Morgunblaðið - 30.08.2002, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 30.08.2002, Qupperneq 46
46 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 10. B. i. 14. Framleiðandi Tom Hanks Sýnd kl. 8. 1/2Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6, 8 og 10.  Radíó X Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT „Besta mynd ársins til þessa“ 1/2HÖJ Kvikmyndir.com „Ein besta mynd þessa árs. Fullkomlega ómissandi.“  SV Mbl  HK DV  Radíó X Sýnd kl. 8 og 10. Yfir 25.000 MANNS „meistaraverk sem lengi mun lifa“  ÓHT Rás 2 i l i li EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS mikeMYERS beyoncé KNOWLES and michaelCAINE Sýnd kl. 8, 10 og 11. B. i. 14. Sýnd kl. 4, 4.30, 5.30 og 6.30. kl. 5.30, 8 og 10.15. Sýnd kl. 8. B.i. 10 ára  Radíó X Sýnd kl. 4 og 6 með íslensku tali. Sýnd kl. 4 og 6 með Ensku. tali. Yfir 15.000 MANNS Frumsýning 1/2Kvikmyndir.is miðaverð aðeins 350 kr! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. STUTTMYND SUMARIÐ er tími sveitaballa- hljómsveitanna. Það veit Magni Ásgeirsson, söngvari hljómsveit- arinnar Á móti sól. „Það er búin að vera gersamlega stanslaus spilamennska hjá okkur í allt sumar og við leikum á böllum að meðaltali þrisvar í viku,“ segir hann. Í kvöld verður botninn sleginn í sumarspilamennskuna með stór- dansleik á Broadway þar sem fram koma Á móti sól og Írafár, en þær sveitir hafa verið í far- arbroddi ballrúnts sumarsins. „Já þetta er eins konar „sum- arslútt“ þótt við séum langt því frá að setjast í helgan stein,“ segir Magni. Hann segir það kær- komna tilhugsun að flytja úr hljómsveitarrútunni og heim til sín eftir ferðalög sumarsins og eins að það verði góð tilbreyting að sofa í rúminu sínu um helgar. Næsta skref, að sögn Magna, er að einbeita sér að lagasmíðum fyrir næstu plötu sem fyrirhugað er að komi út næsta vor. „Svo ætlum við bara að halda áfram að spila eins og vitleys- ingar, eins og alltaf,“ segir Magni. En hvernig skyldi ókrýndur sveitaballakonungur sumarsins hafa það í dag? Betri í dag en í gær. Hvað ertu með í vösunum? Lykla, gemsa, veski og kusk. Er mjólkurglasið hálftómt eða hálffullt? Hálffullt býst ég við. Ef þú værir ekki söngvari hvað vildirðu þá helst vera? Starfsmaður í kvikmyndaeftirlit- inu. Hefurðu tárast í bíói? Oft og mörgum sinnum. Mest á Braveheart (hágrét) og síðast á Star Wars (gleðitár). Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á? Ábyggilega Bubbi, ég er að aust- an. Hvaða leikari fer mest í taug- arnar á þér? Jean Claude van Damme! Hver er þinn helsti veikleiki? Hvar á ég að byrja? Líklega er feimnin mest til trafala. Finndu fimm orð sem lýsa persónu- leika þínum vel. Rólegur, þrjóskur, trúgjarn, þreyttur en samt hress. Bítlarnir eða Rolling Stones? Mamma þín eða pabbi? Hver var síðasta bók sem þú last tvisvar? The Hitchhikers Guide to the Gal- axy. Hvaða lag kveikir blossann? „Once“ með Pearl Jam. Hvaða plötu keyptirðu síðast? The Invisible Band með Travis og Swing When You’re Winning með Robbie Williams. Hvert er þitt mesta prakk- arastrik? Heimavistarárin innihalda nokkur óprenthæf atvik, hehehe. Hver er furðulegasti matur sem þú hefur bragðað? Cocoa Puffs. Fáránleg uppfinn- ing! Hverju sérðu mest eftir í lífinu? Ég hefði nú alveg getað verið duglegri í menntaskóla en annars er ég bara nokkuð sáttur. Trúir þú á líf eftir dauðann? Varla er þetta toppurinn. Óprenthæf heimavistarár SOS SPURT & SVARAÐ Magni Ásgeirsson söngvari

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.