Morgunblaðið - 30.08.2002, Side 45
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2002 45
www.gk.is
GK REYKJAVÍK
Outlet
Opnum í dag föstudag,
Outlet GK REYKJAVÍK í Faxafeni 9
GK REYKJAVÍK
opnunartímar:
mán.-fös. 12-18
Lau. 12-16
sími 533 1060
dömuföt-herraföt-barnaföt-skór-fylgihlutir
Laugavegi 54, sími 552 5201
AF
GRÓFUM
JAKKAPEYSUM
20%
afsláttur
á föstudag
og laugardag
MIKIÐ ÚRVAL
Minority Report
Stórfengleg afþreying frá Spielberg, bæði dul-
úðug framtíðarsýn og spennandi glæpareyfari.
Ein af myndum ársins. Amen. (S.V.) Smárabíó, Laugarásbíó, Borgarbíó, Sambíó-
in (Ak.)
About a Boy
Hugh Grant fer fyrir einstökum leikhópi og
myndin er undur vel gerð og skrifuð. Frábær
skemmtun. (S.V.) Háskólabíó, Sambíóin
Fríða og Dýrið
Yndisleg saga, frábær tónlistaratriði (líka það
nýja) og fallegar teikningar. Fín íslensk talsetn-
ing gerir þetta enn skemmtilegra. Allir í bíó!
(H.L.) ½
Sambíóin, Háskólabíó
Litla lirfan ljóta
Fallega og faglega unnið ævintýri um litla
sæta lirfu með viðkvæma sjálfsmynd. Þessi
fyrsta íslenska tölvuunna teiknimynd markar
tímamót. (H.J.) Smárabíó
Stúart litli 2
Mjög vel heppnuð fjölskyldumynd um músina
Stúart, fjölskyldu hans og vini. Sagan er
skemmtileg og spennandi, og ekki vantar
brandarana frá heimiliskettinum Snjóber.
(H.L.) Smárabíó, Borgarbíó
Maður eins og ég
Róbert Douglas nálgast raunveruleikann (mið-
að við Drauminn) í gráglettinni mynd um brösug-
legt ástalíf ráðvillts svartsýnismanns. Dálítið
glompótt en góð afþreying með Þorstein Guð-
mundsson fremstan í fínum leikhópi. (S.V.)
Sambíóin, Háskólabíó
Eight Legged Freaks
Ein frísklegasta kvikmyndin í bíóhúsunum í
dag. Skörp og vel skrifuð skrímslamynd í anda
vænisjúkra B-hrollvekja 6. áratugarins. Prýði-
leg skemmtun. (H.J.) Sambíóin
The Mothman Prophecies
Vönduð mynd og áhrifarík sem byggist laus-
lega á sönnum yfirnáttúrulegum atburðum.
(H.L.) Sambíóin, Háskólabíó
Novocaine
Gott spennudrama þar sem unnið er á meðvit-
aðan hátt með noir-kvikmyndahefðina. Steve
Martin frábær. (H.J.) Háskólabíó
Slap Her She’s French
Sæmilega fersk rómantísk gamanmynd sem
tekur fyrir ímynd hinnar fullkomnu amerísku
unglingsstúlku. Nokkuð beitt á köflum. (H.J.)
Sambíóin
The Sum of All Fears
Myrk og óvægin mynd, sem fjallar um við-
kvæmt ástand heimsmála. Hollywood-bragur
dregur þó úr áhrifamættinum. (H.J.) Sambíóin, Háskólabíó
Men in Black II
Þokkaleg afþreying sem fetar að mestu leyti í
gömlu góðu fótsporin. (S.V.) ½
Smárabíó
Scooby Doo
Ósköp svipuð sjónvarpsþáttunum, með álíka
lélegum húmor, en þó ekki jafnfyrirsjáanleg.
Og krakkarnir skemmta sér vel. (H.L.) ½
Sambíóin
Villti folinn
Rómantísk og ljóðræn teiknimynd um frjálsan
hest í villta vestrinu og hættulegum fyrstu
kynnum hans af mannskepnunni. Fallegar
teikningar, ágæt saga en leiðinleg tónlist.
(H.L.) Sambíóin, Háskólabíó
Goldmember
Austin Powers er líkur sér og í
fyrri myndunum. Sami neðan-
mittishúmorinn sem hellist yf-
ir mann. Nokkur frábær atriði,
Beyoncé er flott og Michael
Caine góður. Geggjað, já.
(H.L.) Laugarásbíó, Smárabíó,
Borgarbíó, Sambíóin (Ak.)
Clockstoppers
Gamaldags fjölskyldumynd
um unglingspilt sem lendir í
tæknivæddum ævintýrum.
Sómasamleg skemmtun sem skilur þó lítið
eftir sig. (H.J.) Háskólabíó
The Sweetest Thing
Gamanmynd með Cameron Diaz sem er góðra
gjalda verð, birtir glaumgosalíferni ungra
kvenna í opinskáu og ögrandi ljósi. (H.J.) Smárabíó, Regnboginn, Borgarbíó.
Herra Bones
Ófyndið þunnildi frá S-Afríku sem minnir mest
á slagorð Idioterne: Vitlaus mynd, gerð af vit-
leysingum fyrir vitleysinga. (S.V.) ½
Sambíóin
BÍÓIN Í BORGINNI
Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir
Meistaraverk Ómissandi Miðjumoð Tímasóun 0 Botninn
Stúart Litli 2 er að sögn Hildar Loftsdóttur mjög vel
heppnuð fjölskyldumynd með skemmtilegri sögu
og spennandi.