Morgunblaðið - 30.08.2002, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 30.08.2002, Qupperneq 31
lenzkra jarðskjálfta um áratuga skeið og átt gott samstarf við aðra vísindamenn, sem sinna jarðskjálfta- rannsóknum. Þegar um miðbik ní- unda áratugarins komu út skýrslur um jarðskjálftaáhættu á Íslandi og skiptingu landsins í mismunandi áhættusvæði. Með öflugu jarð- skjálftamælinganeti Jarðskjálfta- miðstöðvarinnar á Selfossi hafa feng- izt mikilvægar upplýsingar, sem nýttar hafa verið til þess að bæta þá mynd af jarðskjálftaáhættunni, sem áður hafði verið gerð. Suðurlands- skjálftarnir 2000 skipta sköpum í þessu tilliti. Út frá þessum gögnum hefur nú verið reiknað og unnið nýtt hröðunarkort fyrir allt landið á veg- um Verkfræðistofnunar Háskóla Ís- lands ásamt öðrum sérhæfðari kort- um. M.a. hefur verið reiknað nákvæmt hröðunarkort fyrir höfuð- borgarsvæðið, þar sem ætla má, að yfir 80–90% af byggingarmassa landsmanna sé samankominn. Lagt hefur verið til að umhverfisráðuneyt- ið hlutist til um að hröðunarkort Verkfræðistofnunar verði tekið upp sem þjóðarskjal með evrópska jarð- skjálftastaðlinum, Eurocode 8. Á kortinu, sem sýnt er á meðfylgjandi mynd, er tilgreind lárétt yfirborðs- hröðun í jarðskjálftum, sem búast má við á 475 ára tímabili, mæld sem hlut- fall af þyngdarhröðun jarðar. Yfir- borðshröðunina má nota sem grunn- gildi fyrir jarðskjálftahönnun mannvirkja á landinu. Hvít svæði tákna, að þar verði hröðunin 0–2 % af þyngdarhröðun jarðar, ljósblá 2–5%, græn 5–10%, gul 10–20%, rauðgul 20–40%, og rauð svæði > 40%. Þegar hafa komið fram veigamikl- ar niðurstöður rannsókna, sem tengj- ast jarðskjálftunum á Suðurlandi ár- ið 2000, þær munu án efa leiða til bættrar hönnunar mannvirkja á Ís- landi. Það hefur vakið áhyggjur þeirra, sem um þessi mál hafa fjallað, að skemmdir á nýjum mannvirkjum voru umtalsverðar, enda þótt meg- inreglan sé sú, að fylgni hafi verið milli aldurs og umfangs þeirra skemmda, sem urðu í Suðurlands- skjálftunum 2000. Því er nauðsynlegt að nota beztu fáanlegar upplýsingar um jarðskjálftaáhættu á landinu svo hægt verði að hanna mannvirki þann- ig, að þau geti þolað þá áraun, sem þau verða fyrir í jarðskjálftum á ævi- skeiði sínu. Jafnframt er mikilvægt, að hönnunarálagið sé í samræmi við jarðskjálftaáhættuna, þ.e. sé hvorki ofmetið né vanmetið svo ekki sé verið að eyða fjármunum að óþörfu. Enn fremur að öryggi mannvirkja sé sem bezt tryggt með þjóðarhag og al- mannaheill að leiðarljósi. Starfsmenn Verkfræðistofnunar Háskóli Íslands og Jarðskjálftamiðstöðvarinnar eru í samstarfi við fjölmargra aðila bæði innlenda og erlenda um rannsóknir á þessum málum og hafa fengið til þeirra víðtækan stuðning stofnana og einstaklinga, ekki sízt á Suðurlandi. Þakkað er fyrir þennan stuðning. Höfundar eru verkfræðiprófessorar. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2002 31 Gjábakkavegur er hluti af hinum gullna hring er tengir þjóð- garðinn á Þingvöllum austur að Laugarvatni, Gullfossi og Geysi. Þessi vegur er hluti Kóngsvegarins sem lagður var í tilefni heimsóknar Friðriks VIII árið 1907 og styttist því í 100 ára afmæli vegarins. Veg- urinn er enn aðeins frumstæður sumarveg- ur, en þörfin fyrir góð- an heilsársveg er að- kallandi í mörgu tilliti. Vegurinn tengir saman nýtt sameinað sveitarfélag, Blá- skógabyggð. Gjábakkavegur mun stytta leiðina milli höfuðborgar- svæðisins og uppsveita Árnessýslu, hann verður lífæð ferðaþjónust- unnar um merkustu staði landsins og þjónar þúsundum sumarbú- staðaeigenda. Til að auka umferð- aröryggi og draga úr umferðar- þunga um Hellisheiði mun vegurinn koma sér vel. Gjábakkavegur mun auka mögu- leika fólks á að ferðast um eitt merkasta og fegursta svæði lands- ins á öllum árstímum hindrunar- laust. Það er í takt við vaxandi ferðaþjónustu á Íslandi allan árs- ins hring. Brú yfir Hvítá sem teng- ir Flúðir og Reykholt og hugsan- lega áfram yfir í uppsveitir Rangárvallasýslu mun tryggja greiða leið og þvertengingu þess- ara byggða og auka atvinnu- og byggðamöguleika sveitanna. Til- koma Gjábakkavegar mun hafa af- gerandi áhrif á ferðaþjónustu sem er orðin ein helsta atvinna íbúa í uppsveitum Árnessýslu. Líklegt er að annað hvert nýtt starf á þessu svæði verði í framtíðinni til vegna þjónustu við innlenda og erlenda ferðamenn, en greiðar samgöngur eru forsenda þess. Framtíðarsýn heimamanna er skýr í samgöngu- málum. Gjábakkavegur verður að byggjast upp sem heilsársvegur og þar verða allir sem koma að málum og vilja tengjast okkur að leggja sitt af mörkum. Þegar hefur verið hafist handa við frumhönnun en íbúar binda miklar vonir við vænt- anlegan veg. Bættar samgöngur í uppsveitum Árnessýslu verða fagnaðarefni öllum landsmönnum sem kunna að meta náttúrufegurð og friðsæld. Hver er kóngur í sínu föðurlandi? Ragnar Sær Ragnarsson Ragnar er sveitarstjóri Blá- skógabyggðar og Sigurður formað- ur atvinnu- og samgöngunefndar. Vegagerð Tilkoma Gjábakka- vegar, segja Ragnar Sær Ragnarsson og Sigurður Örn Leósson, mun hafa afgerandi áhrif á ferðaþjónustu. Sigurður Örn Leósson ÞESSA dagana streyma til landsins fulltrúar stúdentasam- taka á Norðurlöndun- um til að taka þátt í ráðstefnu á vegum Stúdentaráðs Háskóla Íslands um þverfag- legt nám. Alþjóðastarf við Háskóla Íslands skiptir sífellt meira máli og því mjög mik- ilvægt að lögð sé rík rækt við það. Fundur- inn nú er liður í starfi NOM (Nordiskt Or- dförandemöte) sem er norrænt samstarf Stúdentaráða og stór þáttur í því að stuðla að norrænni samvinnu stúdenta. Samnorræn upplýsingaveita Hlutverk samtakanna er fyrst og fremst að vera upplýsingasamstarf, vettvangur þar sem aðilar eiga á auðveldan hátt að geta skipst á upp- lýsingum um ástand menntamála á Norðurlöndunum og stutt hvert annað í hagsmunabaráttunni. Aðild- arfélög sjá til skiptis um að skipu- leggja fundi samtakanna en þeir eru haldnir tvisvar á ári. Fundirnir eru gott tækifæri til að læra af reynslu stúdenta á Norðurlöndunum og eru þar af leiðandi mikilvægur þáttur í alþjóðastarfi Stúdentaráðs. Röskva hefur löngum talað fyrir því að þverfaglegt nám verði auð- veldað innan Háskóla Íslands. Áhugi er fyrir því innan Röskvu að heyra af reynslu stúdenta á Norð- urlöndunum af þessum málaflokki. Þess vegna lögðu fulltrúar Röskvu á sínum tíma til að umræðuefni fund- arins, sem haldinn er nú, yrði þver- faglegt nám. Þverfaglegt nám er hugtak sem hefur heyrst æ oftar síðustu ár. Eins og nafnið bendir til felur það í sér nám sem sett er saman úr nám- skeiðum úr tveimur eða jafnvel fleiri deildum eða skorum. Það sem er unnið við þennan möguleika er að nemendum gefst færi á að kynna sér fleira en eitt svið en einnig að nálgast viðfangsefni frá ólíkum hlið- um. Á þann hátt er aukin bæði víð- sýni og skilningur á viðfangsefninu. Nemendur hafa möguleika á að sníða námið að sínum þörfum og hafa þegar út í atvinnulífið er komið breiðari þekkingargrundvöll. Mjög misjafnt er hversu mikið valfrelsi nemendur fá í námi við Há- skóla Íslands. Ekki hefur verið gerð krafa af hálfu stúdenta um að nem- endur fái algjört frelsi við að setja saman námið sitt. Hins vegar hefur það verið ósk stúdenta að möguleik- arnir verði nýttir til hins ýtrasta. Það sem við vonumst til að ræða við starfssystkin okkar frá Norðurlönd- unum er þeirra reynsla og hvernig betur má nýta þá möguleika sem til staðar eru til að nám við Háskólann verði jafnvel meira spennandi, höfði til fleiri og auðgi samfélagið enn frekar með hæfari starfskröftum og fjölbreyttari þekkingu. Guðrún Ögmundsdóttir Alþjóðastarf Með þverfaglegu námi gefst nemendum færi á, segja Guðrún Ög- mundsdóttir og Lillý Valgerður Péturs- dóttir, að kynna sér fleira en eitt námssvið og nálgast viðfangsefnin frá ólíkum hliðum. Guðrún er fulltrúi Röskvu í menntamálanefnd og Lillý í alþjóðanefnd SHÍ. Lillý Valgerður Pétursdóttir Norræn ráðstefna um þverfaglegt nám

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.