Morgunblaðið - 30.08.2002, Page 33
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2002 33
✝ Ásgeir Höskulds-son fæddist á
Hallsstöðum í Naut-
eyrarhreppi við Ísa-
fjarðardjúp 4. októ-
ber 1916. Hann lést á
Landspítalanum
Landakoti 21. ágúst
síðastliðinn. Foreld-
arar hans voru Hösk-
uldur Kristinn Jóns-
son, f. 24.12. 1888, d.
14. 7. 1936, bóndi á
Hallsstöðum og í
Tungu í Nauteyrar-
hreppi, og Petra
Guðmundsdóttir, f.
9.6. 1888, d. 7.6. 1958, húsfreyja
og ljósmóðir. Systkini Ásgeirs eru:
Jón Kristinn Höskuldsson, f. 24.3.
1918, d. 1.1. 1996, maki Kristrún
Magnúsdóttir; Guðmundur Hösk-
uldsson, f. 18.6. 1919, maki Guðný
Ásgeirsdóttir; Aðalsteinn Hösk-
uldsson, f. 23.8. 1920, d. 17.4. 1987,
fyrri maki Karólína Sigríður Jón-
asdóttir, seinni maki Björk Frið-
riksdóttir; Níelsína Steinunn
Höskuldsdóttir, f. 10.1. 1926, d.
29.5. 1928.
Hinn 21. júní 1941 kvæntist Ás-
geir Ingileif Guðbjörgu Markús-
dóttur, f. 23.4. 1918, d. 8.8. 1976.
Foreldar hennar voru Markús
Finnbjörnsson, útvegsbóndi á Sæ-
bóli í Aðalvík, og Herborg Árna-
dóttir frá Skáladal í Sléttuhreppi.
Synir Ásgeirs og Ingileifar eru: 1)
Höskuldur Borgar, f. 3.12. 1941, d.
9.11. 1944; 2) Sveinbarn er dó í
fæðingu. 3) Ásgeir, f. 14.4. 1951, d.
15.8. 1951. Kjörsynir Ásgeirs og
Ingileifar eru: 4) Ásgeir, f. 1.9.
1951, sjómaður í Danmörku, maki
Ásta Halldórsdóttir,
sjúkraliði. 5) Hösk-
uldur, f. 29.3. 1952,
framkvæmdastjóri
Flugstöðvar Leifs
Eiríkssonar hf., maki
Elsa Þórisdóttir
förðunarfræðingur.
Ásgeir stundaði
nám við Menntaskól-
ann á Akureyri
1933–36. Ásgeir tók
við búskap á Tungu
1936 er faðir hans
lést og bjó þar til
1942. Gerðist ráðs-
maður í Lundi í
Lundarreykjadal en lenti í slysi er
íbúðarhúsið í Lundi brann 9.11.
1944. Ásgeir hóf störf hjá Pósti og
síma 1945 og vann þar til 1978,
lengst af sem yfirpóstafgreiðslu-
maður og póstvarðstjóri. Ásgeir
sat í hreppsnefnd Nauteyrar-
hrepps 1938–1942, sat í stjórn
deildar Kaupfélags Ísfirðinga í
Nauteyrarhreppi 1940–1942.
Hann sat í stjórn Póstmannafélags
Íslands 1945–70 og var formaður
þess 1968–70. Ásgeir var einn af
stofnendum Þjóðvarnarflokks Ís-
lands og var tvisvar í framboði
fyrir flokkinn í Norður-Ísafjarðar-
sýslu. Ásgeir var varaborgarfull-
trúi í Reykjavík 1962–66. Þá var
hann formaður öldrunardeildar
Póstmannafélagsins 1982–86.
Minningarathöfn um Ásgeir fer
fram í Langholtskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30. Út-
för hans verður gerð frá Melgra-
seyrarkirkju við Ísafjarðardjúp á
morgun, laugardaginn 7. septem-
ber, og hefst athöfnin klukkan 14.
„Blóm eru ódauðleg, sagði hann og hló.
Þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur í
vor – einhverstaðar.“
(Halldór Laxness, Atómstöðin.)
Elsku afi. Mér finnst sú tilfinn-
ing að þú sért farinn mjög óraun-
veruleg. Þú hefur verið svo dugleg-
ur að yfirstíga þær hindranir sem
settar hafa verið fyrir framan þig í
lífinu. Ég get ekki annað en dáðst
að þeirri lífsgleði, þeirri þrjósku og
þeim baráttuvilja sem þú sýndir er
blés á móti. Þú talaðir aldrei um að
gefast upp eða sætta þig við hlut-
ina, varst alltaf jákvæður. Alltaf
horfðir þú fram á við, tilbúinn að
finna lausn á meinum þínum. Mér
finnst því mjög óraunverulegt að
þú sért farinn, því ég hélt og vonaði
að þetta væri bara enn einn hindr-
unin sem þú myndir yfirstíga.
Í sorg minni leynist samt sem áð-
ur gleði. Ég get ekki annað en
glaðst og brosað yfir öllum þeim
minningum sem ég á um samveru-
stundir okkar. Þegar ég var lítill
þurfti ég ekkert sjónvarp, því ég
hafði þig, afi. Þú kunnir óteljandi
sögur og ævintýri og varst alltaf
viljugur að segja mér þær aftur og
aftur. Á tímabili hélt ég meira að
segja að þú værir jólasveinninn,
hvíta hárið og skeggið hafa eflaust
hjálpað til. Þú hafðir mjög gaman
af því að ferðast og varst duglegur
að heimsækja okkur fjölskylduna
þegar við bjuggum erlendis. Þú
kenndir mér að synda í Portúgal,
sýndir mér ólympíuþorpið í Münch-
en, fórst með okkur feðgunum á
fótboltaleiki á Anfield.
Afi minn, ég þakka þér fyrir allar
þessar minningar og svo óteljandi
margar aðrar sem þú hefur gefið
mér, þær eru mín huggun. Þú hefur
kennt og sýnt mér svo margt. Ég er
stoltur af því að vera nafni þinn, ég
veit alla vega að ég get verið jafn
þrjóskur og þú. Ég vona að ef ég
eignast einhvern tímann barnabörn
fái þau að kynnast mér eins og ég
fékk að kynnast þér.
Ég kveð þig að sinni, afi minn, ég
veit að ég á eftir að sakna þín en
þetta er ekki bless því ég veit að við
sjáumst síðar.
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil
með spekingslegum svip og taka í nefið.
(Og allt með glöðu geði
er gjarna sett að veði)
Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til,
því það er nefnilega vitlaust gefið.
(Steinn Steinarr.)
Þinn lagsmaður
Ásgeir Leifur Höskuldsson.
Ég hélt alltaf að þegar einhver
dæi stoppaði allt líf manns en það
gerir það nefnilega ekki. Fólk held-
ur áfram að vera glatt en maður vill
að það syrgi með manni. Það er viss
huggun að vita að sá sem dó er
núna á betri stað. Ég trúi því að Ás-
geir, afi minn, sé á þessum betri
stað sem við köllum himnaríki. Afi
Ásgeir, eins og ég kallaði hann, var
góður maður, og fróður. Afi gat
alltaf sagt skemmtilegar sögur og
út af því á ég góðar minningar um
hann. Núna verður tómlegt á jól-
unum því að frá því að ég man eftir
mér hefur afi Ásgeir alltaf verið hjá
okkur á jólunum hvort sem það var
í Frakklandi, Englandi eða Íslandi.
Hápunktur kvöldsins var auðvitað
þegar afi Ásgeir las á pakkana og
alltaf fylgdi skemmtileg athuga-
semd með hverjum pakka. Það er
svo ótalmargt sem ég gæti sagt um
afa Ásgeir en hér læt ég staðar
numið. Minningarnar munu lifa
með mér. Hvíl þú í friði. Þín son-
ardóttir,
Inga Rós Höskuldsdóttir.
Heyr mig, lát mig lífið finna,
læs mér öll hin dimmu þil.
Gef mér stríð – og styrk að vinna,
stjarna, drottning óska minna.
Ég vil hafa hærra spil,
hætta því, sem ég á til.
Bráðum slær í faldafeykinn –
forlög vitrast gegnum reykinn.
Alls má freista. Eitt ég vil.
Upp með taflið. – Ég á leikinn.
(Einar Ben.)
Nú hefur afi kvatt þennan heim
eftir erfið veikindi. Okkar fyrstu
kynni voru þegar þú komst vestur
til Ísafjarðar og sagðir okkur
skemmtilegar sögur af tröllum og
ýmsum vættum. Þær sögur lifa
ljóstærar í minningunni. Oft var
glatt á hjalla þegar þú spilaðir á
spil og tefldir við okkur. Þessar
stundir kenndu okkur margt og lifa
í minningunni um sögufróðan og
vel lesinn mann. Oft leituðum við til
þín um ýmsan fróðleik í amstri
dagsins eða í námi og ávallt varstu
með svar á reiðum höndum.
Vegna dvalar okkar í Danmörku
hittumst við ekki eins oft og áður,
en, elsku afi, minningin um góð-
hjartaðan og gefandi mann mun
ætíð lifa. Blessuð sé minning þín.
Barnabörn í Danmörku,
Ásgeir Ingi, Inga Rakel
og Eva Kristín.
Oft er erfitt að vera langt að
heiman og þá sérstaklega er maður
fær fréttir sem vekja hjá manni
söknuð og sorg. Frændi minn og
föðurbróðir, Ásgeir Höskuldsson,
er allur. Á háum aldri, en heill á
sinni, vakandi glaður drengur, sem
vakti hrifningu okkar allra með
glaðlyndi sínu, vísunum sem hann
kvað fyrir okkur í góðum fagnaði
og óþrjótandi lífsorku.
„Staslegur“ maður segir maður
hér í Norðurvegi. Það er langt síð-
an ég sá hann frænda minn síðast,
en ég sé hann fyrir mér stoltan og
traustan. Hann fór sínar eigin leiðir
hann Ásgeir, og á síðustu árum var
hann eins og fló á skinni um alla
Evrópu, heimsótti vini og kunn-
ingja og ekki síst son sinn sem bjó
erlendis. Þessu byrjaði hann á eftir
að hann var orðinn einn og eirði
ekki heima aðgerðalaus. Sömu sögu
er að segja frá fyrri árum, þegar
hann tók sér frí frá vinnu á póst-
húsinu í Reykjavík til að fiska hum-
ar með góðum vini, nú eða þá er
hann vann fram eftir á daginn við
útkeyrslu á vörum til að hafa meira
á milli handanna. Og alltaf hafði
hann tíma til að sinna ungum
frænda sínum, þráspyrjandi. Ég á
bara góðar minningar um þig,
frændi minn, og bið guð að taka vel
á móti lúnum ferðalangi. Samtímis
samhryggist ég fjölskyldunni,
bróður þínum Guðmundi, og son-
unum Ásgeiri og Höskuldi. Það er
langt heim, en hugur minn er hjá
ykkur.
Innilegar samúðarkveðjur.
Magnús Jónsson.
ÁSGEIR
HÖSKULDSSON
%
%
&
&
,
4.4
%!"
%!28
#%
'
&( %
)
&% !%,+
!"#$'$5&%
)%&' #,%$5&% ,%'&##% &0''(#
%$ ',%$5&%
!"#$%9%"##,%'(# ,%2% /(%#2%
9'/& $% ,%$5&% &%!%%#
!5#''(#
(2%#2%#+
*%
%
44 %%7:
+
"
, )%&'1#*5/+#%''(# #$%
+
!#$5&%
/#%'$5&%
%%;)( % $'$5&%
2%#2%#(2%#2%#2%#+
*%
&
%
&
&
<*
53%'#%&
=(%#'%#$
%#%#'&
-
!% #0%'$5&%
0%# ''(# 9'=+,%#'$5&%
&% #>+# '$5&% ! *5#''(#
>&#&%%#% ? 0
!% # # ' &
(4##%
%;+
4
4
) 33'&:
#% +
"
, '
&(
)
./#( &"(/
#%
0&
&#%''(#
& #%
&#%''(#+
"
&
)
0%1 #$0&%!&
1 '@
. &
0 1&(
)
&9'&%''(#+
2
%
4
4.4
0 $' %&
01'&6A
#% +
"
,
!#&
''(# $,% > $&"%'$5&%
=& &33 #&2%
'$5&% >'%2'
')%&'#
'$5&% &"&%&#%''(#
'B/& &3>& /1 "''(#
&"&%
'&"&''(#+
%
%
#6C
!&'0&%!&
3
1&(#%
&%&
& ."&(
-%%%4355
&"%%''(#
& +&"%'$5&% B1 -5%&%B1 ''(#
*5#>&!%
'''(#
#%-5%B1 ''(#
(2%#2%#+