Morgunblaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2002 39 Bridshátíð Sumarbrids 2002 um næstu helgi Tvímenningur á laugardegi, sveitakeppni á sunnudegi, peninga- verðlaun og silfurstig. Helgina 7.–8. sept. næstkomandi- verður Bridshátíð Sumarbrids 2002. Það er alveg upplagt að hefja und- irbúning fyrir næsta tímabil með þátttöku í þessu stórmóti. Margir af okkar sterkustu spil- urum verða með og stefnir í að þetta verði langstærsti bridsvið- burður haustsins. Allir eru vel- komnir og eru spilarar hvattir til að skrá sig tímanlega, athugið að skrá verður í mótið fyrirfram, ekki er nóg að mæta á staðinn í upphafi móts. Dagskráin: Laugardagurinn 7. sept.: Monrad-barómeter, opinn tví- menningur, hefst klukkan 11 og lýk- ur um kl. 18. Skráningarfrestur til kl. 22 föstud. 6. sept. Sunnudagurinn 8. sept.: Monrad-sveitakeppni, 8 spila leik- ir, 7 umferðir, einnig frá kl. 11 til 18. Skráningarfrestur til kl. 10.45 sun- nud. 8. sept. Skráning er komin vel af stað hjá Matthíasi (860 1003) og hjá BSÍ (587 9360), það verður tekið við skráningum, innan frests, á meðan húsrúm leyfir. Þátttökugjald í hvort mót er 2 þús kr. á spilara og rennur stór hluti þess í verðlaun, en auk peningaverðlauna verða ýmis önnur góð verðlaun veitt. Að sjálfsögðu verður spilað um silfurstig í báðum mótum. Matthías mun glaður hjálpa áhugasömum spilurum að finna makker og/eða sveitarfélaga, sé þess óskað. Úrslit í Sumarbrids Miðvikudagur 28. ágúst – Howell, 16 pör, M=210. Hermann Friðrikss. – Ísak Ö. Sigurðss. 256 Harpa F. Ingólfsd. – Arngunnur Jónsd. 237 Guðmundur Baldurss. – Sævin Bjarnas. 237 Gylfi Baldurss. – Steinberg Ríkharðss. 235 Guðlaugur Sveinss. – Kristófer Magn. 235 Magnús Aspelund – Steingrímur Jónass.227 Úrslit fimmtud. 29.ágúst, Mitch- ell, M=216 NS Páll Valdimarsson – Eiríkur Jónsson 248 Björn Theódórss. – Sigurður B. Þorst. 240 Jörundur Þórðars. – Hrafnhildur Skúlad. 231 María Haraldsdóttir – Þórður Sigfúss. 221 AV Erla Sigurjónsdóttir – Sigfús Þórðarson 248 Guðrún Jóhannesd. – Haraldur Ingason 235 Ísak Örn Sigurðsson – Ómar Olgeirsson 232 Eðvarð Hallgrímss. – Sævin Bjarnas. 230 Úrslit föstud. 30. ágúst M=312 NS Anna G. Nielsen – Guðlaugur Nielsen 359 Gylfi Baldursson – Gísli Hafliðason 357 Árni Hannesson – Oddur Hannesson 354 Alda Guðnad. – Kristján B. Snorras. 342 AV Baldur Bjartmarsson – Friðrik Jónsson 397 Ísak Örn Sigurðsson – Ómar Olgeirsson 369 Helga Sturlaugsdóttir –Stefán Jónsson 363 Guðlaugur Sveinss. – Þórður Björnss. 340 Úrslit í Miðnætursveitakeppn- inni! Ómar Olgeirs (Ísak Örn Sigurðs, Bjarni Einars og Daníel Már Sig) 68 Halldóra Magnúsdóttir (Harpa Fold Ingólfs, Eyþór Hauks og Eggert Bergs) 49 Helga Sturlaugs (Stefán Jóns, Sigurvin Ómar Jóns og Eyvindur Magn.) 47 Spilamennsku Sumarbrids 2002 lýkur 13. september Síðasta spilakvöldið í Sumarbrids 2002 verður föstudagskvöldið 13. september. Allar nauðsynlegar upp- lýsingar um Sumarbrids 2002, loka- stöðu spilakvölda, bronsstigastöðu og fleira má finna á heimasíðu Bridssambands Íslands, www.- bridge.is og á síðu 326 í textavarpi sjónvarpsins. Í Sumarbrids 2002 er spilað alla virka daga kl. 19 í Síðu- múla 37. Allir eru hjartanlega vel- komnir í Sumarbrids og keppnis- stjóri aðstoðar við að mynda pör, mæti spilarar stakir. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson TILBOÐ / ÚTBOÐ ÚU T B O Ð Húsgögn á bókasafn í nýbyggingu Kennaraháskóla Íslands Útboð nr. 13123 Ríkiskaup, fyrir hönd menntamálaráðuneytisins, óska eftir tilboðum í bókasafnshillur og tilheyr- andi búnað á bókasafn í nýbyggingu Kennara- háskóla Íslands. Útboðsgögn eru til sýnis og sölu á kr. 3.500 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7, 105 Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað hinn 20. sept- ember 2002 kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóð- endum sem þess óska. TILKYNNINGAR Mosfellsbær Deiliskipulag Kirkju- mós í Mosfellsdal, Mosfellsbæ. Á fundi bæjarstjórn þann 21. ágúst 2002 var samþykkt tillaga að deiliskipulagi fyrir Kirkjumó í Mosfellsdal, Mosfellsbæ. Skipulagstillagan nær til lands sem er sunnan Þingvallarvegar og austan Æsu- staðarvegar. Samkvæmt tillögunni, sem nær til hluta landsins, er gert ráð fyrir heimild til byggingar íbúðarhúss og þjón- ustubygginga sem tengjast gróðrarstöð og veitingarrekstri. Fyrst í stað er gert ráð fyrir 120 fm byggingu fyrir veitingarrekstur. Fyrir er á landinu gróðrarstöðin Mosskógar. Tillagan verður til sýnis í afgreiðslu bæjar- skrifstofu Mosfellsbæjar, að Þverholti 2, fyrstu hæð frá 4. september 2002 til 16. október 2002. Athugasemdir ef einhverjar eru, skulu hafa borist skipulagsnefnd Mos- fellsbæjar fyrir 18. október 2002. Einnig verður hægt að skoða hana á heimasíðu Mosfellsbæjar, mos.is . Þeir sem ekki gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkir tillögunum. Bæjarverkfræðingurinn í Mosfellsbæ. Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík Leirubakki 34-36, breyting á deili- skipulagi. Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynning- ar tillaga að breytingu á deiliskipulagi varð- andi lóðina nr. 34-36 við Leirubakka í Reykjavík. Um er að ræða breytingu á eldra deiliskipu- lagi. Gerir tillagan m.a. ráð fyrir að að lóðinni verði breytt að fullu í íbúðasvæði, heimilt verði að byggja byggja eina hæð ofan á húsið nr. 36 við Leirubakka og breikka það. Í húsinu verði allt að 18 íbúðir. Þá gerir tilllagan ráð fyrir að lóð hússins minnki og að hluti grassvæða, sem nú eru innan lóðarinnar, verði breytt í u.þ.b. 24 bílastæði sem verða í eigu Reykjavíkur- borgar. Tillagan gerir og ráð fyrir að heimilt verði að færa spennistöð sem nú er áföst húsinu syðst á leiksvæði milli Jörfabakka 32 og Maríubakka 18. Tillagan liggur frammi í sal skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar í Borgar- túni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 – 16.00 frá 4. september 2002 til 16. október 2002. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við hana skal skila skriflega til Skipulags- og bygg- ingarsviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar en 16. október 2002. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 4. september 2002. Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkur. SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ Aðalfundur Íþróttafélags Reykjavíkur fyrir 2001 verður haldinn fimmtudaginn 12. septem- ber 2002 kl. 18.00 í ÍR-heimilinu. Jafnréttisviðurkenning 2002 Jafnréttisráð lýsir eftir tilnefningum til jafn- réttisviðurkenningar fyrir árið 2002. Viðurkenningu geta hlotið einstaklingar, hópar, fyrirtæki eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála. Tilgangurinn er að verðlauna fyrir vel unnin störf í þágu jafnréttis kvenna og karla og hvetja um leið til frekari dáða. Tilnefningum skal skilað eigi síðar en 17. septem- ber nk. til Jafnréttisráðs, Hvannavöllum 14, 600 Akureyri, í síma 460 6200, bréfsíma 460 6201 eða í tölvupósti jafnretti@jafnretti.is Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtaldar framkvæmdir skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum, samkvæmt lögum nr. 106/ 2000 um mat á umhverfisáhrifum: Stækkun Nesjavallavirkjunar úr 90 í 120 MWe. Skógrækt í landi Gautlanda, Skútustaðahreppi. Skógrækt í landi Litlustrandar, Skútustaðahreppi. Ákvarðanirnar liggja frammi hjá Skipulags- stofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þær er einnig að finna á heimasíðu Skipulags- stofnunar: www.skipulag.is. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 2. október 2002. Skipulagsstofnun. SMÁAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen, Ingibjörg Þeng- ilsdóttir, Erla Alexandersdótt- ir, og Garðar Björgvinsson michael-miðill starfa hjá félag- inu og bjóða félagsmönnum og öðrum uppá einkatíma. Upplýsingar um félagið, einka- tíma og tímapantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13—18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja eftir skilaboð á sím- svara félagsins. Netfang: mhs@vortex.is . Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Háaleitisbraut 58—60 Samkoma í Kristniboðs- salnum í kvöld kl. 20.30. „Fangavörður frelsast“ Margrét Hróbjartsdóttir og Benedikt Jasonarson tala. Heitt á könnunni á eftir. Allir hjartanlega velkomnir. 7.—8. sept. Setur sunnan Hofsjökuls (Jeppadeild). Skemmtileg ferð fyrir bæði óbreytta og breytta jeppa. Gist eina nótt í „Setrinu“. Verð kr. 3.900/4.500 pr. bíl. + 1300 krónur á mann í gistigjald. Fararstóri: Haukur Parelíus. 8. sept. Esja - Kistufell (E-7). Brottför frá BSÍ kl. 10.30. Verð kr. 1.500/1.700. Fararstjóri Tómas Þröstur Rögnvaldsson. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNA mbl.is ATVINNUAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.