Morgunblaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 5
Nokkur sæti laus til umsóknar Börnin eiga skilið það besta. Við leggjum okkar að mörkum. Tveimur árgöngum kennt saman og aðeins 12–16 nemendur í stofu! Meiri námsáhugi og ekkert einelti Nemendur okkar sem og foreldrar þeirra eru einkar sátt við kennslufyrirkomulagið enda gefur slík blöndun árganga mikla félagslega möguleika auk þess sem náms- áhuginn verður meiri og síðast en ekki síst verður samheldnin meiri sem dregur úr ýmsum árekstrum og einelti. Notalega lítill skóli – allir þekkjast Með svo fáa nemendur verður skólastarfið með öðrum blæ, allir þekkjast og eiga mikil samskipti. Gott aðgengi er að kennurum og skólastjóranum sem jafnframt annast kennslu. Suðurhlíðarskóli er í eigin húsnæði sem er sérsniðið að þörfum nemenda og kennara. Heitur matur í hádeginu Allir eiga þess kost að kaupa heitan mat í hádeginu fyrir 200 krónur, en skólaeld- húsið er jafnframt kennslustofa í heimils- fræðum. Matsalurinn er bjartur og rúmgóður. Matseðill er gerður fyrirfram fyrir hvern mánuð. Hefðbundinn nestistími er að morgni. Tölvuherbergi og lesloft Nemendur fá kennslu og tilsögn í tölvufræðum en tölvuherbergi er í skólanum. Unnið er við heimildaöflun, gagnasöfnun og ritvinnslu svo eitthvað sé nefnt. Lesloftið er vinsælt, en þar geta nemendur lesið í kyrrð og ró. Kennt á fiðlu, flautu og píanó í skólanum Nemendum stendur til boða kennsla á þessi hljóðfæri eftir að skóla lýkur á daginn. Einkaskóli á grunnskólastigi Suðurhlíðarskóli, sem er staðsettur neðst í suðurhlíðum Fossvogsins, hefur allt frá stofnun árið 1928, stuðlað að kennslu í fámennum bekkjardeildum. Í skólanum er í dag kennsla í öllum bekkjardeildum frá 1. bekk til 10. bekkjar. Kennsluáætlun er samkvæmt námsskrá menntamálaráðu- neytisins. Tveir árgangar saman í stofu Nemendafjöldinn er að jafnaði 60 til 65 nemendur á vetri og er miðað við að 12– 16 nemendur séu í hverri stofu og er tveimur árgöngum kennt saman. Þannig eru nemendum í 1. og 2. bekk kennt saman, 3ja og 4. bekk, 5. og 6. bekk, 7. og 8. bekk og 9.- 10. bekk. Gæsla eftir að skóla lýkur á daginn Foreldrar barna í 1.–4. bekk eiga þess kost að fá gæslu fyrir börn sín til kl. 15:30 á daginn og er það innifalið í skólagjöldum. Skólahúsið opnar kl. 7:45 á morgnana. Skóli hefst kl. 8:10. Gaman svona saman... Nemendafélag skólans stendur fyrir skemmtunum og uppákomum á hverjum vetri. Fjórir elstu árgangarnir þurfa ekki að vera utandyra í frímínútum og geta þess í stað notað tímann við leik og samveru innandyra ef svo ber undir. Ekki bara konur sem kenna... Eitt af markmiðum skólans hefur verið að jafna hlutfall kynjanna og hafa helst jafn- marga karla og konur í hópi kennara. Það hefur okkur tekist í gegnum árin – öllum til ánægju. Heimanámið í skólanum Kennarar leiðbeina nemendum við heimanámið í klukkustund að loknum hefðbundnum skóladegi. Nemendum yngri bekkjardeilda er skylt að notfæra sér það en nemendum í eldri bekkjardeildum er frjálst að þiggja aðstoðina. Umsóknarfrestur – skólakynning Eiginlegur umsóknarfrestur er ekki í skólanum og því mögulegt að sækja um skólavist þótt kennsla sé hafin. Nú getum við bætt við nokkrum nemendum sem geta byrjað strax. Aðeins þarf að panta viðtals- tíma hjá skólastjóra sem kynnir foreldrum og nemandanum skólastarfið. Umsóknum er svarað innan 2ja daga. S u ð u r h l í ð a r s k ó l i Skólagjöld Sveitarfélög taka þátt í rekstri einkaskóla en foreldrar/aðstandendur greiða skólagjald fyrir því sem uppá vantar. Mánaðarlegt skólagjald er frá kr. 19.760 til 23.920.- Greiðslukjör eru við allra hæfi. NÁNARI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 568 7870 Einkaskóli á grunnskólastigi, neðst í suðurhlíðum Fossvogsins. Suðurhlíðum 36, 105 Reykjavík, sími 568 7870. Skólavist er óháð búsetu nemenda. Suðurhlíðarskóli er meðal 5000 skóla sem reknir eru af kristilegum söfnuðum sjöundadags aðventista, um allan heim. Fyrir hönd kennara og starfsfólks Jón Karlsson kennari og skólastjóri Við leggjum okkar að mörkum til að börnin njóti þess besta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.