Morgunblaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRESKIR fjölmiðlar sem fjölluðu í gær um yfirtökutilboð fjármála- mannsins Philips Greens og fyrir- tækis hans Taveta Investments í verslunarkeðjuna Arcadia Group plc. telja að Baugur verði ekki með í tilboðinu. Þetta kom til að mynda fram í The Daily Telegraph, Times- Online og The Guardian. Í frétt í The Telegraph sagði að Green myndi væntanlega bjóða Baugi 154 milljónir Sterlingspunda fyrir 20% hlut Baugs í Arcadia, jafn- virði um 21 milljarðs íslenskra króna. Það er í samræmi við boð hans um að greiða 408 pens á hlut í Arcadia. Þá fengi Baugur að sögn blaðsins í staðinn kauprétt á versl- unarkeðjunum Top Shop, Top Man og Miss Selfridge, eftir að yfirtakan hefði átt sér stað. Blaðið segir að samkvæmt mati fjármálasérfræð- inga þyrfti Baugur að greiða a.m.k. 200 milljónir punda, rúma 27 millj- arða íslenskra króna, fyrir verslun- arkeðjurnar þrjár. The Telegraph sagði að Green og forsvarsmenn Baugs hefðu tekist hart á um þessi mál á fundi í fyrri- nótt, þar sem Baugur hefði farið fram á ákveðnar tryggingar fyrir viðskiptunum. Ef Green og Baugur komast að samkomulagi um þessi mál verður stjórn Arcadia að staðfesta það til að af viðskiptum geti orðið. Viðræður halda áfram Baugur sendi tilkynningu til Kauphallar Íslands fyrir hádegi í gær þar sem greint var frá því að viðræður félagsins við Philip Green og fyrirtæki hans Taveta Invest- ments vegna Arcadia Group plc. væru enn í gangi. Þá kom fram í til- kynningunni að frekari upplýsingar um gang mála verði gefnar eftir því sem efni og ástæður væru til. Baug- ur sendi ekki frá sér frekari upplýs- ingar um gang mála í gær. Frá því var greint í Morgun- blaðinu í gær að Hreinn Loftsson, lögmaður Baugs Group, hefði í fyrradag fengið í hendur yfirlýsingu frá Jóni H. Snorrasyni fyrir hönd efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu- stjórans, þar sem staðfest var að rannsókn efnahagsbrotadeildarinn- ar snerist um meint svik gegn Baugi, þar sem fyrirtækið sjálft væri brotaþoli. Samkvæmt upplýs- ingum frá Hreini gætir hann hags- muna Baugs í tengslum við rann- sókn lögreglunnar á meintum svikum stjórnarformanns og for- stjóra Baugs gegn félaginu. Helgi Jóhannesson hrl. gætir hagsmuna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórn- arformanns Baugs, og Andri Árna- son hrl. er lögmaður Tryggva Jóns- sonar, forstjóra fyrirtækisins, í tilefni þeirra ávirðinga sem á þá hafa verið bornar. Gengi hlutabréfa í Arcadia Group hækkaði um 1,41% í Kauphöllinni í Lundúnum í gær og endaði í 378,5. Gengi hlutabréfa í Baugi lækkaði hins vegar um 0,6% í Kauphöll Ís- lands í gær, lækkaði úr 9,00 í 8,95. Verðmæti fyrirtækisins er sam- kvæmt því um 21,4 milljarðar króna. Yfirtökutilboð Philips Greens í Arcadia Group Baugur væntan- lega ekki með HÁTÆKNIFYRIRTÆKIÐ Marel tók í gær í notkun nýjar höfuð- stöðvar sínar í Austurhrauni 9 í Garðabæ að viðstöddu fjölmenni. Það var Árni M. Mathiesen, sjáv- arútvegsráðherra, sem hleypti „andanum í húsið“, en starfsand- inn úr fyrra húsnæði var fluttur í nýja húsið í sérstöku íláti. Að auki voru forseti Íslands, ráðherrar, þingmenn, bæjarstjóri og bæj- arstjórn Garðabæjar, auk fjölda forsvarsmanna úr íslensku at- vinnulífi, viðstaddir opnunina. Nýja byggingin er rúmir 15.000 fermetrar að stærð og gerbreytir allri aðstöðu fyrirtækisins, sem áð- ur var með starfsemi í tveimur húsum. Rými Marels eykst um helming við flutninginn og að auki eru fyrir hendi möguleikar á stækkun um 3.500 fermetra. Auk þess eru stækkunarmöguleikar fyrir hendi hjá framleiðslu um ríf- lega 2.000 fermetra og skrifstofu um 1.500 fermetra. Áætlaður kostnaður við bygginguna var um 1.400 til 1.500 milljónir króna. Dregið úr rafmengun Nýbygging Marel er hönnuð með það í huga að allt flæði efnis og upplýsinga verði með sem best- um hætti. Framleiðslu- og skrif- stofubygging er samþætt þannig að vegalengdir milli eininga verði sem minnstar. Samhliða byggingu hússins hefur tækjakostur til framleiðslu verið endurbættur með það í huga að auka afköst hjá framleiðslusellum og stoðliðum sem verið höfðu flöskuhálsar. Við hönnun hússins var sérstaklega hugað að því að draga sem mest úr rafmengun vegna tækja og lýs- ingar, einnig að tryggja að trufl- anir frá rafkerfi hverfisins berist ekki inn í bygginguna. Þetta var gert með kerfisbundinni spennu- jöfnun allra hluta byggingarinnar og því að útbúa sérstök jarðskaut með borholum sem verja húsið fyr- ir utanaðkomandi truflunum og sjá til þess að truflanir sem mynd- ast innanhúss eigi greiða leið til jarðar. Skrifstofurými mótast af flötu stjórnkerfi sem tryggir stutt- ar boðleiðir á milli starfsmanna og æðstu stjórnenda. Þannig er allt skipulag sveigjanlegt, veggir eru ekki reistir að óþörfu, vinnurými er opið til að tryggja aukin sam- skipti, starfsmönnum er tryggð íþróttaaðstaða innanhúss með körfubolta- og veggjatennissölum, líkamsræktaraðstöðu, sérstöku leikherbergi fyrir börn sem af einni eða annari ástæðu þurfa að koma með foreldrum sínum til vinnu í stuttan tíma, bókasafni og vel útbúnu mötuneyti sem rúmar alla starfsmenn fyrirtækisins, auk kaffiaðstöðu á hverju skilgreindu vinnusvæði hússins. Arkitekt var Teiknistofa Ingi- mundar Sveinssonar. Umsjón- araðili með framkvæmd bygging- arinnar fyrir hönd Marel og tengiliður við verktaka var Helgi Geirharðsson. Gamla húsnæðið hamlaði starfseminni „Fyrirtækið hefur vaxið hratt á undanförnum árum, að meðaltali um 35% á ári. Við höfum verið í eldra húsnæðinu allt frá árinu 1986, þangað fluttu þá um 30 starfsmenn en nú eru þeir um 300. Gamla húsnæðið var því orðið óhentugt og farið að hamla starf- semi og framleiðni í fyrirtækinu og þar af leiðandi vaxtarmögu- leikum. Nýja húsnæðið rennir því stoðum undir að hægt verði að bæta arðsemi fyrirtækisins og styður framtíðarvöxt,“ segir Hörð- ur Arnarson, forstjóri Marels. Öll starfsemi Marels á Íslandi verður undir einu þaki í Garðabæ. Hörður segir að þannig sé búið að sameina starfsemina hérlendis, sem áður var á tveimur stöðum sem hafi verið óhentugt. „Marel er nú í fyrsta sinn komið í húsnæði sem er sérstaklega hannað utan um starfsemina. Fyrirtækið sér- hæfir sig í að þróa vinnsluferla og vinnufyrirkomulag hjá matvæla- vinnslum um allan heim og það var því skemmtilegt fyrir okkur að hanna okkar eigin vinnsluflæði,“ segir Hörður. Marel tekur nýjar 15.000 fermetra höfuðstöðvar í Garðabæ í notkun Gerbreytir allri aðstöðu Morgunblaðið/Jim Smart Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra hleypti „andanum í húsið“ úr sérstöku íláti sem notað var til að flytja andann úr eldra húsnæði Marels. Gaumur og Flugleiðir kaupa í Flug- leiðum FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Gaumur keypti í gær hlutabréf í Flugleiðum hf. að nafnverði 31.699.715 krónur. Eignarhlutur Fjárfestingarfélagsins Gaums er nú 10,08% eða 232.651.589 krónur að nafnverði en var áður 200.951.874 að nafnverði eða 8,71%. Gaumur er ann- ar stærsti hluthafinn í Flugleiðum en Burðarás er stærsti hluthafinn. Flugleiðir keyptu deginum áður eigin bréf að nafnverði 59,2 milljónir á verðinu kr. 3,90. Eignarhlutur Flugleiða hf. eftir kaupin er 6,41% eða 147.984.622 krónur að nafnverði en var áður 3,85% eða 88.784.622 krónur að nafnverði. Í morgunpunktum Kaupþings í gær kemur fram að um 20% hluta- fjár í Flugleiðum hafi skipt um hend- ur síðastliðnar tvær vikur og eru það aðallega Flugleiðir og Gaumur sem hafa keypt bréf í Flugleiðum. Bréf Flugleiða hafa hækkað mjög í verði að undanförnu og nemur hækkunin um 120% frá áramótum. Lokaverð Flugleiða var 3,80 í gær. HAGNAÐUR fasteignafélagsins Stoða nam 502 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra var 16 millj- óna króna tap. Rekstrartekjur samstæðunnar á tímabilinu námu 1.033 milljón- um króna og rekstrargjöld að meðtöldum afskriftum námu 544 milljónum króna. Rekstrarhagn- aður án fjármunatekna og fjár- magnsgjalda nam því 489 milljón- um króna. Fjármagnsliðir samstæðunnar voru jákvæðir um 104 milljónir króna. Helsta skýringin er sú að gengishagnaður var 438 milljónir króna. Tekjur vegna verðlags- breytinga innan tímabilsins voru reiknaðar 235 milljónir króna og vaxtatekjur voru 8 milljónir króna. Vaxtagjöld, verðbætur langtíma- og skammtímalána ásamt lántökukostnaði voru alls 579 milljónir króna á tímabilinu. Heildareignir tæpir 22 milljarðar króna Veltufé frá rekstri var um 261 milljón króna á tímabilinu og handbært fé frá rekstri var 203 milljónir króna. Heildareignir fé- lagsins námu tæpum 21.677 millj- ónum króna í lok tímabilsins. Eig- ið fé nam um 4.149 milljónum króna eða sem svarar 19,2% af heildarfé niðurstöðutölu efna- hagsreiknings. Eigið fé ásamt víkjandi láni að fjárhæð 1.483 milljónir króna er alls um 5.632 milljónir króna eða 26,0% af heild- arfé niðurstöðutölu efnahags- reiknings. Við samruna Þyrpingar hf. inn í Fasteignafélagið Stoðir hf. mynd- aðist viðskiptavild að fjárhæð 700 milljónir króna og er hún eign- færð meðal óefnislegra eigna og afskrifuð á 20 árum. Með Þyrp- ingu hf. fylgdu 3 dótturfélög, en þau eru Skeifan 17, Stjörnutorg ehf. og Innréttingarnar ehf., að því er segir í tilkynningu til Kaup- hallar Íslands. Fasteignafélagið Stoðir hf. var stofnað árið 1999 og sinnir fasteignarekstri og skyldri starf- semi. Eignir félagsins eru versl- unar-, þjónustu- og skrifstofuhús- næði. Meðal leigjenda má nefna Baug hf., Flugleiðahótelin, SPRON, Kaupþing banka hf., Tæknival, Miklatorg hf. og NTC hf. Mikil umskipti hjá Stoðum Hagnaður KEA 180 milljónir HAGNAÐUR af rekstri Kaupfélags Eyfirðinga svf. fyrstu sex mánuði árs- ins nam 180 milljónum króna að teknu tilliti til skatta og annarra tekna, skv. óendurskoðuðu árshlutauppgjöri fé- lagsins. Fjármagnstekjur umfram fjármunagjöld námu 188 milljónum króna og vegur þar þyngst söluhagn- aður af hlutabréfum í Kaldbaki fjár- festingarfélagi hf. Rekstrargjöld fyrir afskriftir og vexti námu 4 milljónum króna. Rekstrartap fyrir fjármagnsliði nam 4 milljónum króna. Veltufé til rekstr- ar nam 7 milljónum króna. Bókfært eiginfjárhlutfall er 66%. Á fyrstu sex mánuðum 2001 nam tap KEA hins vegar 438,5 milljónum króna. Umtalsverðar breytingar hafa orðið á tilgangi og starfsemi KEA frá fyrra ári en um síðustu áramót yfirtók Kaldbakur fjárfestingarfélag hf. allar eignir og skuldbindingar KEA. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.