Morgunblaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 20
HÆSTIRÉTTUR Ísraels úrskurðaði í gær að herinn hefði heimild til að reka Kifah og Int- issar Adjuri, tvo ættingja látins hermdar- verkamanns, til Gaza frá Vesturbakkanum á þeirri forsendu að þeir hefðu veitt honum að- stoð. Ekki má hins vegar beita þriðja ættingj- ann, Abdel Nasser Assidi, sem ekki var talinn hafa veitt hinum látna umtalsverða aðstoð, sams konar refsingu. Tvímenningarnir verða að búa á Gaza í tvö ár. Hermdarverkamað- urinn var liðsmaður al-Aqsa-píslarvottasveit- anna svonefndu og er sagður hafa sent tvo sjálfsmorðingja af stað til árása í Tel Aviv. Talsmenn Palestínumanna og ýmissa mannréttinda- og friðarsamtaka í Ísrael for- dæmdu niðurstöðuna, töldu að verið væri að refsa hóp fyrir afbrot einstaklings, hæstirétt- ur hefði brugðist og látið undan þrýstingi stjórnvalda. Sögðu sumir að niðurstaðan gæti orðið fyrsta skrefið að svonefndri þjóðar- hreinsun, þ.e. brottrekstri allra Palestínu- manna frá svæðinu. ?Herinn er nú hin raunverulega ríkisstjórn Ísraels,? sagði Uri Avnery, talsmaður frið- arhópsins Gush Shalom. ?Hæstiréttur var síð- asta tryggingin fyrir lýðræði í Ísrael en nú þorir enginn að mótmæla,? sagði Avnery. Hann bætti því við að herinn og ríkisstjórnin beittu nú Palestínumenn miklum og vaxandi þrýstingi í þeirri von að fólk léti að lokum endanlega bugast. Niðurstaða hæstaréttar væri þáttur í þessari stefnu. Fullnægir ekki kröfum harðlínumanna Ranaan Gissin, talsmaður Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, vísaði þessum ásök- unum á bug. Hann sagði að rétturinn hefði sagt að brottreksturinn væri lögmætur og ekki væri um að ræða geðþóttaákvörðun af hálfu hersins. ?Herinn verður að hlíta lögum,? sagði Gissin. Ljóst þykir að úrskurður hæstaréttar full- nægi alls ekki kröfum harðlínumanna í hern- um og víðar sem vilja að herinn geti rekið alla ættingja hryðjuverkamanna af heimilum sín- um og brotið hús fjölskyldnanna niður jafnvel þótt ekki séu neinar sannanir fyrir því að ætt- ingjarnir hafi veitt aðstoð við sjálf hryðju- verkin. Herinn og ríkisstjórn Sharons forsætisráð- herra telja að brottrekstur ættingja geti vald- ið því að færri Palestínumenn en ella taki þá ákvörðun að gera sjálfsmorðsárásir á Ísraela. Ættingjar slíkra ?píslarvotta?, eins og þeir eru kallaðir meðal araba, eru í hávegum hafð- ir meðal Palestínumanna á hernumdu svæð- unum og stjórn Saddams Husseins í Írak hef- ur stutt þá með fé. Segjast hafa ?erft? gömul lög frá Jórdönum Hæstiréttur sagði í skýringu sinni að líta bæri á Vesturbakkann og Gaza sem eitt og sama svæðið og því væri ekki um að ræða brottrekstur og þá brot á alþjóðalögum held- ur væri fólkið látið flytja. Væri um að ræða ?aðgerð til að ákvarða búsetu?. Palestínu- menn fóru hörðum orðum um úrskurðinn og sagði Saeb Erakat, helsti samningamaður stjórnar Yassers Arafats Palestínuleiðtoga í viðræðum við Ísraela, að brottrekstur tví- menninganna væri slæmt mannréttindabrot. Khadr Shkeirat, lögfræðingur palestínska mannréttindahópsins LAW, sagði brottrekst- urinn vera brot á alþjóðasáttmálum um rétt- indi íbúa hernuminna svæða. Jafnvel þótt fólkið hefði aðeins verið flutt milli borga á Vesturbakkanum hefði samt verið um brott- rekstur að ræða samkvæmt alþjóðalögum. Mjög er deilt um það hvort lögskýring Ísr- aela standist. Þeir vísa m.a. til laga frá 1945 er Bretar réðu enn yfir allri Palestínu og höfðu þá ?í algerum undantekningartilfellum? rétt til að reka fólk á brott ?af öryggis- ástæðum? eins og það er orðað í lögunum. Þau giltu á Vesturbakkanum sem áður féll undir vernd Jórdaníu. Ísraelar segjast að sögn BBC hafa ?erft ? lögin frá Jórdönum er afsöluðu sér öllu tilkalli til svæðisins fyrir all- mörgum árum en eftir að Ísarelar hertóku Vesturbakkann 1967. Palestínumenn benda á að lögin frá 1945 stangist á við fjórða Genfarsáttmálann frá 1949 en í honum er meðal annars kveðið á um réttindi óbreyttra borgara á herteknum svæð- um. Í grein nr. 49 segir: ?Bannað er að þvinga einstaklinga eða hópa til að flytja á brott eða reka með valdi fólk frá herteknu svæði yfir á svæði hernámsveldisins eða nokkurt annað svæði, hvort sem það er hertekið eða ekki og engu skiptir hvert markmiðið er með aðgerð- unum.? Þröng túlkun á lögunum Ísraelar svara því til að ákvæðið hafi verið sett til að koma í veg fyrir þjóðarhreinsun af sama tagi og nasistar beittu og síðar var grip- ið til á Balkanskaga og gert sé ráð fyrir und- anþágum. Í greininni segir einnig: ?Hernáms- veldið má grípa til brottflutnings allra eða sumra íbúa á afmörkuðu svæði ef öryggi íbú- anna eða brýnar hernaðarástæður gera það nauðsynlegt.? Þess má geta að þótt Ísraelar viðurkenni ekki að Vesturbakkinn og Gaza séu hernumin svæði hafa hermenn ríkisins Hæstiréttur Ísraels úrskurðar í máli ættingja látins hryðjuverkamanns á Vesturbakkanum Reuters Verða sendir í tveggja ára útlegð til Gaza Ísraelar vísa til undanþáguákvæða í Genfar- sáttmála um réttindi íbúa á herteknum svæðum Jerúsalem. AFP. Ísraelskur lögreglumaður fylgist með skurðgröfu sem notuð var við að reisa nýja varnar- girðingu við borgina Jenín á Vesturbakkanum í gær. Girðingarnar þykja mjög umdeildar. fengið fyrirmæli um virða ákvæði Genfarsátt- málanna. Elyakim Rubenstein ríkissaksóknari ákvað í málinu sem nú hefur verið útkljáð að tak- marka ákæruna við aðeins þrjá ættingja og taldi að túlka bæri lögin þröngt, þ.e. eingöngu sakfella þá sem beinlínis hefðu hjálpað sprengjumönnunum. Ef beitt væri rúmri túlk- un væri að hans áliti hætta á að niðurstaðan rækist á grein 33 í áðurnefndum Genfarsátt- mála þar sem segir að bannað sé að beita ?hóprefsingu?. Í greininni segir: ?Engum manni á svæðinu [undir vernd hernámsveld- isins] má refsa fyrir afbrot sem hann eða hún hefur ekki sjálfur framið.? Hæstiréttur Ísraels hefur áður veitt heim- ildir til að reka fólk brott og brjóta hús niður en ávallt sett sem skilyrði að herinn geti rök- stutt að mjög brýnt sé að grípa til aðgerð- anna. Nokkrir liðsmenn hryðjuverkasamtak- anna Hamas og Íslamska Jihad voru reknir til Líbanons 1992. En í úrskurðinum var sagt að sumir hinna brottreknu ættu að fá að snúa strax aftur heim og hinir ættu að endingu einnig að fá heimfararleyfi. Svo fór að menn- irnir sneru allir heim vegna þess að Ísraels- stjórn lét undan öflugum þrýstingi á alþjóða- vettvangi þar sem aðferðin sætti harðri gagnrýni. ERLENT 20 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ þeir höfðu hins vegar grímur á höfði, svo ekki væri hægt að þekkja þá. Óttast kólumbísk yf- irvöld að skæruliðarnir myndu hefna sín, ef nöfn tvímenninganna yrðu gerð opinber. Baráttan við skæruliðahreyf- ingarnar forgangsverkefni Yfirvöld gera ráð fyrir að viku- lega fari fram greiðslur fyrir gagn- legar upplýsingar um skæruliðana. Vilja þau með þessu hvetja al- menning til að leggja sitt af mörk- um í baráttunni gegn skæruliðun- um en 38 ár eru nú liðin síðan átökin í Kólumbíu hófust og hafa þúsundir manna beðið bana á þeim tíma. Þá hefur Uribe, sem tók við embætti 7. ágúst sl., tilkynnt að auknu fé verði varið til uppbygg- ingar hers landsins. Hefur hann lýst því yfir, að það verði forgangs- verkefni í forsetatíð hans, að ráða niðurlögum skæruliðahreyfinga í landinu og þykir augljóst af hans fyrstu embættisfærslum að hart verður látið mæta hörðu. STJÓRNVÖLD í Kólumbíu eru tekin að borga fólki fyrir upplýs- ingar sem leitt geta til handtöku liðsmanna skæruliðahreyfinga, sem ábyrgð bera á sannkallaðri ógn- aröld í landinu undanfarin ár. Með þessu vonast Alvaro Uribe, forseti Kólumbíu, til að geta ráðið nið- urlögum skæruliðanna, sem ráða ríkjum í næstum helmingi landsins. Á mánudag greiddu kólumbísk stjórnvöld tveimur uppljóstrurum jafnvirði 220 þúsund ísl. króna fyr- ir upplýsingar sem leiddu til hand- töku Oswaldos Diaz Alfaro, sem talið er að hafi gert tilraun til að myrða Uribe í apríl sl. Uribe stóð þá í kosningabaráttu vegna for- setakosninganna, sem fóru fram í sumar. Fimm fórust í sprengjutilræðinu en talið er að Alfaro, sem hefur viðurnefnið ?Prófessorinn? og er einn af leiðtogum FARC-skæru- liðahreyfingarinnar, hafi skipulagt tilræðið. Sýnt var frá því í sjónvarpi á mánudag þegar uppljóstrararnir tveir fengu peninga sína afhenta en Uppljóstrarar fá borgað í Kólumbíu Yfirvöld leita nýrra leiða til að ráða niðurlögum skæruliðahópa Bogota. AP. ÞEIM sem rannsaka og sinna kennslu um forsetaembættið í Bandaríkjunum er George W. Bush ráðgáta. Rúmlega 20 fræðimenn og kennarar veltu vöngum yfir per- sónuleika og frammistöðu forsetans er þeir komu saman á ráðstefnu er haldin var um síðustu helgi á vegum Stjórnmálafræðifélags Bandaríkj- anna. Sumir þeirra töldu forsetann vera einfeldning, aðrir sögðu hann hafa styrk og ákveðni á borð við Harry Truman eða Ronald Reagan. ?Einfaldur, einhliða, skortir þá greind og íhygli sem embættið krefst, Dan Quayle í dulargervi,? sagði Michael Genovese, við Loyola Marymount-háskóla. ?Í tilfinninga- legu jafnvægi, vel skipulagður, hef- ur hæfileikaríka og reynslumikla undirmenn, enginn hugsjónamaður en hefur skýr og vel skilgreind markmið, fæddur stjórnmálamað- ur,? sagði Fred Greenstein, við Princeton-háskóla. Stjórnmálafræðingastéttin hefur afgerandi frjálslyndisslagsíðu, og, eins og Stanley Rehshon, við Borg- arháskólann í New York, viður- kenndi: ?Í menntamannaheiminum, sem er vinstramegin við miðju, leggjum við áherslu á vitsmunalega margbreytni. Bush er ekki djúpur, en innsæi hans skiptir sköpum og hann er kænn.? Colleen Shogan, við George Mason-háskóla, hélt því fram að eft- ir 11. september hefði Bush fundið réttlætiskennd sinni farveg með því að fordæma hryðjuverk, en sú til- hneiging hans að einfalda flókna hluti á afdráttarlausan máta, eins og með orðunum ?öxull hins illa? hafi gert honum erfitt um vik að takast á við óljósa heimsmynd nú- tímans. En fræðingarnir vildu ekki allir afskrifa það að Bush yrði farsæll forseti. Hann hefði valið sér ráð- herra ?af snilld?, sagði Shirley Ann Warshaw, við Gettysburg-háskóla, og hefur ?fengið í lið með sér fólk sem er staðráðið í að koma stefnu- málum hans áfram?. Þótt ráðherrar hafi verið valdir með það fyrir augum að tryggja kynþátta-, þjóðernis- og kyndreif- ingu, líkt og Bill Clinton hefði gert, hafi undirmenn í ráðuneytum verið vandlega valdir til þess að fylgja íhaldsstefnu og tilteknum stefnu- miðum Bush, sagði Warshaw. George C. Edwards, við A&T-há- skólann í Texas, sagði að Bush hefði sjálfstraust sem hefði nýst honum mjög vel, ekki aðeins við að afla fylgis við skattalækkanir og menntamálaumbætur, heldur líka í baráttunni við hryðjuverkastarf- semi. ?Þar gafst honum tækifæri á að mynda ný tengsl við bandarísku þjóðina, og hann greip það.? Stjórnmálafræðingar reyna að átta sig á Bush forseta Kænn en ekki djúpur Reuters Fræðingar eru ekki einhuga um embættisfærslur Bush. Boston. The Washington Post.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.