í tilkynningu frá Landsbank-
anum var af þessu tilefni greint frá
því að næstu skrefin í þessu máli
væru þau að stærstu hluthafarnir
myndu selja af sínum
hlut til fagfjárfesta
nægjanlega stóran hlut
til að tryggja dreifingu
hlutafjár. Sagði í til-
kynningunni að það
væri skoðun hluthafanna og félags-
ins að aðstæður á markaði væru
með þeim hætti að það þjónaði best
hagsmunum þeirra og félagsins að
bíða með skráninguna.
Hlutafé VÍS var skráð á tilboðs-
markað Kauphallarinnar 12. júlí
2002. Fram kom í skráningarlýs-
ingu að stefnt væri að því að allir
stærstu hluthafarnir í félaginu
myndu minnka hlut sinn.
Landsbankinn
selur 27% í VÍS
Bankinn hyggst
selja allan hlut
sinn snemma á
næsta ári. Kaup-
endur eru Ker og
þrír aðrir hlut-
hafar í VÍS
Kaupendur eignarhlutar Landsbankans í VÍS vænta þess að mark-
mið um dreifða eignaraðild náist fyrr fram en áætlað var.
Söluhagnaður
verður um 1,3
milljarðar
ér á landi
un skipa-
aðstöðu í
eild var í
m. Henni
élar voru í
ureyri og
k flugvéla
í Vatna-
orlaust
ólf manns
gvélum á
nnarlega í
ið Sæból,
Mannbjörg
orð. Vélin
myndir af
in á land.
nn 30. júlí,
gið var frá
Með henni
941 sökk
rði. Vélin
sem voru
leiðingum
ökk. Vélin
ndir á að
í djúpinu
fjörð.
október
yri og var
and. Allir
meiddir.
fórst vél í
Mannbjörg
á land.
mta apríl
kafbátar-
flogið var
eykjaness.
þar á með-
Að sögn
að á fyrsta
afmælisdegi sveitarinnar hér við
land.
Sautjánda september 1942 fórust
þrír menn með Northrop-vél við
Vattarnes á Reyðarfirði.
Tuttugasta og annan október
1942 fórst vél við lendingu í Skerja-
firði og sökk. Þeir sem um borð voru
sluppu ómeiddir og telur Ragnar lík-
legt að vélin sem fundist hafi í
Skerjafirði í vikunni sé flak þessarar
vélar.
„Það eru engar heimildir eða ljós-
myndir til um að vélin hafi verið tek-
in upp aðrar en munnmælasögur,“
Hann bendir á að ekki megi heldur
útiloka að um sé að ræða flak ann-
arar af tveimur vélum sem hurfu
sporlaust frá Reykjavík.
Hinn fjórða nóvember 1942 fórst
ein vél 12 mílur norður af Skagatá.
Vélin var á skipagæsluflugi en með
henni fórust þrír menn.
Tuttugasta og fjórða nóvember
sama ár fórst ein vél í flugtaki á Ak-
ureyri og sakaði engan.
Hinn 21. apríl 1943 nauðlenti
Northrop-vél í Þjórsá og sökk. Að
sögn Ragnars var vélin á leiðinni frá
Reyðarfirði til Reykjavíkur, flug-
sveitin var á förum héðan af landi
þegar atvikið átti sér
stað og átti hún að fara í
brotajárn. Mannbjörg
varð en mennirnir tveir
sem um borð voru kom-
ust báðir í land.
Þegar flugsveitin fór af landi brott
árið 1943 var tveimur Northorp-vél-
um flogið til Skotlands, að sögn
Ragnars, þar sem þær voru geymd-
ar þar til stríðinu lauk og var þeim
síðan flogið til Noregs. Önnur þeirra
eyðilagðist þegar flugskýli sem hún
var í gaf sig undan snjóþunga en hin
vélin var rifin 1956.
Að sögn Ragnars er aðeins ein
Northrop vél til í dag og er hún
geymd á Flugminjasafni norska
hersins á Gardermoen-flugvelli.
Vélin var dregin upp úr Þjórsá ár-
ið 1979 og var m.a. greint frá því í ít-
arlegri umfjöllun í Morgunblaðinu.
Það var Íslenska flugsögufélagið
sem stóð að björguninni en vélin var
gerð upp af Northrop-verksmiðjun-
um í Bandaríkjunum og hún færð
Norðmönnum að gjöf árið 1982.
Að sögn Ragnars hefur lengi verið
talið að það sé eina vélin sem unnt sé
að bjarga. Eftir myndunum af vél-
inni á botni Skerjafjarðar að dæma
virðist hún hins vegar vera heilleg á
að líta, að hans mati og í betra
ástandi en vélin sem náð var upp úr
Þjórsá.
Ragnar hefur sett sig í samband
við aðila í Noregi og Bandaríkjunum
til að kanna hugsanlegan áhuga á
því að vélin verði gerð upp.
Hann bendir á að miklu skipti að
vandlega sé að því staðið eigi að taka
vélina upp á annað borð.
„Þetta er fyrsta flugvélin sem
Northrop-flugvélaverksmiðjurnar
framleiða og mér fyndist ekki
ósennilegt að verksmiðjurnar hefðu
áhuga á að eiga hana sjálfar,“ segir
Ragnar.
Hann bendir á að eftir
að hún sé tekin upp úr
sjó þurfi meðal annars
að gera ráðstafanir var-
andi tæringu og æski-
legt að sérfræðingar
verði fengnir til aðstoðar.
„Mér heyrist það á mönnum sem
ég hef talað við hjá Northrop í gær
[fyrradag] að þeir vilji endilega að
það sé kannað rækilega og hafa ósk-
að eftir því að Flugsögufélagið gangi
í það að sjá til þess að menn flýti sér
ekki um of við að taka hana upp,“
segir Ragnar J. Ragnarsson.
eiddar voru í heiminum, var notuð á Íslandi
Ljósmynd/Northrop
1981 við Northrop-flugvélaverksmiðjuna í Kaliforníu, eftir að endurbyggingu lauk.
Ljósmynd/Imperial War museum
agðist þegar henni hlekktist á í flugtaki á Eyjafirði 24. nóvember árið 1942.
kristjan@mbl.is
Var ein hrað-
fleygasta sjó-
flugvél í heimi