Morgunblaðið - 30.08.2002, Síða 32
MINNINGAR
32 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Sigurþór Mar-geirsson fæddist
á Stokkseyri 27.
október 1925. Hann
lést á gjörgæsludeild
Landspítalans við
Hringbraut 22. ágúst
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Mar-
geir Guðmundur
Rögnvaldsson,
verkamaður í Vest-
mannaeyjum, f. 10.6.
1898 í Hnífsdal, d.
20.11. 1930, og Anna
Gíslína Gísladóttir,
húsmóðir í Vest-
mannaeyjum, f. 6.7. 1898 á Stokks-
eyri, d. 11.9 1984. Sigurþór ólst
upp hjá hjá móðurforeldrum sín-
um, Guðrúnu Sigurðardóttur, f.
5.10. 1868, d. 30.12. 1945, og Gísla
Gíslasyni, f. 27.11. 1866, d. 29.12.
1935, og móðursystkinum sínum,
Gísla Gíslasyni, f. 6.10. 1904, d.
17.6. 1992, og Ingibjörgu Gísla-
dóttur, f. 28.12. 1911. Systkini Sig-
urþórs eru Sigurður Valdimar
Ragnar Margeirsson, f. 17.9. 1928,
d. 5.3. 1931, og Guðrún Margeirs-
dóttir hjúkrunarfræðingur, f. 25.8.
1929. Hálfsystkini sammæðra eru
Trausti Sigurðsson, stýrimaður og
1986, Jóhönnu Gerðu, f. 13.9. 1990,
og Eygló Ósk, f. 1.2. 1995; 3) Ingi-
björg Þórdís, f. 21.12. 1962, fram-
kvæmdastjóri fjölskylduþjónust-
unnar Miðgarðs í Reykjavík, gift
Sigurði Kristni Erlingssyni, fram-
kvæmdastjóra tölvufyrirtækisins
Arcis. Þau eiga fjögur börn, Erling
Jón f. 17.5. 1981, sambýliskona
Hannah Ingeborg Hansen, Þóru
Björgu, f. 25.10. 1989, Gísla Berg,
f. 3.10. 1991, og Kristin Snæ, f. 3.8.
2001.
Sigurþór stundaði verslunar-
störf í Reykjavík á árunum 1953–
1958. 1958 flutti hann til Seattle í
Washington í Bandaríkjunum þar
sem hann starfaði hjá bílainnflutn-
ingsfyrirtæki sem flutti inn Peug-
eot-bíla en lærði jafnframt bifvéla-
virkjun og varð bifvélavirkja-
meistari.
Sigurþór kom heim til Íslands
1963, stundaði verslunarstörf í
Reykjavík 1963–64 en varð síðan
forstjóri Hafrafells hf. í Reykjavík
sem flutti inn og gerði við Peu-
geot-bíla. Sigurþór seldi fyrirtæk-
ið árið 1986. Hann starfaði síðan
hjá bílafyrirtækinu Jöfri þar til
hann lét af störfum árið 1998. Sig-
urþór var virkur félagi í Lions-
klúbbnum Frey í áratugi, auk þess
í Bílgreinasambandinu, Gigtar-
félagi Íslands, Húsbílafélaginu og
SÍBS.
Útför Sigurþórs verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
fyrrverandi starfs-
maður hjá ÍSAL, f.
14.12. 1932, og Brynja
Sigurðardóttir hús-
móðir, f. 20.6. 1934.
Sigurþór kvæntist
3.7. 1954 Þóru Ásu
Guðjohnsen, f. 17.3.
1930 á Húsavík, hús-
móður. Hún er dóttir
Sveinbjörns Guðjohn-
sen, sparisjóðsstjóra á
Húsavík, f. 14.3. 1873
á Húsavík, og Guðrún-
ar Hallgerðar Eyjólfs-
dóttur húsmóður, f.
18.9. 1897 á Kirkjubæ
í Fljótsdalshéraði. Börn Sigurþórs
og Þóru Ásu eru: 1) Halldór Gísli,
f. 13.12. 1954, bílasmiður og versl-
unarmaður í Hafnarfirði, kvæntur
Sigríði Jónsdóttur, lyfjatækni og
sjúkraliða á líknardeild Landspít-
alans í Kópavogi. Þau eiga tvö
börn, Önnu Sigríði, f. 15.10. 1978,
og Jón Þór, f. 28.6. 1985; 2) Guðrún
Gerða, f. 5.10. 1956, skólaliði í
Ölduselsskóla í Reykjavík, gift
Gústafi Adolfi Hjaltasyni, vél-
tæknifræðingi hjá Det Norske
Veritas. Þau eiga fimm börn, Sig-
urþór Hjalta, f. 5.5. 1979, Krist-
rúnu, f. 6.1. 1985, Ásbjörgu, f. 21.2.
Elsku afi, það er svo erfitt að þú
skyldir vera tekinn svona skyndilega
frá okkur, en við huggum okkur við
að þér líður núna vel hjá Guði og
munt alltaf passa okkur. Þú varst
svo góður vinur okkar, skemmtileg-
ur og hafðir alltaf tíma til að hlusta á
okkur, gera svo margt með okkur.
Þú sagðir aldrei nei, þegar við báð-
um þig um að hjálpa okkur, keyra
okkur eitthvað eða aðstoða okkur.
Það var svo gaman þegar við vorum
að syngja saman og þú kenndir okk-
ur svo mörg falleg lög, eins og Lilj-
una, sem þér þótti svo vænt um og
við munum aldrei gleyma.
Elsku afi það er okkur svo dýr-
mæt minning að hafa fengið að fara
með ykkur ömmu í húsbílaferðalagið
í sumar. Þar sem við spjölluðum,
spiluðum, sungum og dönsuðum og
áttum svo góðar stundir saman.
Elsku afi, þú varst alltaf svo dug-
legur að fylgjast með okkur í skól-
anum og áhugamálunum okkar, og
það gaf okkur svo mikið hvað þú
varst stoltur að sjá okkur ná árangri
í því sem við vorum að gera. Við höf-
um haft það svo gott að hafa ykkur
ömmu hjá okkur í sama húsi og alltaf
getað komið til ykkar hvenær sem
við vildum. Okkur finnst mjög gott
að vera svona nálægt ömmu núna og
getum stutt við hana og hún við okk-
ur, við ætlum að passa hana fyrir þig.
Elsku afi, við söknum þín svo mik-
ið og munum alltaf elska þig og muna
eftir þér. Við ætlum líka að segja
Kristni Snæ mikið frá þér, af því að
hann er of lítill til að muna eftir öll-
um góðu stundunum sem hann átti
með þér.
Ég leit eina lilju í holti,
hún lifði hjá steinum á mel.
Svo blíð og svo björt og svo auðmjúk,
en blettinn sinn prýddi hún vel.
Ég veit það er úti um engin,
mörg önnur, sem glitrar og skín.
Ég þræti ekki um litinn né ljómann,
en liljan í holtinu er mín.
Þessi lilja er mín lifandi trú.
Hún er ljós mitt og líf mitt og yndi.
Þessi lilja er mín lifandi trú.
Og þó að í vindinum visni
á völlum og engjum hvert blóm
og haustvindar blási um heiðar
með hörðum og deyðandi róm.
Og þó að veturinn komi með kulda
og klaka og hríðar og snjó.
Hún lifir í hug mér sú lilja
og líf hennar veitir mér fró.
Þessi lilja er mér gefin af Guði
og hún grær við hans kærleika og náð.
Að vökva ’ana ætíð og vernda
er vilji mín dýrasta ráð.
Og hvar sem að leiðin mín liggur
þá lilju í hjartastað ber
en missi ég liljuna ljúfu
þá lífið er farið frá mér.
(Höf. ók.)
Gísli Bergur og Þóra Björg.
Okkur setti hljóð er okkur barst
andlátsfregn okkar góða og trygga
vinar, Sigurþórs Margeirssonar.
Sumarið 1954 kvæntist Sigurþór
sinni ágætu konu, Þóru Ásu Guð-
johnsen frá Húsavík og áttu þau
lengst heimili í Háagerði í Reykja-
vík. Sigurþór var bifvélavirki að
mennt og settust þau að um nokkurt
skeið í Seattle í Bandaríkjunum.
Þegar heim kom stofnaði hann
Hafrafell hf. og rak bifreiðaumboð
fyrir franska bifreiðaframleiðendur
og bifreiðaverkstæði, fyrst á Grett-
isgötu 21 en síðan í glæsilegum húsa-
kynnum á Ártúnshöfða. Eftir að þau
seldu fyrirtækið var hann þó nýjum
eigendum til halds og trausts, sér-
staklega í samskiptum við bílaverk-
smiðjurnar erlendis, enda lék slík
vinna í höndum hans. Nákvæmni og
samviskusemi í hvívetna samfara
einstakri ljúfmennsku í mannlegum
samskiptum gerði hann eftirsóknar-
verðan til slíkra starfa.
Heimilisandinn á heimili Sigur-
þórs og Þóru Ásu var einstakur, ein-
lægnin og góðvildin í garð vina var
slík að öllum hlaut að líða þar vel.
Mörg gestaboð voru þar haldin af
ýmsum tilefnum, smáum og stórum,
veisluborð jafnan hlaðin af myndar-
skap Þóru Ásu og ekkert til sparað,
allir skyldu mettir og glaðir. Að
gleðja vini sína og kunningja kunnu
þessi samhentu hjón. Sigurþór var
mikill tónlistarmaður og þegar hann
hafði tekið sér gítarinn í hönd tókst
honum að hrífa alla með í söng og
gleði og var þá ávallt glatt á hjalla.
Lög Oddgeirs og Ása í Bæ voru
Vestmannaeyingnum kærust og
túlkaði hann þau af listrænni næmi.
Það er fullvíst hægt að segja um
Sigurþór að hann hafi verið fallegur
maður. Góðvild, hjartahlýja og til-
litssemi í garð samferðarmanna var
honum svo eðlislæg og einlæg að
aðdáunarvert var, og nutu þess allir
sem einhver samskipti áttu við hann.
Ef eitthvað bjátaði á hjá þeim sem
honum voru kærir var hann ávallt
með útrétta hjálparhönd. Hann var
hógvær, hlédrægur og dagfarsprúð-
ur maður með fallega áru sem lýsti
upp umhverfið og gerði það kær-
leiksríkt.
Það var Sigurþóri líkt að aðstoða
sína góðu konu í áhugamálum henn-
ar þegar dagsverki hans í viðskipta-
rekstri var lokið. Þóra Ása hefur í
langan tíma unnið öflugt starf í ætt-
fræðirannsóknum. Til að létta henni
vinnuna tók hann til við að ljósrita
hvers kyns heimildir, kirkjubækur,
manntöl, minningargreinar o.fl.
Ekki lét hann við svo búið sitja, held-
ur lærði bókband og batt inn hundr-
uð bóka í gagnasafn hennar.
Fyrir nokkrum árum keyptu þau
hjón stórt hús í Logafold 68 ásamt
dótturinni Ingibjörgu og tengdasyn-
inum Sigurði, og bjuggu þar í sam-
býli við þau. Þar innréttaði Sigurþór
bjarta og fallega íbúð og þar nýtur
sín hans bókbandshandverk, fræði-
manninum Þóru Ásu til ómældrar
gleði. Honum tókst vel það hlutverk
að gleðja aðra.
Að ferðast og skoða nýja staði var
sameiginleg áhugamál þeirra hjóna.
Margar ferðir fóru þau erlendis, á
gamlar slóðir í Bandaríkjunum að
hitta gamla vini og í Kanada, þar
sem þau höfðu eignast marga vini.
Fjölmargir voru þeir Vestur-Íslend-
ingarnir sem áttu síðan öruggt skjól
og leiðsögn þeirra, þegar þeir sóttu
Ísland heim. Einnig gerðu þau víð-
reist á aðra staði. Undanfarin ár
lögðu þau áherslu á að kynnast Ís-
landi betur. Sigurþór smíðaði mynd-
arlegan húsbíl og ferðuðust þau mik-
ið á honum, ýmist ein eða í samfloti
við félaga sína. Vegferð hans í þess-
ari jarðvist er nú lokið.
Þóra Ása hefur misst mikið, ekki
aðeins góðan lífsförunaut, heldur
einstakan vin. Þóru Ásu, börnunum
Halldóri Gísla, Guðrúnu Gerðu, Ingi-
björgu Þórdísi, tengdabörnum,
barnabörnum og öðrum ástvinum
óskum við blessunar á erfiðum tím-
um.
Minningin um góðan dreng mun
lifa og ylja.
Þorsteinn og Hrefna.
Sigurþór Margeirsson var eitt af
þeim fjölmörgu ungmennum, sem
veiktust af berklum. Fyrir og um
miðja síðustu öld voru berklar
stærsta heilbrigðisvandamál þjóðar-
innar. 17 ára fór hann á Vífilsstaða-
hælið. Berklalyfin voru þá ókomin en
með loftbrjóstaðgerðum náði hann
sæmilegri heilsu og hélt áfram að
taka þátt í atvinnulífinu í Eyjum.
Hann þekkti vel hinn kunna lagahöf-
und Oddgeir Kristjánsson og lék
með honum í lúðrasveit. Textahöf-
undar Oddgeirs voru Ási í Bæ og
Árni úr Eyjum. Sigurþór kunni sög-
una af því þegar Oddgeir hafði samið
fallegt lag og Ási ætlaði að semja
texta. Þeir hittust af þessu tilefni, en
urðu eitthvað ósáttir og Oddgeir fór í
hálfgerðum styttingi. Af þessu tilefni
varð síðan til hinn rómantíski texti
Ása: „Ég veit þú kemur í kvöld til
mín, þó kveðjan væri stutt í gær.“
Tvisvar aftur þurfti Sigurþór á Víf-
ilsstaði. Hann tók þar virkan þátt í
félagslífi sjúklinga, spilaði á gítar,
söng í kirkjukór og tók þátt í leiksýn-
ingu. Hann tók einnig þátt í að girða
um það bil hektara spildu austan við
Vífilsstaðavatn, sem Hörður Ólafs-
son hafði fengið til trjáplöntunar.
Þar er nú myndarskógur. Frá Vífils-
stöðum lá leiðin á Vinnuheimilið á
Reykjalundi. Þar vann hann á járn-
smíðaverkstæðinu en þar voru þá
smíðuð öll skólahúsgögn landsins. Á
Reykjalundi stundaði hann jafn-
framt iðnskólanám, eftir að deild
Iðnskólans var stofnuð þar. Á
Reykjalundi hitti hann konuefni sitt,
Þóru Ásu Guðjohnsen en hún hafði
einnig verið berklasjúklingur. Eftir
útskrift af Reykjalundi hófu þau
hjón búskap í Reykjavík og Sigurþór
vann við bílaviðgerðir. Nokkrum ár-
um seinna fluttu þau til Seattle í
Bandaríkjunum þar sem móðir Þóru
og bræður voru búsett. En ættjörðin
togaði þau aftur heim eftir nokkurra
ára útivist. Sigurþór hafði unnið í
Seattle hjá góðu bifreiðaumboði og
það var grundvöllurinn að því að
hann rak fyrirtækið Hafrafell hf.,
Peugeot-umboðið í áratugi. Hann
hafði orð á sér fyrir sanngirni í við-
skiptum og góða þjónustu. Honum
þótti alla tíð vænt um Reykjalund og
SÍBS og vildi veg þess sem mestan.
Mörg síðustu árin var hann í stjórn
Reykjavíkurdeildar SÍBS og vildi
þar vinna undir kjörorði SÍBS
„Styðjum sjúka til sjálfsbjargar“.
Eftir meira en hálfrar aldar kynni
við Þóru Ásu og Sigurþór er þakk-
læti efst í huga og við erum þakklát
fyrir að vinskapur hefur haldist með
börnum og barnabörnum. Afkom-
endur og þeir sem þekktu munu
minnast Sigurþórs er þeir heyra
góðs manns getið.
Sigrún K. Árnadóttir og
Sveinn Indriðason.
Hlýja og glettni koma upp í hug-
ann þegar Sigurþórs Margeirssonar
er minnst. Ég þekkti hann samt
varla undir þessu nafni sínu, enda
Siggi miklu þjálla í munni þegar við
krakkarnir norðan úr landi fengum
að njóta samvista við hann. Hann var
tíður gestur á heimili okkar á Ak-
ureyri og í hvert sinn sem hann leit
inn með Þóru Ásu konu sinni á ferð-
um þeirra um landið blasti við manni
brosið góða og vinsemdin sem var
áberandi þáttur í fari hans.
Siggi var margur maður. Hann
gat verið rólegur og yfirvegaður,
jafnvel íhugull og ávallt elskur að
margvíslegu mannlífi heima og
heiman. Þess á milli tók hann fjör-
kippinn og hentist á milli landshorna
á bílunum sínum og hélt þá einatt
uppi hrókasamræðum yfir landið
þvert og endilangt. Og ekki gleymast
heldur ferðirnar austur á Mývatn
þar sem asinn og einlægnin fór
skemmtilega saman í einni og sömu
sálinni. Hann var ferðalangur af lífi
og sál.
Að leiðarlokum ber að þakka
margt. Ekki aðeins hlýjuna og
glettnina, heldur og traustið. Siggi
var sannur vinur vina sinna. Hann
bætti þá sem voru návistum við hann
og glæddi andrúmið hvar sem hann
fór. Minningin lifir því áfram og
kennir þeim sem eftir lifa að vin-
semdin og tryggðin eru eðlisþættir
sem öllu skipta í samskiptum fólks.
Fjölskyldan þakkar samfylgdina og
sendir Þóru Ásu, börnum og barna-
börnum innilegar samúðarkveðjur á
sorgarstundu.
Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Kveðja frá
Lionsklúbbnum Frey
Sigurþór Margeirsson gekk í Frey
í nóvember 1972. Hann var mjög
áhugasamur félagi alla tíð og mætti á
fundi ef hann mögulega gat. Þá var
hann einnig mjög liðtækur við fjár-
öflun klúbbsins, sölu jóladagatala.
Hann lét sig aldrei vanta á vinnu-
fundi til að undirbúa söluna og kom
venjulega með börn og síðar barna-
börn með sér og var oft með fjöl-
mennasta liðið. Síðan sendi hann
börnin út í hverfið sitt til að selja og
reyndust þau hinir bestu sölumenn.
Þá lét hann sig heldur ekki vanta í
merkjaferðir klúbbsins, þegar farið
var um landið, til að merkja brýr og
hálendisvegi. Hann hafði ákveðið að
taka þátt í hinni árlegu merkinga-
ferð, sem farin verður um næstu
helgi, en örlögin tóku í taumana.
Störfin fyrir klúbbinn voru miklu
fleiri og öll vel af hendi leyst. Hans
verður því sárt saknað. Eiginkonu og
öðrum vandamönnum sendum við
einlægar samúðarkveðjur.
SIGURÞÓR
MARGEIRSSON
!"#$%&#% "''(#
)% *+&#% "''(#+
,
-.
/ '0%1,% %/%#&
)( 2&#''!/%33&
!"
# $
%
,%#&#+
%
%
&
&
44
2&#"&'%&
)5#'2 67
'
&(
)
-% !%#&"#$%$5&%
'2
%&'$5&%
##%%#''(#
## %
%&''(# %0# 01'$5&%
0%#&
%&''(# ###-5% '$5&%
#&2%
%&'$5&% &-5%,%'&#''(#
(02%#+