Morgunblaðið - 30.08.2002, Side 41

Morgunblaðið - 30.08.2002, Side 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2002 41 HAUST 2002 ...fallegar og vandaðar haustvörur komnar Stærðir 36 - 46 eva opið laugardaga til kl. 16 laugavegi 91, 2. hæð sími 562 0625 DKNY - Gerard Darel - BZR - Virmani - Seller - Custo - Paul et Joe - Divina Nýjar og spennandi snyrtivörur með ótrúlegt litaúrval, ilmefnalausar og ofnæmisprófaðar og verðið... það gerist ekki betra j i i l li l il l i i i i KYNNING: Föstudag kl. 13-17, laugardag kl. 12-16 I : l. , l l. Smáralind Í LANDSBÓKASAFN Íslands – Háskólabókasafni stendur nú yfir málstofa um stafræna endurgerð og miðlun á gömlum bókum, hand- ritum, kortum, blöðum og tímarit- um. Ráðstefnunni lýkur á morgun, laugardag en hún er í samstarfi við Føroya Landsbókasavn og Nu- natta Atuagaateqarfia (Det Grøn- landske Landsbibliotek) í tengslum við VESTNORD. Á mál- stofunni verða kannaðir og ræddir ýmsir möguleikar stafrænnar tækni fyrir bókasöfn, skjalasöfn og aðrar menningarstofnanir, og hvernig þessi tækni getur nýst fyrrgreindum stofnunum. Á mál- stofunni koma saman starfsmenn safna, tæknimenn og stjórnendur og ræða þá möguleika sem leynast í þessari tækni. Tilgangur málstof- unnar er að ræða aðferðafræði við uppbyggingu á stafrænum verk- efnum og varðveislu þeirra, tengsl- in við frumgögnin og hina staf- rænu endurgerð, tæknina sem notuð er, aðgengi notenda, varð- veislu og frekari notkun og úr- vinnslu. Ræðumenn koma m.a. úr röðum þeirra er vinna að VESTNORD verkefninu (en það er stafrænt blaða- og tímaritasafn með göml- um blöðum og tímaritum frá Fær- eyjum, Grænlandi og Íslandi), og aðrir sem nota stafræna tækni í störfum sínum, bæði hér á landi og erlendis. Einnig koma fyrirlesarar frá Englandi, Bandaríkjunum og Svíþjóð. Ekki er gerð krafa um kunnáttu í stafrænni myndvinnslu eða end- urgerð, þó er ætlast til að þátttak- endur búi yfir nokkru tölvulæsi. Málstofan felur ekki í sér þjálfun fyrir tæknifólk. Málstofa um staf- ræna endurgerð Námskeið í sjálfsþekkingu GUÐFINNA Steinunn Svavarsdótt- ir heldur ölduvinnunámskeið í Reykjavík dagana 30. ágúst til 1. september næstkomandi. „Ölduvinna er þróuð af banda- rísku konunni Dayashakti (Sandra Sherrer). Hún hefur starfað sem leiðbeinandi í sálfræðilegri og and- legri vinnu í meira en 30 ár og er einn af reyndustu kennurum Kripalu- jógamiðstöðvarinnar í Massachu- setts. Hún hefur staðið í fremstu röð í þróun sjáfseflingarnámskeiða. Guðfinna er ölduvinnukennari. Hún hefur kennarapróf í Kripalu- jóga og hefur kennt jóga í mörg ár og er tilbúin að koma með ölduvinn- unámskeið hvert á land sem er,“ seg- ir m.a. í fréttatilkynningu. BRÁTT munu hefjast námskeið í jóga í Garðabæ, nánar tiltekið Kirkjuhvoli, þar sem boðið verður upp á jóganámskeið fyrir byrjendur og þá sem eru lengra komnir. Kenn- ari á námskeiðunum verður Anna Ingólfsdóttir kripaljógakennari. Námskeiðin hefjast þriðjudaginn 24. september. Boðið verður upp á morguntíma fyrir byrjendur á mánudagsmorgnum og miðviku- dagsmorgnum frá kl. 6.45–7.45. Framhaldsnámskeið verður síðdegis á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 18.00–19.15 og loks verða byrj- endanámskeið á sömu dögum frá kl. 19.30–20.45. Upplýsingar og skrán- ing í símum 565-9722 og 893-9723. Jóga í Garðabæ LAUGARDAGINN 31. ágúst verð- ur farin gönguferð á Þríhyrning. Þrí- hyrningur er fallegt fjall á söguslóð- um og af því sést um alla Rangárvelli, til Mýrdals- og Eyja- fjallajökuls, til Heklu og Tindfjalla svo nokkuð sé nefnt. Áætlaður göngutími er 6–7 klst. og fjallið er 675 m hátt. Þríhyrningur er alltof sjaldfarið fjall þannig að hér gefst gott tækifæri til skemmtilegrar gönguferðar um fáfarnar slóðir. Leiðsögumaður verður Gunnar Sæ- mundsson. Verð 3.900 en 3.500 fyrir félaga í FÍ. Brottför kl. 9.00 frá BSÍ með viðkomu í Mörkinni. Þríhyrningur GRASAGARÐUR Reykjavíkur stendur fyrir uppskeruhátíð laugar- daginn 31. ágúst kl. 11. Í nytja- jurtagarði Grasagarðsins eru ræktað- ar matjurtir, krydd, lækningajurtir og fóðurjurtir. Ræktunin er lífræn þar sem hvorki eru notuð plöntuvarn- arefni né tilbúinn áburður. Í nytja- jurtagarðinum er fjöldinn allur af matjurtum svo sem kál, rófur, salat, krydd og berjarunnar. Gestum gefst tækifæri á að fræðast um ræktun og umhirðu matjurtanna undir leiðsögn Auðar Jónsdóttur garðyrkjufræðings og Evu G. Þorvaldsdóttur forstöðu- manns. Kynntar verða þær tegundir sem eru í ræktun og gestum boðið að bragða á þeim. Mæting er í lystihús- inu sem stendur við garðskálann, að- gangur er ókeypis. Uppskeruhátíð í Grasagarði ÚTFÆRSLA fiskveiðilögsögunnar 1. september 1972 er einhver merkileg- asti viðburður í íslenskri lýðveldis- sögu. Af þessu tilefni standa fyrrverandi starfsmenn Landhelgisgæslu Íslands að samkomu í húsakynnum Árveit- inga í Bæjarlind 4, Kópavogi, laug- ardaginn 31. ágúst nk. kl. 16. Núver- andi og fyrrverandi starfsmenn LHG munu hitta gamla félaga og rifja upp merkilega viðburði, sýndar verða gamlar myndir af átökum við útfærsl- una og af störfum Gæslumanna, segir í fréttatilkynningu. Minnast útfærslu fiskveiði- lögsögunnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.