Morgunblaðið - 30.08.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.08.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ RÉTT eins og allar fyrri umferðir í landsliðsflokki Skákþings Íslands varð sú níunda spennandi og söguleg. Eftir átta sigurskákir í röð varð Hannes Hlífar loks að játa sig sigr- aðan og það gegn helsta keppinaut sínum um efsta sætið, Helga Áss Grétarssyni. Helgi hafði hvítt og ólíkt fyrri andstæðingum Hannesar tókst honum að ná þægilegri stöðu eftir byrjunina. Helgi notaði hins vegar mikinn tíma. Miðað við frammistöðu Hannesar fram að þessu mátti reikna með að það myndi hann nýta sér til hins ýtrasta til að snúa skákinni sér í hag. Þá gerðist hins vegar hið ótrú- lega, að Hannes lék af sér skákinni í 23. leik. Honum hafði yfirsést skemmtilegur leikur Helga sem byggðist á slæmri stöðu svörtu drottningarinnar. Hannes hefði getað gefið skákina strax, þótt hann tefldi nokkra leiki í viðbót áður en hann ját- aði sig sigraðan. Hin megintíðindi umferðarinnar voru þau að Bragi Þorfinnsson tryggði sér lokaáfanga að alþjóðleg- um meistaratitli með sigri á Sævari Bjarnasyni. Bragi þarf nú að ná 2.400 skákstigum til að hljóta útnefningu sem alþjóðlegur meistari. Hann var með 2.362 stig fyrir mótið, en hefur bætt við sig 24 stigum í mótinu. Bragi er því einungis 14 stig frá markinu. Úrslit níundu umferðar: Helgi Á. Grétarss. – Hannes Hlífar 1–0 Jón G. Viðarss. – Páll Þórarinss. 1–0 Jón V. Gunnarss. – Arnar Gunnarss. ½–½ Sævar Bjarnas. – Bragi Þorfinnss. 0–1 Stefán Kristjánss. – Þorsteinn Þorsteinss. 1–0 Björn Þorfinnss. – Sigurbjörn Björnss. 1–0 Þeir Stefán Kristjánsson og Hann- es Hlífar mættust í sjöundu umferð mótsins. Hvítt: Stefán Kristjánsson Svart: Hannes Hlífar Stefánsson Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 e6 4. 0–0 Rge7 5. He1 Rd4 6. Bf1 Rec6 7. c3 Rxf3+ 8. Dxf3 Be7 9. Dg3!? – Eðlilegra er að leika 9. d3, ásamt Rd2, Rf3 og d4 í framhaldinu. 0–0 10. d4?! – Þessi peðsfórn var væntanlega undirbúin með næsta leika á undan, en áætlunin færir hvíti tapað tafl. Nauðsynlegt var að leika 10. d3 o.s.frv. 10...cxd4 11. Bh6 Bf6 12. e5 – Eða 12. cxd4 Rxd4 13. Bd3 (13. e5 Rf5)13. – d6 14. Rc3 Db6 15. Hab1 Be5 16. Bf4 Bxf4 17. Dxf4 e5 18. Dd2 Be6 og hvítur hefur litlar bætur fyrir peðið, sem hann hefur fórnað. 12...Rxe5 13. Bxg7 Bxg7 Nýr leikur. Áður hefur verið leikið 13...Rf3+ 14. Dxf3 Bxg7 15. cxd4 Bxd4 16. Dg4+ Bg7 17. Rc3 d5 18. Had1 Bd7 19. He3 f5 20. Db4 f4 og svartur vann (Puljek Salai-Palac, Kastel Stari, 1997). 14. Hxe5 f5 15. cxd4 Db6 16. Hb5 – Önnur leið er 16. He2 Dxd4 17. Hd2 De5 18. Dxe5 Bxe5 19. Rc3 Kf7 20. g3 a6 21. Hc1 b5 22. Bg2 Ha7 23. f4 Bb8 24. b4 Hc7 25. Kf2 d5 og svartur á mun betra tafl. 16...Dxd4 17. Rc3 d5 18. Re2 f4! 19. Df3 – Eða 19. Rxd4 fxg3 20. Rf3 gxf2+ 21. Kxf2 a6 22. Hb3 e5 Fritz 5.32: 23. Ke1 e4 24. Rd2 Hf7 25. Hc1 Bf5 26. g3 He8 og svartur á yfirburðastöðu. 19...De5 20. Hb4 Bh6 21. Hd1 b6 22. Hdd4 Ba6 23. Rxf4 – 23...De1? Afleikur, sem veldur Hannesi erf- iðleikum við að vinna skákina. Eftir 23...Bxf1! 24. Dg4+ Kh8 25. Kxf1 a5 26. Rd3 Hxf2+! 27. Rxf2 (27. Kxf2 De3+ 28. Kf1 Hf8+ 29. Hf4 (29. Rf4 axb4) 29...Dxd3+ 30. De2 Hxf4+ 31. Hxf4 Dxe2+ 32. Kxe2) 27...axb4 28. Hd1 Hxa2 verður fátt um varnir hjá hvíti. 24. Dg4+ Bg7 25. Dxe6+ Dxe6 26. Rxe6 Bxd4 27. Hxd4 Hfe8 28. Rc7 He1 29. Rxa6 Hc8 30. Hxd5 Hcc1 31. g4 Hxf1+ 32. Kg2 Hg1+ 33. Kf3 Hc2 34. Hg5+ Kf7 35. Hf5+ Ke6 36. b3 Hc3+ 37. Kf4 Hg2 38. f3? – Nú falla hvítu peðin á drottning- arvæng og eftir það ræður hvítur ekki við svarta frípeðið á a-línunni. Vinn- ingurinn hefði ekki verið auðsóttur fyrir svart, eftir 38. He5+ Kf7 39. He2, t.d. 39. – h5 40. gxh5 Hxh2 41. Rb8 Hh4+ 42. Kg5 Hch3 43. Rc6 Hxh5+ 44. Kf4 H3h4+ 45. Ke3 a6 o.s.frv. 38...Hxa2 39. Rb4 Hxh2 40. He5+ Kd7 41. Hd5+ Kc8 42. Hf5 Hxb3 43. Rd5 a5 44. Ke5 a4 og hvítur gafst upp. Hugsanlegt framhald væri 45. Hf8+ Kb7 46. Hf7+ Ka6 47. Kd4 Kb5 48. f4 a3 49. Rc3+ Kc6 50. Kc4 Hbb2 51. Hf6+ Kb7 52. Hf7+ Ka6 53. Hf8 a2 54. Ha8+ Kb7 55. Ha3 Hbf2 –56. Kd5 (56. Kb3 Hxf4–+; 56. f5 Hc2 57. Hxa2 Hxc3+ 58. Kxc3 Hxa2) 56...Hc2 57. Rxa2 Hxa2 58. He3 Hhd2+ 59. Ke6 He2 60. Hxe2 Hxe2 o.s.frv. Teflt er í hátíðarsal íþróttahúss Gróttu á Seltjarnarnesi og eru áhorf- endur velkomnir á keppnisstað á meðan húsrúm leyfir. Lokaumferðin verður tefld í dag og hefst klukkan 13. Helgi Áss stöðvaði sigurgöngu Hannesar SKÁK Seltjarnarnes SKÁKÞING ÍSLANDS 2002, LANDSLIÐS- FLOKKUR 20.–30. ágúst 2002 Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson ✝ Sigríður Jóns-dóttir fæddist í Vík í Mýrdal 20. október 1910. Hún lést á sjúkradeild Sólvangs að morgni laugardagsins 24. ágúst síðastliðins. Foreldrar hennar voru Jón Ólafsson skólastjóri, f. 31.5. 1881, d. 7.11. 1927, og Sigríður Einars- dóttir húsmóðir, f. 10.2. 1887, d. 25.11. 1916. Sigríður var elst fjögurra al- systkina, Ragnhildar, Einars og Ingibjargar, d. 2000, og þriggja hálfsystkina samfeðra, Karit- asar, Elínar og Þorsteins Jóns. Hinn 15.9. 1932 giftist Sigríð- ur Ingvari Ingimundarsyni úr Mýrdal, f. 21.9. 1897, d. 12.4. 1974. Börn þeirra eru: 1) Sveinn, maki Helga Óskarsdótt- ir, d. 1997, sambýliskona Guð- laug Torfadóttir. 2) Sigurjón, maki Sigrún Sig- urðardóttir. 3) Kristín, maki Svav- ar Halldórsson, d. 1989. 4) Karl Frið- rik, maki Edda Kol- brún Þorgeirsdótt- ir. 5) Sigríður, maki Baldur Sig- urðsson. 6) Gylfi, maki Nína Sonja Karlsdóttir. 7) Har- aldur, maki Halla Bergey Leifsdóttir. 8) Ingvar, maki Fjóla Benedikts- dóttir. Afkomendur Sigríðar eru 85. Sigríður og Ingvar fluttu með elsta barnið til Hafnarfjarðar og bjuggu allan sinn búskap í hús- inu sem þau reistu 1930 á Garðavegi 5. Sigríður fluttist á sjúkradeild Sólvangs í desember 1999. Útför Sigríðar verður gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin kl. 15. Móðir okkar Sigríður Jónsdóttir lést laugardaginn 24. ágúst sl. á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafn- arfirði á 92. aldursári en þar hafði hún dvalið, frá því í desember 1999 og hafði notið góðrar umönnunar og hjúkrunar. Þökkum við starfsfólki 2. hæðar fyrir þess störf, sem unnin eru af natni og umhyggju við aldrað og sjúkt fólk, og vistfólkinu, sérstak- lega herbergisfélögum, fyrir góð kynni og ljúft viðmót. Móðir okkar ólst upp hjá foreldr- um sínum í Vík í Mýrdal og hjá móð- urafa og ömmu á Reyni í Mýrdal. Í Vík kynntist hún pabba og komu þau til Hafnarfjarðar 1930 með son sinn nýfæddan. Pabbi hafði reist íbúðar- hús á Garðavegi 5 en fyrstu tvö árin leigðu þau húsið sitt og bjuggu hjá Sveini og Elínu í Breiðagerði (sem er nú hluti af Hellisgerði) í Hafnarfirði og talaði mamma ávallt um þau hjón sem mikla velgjörðarmenn. Mamma og pabbi giftu sig 15. september 1932 og fluttu þá í sitt hús og voru synirnir þá orðnir tveir og hópurinn átti eftir að stækka og erum við systkinin átta, tvær systur og sex bræður. Eins og á öðrum togarasjómanns- heimilum þar sem faðirinn var lang- dvölum að heiman og stutt dvöl í landi þar sem pabbi þurfti að hvílast eftir mikla vinnu og lítinn svefn, þá þurftu allir að taka til hendi á heim- ilinu og oft þurfti mamma að vinna á heimilinu langt fram á nótt því oft þurfti að þvo og þurrka af börnunum til þess að hafa föt hrein og þurr að morgni, þó að ekki væri úr miklu að spila varð aldrei skortur. Margar vökunætur hafa orðið er veður voru slæm og fréttist af mann- skaða, en alltaf kom pabbi heim, þó að oft hafi brotsjóir gengið yfir og mikil gleði varð er pabbi og elsti son- urinn ásamt skipshöfn björguðust úr strandi b/v Júní. Pabbi veiktist 1952 og var sjúk- lingur eftir það og þá tóku systkinin við hvert af öðru af þeim sem fluttust að heiman og stofnuðu sínar fjöl- skyldur. Mamma sá um að á sunnudögum var bakkesli á borðum, því þá komu þau sem flutt voru að heiman í sunnudagskaffi ásamt mökum sínum og börnum og þá var fjör og þá voru málin rædd og þrátt fyrir að oft hvessti hressilega í umræðum var hér eingöngu um skoðanaskipti að ræða en ekki illindi og systkinabörn- in kynntust í leik. Í erfiðum veikindum pabba dáð- umst við oft að mömmu fyrir þá miklu umönnun og ástúð sem hún sýndi og aldrei heyrðum við mömmu kvarta. Oft fékk mamma hjálp frá henni Rögnu systur sinni er kom og dvaldi á heimili okkar er mamma varð veik eða að nýr fjölskyldumeðlimur bætt- ist við og er Rögnu frænku færðar innilegustu þakkir fyrir alla hjálpina og frændræknina. Mamma hafði gaman að söng og lestri og eflaust hefði hana langað að ferðast meir um landið sem ekki gafst fyrr en á efri árum svo ekki sé talað um að fara erlendis því fróð var hún í landafræði. Mamma var ákveð- in kona hafði sínar skoðanir á lands- ins málum en hafði það meir fyrir sig en var ekki að þröngva þeim á aðra, hún var alla tíð í Kvennfélagi Al- þýðuflokksins. Mamma lagði mikla áherslu á það við okkur að vanda sig eins og kostur væri við hvert verk, það væri líka fljótlegra og sparaði að vinna verkið upp aftur og er við vor- um að smíða eða laga þá fylgdist hún vel með og var fljót að sjá ef eitthvað var skakkt og oft var náð í hallarmál til þess að sýna henni að hluturinn væri réttur og ávallt hafði mamma rétt fyrir sér, hún hafi sannkallað smiðsauga. Eitt er það sem hún hafði lúmskt gaman af er þegar afkomendur á unglingsárum voru á laun að miða hæð sína við hana en seinna meir sáum við að það er annað og meira sem skiptir máli en hæðin. Fyrir þá innrætingu sem við feng- um í uppvexti frá foreldrum okkar og hefur orðið okkar dýrmætasti sjóður í gegnum lífið, þökkum við af heilum hug. Mamma var ekki mikil félagsvera út á við en naut samskipta við ætt- ingja og vini og sérstaklega við börn sín og fjölskyldur þeirra og sá hópur stækkar ört og eru nú beinir afkom- endur mömmu og pabba orðnir 85 og eru fjölskyldumeðlimirnir orðnir 120 sem nú kveðja móður, tengdamóður, ömmu langömmu og langalang- ömmu og þakka fyrir öll árin með þökk og virðingu fyrir allt og allt og biðja henni Guðs blessunar. Börn og tengdabörn. Elsku amma og langamma. Okkur langar til þess að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Við systurnar eigum sérstaklega góðar minningar frá því að við vorum litlar, en þá var yfirleitt komið við á Garðaveginum hjá þér eftir að búið var að fara í sunnudagsbíltúrinn. Á jóladag komum við öll fjölskyld- an saman, þá var setið í öllum krók- um og kimum og spilað mikið og hlegið. Þá varst þú í essinu þínu með allt þitt fólk hjá þér. Elsku amma og langamma, við viljum kveðja þig með þessu ljóði: Ég minnist þín, um daga og dimmar nætur, mig dreymir þig, svo lengi hjartað slær. Og þegar húmið hylur allt sem grætur, mín hugarrós á leiði þínu grær. Þín kærleiksbros mér aldrei, aldrei gleymast, þitt allt – þitt bænarmál og hvarms þíns tár. Hvert ráð, hvert orð, hvert andartak þitt skal geymast. Þín ástarminning græðir lífs míns sár. Ein friðarstjarna á fagurhimni glitrar. Eitt friðarljós í sölum uppheims skín, sem veitir fró og hvíld, þá tárið titrar á tæru augu harms við náðalín. Þín ljúfa minning lifir mér í hjarta, hún ljóma slær á ævi minnar braut. Ég á þig enn svo fagra, blíða og bjarta. Ég bý sem fyrr við töfra þinna skaut. Við öldur hljóms og óðs frá unnarsölum um óttarstund ég tæmi djúpsins skál. Á meðan söngfugl sefur innst í dölum, mér svalar hafsins þunga tregamál. Úr rúmsins fjarvídd aldnir berast ómar, það allt sem var, er enn og verður til. Svo lengi skapaeldsins ljóshaf ljómar er lífið allt ein heild, með þáttaskil. (Ásmundur Jónsson.) Kær kveðja Guðrún, Eygló, Eyrún og fjölskyldur. Elsku amma, nú hefur þú kvatt okkur eftir stutt veikindi. Allir vissu þó hvert stefndi og voru börnin þín hjá þér kvöldið áður en þú kvaddir. Þú varst alveg einstök kona, sérstak- lega snyrtileg og hafðir allt í röð og reglu. Gaman þótti okkur hvað þú varst pjöttuð, fallega silfurgráa hár- ið þitt alltaf vel snyrt og þú vildir alltaf vera í pilsi og fínni blússu, að fara í síðbuxur kom ekki til greina, nema ef þú varst að fara í ferðalag. Allir elskuðu þig og dáðu, ég held að ekki hafi liðið sá dagur að eitthvert af börnum þínum eða barnabörnum kæmi ekki til þín í heimsókn á Garðaveginn. Það var oft mikið fjör í litla eldhúsinu og alveg ótrúlegt hvað við komumst mörg þar fyrir og alltaf stóðst þú upp á endann og smurðir brauð og helltir upp á kaffi. Þegar við systkinin vorum lítil þurfti mamma okkar að fara oft á spítala og fengum við þá til skiptis að vera hjá þér. Okkur þótti gaman að vera innan um skemmtilegu móður- bræðurna okkar, sem þá voru ekki allir farnir að heiman. Á jóladag vorum við vön að hittast öll hjá þér, en eftir því sem árin liðu fjölgaði niðjunum og gamla húsið rúmaði ekki allan þennan hóp. Nokkrum sinnum var leigður salur til þess að halda jólaball fyrir þau yngstu og líka til að þau myndu kynnast skyldfólki sínu. Á nokkurra ára fresti höfum við svo farið í ferða- lag saman eða haldið teiti og þá hef- ur alltaf verið mikið fjör, spilað á gít- ar, sungið og farið í leiki, alltaf varst þú með og skemmtir þér vel. Elsku amma, þjáningum þínum er lokið og þú ert komin til hans afa. Við kveðjum þig með söknuði og þökkum allt sem þú gerðir fyrir okkur. Megi Guð styrkja okkur öll á þessum erf- iðu tímum. Minningin um góða konu lifir í hjarta okkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Sigríður Inga, Ólöf og Halldór. SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.