Morgunblaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 17
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2002 17 HJÓLSÖG 5604R 0 = 165 mm, 950 W TILBOÐSVERÐ 15.000.00 Á ÞOKKALEGUM síðsumarsdegi var fjölmenni úti í Flatey á Skjálf- anda. Þar lögðu að bryggju tveir hvalaskoðunarbátar Norðursigl- ingar, seglskipið Haukur, þar sem um borð voru aðallega Mývetn- ingar í skemmti- og fræðsluferð, og vélskipið Knörrinn, en þar um borð var biskup Íslands með fríðu föruneyti. Fyrir var í eynni allmargt af „heimamönnum“ sem beið komu biskupsins, sem kominn var þenn- an laugardag til að vísitera Flat- eyjarkirkju þótt eiginlegur söfn- uður hafi ekki verið í eynni síðan 1968. Afkomendur þeirra sem síð- ast bjuggu í eynni sýna kirkju sinni ræktarsemi og er hún í ágætu ásigkomulagi þótt komin sé á annað árhundrað og hafi ferðast meira en vanalegt er með kirkjur. Morgunblaðið/BFH Karl Sigurbjörnsson biskup og Kristín Guðjónsdóttir, eigin- kona hans, ganga í land í Flatey. Leiðir biskups liggja víða Mývatnssveit SÝNINGIN Kýr 2002 var haldin síð- asta dag ágústmánaðar í Ölfushöll- inni í Ingólfshvoli. Landbúnaðarráð- herra Guðni Ágústsson setti hátíðina. Hann nefndi að slík sýning hefði verið haldin árið 2000 og þá hefðu um eitt þúsund manns sótt hana og sýndist honum fjöldinn vera ámóta á þessari sýningu. Landbún- aðarráðherra sagði m.a. að kýrin ætti sér stað í hjarta hvers manns. Á sýningunni opnaði Guðni tölvu- kerfið Huppu, sem er heiti á nýju tölvukerfi á Netinu frá Bændasam- tökum Íslands sem vistar skýrslu- haldsgagnagrunn í nautgriparækt. Gagnagrunnurinn inniheldur upp- lýsingar um 200 þúsund gripi og eru elstu gripirnir frá upphafi 20. aldar. Í gagnagrunninum eru upplýsingar um ætterni, kynbótamat, og af- kvæmi ásamt grunnupplýsingum um gripina, eins og segir á forsíðu Huppu. Tölvukerfið hlýtur nafnið Huppa til heiðurs ættmóður íslenska kúastofnsins, Huppu 12 frá Kluftum í Hrunamannahreppi, en fullyrt er að rekja megi ættir allra nautgripa á Íslandi af íslensku kyni til Huppu. Fyrst um sinn verður tölvukerfið nýtt af ráðunautum, en fljótlega geta bændur fengið aðgang og skoðað sína gripi. Annað tölvuforrit var til sýnis á sýningunni og er það forritið Fróð- leiksfúsi í sveitinni. Þetta er marg- miðlunardiskur um íslenskan land- búnað, þar sem hægt er að kynnast þeim dýrum sem finnast í sveitum landsins. Um 200 þúsund gripir á gagnagrunninum Huppu Hveragerði Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Kálfar sýndu hversu vel þeir kunnu að hlýða eigendum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.